Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur náð að losa sig við nær alla gagn­rýna umræðu um gjald­miðla­mál. Þetta varð ljóst á vel heppn­uðum 43. lands­fundi flokks­ins um liðna helgi, þar sem for­ysta flokks­ins, með Bjarna Bene­dikts­son í broddi fylk­ing­ar, fékk afar skýrt umboð flokks­manna til að leiða flokk­inn áfram.

Það eru líka nokkur tíð­indi, að meira en 93 pró­sent flokks­ins fylki sér að baki for­ystu­sveit­inni í kosn­ingum á lands­fundi, en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir rit­ari og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir vara­for­mað­ur, hafa komið með miklum krafti inn í for­ystu flokks­ins á und­an­förnum árum. Þær njóta trausts, og mynda sterkt teymi með for­mann­in­um.

Ekki fyrir svo mörgum árum, var hart tek­ist á um gjal­miðla­málin í flokkn­um, en svo fór að lokum að Við­reisn­ar­hóp­ur­inn klauf sig end­an­lega frá Sjálf­stæð­is­flokknum og varð að sjálf­stæðum flokki, sem horfir öðru fremur til þess að skerpa á alþjóð­legri sýn Íslands með það að sjón­ar­miði að kasta krón­unn­i. 

Auglýsing

Þetta er sífellt að verða skýr­ara, og er gott fyrir íslenskan almenn­ing að fá fram þessa skýru val­kosti. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virkar sam­stilltur fyrir kom­andi kosn­ing­ar, en mögu­lega hefur hann á sama tíma ein­angrað sig enn meira. Það á eftir að koma í ljós, en það er ekki neitt pláss lengur í flokknum fyrir efa­semdir um krón­una.

Krónan er leið rík­is­inn­gripa

Bjarni Bene­dikts­son sagði þetta í setn­ing­ar­ræðu sinni á lands­fund­in­um: „Það má heita heims­met í bjart­sýni, ósk­hyggju og barna­skap að halda að evr­ópski seðla­bank­inn myndi með ein­hverjum hætti horfa til stöðu efna­hags­mála á Íslandi við vaxta­á­kvarð­anir sínar eða aðrar þær ákvarð­anir sem máli skipta, værum við Íslend­ingar aðilar að evr­unni. Nið­ur­staða okkar í Sjálf­stæð­is­flokknum er skýr. Þegar allt er saman veg­ið, kostir og gallar íslensku krón­unnar og kostir og gallar þess að taka upp aðra mynt, er svarið aug­ljóst. Við viljum halda for­ræði þjóð­ar­innar yfir stjórn pen­inga­mála og við viljum að áfram verði byggt á íslensku krón­unni. Og við skulum vera alveg skýr á hlut­un­um. Við höfnum þeirri hug­mynd að taka upp aðra mynt og við höfnum þeirri hug­mynd að Ísland eigi að ganga í ESB til að taka upp evr­una.“

Nýr tónn

Það er svo­lítið annar tónn í þessu hjá Bjarna en fyrir ára­tug, þegar traust á Íslandi og krón­unni fór minnkandi, og hann skrif­aði greinar í blöðin með Ill­uga Gunn­ars­syni um skað­semi krón­unnar og end­ur­mat á stöðu Íslands meðal þjóð­anna. Í des­em­ber 2008 töl­uðu þeir fyrir því að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og að krónan myndi reyn­ast Íslandi fjötur um fót til lengra tíma.

Það er ekki óeðli­legt að inn­grip neyð­ar­laga á síð­ustu stundu í algjöru „panikki“ - til að afstýra efna­hags­legu altjóni Íslands, bæði heim­ila og fyr­ir­tækja - og síðan fjár­magns­höftin og fram­kvæmd þeirra um ára­bil, hafi leitt til þess að Bjarni sjái hlut­ina öðrum augum núna.

Ísland bjó við þau for­rétt­indi í fjár­málakrepp­unni að geta varið tæp­lega 200 þús­und manna vinnu­markað með for­dæma­lausum rík­is­inn­gripum vegna þess hve vanda­málin voru stór hlut­falls­lega, og komið þannig í veg fyrir að mark­að­ur­inn fengi að leið­rétt­ast sjálfur í takt við lög­mál hans. 

Nýleg grein Stef­áns Svav­ars­sonar end­ur­skoð­anda og Jóns H. Stef­áns­son­ar, þar sem fjallað er um ótrú­lega víð­tæk lög­brot föllnu bank­anna, löngu fyrir fall þeirra haustið 2008, sýnir hversu stór vanda­málin voru. Nið­ur­staða þeirra er að eigið fé bank­anna hafi verið ofmetið um 50 pró­sent árið 2007. Við það má svo bæta að FME og Seðla­bank­inn greindu ekki ólög­legan lána­flokk í banka­kerf­inu, geng­is­tryggð lán í krón­um, upp á 1.200 millj­arða. Allt er þetta með ólík­ind­um, en segir ákveðna sögu um hvers konar vandi fékk að verða til í opnu krónu­hag­kerfi.

Það sem bjarg­aði Íslandi var rík­is­vald­ið, með öllum sínum þunga. Í skjóli þess­ara rík­is­inn­gripa var hægt að end­ur­skipu­leggja Ísland með þeim hætti sem gert hefur ver­ið.

Auð­mýkt mætti fylgja umfjöllun um þessi mál hjá ráða­mönnum þjóð­ar­inn­ar, af þessum sök­um. 

Höfðu Bjarni og Ill­ugi rétt fyrir sér?

Til fram­tíðar litið voru Bjarni og Ill­ugi hins vegar hugs­an­lega á hár­réttum slóð­um, í sínum grein­ing­um. Til fram­tíðar þarf Ísland að við­halda sam­keppn­is­hæfni sinni og það verður aðeins gert með því að taka í það minnsta þátt í alþjóð­legri þróun á sömu for­sendum og keppi­naut­ar.

Sá tónn sem Bjarni talar núna um, að það sé „barna­skap­ur“ að halda að Seðla­banki Evr­ópu myndi taka til­lit til íslenskra hags­muna í sínum ákvörð­un­um, er for­vitni­legur í þessu sam­hengi. Það vill nefni­lega svo til, að mark­að­ur­inn þar sem stórar alþjóð­legar myntir eins og evra, Banda­ríkja­dalur eða pund eru í notk­un, er sam­settur úr mörg þús­und mark­aðs­svæðum sem hafa afar mis­mun­andi hags­muni, styrk­leika og veik­leika. Af þeim sökum eru sér­hags­munir pínu­lít­illa hluta þess­ara mark­aðs­svæða aldrei í for­grunn­i. 

Nán­ast óhugs­andi væri að borgin Coventry á Englandi, sem hefur svipað stóran vinnu­markað og Ísland, hefði mikið vægi í ákvörð­unum Eng­lands­banka.

Hags­munir Coventry eru líka gjör­ó­líkir iðn­að­ar­borg­inni Birming­ham, eða þjón­ustu­kjarn­ans í West­mini­ster í London. Varla tekur nokkur maður svona umræðu alvar­lega í Englandi?

Svipað má segja um Banda­rík­in. Ein­staka úthverfi í borgum hefur aðra hags­muni en mið­borgir, þegar kemur að stöðu Banda­ríkja­dals gagn­vart ein­staka mynt­um.

Þessi sýn væri líka álitin með ólík­indum mikil sér­hags­muna­hyggja, ef hún fengi að ráða ferð­inni yfir höf­uð. Eflaust væri það álitin mikil spill­ing ef Coventry fengi að lauma sínum sjón­ar­miðum inn í ákvörð­un­ar­tök­una, beint og milli­liða­laust, hjá Eng­lands­banka.

Höf­uð­borg og lands­byggð

Svip­aða sögu má segja á Íslandi, þegar styrk­ing krón­unnar er nú farin að bíta veru­lega í útflytj­end­ur. Furðu­lega lítil umræða fer fram um þetta á Íslandi þessi miss­er­in, en aug­ljóst er að til dæmis útflytj­endur hug­verka og hinna ýmsu vara, munu lenda í veru­legum vand­ræðum ef ekk­ert breyt­ist á næstu miss­er­um. Mikil styrk­ing krón­unn­ar, sam­hliða launa­skriði - sem stjórn­mála­menn bera mikla ábyrgð á - hefur leitt til mik­ils tíma­bund­ins góð­æris á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en nú þegar er lands­byggðin byrjuð að finna fyrir vanda­málum vegna þess hve krónan er sterk.

Það fara ekki saman hags­mun­irnir í Vest­manna­eyjum og Reykja­vík þegar kemur að krón­unni og stöðu henn­ar.

Hvaða hags­muni á Seðla­banki Íslands að verja? Þá í Eyjum eða í Reykja­vík? Þá í Eyja­firði eða þá í Reykja­vík? Þá í Breið­holt­inu eða á Sauð­ár­króki?

Það kann að vera að emb­ætt­is­menn í Seðla­bank­anum og ráða­menn þjóð­ar­innar finni til valds­ins með krón­unni og sjálf­stæðri pen­inga­stefnu, en þeir sem raun­veru­lega eru að búa til verð­mæti úti á vinnu­mark­aðn­um, og taka áhætt­una af því að búa til útflutn­ings­verð­mæti t.d., sjá vafa­lítið ekki kost­ina við það að þetta vald sé í höndum þeirra.

Þeir sjá frekar kost­ina við það að losna við geng­isó­stöð­ug­leik­ann og koll­steyp­urnar sem fylgja sjálf­stæðri pen­inga­stefnu örríkis með 200 þús­und manna vinnu­mark­að. 

Íhalds­menn­irnir hafa ekki endi­lega rétt fyrir sér

Gleymum því ekki að íhalds­mennska í þessum efnum þarf ekki að vera rétta lausn­in, og þó að karlar á fimm­tugs, sex­tugs og sjö­tugs­aldri, sem stjórna ferð­inni í Seðla­bank­anum og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sjái fyrst og fremst kosti við krón­una, þá er ekki þar með sagt að þeir hafi rétt fyrir sér, þegar kemur að áskor­unum fram­tíð­ar­inn­ar. 

Það kann að vera að það sé best fyrir Ísland að tengj­ast beint alþjóð­legum mark­aðs­svæð­um, ekki síst á tímum hraðra tækni­breyt­inga, með því að nota sömu gjald­miðla og þar tíðkast, og veðja þannig á að mannauður þjóð­ar­innar geti spjarað sig án sér­stakra sós­íal­ískra aðgerða ráða­manna eyj­unnar sem þrá það heit­ast að halda þráðunum í höndum sín­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari