Flóttamenn frá Úganda á leið í Mosfellsbæ

Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar skrifar um komu flóttamanna frá Úganda til Mosfellsbæjar og landið sem þau eru að flýja.

Auglýsing

Innan þriggja vikna fjölgar íbúum í Mos­fellsbæ um 10 manns. Undir eðli­legum kring­um­stæðum væri það ekki í frá­sögur fær­andi. En fólkið er sér­stakt. Það hefur upp­lifað hluti sem eru víðs­fjarri reynslu­heimi okkar Íslend­inga. Á flótta undan ofsóknum i Afr­íku­rík­inu Úganda leitar það hér skjóls. Til að gefa grófa mynd af því sem hrekur fólk á flótta frá þess­ari perlu Afr­íku hef ég gluggað í árlegar skýrslur Mann­rétt­inda­vaktar Sam­ein­uðu þjóð­anna og heima­síður ýmissa sam­taka þar í landi. En fyrst nokkur orð um landið sjálft.

Perla Afríku

Úganda er Mið-Afr­íku­ríki sem liggur að Kongó, Suður Súd­an, Kenýa, Tanz­aníu og Rúanda. Allt eru þetta ríki þar sem ríkt hefur póli­tískur óstöð­ug­leiki lengi. Landið var áður bresk nýlenda og er enska opin­bera tungu­mál­ið. Átökin eru sögð eiga upp­tök sín í mis­skipt­ingu auðs sem nýlendu­þjóð­irnar inn­leiddu í lok 19. ald­ar. Í Úganda er valda­stéttin sterk­efnuð og með stjórn­kerfið að vopni á meðan hinn almenni borg­ari býr við lítil efni eða jafn­vel sára fátækt. Þjóðin sam­anstendur af 30 ætt­bálk­um.

Win­ston Churchill kall­aði Úganda perlu Afr­íku. Það var nátt­úru­feg­urð­in, gróð­ur­sældin og dýra­lífið sem heill­aði for­sæt­is­ráð­herra Breta. Ýmsar þekktar nátt­úruperlur eru í Úganda s.s. Vikt­or­íu­vatn sem þeir deila með Tansan­íu­bú­um. Áin Níl á upp­tök sín í vatn­inu en hún er lengsta fljót ver­ald­ar. Einn virt­asti þjóð­garður Úganda heitir eftir Elísa­betu Eng­lands­drott­ingu og eru prins­arnir Harry og Vil­hjálmur vernd­arar hans. Fugla­líf í Afr­íku er hvergi jafn fjöl­skrúð­ugt og þar en í garð­inum hafa sést yfir 600 teg­undir fugla. Ferða­menn heim­sækja gjarnan þjóð­garð­inn í Rwenzori-­fjöll­unum en hann er eins og Bwindi þjóð­garð­ur­inn á heimsminja­skrá UNESCO. Bwindi er erf­iður yfir­ferð­ar, engir vegir eða göngu­leiðir en í honum búa yfir 400 fágætar fjalla-­gór­ill­ur, sumar sér­stak­lega þjálf­aðar til að taka á móti ferða­mönn­um. Íslenskt áhuga­fólk um vel­ferð Afr­íku býður upp á göngu­ferðir um Rwenzori þjóð­garð­inn.

Auglýsing

Litskrúðugt dýralíf er í Úganda. Mynd: Aðsent.Dýra­líf í Úganda er eins og víðar í Afr­íku mjög lit­skrúð­ugt. Þar má sjá fíla, antílóp­ur, zebra­hesta, gíraffa, ljón, hlé­barða, flóð­hesta, gór­illu­apa, simpansa o.fl., o.fl.

Í Úganda búa um 40 millj­ónir og er landið fjall­lent um 236,580 km² að stærð. Lífslíkur eru um 60 ár, læsi 78%, barna­dauði er 56 fædd börn á 1000 íbúa, fólk sem lifir undir fátækt­ar­mörkum 19,3% og fjöldi íbúa með alnæm­is­smit um 6,5%. Höf­uð­borgin er sunn­ar­lega við Viktór­íu­vatn og heitir Kampala.

Stjórnar­far í Úganda - ald­ursmörk for­seta afnumin

Einn ill­ræmd­asti ein­ræð­is­herra Afr­íku, Idi Amin, var um tíma við völd í Úganda. Þar á nú að heita lýð­ræð­is­stjórn en því fer fjarri að svo sé eins og skýrslur Mann­rétt­inda­vaktar Sam­ein­uðu þjóð­anna stað­festa.

Yoweri Museveni, forseti Úganda. Mynd: Aðsend.Núver­andi for­seti Úganda, Yoweri Museveni, hefur verið við völd frá árinu 1986. Hann beitti sér nýlega fyrir því að afnema ákvæði í stjórn­ar­skránni um 75 ára ald­urs­mörk for­seta sem gerir honum kleift að fara aftur í fram­boð árið 2021 en þá verður hann búinn að sitja við völd í 35 ár. Þaul­setan er skýrð sem til­raun spilltrar valda­stéttar til að treysta völd sín.

Íbúar og sam­tök reyndu að koma í veg fyrir stjórn­ar­skrár­breyt­ing­una með mót­mælum en því mættu vald­hafar með því að siga vopn­uðum her­sveitum og lög­reglu á mót­mæl­endur sem máttu þola pynt­ing­ar, hand­tökur og fang­elsun án dóms og laga.

Félaga- og funda­frelsi skert

Í kjöl­farið var lögum um frjáls félaga­sam­tök og funda­frelsi líka breytt. Aðferðin sem lög­reglan beitti var að ráð­ast inn á fundi sam­taka og saka þau um ólög­leg við­skipti og und­ir­róð­urs­starf­semi. Banka­reikn­ingar þeirra voru auk þess fryst­ir. Árás­unum var sér­stak­lega beint gegn sam­tökum sem mót­mæltu afnámi á ald­urs­mörkum for­seta.

Full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa oft­sinnis verið hand­teknir og jafn­vel drepnir í kjöl­far mót­mæla að sama til­efni.

Tjáning­ar­frelsi og frjálsri fjölmiðlun ógnað

Tján­ing­ar­frelsið og frjáls fjöl­miðlun stendur höllum fæti í Úganda. Vald­hafar leyfa ekki gagn­rýna umfjöllun um vald­hafa. Fjöl­miðla­nefnd Úganda bann­aði t.d. opin­bera umræðu í þing­inu um ald­urs­mörk for­seta. Blaða­menn voru hand­teknir og rit­stjórar kærðir fyrir frétta­flutn­ing.

Aðför að hinsegin fólki

Hinsegin fólk hefur frá nýlendu­tím­anum átt undir högg að sækja í Úganda. Núgild­andi lög kveða á um refs­ingu allt að fjórtán árum sem er þó skárra en dauðrefs­ingin sem átti nýlega að lög­festa.  Í 38 af 53 ríkjum Afr­íku er sam­kyn­hneigð talin glæpur og hún sögð bæði óafrísk og ókristi­leg. Skv. lög­unum frá 2016 er sak­næmt að tala fyrir rétt­indum hinsegin fólks í Úganda.

Sam­kyn­hneigðir eiga yfir höfði sér fyr­ir­vara­lausar hand­tökur og pynt­ing­ar. Lög­reglan hefur gengið svo langt að fram­kvæma enda­þarms­rann­sóknir á sam­kyn­hneigðum körlum sem ekk­ert sönn­un­ar­gildi hafa og nauðgað lespískum konum í þeim til­gangi að snúa þeim frá meintri villu síns veg­ar. Kristi­leg sam­tök hafa beitt sér af hörku gegn hinsegin fólki í Úganda og fengið til þess aðstoð banda­rískra trú­bræðra sinna. Á þeirra vegum hafa verið haldin nám­skeið til að afhjúpa sam­kyn­hneigða og birtir langir listar með nöfnum og heim­il­is­föngum í dag­blöð­um. Birt­ing­unum hafa fylgt atvinnu­miss­ir, brott­rekstur úr skóla, heim­il­is­leysi, vina- og fjöl­skyldu­miss­ir, bar­smíð­ar, eigna­spjöll, nauðg­anir og morð. Ofbeldið hafa vald­hafar látið óátalið.

Flótti frá heima­land­inu

Til að bjarga lífi sínu og ást­vina sinna hafa margir flúið land. Þeir sem komust undan og lifðu af hafa þurft að þola mikið mót­læti. Verum þeim góð og sýnum mannúð kæru land­ar.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­innar í Mos­fells­bæ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar