Skoðanagleði Íslendinga

Auður Jónsdóttir rithöfundur veltir fyrir sér orðræðuhefð á Íslandi og lýsir vaxandi óþoli fyrir pistlum þar sem skoðanir smætta veruleikann.

Auglýsing

Manni finnst eins og það sé logn í póli­tík­inni þessa dag­ana. Kannski lognið á undan storm­inum – eða ekki. Smá logn er kær­kom­ið. Hvað sem manni kann að finn­ast um ýmsar útfærslur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þá er lognið and­ar­taks friður fyrir kjós­endur að kjarna sig, erlenda fjár­festa að styrkja traustið til land­ans, upp­byggi­legri verk­efni sam­starfs­stjórnar að taka á sig mynd og í raun gefst loks smá speis til umhugs­unar um hvað mann finnst raun­veru­lega um hitt eða þetta.

Allra síð­ustu kjör­tíma­bil hafa ein­kennst af nokkuð hat­rammri sam­fé­lags­um­ræðu, spill­ing­ar­mál­um, óráðsíu og gíf­ur­yrðum í skoð­anapistlum – sem eru skilj­an­leg í ljósi ástands­ins. En gíf­ur­yrði í skoð­anapistlum verða líka þreyt­andi til lengd­ar, sér­stak­lega miðað við umfang þeirra í fjöl­miðlum dags­ins, jafn­vel á kostnað frétta­skýr­inga og fjöl­breytt­ari efn­istaka.

Öll ped­ófíl­ar?

Ég finn fyrir vax­andi óþoli fyrir umfangi skoð­anapistla og hef þó skrifað þá ófáa sjálf. Þá er ég ekki að tala um pistla þar sem grein­ingu er fléttað saman við skoðun eða mál­efni spegluð í nýju ljósi heldur frekar pistla þar sem hlutir eru ein­fald­aðir svo mikið að skoð­anir höf­undar smætta veru­leik­ann; líf­sýnin ein­skorð­ast við lærða rétt­sýni og hann­aða orð­ræðu, hvort sem höf­und­ur­inn eyrna­merkir sig hægrinu, miðj­unni eða vinstr­inu; anar­k­is­ma, nýald­ar­póli­tík eða popúl­isma. Ýmist eru allir fégráð­ugir ped­ófílar í hægrinu, hug­mynda­fræði­legar gungur í miðj­unni, hof­móð­ugir naí­vistar í vinstr­inu; vill­ingar í Pírata­stefn­unni, tæki­fær­is­sinnar í Við­reisn, vit­leys­ingar í Flokki fólks­ins og heim­ótta­legir per­sónu­dýrk­endur í Mið­flokkn­um. Hverjir eru þá eftir í þessu landi?

Auglýsing

Erum við öll ýmist ped­ófíl­ar, gung­ur, naí­vistar, vill­ing­ar, tæki­fær­is­sinn­ar, vit­leys­ingar og áhan­gend­ur? Kannski að ein­hverju leyti – nema kannski ekki ped­ófíl­ar. Og kannski erum við miklu meira en allt þetta.

Veru­leik­inn týn­ist

Það sem ger­ist þegar við leyfum skoð­unum að skil­greina okkur í stað þess að skil­greina þær er að veru­leik­inn týn­ist. Auð­vitað eigum við að hafa skoð­anir á hlut­un­um, það er nán­ast sið­ferð­is­leg skylda okkar – er skoðun mín í augna­blik­inu. En að sama skapi þarf maður að vera með­vit­aður um hvernig skoð­anir geta tak­markað okkur ef við per­sónu­gerum okkur eftir þeim og að hversu vel sem skoðun kann að hljóma í eyrum okkar sjálfra þá er hún ekki endi­lega hinn end­an­legi sann­leik­ur.

Hluti af vanda­mál­inu í skoð­ana­gjálfr­inu er skortur á grein­ingu þar sem sam­fé­lagið er speglað í alþjóð­legum hrær­ing­um. Veru­leik­inn er skringi­leg sam­suða af stjórn­mála­hrær­ing­um, flók­inni nútíma­menn­ingu, sam­runa þjóð­ar­brota með til­heyr­andi menn­ing­ar­á­tök­um, lúmskum áhrifum stríðs­á­taka í öðrum lönd­um, ófyr­ir­sjá­an­legra tækni­breyt­ingum og milli­ríkja­deilum stór­þjóða, átak­an­legu mis­rétti heims­búa og stétta­á­tök­um, svo ekki sé minnst á lofts­lags­breyt­ingar og hrika­legar afleið­ingar þeirra. Ekk­ert ein­hlítt svar er til við öllu þessu. Eina sem við getum gert er að reyna að kynna okkur hlut­ina með opnum huga. Í öllu þessu kraðaki þarf svo að huga að lífskil­yrðum og mann­rétt­indum hér heima og hvernig aðferða­fræði dugi best til að sem flestir megi notið þeirra á sann­gjarnan hátt.

Allt sem við sjáum ekki

Til þess að við getum kynnt okkur sem flest með opnum augum þurfa hér að þríf­ast fjöl­miðlar sem hafa aðstöðu til að vinna, sam­kvæmt sið­ferð­is­við­miðum og vinnu­lags­reglum alþjóða­fjöl­miðl­un­ar, úr sem fjöl­breyttustum upp­lýs­ingum og setja þær í það víða sam­hengi sem marg­slung­inn veru­leik­inn krefst. Fjöl­miðlar sem hafa bol­magn til að tengja okkur við umheim­inn og fylgj­ast með flóknum átaka­málum nútím­ans – sem eru oft svo flókin því þau eru ekki síður af menn­ing­ar­legum toga en stjórn­mála­leg­um. Og það er meira en að segja það að fylgj­ast með öllu þessu sam­spili flók­inna þátta á ólíkum sviðum á tímum hraðra breyt­inga.

Sú upp­lýs­inga­veita sem fjöl­miðlar eru hefur mikil áhrif á stjórn­málin og alla sam­fé­lags­um­ræðu. Í fljótu bragði virð­ast þeir sjá okkur fyrir dag­legum fréttum og afþr­ey­ingu. En svo er allt hitt – sem við fáum og sjáum ekki. Átök umheims­ins hafa áhrif á líf okkar án þess við séum endi­lega með­vituð um þau og umræð­una í öðrum lönd­um. Þegar fjöl­miðlar freist­ast til að ljá skoð­anapistlum of mikið vægi, af því að þeir eru ódýrt efni sem redda klikk­um, svo þeir halla á frétta­skýr­ing­ar, er hætt við að les­endur séu sviknir um eitt­hvað.

Hroka­fullt tal

Sem dæmi má nefna að um dag­inn rakst ég á franska konu sem þakk­aði mér fyrir pistil um gyð­inga­andúð á Íslandi. Henni finnst umræðan hér á landi hættu­lega ein­föld­uð, fólk skipti sér ýmist í fylk­ingar með Palest­ínu­mönnum eða Ísra­els­mönnum þegar gyð­inga beri almennt á góma og úti­loki marg­þættan veru­leika fólks sem telst vera gyð­ing­ar, ómeð­vitað um hrær­ingar í Evr­ópu og hvernig gyð­ingar þar þjást nú fyrir þau átök.

Mér finnst þetta mál ágætt dæmi um þessa ein­földun veru­leik­ans sem við sættum okkur of oft við í svo mörgum mál­um. Hvernig við leyfum okkur að skoða heim­inn með erki-­ís­lenskum gler­augum sem er að svo mörgu leyti ábóta­vant. Hvernig við ein­földum flókin mál í skot­gröfum stjórn­mála eins og það eigi að vera til upp­skrift að öllu eftir kokka­bókum réttu orð­ræðn­anna. Kannski er þetta hroka­fullt raus, dæmi­gerð skoð­anapistla­hróp konu sem vakn­aði illa fyrir köll­uð. En samt. Læt það gossa. Munar varla um enn eina illa ígrund­aða skoðun í haf­sjó skoð­ana­kórs Íslend­inga. Það er hvort sem er stafalogn í augna­blik­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit