Kraumar gyðingaandúð á Íslandi?

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um gyðingaandúð í Þýskalandi og hvernig Íslendingar móti veruleikann á sinn hátt, þrátt fyrir smæðina.

Auglýsing

Í nýlegu ein­taki þýska dag­blaðs­ins Die Zeit má finna slá­andi grein um gyð­inga­andúð í Þýska­landi dags­ins í dag. Þar eru frá­sagnir fjölda fólks af því hvernig það hefur sætt hót­unum eða árásum sökum þess að vera gyð­ing­ar.

Að svona lagað skuli þríf­ast í Þýska­landi í dag er í sjálfu sér nokkuð mót­sagna­kennt því þvers og kruss í borgum og bæjum má sjá ýmis­konar minn­is­varða sem eiga að minna fólk á hel­för­ina og hversu hættu­legt það er að gleyma morðum á millj­ónum gyð­inga í seinni heims­styrj­öld­inni

Þýska­land er flókið land. Þar hafa háværir hópar þjóð­ern­is­sinn­aðra-öfga­afla lengi verið til vand­ræða og á síð­ustu árum hefur verið tekið við miklum fjölda flótta­manna frá löndum þar sem póli­tískt ástand hefur kynt undir almennum for­dómum og andúð á gyð­ing­um. Svo virð­ist sem ein­hver öfl í þessum ólíku hópum geti, þrátt fyrir allt, sam­ein­ast í andúð á gyð­ingum – nokkuð sem hættir til að vera tabú.

Auglýsing

Sam­kvæmt blað­inu eru nú um hund­rað þús­und gyð­ingar rík­is­borg­arar í Þýska­landi. Flestir þeirra hafa komið frá fyrrum Sov­ét­ríkj­unum en um þrettán þús­und hafa flutt frá Ísr­ael til Þýska­lands. Í land­inu eru að minnsta kosti hund­rað sam­tök fyrir gyð­inga, tutt­ugu leik­skólar og sjö skólar ætl­aðir til fram­halds­náms fyrir gyð­inga. Það eru gefin út dag­blöð í nafni gyð­inga og í flestum stærri borg­unum má finna veit­inga­staði eyrna­merkta gyð­ing­um. Allt er þetta hluti hvers­dags­ins – rétt eins og antísemít­ism­inn. 

Þegar ást­sæl skoðun brann

Frá­sagnir fólks­ins eru ansi ljótar og bera vott um að sem gyð­ingur í Þýska­landi nútím­ans megir þú eiga von á ýmsu við hvers­dags­leg­ustu athafn­ir. Árið 2016 voru 1468 glæpir raktir til antísemít­isma skráðir hjá rík­is­sak­sókn­ara – og þar að auki þrjá­tíu og fjögur ofbeld­is­verk – og, eins og segir í blað­inu, að baki hverri árás dylst erfið sorg­ar­saga.

Fyr­ir­sögn grein­ar­innar er „Hversu antísemí­tískt er Þýska­land?“ Og í inn­gangi hennar stend­ur: „Hatur á gyð­ingum fyr­ir­finnst ekki lengur hér. Á þá leið hugsa marg­ir. Síðan var fáni Ísra­els brenndur í Berlín. Getur verið að flótta­fólk hafi inn­leitt gyð­inga­andúð á ný í land­ið? Eða – var hún aldrei með öllu horf­in?“

Í grein­inni má svo finna þennan bút: „Það var 8. des­em­ber, á föstu­degi. Upp­tökur frá þessum degi sýna fyrst og fremst unga karl­menn. Margir höfðu slengt Kufija um háls­inn á sér, svart­hvítum háls­klúti Palest­ínu­manna; sumir þeirra veif­uðu palest­ínska flagg­inu og nokkrir voru með borða frá palest­ínsku hryðju­verka­sam­tök­unum Ham­as. Þeir voru hér til þess að mót­mæla ákvörðun Banda­ríkja­for­seta, Don­alds Trump, um að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els. Sumir hróp­uðu á þýsku og arab­ísku: Barna­morð­ingi Ísra­el! og Zíon­istar sama sem fas­istar! Það er ekki alveg ljóst hverjir mót­mæl­endur voru. Voru þetta ungir menn með arab­ískar rætur sem höfðu alist upp og gengið í skóla í Þýska­landi? Eða flótta­menn, bara búnir að dvelja stutt í land­inu? Aðeins eitt er víst: Áður en lög­reglan leysti upp mót­mælin brann heima­til­búið ísra­elskst flagg með blárri Dav­íðs­stjörnu á hvítu laki – og með þessu flaggi brann sú almenna og ást­sæla skoðun að það væri ekki pláss fyrir gyð­inga­hatur í þessu landi sem eitt sinn var ofbeld­is­ger­and­ans.“

Sárs­auka­fullt minni

Vita­skuld má – og á – að gagn­rýna hernað og barna­dráp Ísra­els­manna í Palest­ínu. En alhæf­ingar um gyð­inga eru annað mál.

Birt­ing­ar­mynd umræðu um gyð­inga og siði þeirra – rétt eins og umræða um múslima – er þannig í eðli sínu, í ljósi sög­unn­ar, að hún flöktir hraðar en hugur manns. Hún verður fljótt svo merk­ing­ar­þrungin og í raun­inni hál. Og hún getur snú­ist fyr­ir­vara­laust upp í and­stæðu sína. Í Berlín kynnt­ist ég leikkonu frá Ísr­ael sem hafði m.a. leikið í vin­sælli sýn­ingu um sögu Ísra­els­manna, Palest­ínu­manna og Þjóð­verja.

Þetta leik­rit fór beint í kjötið á sárs­auka­fullu minni jafnt sem eld­fimum nútíma. Leik­ar­arnir byggðu verkið á reynslu sinni, fjöl­skyldu sinna og for­feðra undir stjórn drama­t­úrgs frá Ísr­ael og það fór víða um lönd. Kvöldið sem ég fór að sjá það var boðið upp á umræður eftir sýn­ing­una og þar – árið 2009 – mátti sjá aldrað gam­alt fólk gráta – og rök­ræða. Þessi sama leik­kona átti eftir að taka þátt í öðru leik­riti í Berlín og sagði mér seinna að það hefði verið snið­gengið af ein­hverju fólki vegna þess að hluti hóps­ins kæmi frá Ísr­ael – sama þótt verkið væri gagn­rýnið á stefnu stjórn­valda þar gagn­vart Palest­ínu.

Sprengju­hótun í barna­skóla

Í Berlín kynnt­ist ég einnig þýskri kennslu­konu, móður vinar sonar míns, sem sagði mér frá krútt­legum skóla sem hún hafði auga­stað á fyrir son­inn. Son­ur­inn var með bækl­aða mjöðm og skól­inn hafði það sér­stak­lega í stefnu­skránni að hylla fjöl­breytni í mann­líf­inu. Stuttu eftir spjallið gerð­ist það að gyð­inga­drengur í þessum skóla var lagður í ein­elti af nokkrum drengjum af arab­ískum upp­runa. Skóla­yf­ir­völd gripu inn í ein­eltið og í kjöl­farið barst barna­skól­anum sprengju­hótun – á tímum þegar skólar fyrir gyð­inga­börn í Evr­ópu hafa kom­ist í eld­línu hryðju­verka­manna.

Hvort drengirnir eða eldri bræður þeirra áttu hlut að máli, smit­aðir af tali full­orð­inna og tíð­ar­anda, veit ég ekki. En ég man að annað eins ein­elt­is­mál hafði verið í hverf­is­skól­anum í göt­unni okkar þar sem lít­ill gyð­inga­drengur hafði einnig verið lagður í ein­elti út af upp­runa. Umræða hinna full­orðnu getur þannig smit­ast þangað sem hún skyldi: Í galopið barns­eyrað. Líka á Íslandi. Nú síð­ast í morgun gekk ég yfir torgið fyrir framan Hall­gríms­kirkju og kross­brá þegar sonur minn fór að kvarta yfir að það væri hvergi þver­fót­andi fyrir útlend­ing­um. Ekki hefur hann þetta frá mér eða öðrum nánum aðstand­endum – en hann er nýbyrj­aður í skóla og þar spjallar hann um lífið og til­ver­una við jafn­aldra sína.

Á sinn hátt er skondið að heyra ávæn­ing af umræðu um siði gyð­inga – og múslima – á Íslandi. Mér skilst á kunn­ingja­konu minni frá Ísr­ael sem býr í Berlín, vin­konu áður­nefndrar leikkonu, að sam­fé­lag gyð­inga sé frekar fámennt hér en hún hefur verið að gera heim­ilda­mynd um gyð­inga hér á landi. Raunar er maður orð­inn vanur að heyra alhæf­ingar um gyð­inga á sam­fé­lags­miðl­unum þegar ástandið verður sem eld­fimast í Palest­ínu og stundum grunnt á því að þeir sem vilji hvað ákveðn­ast for­dæma for­dóma troði sjálfir mar­vað­ann í þeim.

SS-svínapylsur – og allt það...

Þessi sama kona sagði mér á sínum tíma að það væri ekki á það hætt­andi að tala hebr­esku á ákveðnum svæðum í Berlín. Stað­reyndin er sú að gyð­ingar sæta, enn þann dag í dag, for­dómum og ofbeldi þar sem síst skyldi í Evr­ópu. Og Ísland lafir í Evr­ópu, þrátt fyrir allt. Land­inn býr í veru­leika þar sem orð eru dýr, sama hvort við gjömmum á sam­fé­lags­miðli á Íslandi eða á meg­in­land­inu. Við erum hluti af stærri veru­leika.

Hverju skiptir hvort face­book-­síðan er stað­sett í Berlín eða Reykja­vík? Hún er alls staðar og hvergi. Og Íslend­ingar eru með í að móta veru­leik­ann á sinn hátt, ef svo má segja, jafn­vel þó að hér búi ekki svo margir gyð­ing­ar. Í allri lókal umræð­unni erum við óhjá­kvæmi­lega hluti af víð­feðm­ari umræðu.

Nú er þessum pistli ekki ætlað að vera inn­legg í umræðu um umskurð. Ég get aldrei sett mig í spor lít­ils drengs sem er umskor­inn og mitt tauga­þanda móð­ur­hjarta myndi fríka út ef ein­hver gerði sig lík­legan til að umskera son minn. En hjartað til­heyrir jú mér, erki­ís­lenskri konu í Reykja­vík City sem er alin upp við SS-svínapylsur – og... bara, já.

En öll sú umræða getur fætt af sér aðra óæski­legri umræðu. Auð­vitað er í góðu lagi að umræða fæði af sér umræðu, þannig á það að vera – en stundum er umræða þess eðlis að hún krefst hugs­un­ar, með­vit­undar um umheim­inn og mann­virð­ing­ar.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit