Auglýsing

Stefna Pírata hefur verið gagn­rýnd frá upp­hafi, eða öllu heldur meint stefnu­leysi þeirra. Það er enda stundum erfitt að skil­greina flokk­inn hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Oft og tíðum virð­ast mál þing­manna þeirra jaðra við að vera hrein­ræktuð frjáls­hyggju­mál en ekki sjaldnar má í mál­flutn­ingi þeirra greina mjög sterk sós­íal­ísk gildi.

Hún er líka rugl­ings­leg saga flokks­ins og ímyndin sem af Pírötum stafar. Upp­runa­lega kemur hug­mynda­fræðin frá Sví­þjóð þar sem Píratap­artýið var sett á fót vegna aðkallandi þarfar á lag­ara­mma utan um höf­und­ar­rétt á Inter­net­inu. Án þess að gera lítið úr þeirri þörf þá vegur sú umræða létt í íslensku sam­fé­lagi og kemst hvergi á lista yfir það sem virð­ist skipta íslenska kjós­endur máli þegar þeir ráð­stafa atkvæðum sín­um. Píratar á Íslandi voru stofn­aðir árið 2012 og hefur hug­mynda­fræðin þró­ast yfir í að vera það sem þau kalla ákall um gegn­sæi í stjórn­sýslu og verndun og efl­ingu borg­ara­legra rétt­inda.

Erfitt að við­halda gömlum gildum

Sú staða að ein­hverjum finn­ist stefna Pírata, eða stefnu­leysi eftir því hvernig á það er lit­ið, rugl­ings­leg virð­ist trufla sjálfa Píratana mun minna heldur en aðra.

Auglýsing

Árið 2015 sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son þá for­sæt­is­ráð­herra að það væri mikið áhyggju­efni kæm­ist flokkur eins og Píratar til valda. „Þá myndi taka við allt ann­ars konar stefna í sam­fé­lag­inu þar sem erfitt gæti verið að við­halda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækj­ast eftir og byggja upp um ára­tuga skeið,“ sagði Sig­mundur í for­síðu­við­tali við DV, sem var frídreift inn á heim­ili sum­arið 2015. Á þessum tíma mæld­ust Píratar í hæstu hæð­um, um tíma voru þeir stærsti flokkur lands­ins.

Sig­mundur var og er ekk­ert einn um þessa skoð­un. Þeir eru fjöl­margir sem sváfu illa, og gera jafn­vel enn, yfir til­hugs­un­inni um að Píratar fengju eða fái ein­hvern tím­ann að halda um stjórn­ar­taumana á Íslandi. Martröðin var þess efnis að það myndi riðla sam­fé­lag­inu til með ein­hverjum óút­reikn­an­legum hætti með ófyr­ir­séðum og óskap­legum afleið­ing­um.

Til þess kom þó ekki, enda fengu Píratar aðeins sex menn í kosn­ing­unum á síð­asta ári og rúm­lega 9 pró­senta fylgi. Nú mælist flokk­ur­inn með rétt tæp­lega 11 pró­sent. Og ein­hverjir sofa bet­ur.

Gagn­sæi og ábyrgð

Traust bygg­ist oft­ast upp yfir lengri tíma og besta leiðin til að skilja fyrir hvað fólk stendur og hvort það sé trausts­ins vert er að fylgj­ast með því og greina hvað það ger­ir.

Eitt af því sem vegur þyngst í stefnu Pírata er krafan um gagn­sæi og ábyrgð. Í grunn­stefnu Pírata segir um þennan lið að í þeirra augum snú­ist gagn­sæi um að opna hina valda­meiri gagn­vart eft­ir­liti hinna valda­minni. Píratar telja þannig að gagn­sæi eigi mik­il­vægan þátt í að almenn­ingur sé upp­lýstur og þar af leið­andi hæfur til lýð­ræð­is­legrar ákvörð­un­ar­töku. Upp­lýs­ingar eigi að vera aðgengi­legar almenn­ingi.

Þetta eru auð­vitað fögur orð. Þau má oft finna í yfir­lýs­ingum og stefnu­skrám stjórn­mála­flokka.

En Pírat­arnir hafa á sinni stuttu til­vist gert ítrek­aðar til­raunir til þess einmitt að opna aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum sem þeim kemur við. Og ekki bara kemur þeim upp­lýs­ing­arnar við. Almenn­ingur á rétt á þeim.

Nær­tæk­asta dæmið er fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um greiðslur til þing­manna vegna akst­urs. Upp­lýs­ingar sem riðlað hafa til­veru nokk­urs fjölda þing­manna síð­ustu vik­ur. Upp­lýs­ingar um í versta falli sjálftöku á opin­beru fé og í besta falli mis­notkun á svig­rúmi og lélegu eft­ir­liti fyr­ir­liggj­andi reglna. Björn Leví hafði ítrekað lagt fram fyr­ir­spurn með sama hætti og nú en aldrei fengið full­nægj­andi svör. Og þau hafa ekki enn komið fram, þrátt fyrir að í þetta skiptið hafi þau vissu­lega verið ítar­legri en áður. Enn er uppi tregða á þing­inu við að sýna almenn­ingi fyrir hvað verið hefur borg­að.

Og þetta er langt í frá eina dæmið um fyr­ir­spurnir eða frum­vörp sem komið hafa frá Pírötum sem eru til þess fallnar að auka á sjálf­sagt gagn­sæi á þingi eða í stjórn­sýsl­unni.

Auk­inn aðgangur að upp­lýs­ingum

Nú liggur fyrir frum­varp á Alþingi þar sem lagt er til að fundir fasta­nefnda Alþingis séu hafðir opnir almenn­ingi, nema sér­stak­lega standi á. Í frum­varp­inu eru þau rök færð fyrir þess­ari breyt­ingu að fyr­ir­komu­lagið myndi veita betri inn­sýn í þær for­sendur sem liggja að baki laga­setn­ingu og til­lögum Alþingis og gera fjöl­miðlum og almenn­ingi betur kleift að fylgj­ast með þing­störf­um.

Fyrir Alþingi liggur einnig frum­varp Pírata um að árs­reikn­inga­skrár og hlut­hafa­skrár verði aðgengi­legri fyrir almenn­ing með því að leggja ekki gjald á raf­ræna upp­flett­ingu í skrán­um. „Þessar upp­lýs­ingar geta ekki talist aðgengi­legar almenn­ingi miðað við núver­andi lög­gjöf þar sem greiða þarf fyrir þær,“ segir í frum­varp­inu. Áður höfðu Píratar fengið sam­þykkt sam­bæri­legt frum­varp um fyr­ir­tækja­skrá. Þessu til við­bótar liggur fyrir frum­varp Pírata um raf­rænan aðgang að Stjórn­ar­tíð­indum og Lög­birt­inga­blaði, not­endum að kostn­að­ar­lausu.

Það kann að vera hinum almenna borg­ara létt­vægt að geta ekki flett ókeypis upp í hlut­hafa­skrá eða Lög­birt­inga­blaði. Það gera lík­leg­ast fáir heima hjá sér á síð­kvöld­um. En mik­il­vægi þessa fyrir fjöl­miðla, og þannig aðgang almenn­ings að upp­lýs­ingum sem erindi eiga í almenna umræðu er gríð­ar­legt. Óljóst og dulið eign­ar­hald á fyr­ir­tækjum er ein af ástæðum þess að efna­hagur fyr­ir­tækja bólgn­aði út fyrir efna­hags­hrun­ið. Ákveðnum fyr­ir­tækjum og eig­endum þeirra hef­ur, í skjóli kostn­að­ar­sams aðgengis að þessum upp­lýs­ingum og þannig myrk­urs, tek­ist að nýta sér allar þær glufur sem fyr­ir­finn­ast í kerf­inu til að fela hvers mik­ils virði þau eru, hverjir standa á bak við þau og hvaðan fjár­munir þeirra koma.

Þegar laga­frum­varp Pírata um opnun á fyr­ir­tækja­skrá var sam­þykkt sagði Björn Leví að breyt­ingin væri lítil „en hún er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrsta skref í átt­ina að ábyrgri þátt­töku fyr­ir­tækja og félaga í opn­ara og gagn­særra sam­fé­lag­i.“ Fyr­ir­spurn­irnar eru fleiri og frum­vörpin eru fleiri.

Þessi stefna er nauð­syn­leg

Það er auð­vitað þannig með Pírata, rétt eins og alla stjórn­mála­flokka, að stór hluti af þeirra verkum er rammpóli­tískur og sitt sýn­ist hverjum í þeim efn­um. En þau láta verkin tala þegar kemur að grunn­stefnu þeirra um aukið gagn­sæi og ábyrgð. Í raun­inni eru Píratar á Alþingi það sem stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins ætti að vera. En er ekki og hefur aldrei ver­ið.

Það er ótrú­legt miðað við þá tækni sem nútíma­sam­fé­lag býr yfir, sem og eftir „upp­gjörið við efna­hags­hrun­ið“ þar sem ákallið um gagn­sæi og skýrar leik­reglur var hávært, að til þurfi sér­stakan flokk, með það sem ein­hverjir vilja meina að sé óljós, óskýr og jafn­vel engin stefna, til að berja fram með látum upp­lýs­ingar og gögn sem er nauð­syn­legt að liggi frammi í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Stefna Pírata um gagn­sæi gerir flokk­inn ekki síst að því sem hann er. Og verk þeirra til að fylgja þeirri stefnu eftir ekki síð­ur. Haldi þeir áfram að ná þessum málum sínum fram munu þeir hafa náð fram meiri og betri árangri fyrir íslenskt sam­fé­lag en margir þeirra flokka sem starfa á grund­velli ára­tuga langrar stefnu.

Það er nefni­lega til lít­ils að hafa fína stefnu, ef ekki er farið eftir henni. Og ef það sem fram fer gerir það í myrkri og leynd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari