Auglýsing

Flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins er nýaf­staðið og það gefur til­efni til að velta því fyrir sér hvort greina megi gamlar rætur flokks­ins - sam­vinnu- og sjálf­bærni­hug­sjón­ina - í stefnu flokks­ins, og hvernig hún birt­ist okkur í nútím­an­um.

For­ysta flokks­ins, með ráð­herrana Sig­urð Inga Jóhanns­son sem for­mann og Lilju Dögg Alfreðs­dóttur sem vara­for­mann, finnst mér vera sterkt póli­tískt teymi, þó alltaf megi deila um ein­staka stefnu­mál. Heilt yfir er áherslan á hóf­semd og mála­miðlun það sem helst ein­kennir þau. Fyrir vikið er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn opinn til vinstri og hægri, sam­ein­ing­ar­afl.

Krafa nútím­ans er sam­vinna

Það er merki­legt að máta sam­vinnu­hugs­un­ina - bæði sam­vinnu­fé­laga­formið sem slíkt og einnig félags­lega þátt sam­vinnu­hugs­un­ar­innar - við þarfir og helstu áskor­an­ir, ekki síst á alþjóða­vett­vangi. Við fyrstu sýn virð­ist sem sam­vinnu­hug­sjónin í örsam­fé­lagum á litla Íslandi eigi ekki mikið sam­eig­in­legt með áskor­unum borg­ar­sam­fé­laga í heim­in­um, en það má finna sam­eig­in­lega fleti.

Auglýsing

Hér á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna er eitt helsta mark­miðið í upp­bygg­ingu borg­ar­sam­fé­laga að ýta undir meiri sam­vinnu, samnýt­ingu og þannig sjálf­bærn­i. 

Þetta á ekki síst við um verslun með mat og aðrar nauð­synja­af­urð­ir, meðal ann­ars til að draga úr meng­un. Þannig hefur orðið mikil vit­und­ar­vakn­ing víða, þar sem fólk er hvatt til að versla við fram­leið­endur í nágrenni sínu, ekki síst í land­bún­aði, og stuðla þannig að umhverf­is­vænni lífstíl heild­ar­inn­ar. Margt smátt gerir eitt stórt. Notkun meiri tækni­mögu­leika getur orðið stór­kost­legt fram­fara­spor hvað þessi mál varð­ar, og í raun hjálpað litlum sam­fé­lögum að verða sjálf­bær.

Kaup­fé­lögin skyn­sam­leg

Á Íslandi var svipuð hugsun ráð­andi um ára­tuga­skeið, einkum á lands­byggð­inni. Kaup­fé­lögin voru þannig fram­sýnt efna­hags­legt fyr­ir­komu­lag miðað aðstæð­urnar á hverjum stað, sem skiptu sköpum fyrir upp­bygg­ingu í héröð­um, til sjávar og sveita.

Til ein­föld­unar má segja að kaup­fé­lögin og sam­vinnu­fé­lags­formið feli í sér; 

a) að nýta sam­eig­in­lega ábyrgð fjöld­ans, heima­manna, í byggð­unum og til þess 

b) að draga úr áhættu við atvinnu­rekstur og að virkja kosti sam­vinn­unnar og samnýt­ing­ar.

Með lýð­ræð­is­legu fyr­ir­komu­lagi sam­vinnu­fé­laga og kaup­fé­laga tókst að hraða upp­bygg­ingu um allt land. Þetta er svo til óum­deilt, og stór­merki­legur kafli í íslenskri hag­sögu.

Fall þessa fyr­ir­komu­lags vítt og breitt um landið - með ein­staka und­an­tekn­ingum eins og hinu stór­glæsi­lega félagi Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga - hefur haft miklar afleið­ingar í för með sér víða.

Ekki aðeins efna­hags­leg­ar, sem þó eru mest­ar, heldur ekki síður menn­ing­ar- og félags­leg­ar. Stjórn­málin - þvert á flokka - voru sam­ofin við fyr­ir­komu­lag sam­vinn­unnar og ég held að það sé óhætt að segja, að kost­irnir hafi verið mikl­ir. Gall­arnir voru kannski helst þeir sem fylgja félags­starfi og lýð­ræð­is­legu skipu­lagi yfir­leitt; valda­brölt og hags­muna­á­rekstr­ar. 

En því miður er það óhjá­kvæmi­legur hluti mann­lífs­ins. Hin full­komna sam­fé­lags­skipan hefur ekki fund­ist enn, og finnst vafa­lítið aldrei.

End­ur­reisn?

Með upp­bygg­ingu kaup­fé­laga og sam­vinn­unnar var ýtt undir vist­væna lifn­að­ar­hætti - eitt­hvað sem nútíma­leg gildi sam­tím­ans falla vel að - og með sam­vinnu fólks tókst að skapa hag­ræði við að leysa úr hinum ýmsu vanda­mál­um. Verslun með ýmsar nauð­synjar tók mið af þessu og stjórn­málin sömu­leið­is.

Spurn­ingin er; verður ekki að end­ur­reisa þessa hugs­un, sem var lands­byggð­unum svo mik­il­væg, inn í nútím­ann?

Ekki síst þar sem rík­is­valdið er farið að teygja sig inn í flesta geira atvinnu­lífs­ins, sam­an­ber eign­ar­hald þess og yfir­ráð á 80 pró­sent fjár­mála­þjón­ustu. Þá hefur sú mikla hag­ræð­ing sem orðið hefur í sjáv­ar­út­vegi veikt lands­byggð­ina víða, þó enn sé það þannig að um 80 pró­sent af umbreyt­ingu sjáv­ar­af­urða í verð­mæti, það er land­vinnsla, sé á lands­byggð­inni.

Mót­vægi við þessa þróun er mik­il­væg og skipu­lag sam­vinnu­fé­lags­forms­ins er það sem gæti skipt miklu máli, í hags­muna­bar­átt­unni og fram­þróun lands­byggð­ar­innar til fram­tíðar lit­ið.

Þetta á ekki síst við um tæki­færi í ferða­þjón­ust­unni, sem víða er orðin að grunnatvinnu­vegi á lands­byggð­inni. Þar eru tæki­færin oft fólgin í því að heima­menn fái að nostra við upp­bygg­ing­una á eigin for­send­um, frekar en að fá leið­bein­ingar frá hinu opin­bera um hvernig best er að standa að mál­um.

Þetta er eitt grunn­stefið í sam­vinnu­hug­sjón­inni sem var og er þverpóli­tísk í eðli sínu, þó Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilji auð­vitað eigna sér hana. Ekki af ástæðu­lausu, í ljósi sög­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari