Flóttamenn frá Úganda á leið í Mosfellsbæ

Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar skrifar um komu flóttamanna frá Úganda til Mosfellsbæjar og landið sem þau eru að flýja.

Auglýsing

Innan þriggja vikna fjölgar íbúum í Mos­fellsbæ um 10 manns. Undir eðli­legum kring­um­stæðum væri það ekki í frá­sögur fær­andi. En fólkið er sér­stakt. Það hefur upp­lifað hluti sem eru víðs­fjarri reynslu­heimi okkar Íslend­inga. Á flótta undan ofsóknum i Afr­íku­rík­inu Úganda leitar það hér skjóls. Til að gefa grófa mynd af því sem hrekur fólk á flótta frá þess­ari perlu Afr­íku hef ég gluggað í árlegar skýrslur Mann­rétt­inda­vaktar Sam­ein­uðu þjóð­anna og heima­síður ýmissa sam­taka þar í landi. En fyrst nokkur orð um landið sjálft.

Perla Afríku

Úganda er Mið-Afr­íku­ríki sem liggur að Kongó, Suður Súd­an, Kenýa, Tanz­aníu og Rúanda. Allt eru þetta ríki þar sem ríkt hefur póli­tískur óstöð­ug­leiki lengi. Landið var áður bresk nýlenda og er enska opin­bera tungu­mál­ið. Átökin eru sögð eiga upp­tök sín í mis­skipt­ingu auðs sem nýlendu­þjóð­irnar inn­leiddu í lok 19. ald­ar. Í Úganda er valda­stéttin sterk­efnuð og með stjórn­kerfið að vopni á meðan hinn almenni borg­ari býr við lítil efni eða jafn­vel sára fátækt. Þjóðin sam­anstendur af 30 ætt­bálk­um.

Win­ston Churchill kall­aði Úganda perlu Afr­íku. Það var nátt­úru­feg­urð­in, gróð­ur­sældin og dýra­lífið sem heill­aði for­sæt­is­ráð­herra Breta. Ýmsar þekktar nátt­úruperlur eru í Úganda s.s. Vikt­or­íu­vatn sem þeir deila með Tansan­íu­bú­um. Áin Níl á upp­tök sín í vatn­inu en hún er lengsta fljót ver­ald­ar. Einn virt­asti þjóð­garður Úganda heitir eftir Elísa­betu Eng­lands­drott­ingu og eru prins­arnir Harry og Vil­hjálmur vernd­arar hans. Fugla­líf í Afr­íku er hvergi jafn fjöl­skrúð­ugt og þar en í garð­inum hafa sést yfir 600 teg­undir fugla. Ferða­menn heim­sækja gjarnan þjóð­garð­inn í Rwenzori-­fjöll­unum en hann er eins og Bwindi þjóð­garð­ur­inn á heimsminja­skrá UNESCO. Bwindi er erf­iður yfir­ferð­ar, engir vegir eða göngu­leiðir en í honum búa yfir 400 fágætar fjalla-­gór­ill­ur, sumar sér­stak­lega þjálf­aðar til að taka á móti ferða­mönn­um. Íslenskt áhuga­fólk um vel­ferð Afr­íku býður upp á göngu­ferðir um Rwenzori þjóð­garð­inn.

Auglýsing

Litskrúðugt dýralíf er í Úganda. Mynd: Aðsent.Dýra­líf í Úganda er eins og víðar í Afr­íku mjög lit­skrúð­ugt. Þar má sjá fíla, antílóp­ur, zebra­hesta, gíraffa, ljón, hlé­barða, flóð­hesta, gór­illu­apa, simpansa o.fl., o.fl.

Í Úganda búa um 40 millj­ónir og er landið fjall­lent um 236,580 km² að stærð. Lífslíkur eru um 60 ár, læsi 78%, barna­dauði er 56 fædd börn á 1000 íbúa, fólk sem lifir undir fátækt­ar­mörkum 19,3% og fjöldi íbúa með alnæm­is­smit um 6,5%. Höf­uð­borgin er sunn­ar­lega við Viktór­íu­vatn og heitir Kampala.

Stjórnar­far í Úganda - ald­ursmörk for­seta afnumin

Einn ill­ræmd­asti ein­ræð­is­herra Afr­íku, Idi Amin, var um tíma við völd í Úganda. Þar á nú að heita lýð­ræð­is­stjórn en því fer fjarri að svo sé eins og skýrslur Mann­rétt­inda­vaktar Sam­ein­uðu þjóð­anna stað­festa.

Yoweri Museveni, forseti Úganda. Mynd: Aðsend.Núver­andi for­seti Úganda, Yoweri Museveni, hefur verið við völd frá árinu 1986. Hann beitti sér nýlega fyrir því að afnema ákvæði í stjórn­ar­skránni um 75 ára ald­urs­mörk for­seta sem gerir honum kleift að fara aftur í fram­boð árið 2021 en þá verður hann búinn að sitja við völd í 35 ár. Þaul­setan er skýrð sem til­raun spilltrar valda­stéttar til að treysta völd sín.

Íbúar og sam­tök reyndu að koma í veg fyrir stjórn­ar­skrár­breyt­ing­una með mót­mælum en því mættu vald­hafar með því að siga vopn­uðum her­sveitum og lög­reglu á mót­mæl­endur sem máttu þola pynt­ing­ar, hand­tökur og fang­elsun án dóms og laga.

Félaga- og funda­frelsi skert

Í kjöl­farið var lögum um frjáls félaga­sam­tök og funda­frelsi líka breytt. Aðferðin sem lög­reglan beitti var að ráð­ast inn á fundi sam­taka og saka þau um ólög­leg við­skipti og und­ir­róð­urs­starf­semi. Banka­reikn­ingar þeirra voru auk þess fryst­ir. Árás­unum var sér­stak­lega beint gegn sam­tökum sem mót­mæltu afnámi á ald­urs­mörkum for­seta.

Full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa oft­sinnis verið hand­teknir og jafn­vel drepnir í kjöl­far mót­mæla að sama til­efni.

Tjáning­ar­frelsi og frjálsri fjölmiðlun ógnað

Tján­ing­ar­frelsið og frjáls fjöl­miðlun stendur höllum fæti í Úganda. Vald­hafar leyfa ekki gagn­rýna umfjöllun um vald­hafa. Fjöl­miðla­nefnd Úganda bann­aði t.d. opin­bera umræðu í þing­inu um ald­urs­mörk for­seta. Blaða­menn voru hand­teknir og rit­stjórar kærðir fyrir frétta­flutn­ing.

Aðför að hinsegin fólki

Hinsegin fólk hefur frá nýlendu­tím­anum átt undir högg að sækja í Úganda. Núgild­andi lög kveða á um refs­ingu allt að fjórtán árum sem er þó skárra en dauðrefs­ingin sem átti nýlega að lög­festa.  Í 38 af 53 ríkjum Afr­íku er sam­kyn­hneigð talin glæpur og hún sögð bæði óafrísk og ókristi­leg. Skv. lög­unum frá 2016 er sak­næmt að tala fyrir rétt­indum hinsegin fólks í Úganda.

Sam­kyn­hneigðir eiga yfir höfði sér fyr­ir­vara­lausar hand­tökur og pynt­ing­ar. Lög­reglan hefur gengið svo langt að fram­kvæma enda­þarms­rann­sóknir á sam­kyn­hneigðum körlum sem ekk­ert sönn­un­ar­gildi hafa og nauðgað lespískum konum í þeim til­gangi að snúa þeim frá meintri villu síns veg­ar. Kristi­leg sam­tök hafa beitt sér af hörku gegn hinsegin fólki í Úganda og fengið til þess aðstoð banda­rískra trú­bræðra sinna. Á þeirra vegum hafa verið haldin nám­skeið til að afhjúpa sam­kyn­hneigða og birtir langir listar með nöfnum og heim­il­is­föngum í dag­blöð­um. Birt­ing­unum hafa fylgt atvinnu­miss­ir, brott­rekstur úr skóla, heim­il­is­leysi, vina- og fjöl­skyldu­miss­ir, bar­smíð­ar, eigna­spjöll, nauðg­anir og morð. Ofbeldið hafa vald­hafar látið óátalið.

Flótti frá heima­land­inu

Til að bjarga lífi sínu og ást­vina sinna hafa margir flúið land. Þeir sem komust undan og lifðu af hafa þurft að þola mikið mót­læti. Verum þeim góð og sýnum mannúð kæru land­ar.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­innar í Mos­fells­bæ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar