Auglýsing

Und­an­farna tvo daga hafa almenn­ingi birst yfir­grips­miklar upp­lýs­ingar um stöðu efna­hags­mála. Fyrst í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur, fyrir árin 2019 til 2023, og síðan í ræðum Þór­unnar Guð­munds­dótt­ur, for­manns banka­ráðs Seðla­banka Íslands, Más Guð­munds­sonar, seðla­banka­stjóra, og Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, á 56. aðal­fundi bank­ans í dag.

Hag­vöxtur hefur verið kraft­mik­ill und­an­farin ár (3,7 pró­sent í fyrra), hækkun hús­næð­is­verðs nær for­dæma­laus hvert sem litið er í heim­in­um, og atvinnu­leysi mælist lítið sem ekk­ert, eða á bil­inu 2 til 3 pró­sent.

Skuldirnar eru að lækka.

Auglýsing

Ýmis­legt má segja um stöð­una, eins og hún blasir við þessi miss­er­in, en eftir mik­inn upp­gangs­tíma á und­an­förnum árum þá má segja að það séu ákveðnar blikur á loft­i. 

1. Hækkun hús­næð­is­verðs­hefur verið mikil á und­an­förnum árum. Verðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur tvölfaldast, á ein­ungis sex árum. Sé horft á hlut­ina í erlendri mynt, þá er þró­unin enn ýkt­ari. Íbúð sem kost­aði 25 millj­ónir árið 2015, var þá verð­metin á 178 þús­und Banda­ríkja­dali. Í dag er þessi íbúð metin á 400 þús­und Banda­ríkja­dali, miðað við verð­þró­un­ina eins og hún hefur verið að með­al­tali á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, und­an­farin þrjú ár. Það er vel rúm­lega tvö­földun á þremur árum. Það verður að koma í ljós hvort verð­lækk­un­ar­ferli sé framund­an, hvort sem það verður mælt í erlendri mynt - þá í gegnum veik­ingu krón­unnar lík­lega - eða í nafn­verði íbúða, en það ætti ekki að koma neinum á óvart. Það sem fer svona hratt upp, gæti alveg komið niður aft­ur, þó það verði ekki dram­tísk lækk­un.

2. Verð­lag á Íslandi er orðið hátt á nær alla mæli­kvarða, og laun líka. Ekki síst sé horft á hlut­ina í alþjóð­legum sam­an­burði þegar kemur að laun­um, bæði hjá hinu opin­bera og á einka­mark­aði. Þar ræður styrk­ing krón­unnar miklu. Mörg útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að halda vel á spöð­unum til að missa ekki sam­keppn­is­stöðu sína. Þetta á sér­stak­lega við um félög sem eru í alþjóð­legri sam­keppni, eins og t.d. í hug­bún­að­ar­geir­anum og þekk­ing­ar­iðn­aði af ýmsu tagi. Mikið launa­skrið, sam­hliða hraðri styrk­ingu, hefur gert mörgum fyr­ir­tækjum erfitt fyr­ir, þó lítið hafi heyrst af því í opin­berri umræðu. Eftir því sem tím­inn líður án þess að aðstæður batni, því erf­ið­ara verður fyrir mörg fyr­ir­tæki að vaxa og dafna. 

3. Áform stjórn­valda um að stór­auknar fjár­fest­ingar í innviðum lands­ins er mikil gleði­fregn enda löngu tíma­bært er að efla fjár­fest­ingar í innvið­um. Tug­millj­arða fram­kvæmdir eru á teikni­borð­inu, en lík­lega á eftir að taka nokkuð snúna umræðu um útfærsl­ur, t.d. þegar kemur að veg­toll­u­m. 

Fjár­fest­ingar í innviðum fjar­skipta - þar sem stefnt er að því að ljúka ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins árið 2020 - eru gleði­legar og munu styrkja íslenskt efna­hags­líf til lengd­ar. Upp­bygg­ing í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu eru einnig gleði­efni. Betur má ef duga skal, því upp­safn­aður vandi er mik­ill. Sér­stak­lega er veik staða leik- og grunn­skóla­kerf­is­ins áhyggju­mál (ekki síst lág laun kenn­ara), en þó sveit­ar­fé­lögin sjái um rekst­ur­inn á þessum skóla­stig­um, þá mun þurfa sam­stillt átak til að styrkja þau og bæta umhverfi til að mennta börn í takt við þarfir nútím­ans. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni birt­ist áhersla á þessi mál hjá rík­is­stjórn­inni.

4. Mesti vandi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og lík­lega íslensks sam­fé­lags í heild sinni, snýr að því að ná sátt á vinnu­mark­aði. Úrskurðir kjara­ráðs og gríð­ar­legt launa­skrið hjá hinu opin­bera, ekki síst stjórn­endum og ráða­mönnum þjóð­ar­innar (for­set­inn und­an­skil­inn), hefur grafið undan sátt á vinnu­mark­aði. Verka­lýðs­hreyf­ingin er að ganga í gegnum miklar breyt­ing­ar, ekki síst af þessum ástæð­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, gerði þetta að umtals­efni í ræðu sinni á árs­fundi Seðla­banka Íslands, og nefndi - einu sinni sem oftar - að sam­talið milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, stjórn­valda og ann­arra sem telj­ast til aðila vinnu­mark­að­ar­ins, þyrfti að vera hrein­skipt­ið. Því miður hefði farið svo, á und­an­förnum árum, að traustið hefði farið í þessu sam­tali, með þeim afleið­ingum sem nú blasa við á vinnu­mark­aði. Þar sem verk­föll virð­ast handan við horn­ið, og umræða um end­ur­skil­grein­ingu á því hvað teljist vera félags- og efna­hags­lega sann­gjarnar kröfur í nútíma­sam­fé­lagi, hefur varla farið fram.

Það er ekki bara verka­lýðs­hreyf­ingin sem þarf að vilja sam­tal­ið, heldur líka stjórn­völd. Þau þurfa að lesa í stöð­una og taka djarfar ákvarð­anir til að brúa bil­ið, ef þess þarf. Launa­skrið stjórn­enda hjá rík­inu og hjá ráða­mönnum er ekki nátt­úru­lög­mál, svo dæmi sé tek­ið. Stjórn­ar­and­staðan hefur ein­blínt á þessi mál - stóru vel­ferð­ar­málin og hvernig kök­unni er skipt - í sinni gagn­rýni á fjár­mála­á­ætl­un­ina, og það er full­kom­lega skilj­an­legt. Þó lausn­irnar séu ekki ein­faldar á þess­ari snúnu stöðu á vinnu­mark­aði og í sam­fé­lag­inu, þá munu þær ekki fæð­ast í góðu tómi í róleg­heit­un­um. Það er alveg örugg­t. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Eins og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur rétti­lega bent á, þá hefur Ísland nú sögu­legt tæki­færi til að koma enn sterk­ari stoðum undir efna­hag Íslands til fram­tíðar lit­ið. Skuldir eru á hraðri nið­ur­leið og ytri skil­yrði hafa verið hag­felld á end­ur­reisn­ar­tím­an­um. En þetta er ekki sjálf­sögð staða, og til lengdar mun Ísland ekki kom­ast upp með að vera dýrt, á nær alla mæli­kvarða, í alþjóð­legum sam­an­burði. Allt leitar jafn­vægis að lokum og von­andi tekst að nýta tæki­færin til að styrkja enn frekar góða stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari