Auglýsing

Sam­kvæmt þjón­ustukönnun sveit­ar­fé­lag­anna sem Gallup gerir reglu­lega er Garða­bær það sveit­ar­fé­lag sem er með hæstu ein­kunn þegar kemur að þjón­ustu leik­skóla og grunn­skóla. Reykja­vík er hins vegar það sveit­ar­fé­lag sem mælist lægst. Af þessu mætti ætla að Garða­bær sé að for­gangs­raða í dags­vist­un­ar­málum og mennt­un, en að Reykja­vík dragi lapp­irn­ar.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs, benti hins vegar nýverið á áhuga­verðan flöt í þessu sam­bandi. Þar sagði hann að þessi for­gangs­röðun sé ger­leg vegna þess að sveit­ar­fé­lag eins og Garða­bær fái í raun „styrk frá Reykja­vík­ur­borg og öðrum sem taka á sig að sjá fyrir félags­legu hús­næð­i.“ Í kjöl­farið hvatti Kon­ráð höf­uð­borg­ina til að hætta að veita félags­legt hús­næði þar til að önnur sveit­ar­fé­lög tækju sig á.

Þetta er mjög rétt­mæt athuga­semd hjá Kon­ráð.

Auglýsing

Reykja­vík ber uppi félags­lega kerfið

Í lok árs 2016 átti Reykja­vík­­­ur­­borg 2.445 félags­­­legar íbúð­­ir. Í fyrra fjölg­aði þeim um á annað hund­rað. Í Garðabæ eru 35 slík­­­ar, 30 í Mos­­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­­ar­­nesi. Því keypti Reykja­vík­­­ur­­borg, ásamt Félags­­­bú­­stöð­um, næstum tvö­­falt fleiri íbúðir á nokkrum vikum haustið 2017 sem munu nýt­­ast þeim sem þurfa á félags­­­legu hús­næði að halda en Garða­­bær, Mos­­fells­­bær og Sel­tjarn­­ar­­nes áttu sam­tals í heild í lok árs 2016.

Það er ekki bara félags­legt hús­næði sem er sjald­séð í Garða­bæ. Þar eru líka sára­fáir útlend­ing­ar. Sem dæmi eru erlendir rík­is­borg­arar 22,3 pró­sent af íbúum Reykja­nes­bæj­ar, 12,4 pró­sent af íbúum Reykja­víkur en ein­ungis fjögur pró­sent af íbúum Garða­bæj­ar.

Sveit­ar­fé­lag­ið, sem er í svip­aðri fjar­lægð frá kjarna Reykja­víkur og Graf­ar­vog­ur, tekur ekki þátt í þeirri áskorun að aðlaga nýja Íslend­inga, með til­heyr­andi við­bót­ar­kostn­aði, heldur lætur Reykja­vík og öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu það eft­ir.

Ríkt fólk sem vill borga lægri skatta

Í Garðabæ býr mikið af ríku fólk. Í grein sem birt­ist í tíma­­­rit­inu Stjórn­­­­­mál og Stjórn­­­­­sýsla í fyrra­sum­ar, og fjall­aði um elítur á Íslandi og inn­­­­­byrðis tengsl þeirra, kom fram að flestir sem til­heyra elítu Íslands búa í Garðabæ og Sel­tjarn­­ar­­nesi. Þar búa 150 pró­­sent fleiri ein­stak­l­ingar í við­­skipta- og atvinnu­lífsel­ít­unni en vænta hefði mátt út frá íbú­a­­fjölda. Og gamlir karl­menn sem búa í þessum sveit­­ar­­fé­lög­um, og eru virkir í t.d. stjórn­­­mála­­starfi, eru lang­lík­­­leg­­astir til að vera hluti af elít­unni.

Í báðum sveit­­ar­­fé­lögum hefur Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn alltaf haft hreinan meiri­hluta í sveit­­ar­­stjórn. Þau eru einu sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu þar sem ekki er rukkað hámarks­­út­­svar. Það geta þessi sveit­­ar­­fé­lög gert vegna þess að þau taka ekki þátt í að veita sömu þjón­­ustu og hin sveit­­ar­­fé­lögin á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Færri en í Graf­ar­vogi

Í Garðabæ búa 15.709 ein­stak­lingar sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu Íslands. Það eru færri en búa í Graf­ar­vogi, þar sem 16.931 búa. Þrátt fyrir að ein­ungis 13 kíló­metrar séu frá Egils­höll og að Garða­torgi, og að það taki um korter að keyra á milli stað­anna, eru íbúar í Graf­ar­vogi, sem eru með mun lægri með­al­tekjur og eiga mun minna af eignum en íbúar Garða­bæj­ar, að greiða fyrir mun víð­tæk­ari félags­lega þjón­ustu með útsvars­greiðslum sínum en miklu rík­ara fólkið í korters fjar­lægð.

Vegna þess að Garða­bær axlar nán­ast ekki neina ábyrgð á félags­legum úrræð­um, og losnar þannig við þá fjár­hags­legu byrði að greiða fólki félags­lega fram­færslu (í Reykja­vík fengu 2.259 ein­stak­lingar félags­lega fjár­hags­að­stoð árið 2016), þá getur sveit­ar­fé­lagið for­gangs­raðað í menntun og dag­vist­un. Efna­meira fólk­ið, sem býr í sjálf­stæðu úthverfi, veltir nær öllum félags­legum vanda yfir á höf­uð­borg­ina og önnur nágranna­sveit­ar­fé­lög og notar mis­mun­inn í að lækka skatta og fjár­festa í slíkri þjón­ustu. Og stærir sig svo að réttri for­gangs­röð­un.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa rúm­lega 217 þús­und manns. Í Galati í Rúm­eníu og í Mann­heim í Þýska­landi, sem hvor­ugar eru þekktar stór­borg­ar, búa yfir 300 þús­und manns. Nær óhugs­andi væri í við­mið­un­ar­löndum að úthverfi gæti skil­greint sig sem sér­stakt sveit­ar­fé­lag og boðið íbúum sínum upp á lægri skatta.

Aug­ljóst er að sam­eina eigi öll sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, dreifa byrðum af þjón­ustu jafn á alla íbúa þess, skera niður í yfir­bygg­ingu og bæta um leið sam­eig­in­lega þjón­ustu þeirra allra.

Þessi ráð­stöf­un, að úthverfi á borð við Garðabæ séu sér­stök sveit­ar­fé­lög sem geti boðið lægri skatta og und­an­skilið sig félags­legri ábyrgð, er ekki bara ósann­gjörn og röng, heldur feiki­lega óhag­kvæm fyrir heild­ina. Og löngu tíma­bært að vinda ofan af henni.

Ef það er ekki hægt að fá sveit­ar­fé­lögin sjálf til að gera það ætti að setja lög um stór­aukna sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Eða að minnsta kosti lög sem skikka þau til að taka jafnan þátt í veit­ingu á félags­legri og sam­fé­lags­legri þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari