Auglýsing

Á dög­unum var eldri maður dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi fyrir kyn­ferð­is­lega mis­notkun á barni. Brotin voru framin á tæp­lega ára­tugslöngu tíma­bili en fórn­ar­lambið var á aldr­inum þriggja til ell­efu ára þegar þau áttu sér stað.

Ekki þarf að fjöl­yrða um hversu ógeð­felld þessi brot eru, en óhætt er að segja að refs­ingin í þessu máli, og mörgum við­líka mál­um, sé umhugs­un­ar­efni.

Sé horft á málin í sam­hengi við refs­ingar í fíkni­efna­málum þá blasir við sér­kenni­leg staða.

Auglýsing

Á réttri leið?

Að und­an­förnu hefur grafal­var­leg þróun í heimi vímu­efna svarta hag­kerf­is­ins verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum og hjá hinu opin­bera.

Ungt fólk hefur verið að deyja með tíðu milli­bili að und­an­förnu og læknar hér á landi ótt­ast að far­aldur - svip­aður og hefur sést í Banda­ríkj­unum á und­an­förnum árum - sé nú far­inn af stað. 

Hug­rakkt fjöl­skyldu­fólk, sem hefur misst börn sín, hefur komið fram í við­tölum í fjöl­miðl­um, og lýst þess­ari skelf­ingu og reynt benda á vítin til var­ast. Ráða­menn eiga að taka við þessum skila­boð­um, leggj­ast yfir stöð­una - lög­in, refs­ing­ar, lög­gæsl­una og árang­ur­inn af núver­andi stefnu - og meta hvað sé best að gera. Þeir verða að spyrja: Erum við á réttri leið?

Neyð­ar­á­stand

Í Banda­ríkj­unum er nú form­lega skil­greint neyð­ar­á­stand vegna tíðra dauðs­falla þar sem fíklar hafa tekið of stóra skammta. Á fimm ára tíma­bili hafa dáið 300 þús­und manns. Ef fram heldur sem horfir þá munu á milli 70 og 80 þús­und manns deyja í Banda­ríkj­unum á þessu ári úr of stórum skammti.

Aukn­ingin er stans­laus. Núver­andi stjórn­völd í Hvíta hús­inu hafa boðað - og hrint að hluta í fram­kvæmd - harð­línu­stefnu þegar kemur að fíkni­efn­um.

Ákvörð­unin um að siga þjóð­varð­ar­lið­inu að landa­mær­unum við Mexíkó - sem er brjál­æð­is­leg að mörgu leyti - byggir að hluta á þess­ari heim­sýn; að ef það tekst að hefta aðgang að efn­unum sem koma frá Suð­ur­-Am­er­íku (af búgörðum í Kol­umbíu, Bolivíu, Perú og víð­ar) þá muni staðan að ein­hverju leyti skána í Banda­ríkj­un­um.

Fyrir utan hið aug­ljósa - það er full­komið árang­urs­leysi af núver­andi stefnu sem ein­kenn­ist af Ótrúleg aukning hefur orðið á dauðsföllum úr of stórum skammti fíkniefna í Bandaríkjunum.boðum og bönn­um, þungum refs­ingum og yfir­fullum fang­elsum - þá læð­ist að manni sá grunur að tær mann­vonska ráði þarna ferð­inni frekar en nokkuð ann­að. Van­þekk­ingin er ekki afsökun hér, því gögnin liggja fyr­ir.



Ef eft­ir­spurnin minnkar tíma­bundið í ein­hver efni, þá eykst hún í öðrum - jafn­vel enn hættu­legri. Það er ef ekki tekst að draga raun­veru­lega úr eft­ir­spurn­inni, en engin dæmi sjást um það neins staðar á Vest­ur­lönd­um. Þetta hefur verið ágæt­lega rakið í árs­skýrslum UNODC, stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem berst gegn fíkni­efnavá og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Úr þeirri átt hefur und­an­farin ár verið biðlað til landa heims­ins að gjör­breyta nálgun sinni að fíkni­efna­vand­an­um, en lítið sem ekk­ert hefur verið hlust­að.

Fyrir liggur að far­ald­ur­inn í Banda­ríkj­unum - sem í lít­illi mynd sést á Íslandi líka - liggur meðal ann­ars í því að fíklar leita í stór­hættu­legt lækna­dóp (köllum það því sam­heiti yfir mörg lyf) frekar en önnur efni. Hjálp­ar­hönd heil­brigð­is­kerf­is­ins kemur ekki til þeirra. Fyrr en of sein­t. 

Frá­bært mann­úð­ar­starf, eins og Frú Ragn­heiður hjá Rauða kross­in­um, er und­an­tekn­ing í þessum sam­hengi, og það má einnig nefna neyslu­rými í Kaup­manna­höfn, heil­brigð­is­þjón­ustu við fíkla í Seattle og fleira jákvætt í þeim dúr. Lítil skref hafa verið stigin í átt að meira umburð­ar­lyndi þegar kemur að vanda fíkla, og alls staðar eru áhrifin jákvæð. Lífum er bjarg­að, mannúð ræður för.

Hvað erum við að gera á Íslandi?

Þó það sé kannski útúr­dúr fyrir ein­hverj­um, að staðan í hinum stóru Banda­ríkj­unum sé gerð að umtals­efni í sam­hengi við íslenskan veru­leika, þá er samt hollt að máta það hvernig við erum að gera hlut­ina. 

Lög­reglan heldur blaða­manna­fundi þegar milli­liðir eru teknir með efni í bát­um, og montar sig af því að hafa náð í efni og að tugir manna hafa unnið í mál­unum yfir margra mán­aða tíma­bil jafn­vel. 

Samt liggur fyrir - alveg óum­deil­an­lega - að sam­fé­lag hinna veiku minnkar ekk­ert við þetta og engin vanda­mál hafa horf­ið. Fæl­ing­ar­á­hrif­in, sem eiga að koma af þessum blaða­manna­fund­um, eru nákvæm­lega engin og senda engin skila­boð sem máli skipta. Eða halda ráða­menn kannski að þessi gamla taktík sé snjöll? Póli­tískt er mögu­lega hægt að slá ein­hverjar keilur með þessu. Hver veit.

Upp í hug­ann kemur góða sena í mynd­inni Sicario, þar sem snill­ing­ur­inn Jóhann Jóhanns­son magnar upp áhrifin með frá­bærri tón­list sinni. Þá spyr yfir­mað­ur­inn í fíkni­efna­deild lög­regl­unnar í Arizona und­ir­mann sinn, um árang­ur­inn í stríð­inu við fíkni­efn­in: Do you feel like we are winn­ing? (Finnst þér eins og við séum að vinna?) Það var fátt um svör. Ekki vant­aði samt hörk­una og fjár­út­litin í vopnuð átök.

Fyrir liggur að íslenskir stjórn­mála­menn hafa sett lög og markað með þeim stefnu, þar sem veikt fólk - oftar en ekki burð­ar­dýr í málum - er dæmt í margra ára fang­elsi fyrir aðild sína að smygli á efn­um. 

Dóm­harkan ræðst meðal ann­ars af því hversu sterk efnin eru, en burð­ar­dýrin hafa aldrei neina þekk­ingu á því og hafa enga stöðu til að leggja mat á það að neinu leyti. Oftar en ekki undir kúg­unum og hót­unum um ofbeldi gagn­vart sér og sín­um. Óhætt er að segja að þetta sé sér­kenni­legt.

Eitt versta dæmið sem sést hefur á Íslandi, um öfug­snúna refsi­hyggju í fíkni­efna­mál­um, var þegar hol­lensk kona, sem var burð­ar­dýr í smygli til Íslands, fékk ell­efu ára fang­elsi í hér­aði fyrir sitt hlut­verk.

Í Hæsta­rétti var refs­ingin minnkuð niður í átta ára fang­elsi. Í mál­inu beitti lög­reglan kon­unni sem tál­beitu og setti hana í stór­hættu, í grimmum heimi hins svarta hag­kerf­is. Hún var sam­vinnu­þýð og tók þátt í aðgerðum lög­reglu.

Ætli stjórn­mála­menn séu stolt­ir?

For­vitni­legt væri að fá hrein­skilið mat frá stjórn­mála­mönnum um hvort þeir séu stoltir af stefn­unni sem þeir marka með lögum í þessum mála­flokki. Margar spurn­ingar koma upp í hug­ann.

Er mögu­legt að ein­hvers konar hugs­un­ar­villa ein­kenni nálg­un­ina að vímu­efna­vanda? Erum við að hjálpa fíklum nægi­lega mik­ið? Ein­kenn­ist nálgun okkar að fíkni­efna­vand­anum af for­dómum gagn­vart veik­indum fíkla og fjöl­skyldum þeirra? Tekst okkur að upp­ræta hið svarta hag­kerfi, þar sem ofbeldi er gjald­mið­ill­inn oftar en ekki, með ein­hverjum hætti? Erum við að „vinna“ í stríð­inu gegn fíkni­efn­um? Átti hol­lenska burð­ar­dýrið skilið að fara í átta ára fang­elsi frekar en barn­a­níð­ing­ur­inn í fjögur ár? Er fjár­hags­legur stuðn­ingur við heil­brigð­is­þjón­ustu sem fíklar þurfa á að halda, í sam­ræmi við þörf­ina? Getur verið að við séum á rangri braut og nálg­unin að lýð­heilsu­vanda vímu­efna sé fyrst og fremst nið­ur­lægj­andi fyrir okkar sam­fé­lag?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari