The Bluetooth man

Kristján Atli Ragnarsson skrifar um snjalltækjanotkun, núvitund sem tapast og áhrifin sem þetta allt saman hefur á nánasta umhverfi og annað fólk.

Auglýsing

Ég hef verið að hugsa mikið um snjall­tækni að und­an­förnu. Tutt­ug­ustu og fyrstu öld­ina. Það er að ein­hverju leyti róm­verska heim­spek­ingnum Seneca að kenna, en meira um það síð­ar. Á tutt­ug­ustu öld­inni höfðu ýmis konar lista­menn mót­andi áhrif á fram­tíð­ar­sýn okkar og vænt­ingar fyrir næstu öld. Kannski fáir meiri áhrif en rit­höf­undar og fram­leið­endur sjón­varps­þátta og kvik­mynda í Norð­ur­-Am­er­íku. Okkur fannst lík­legt að árið 2018 yrðum við komin með flug­bíla og nýlendur á öðrum plánet­um, til að mynda. Reyndar voru karl­menn öllu dug­legri við fantasí­urn­ar, á meðan Gene Rodd­en­berry og George Lucas sáu fyrir sér Stjörnu­fálka og dúnd­urskvísur með grænt hör­und voru Marg­aret Atwood og Ursula K. Le Guin iðnar við að reyna að vara okkur við því sem gæti ger­st, margt af hverju hefur svo ræst snemma á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni.

Flug­bíl­ana og nýlend­urnar fengum við ekki (enn, ég held í von­ina), þess í stað byrja ég hvern dag eins og Rambó þegar hann er á leið­inni í stríð, nema í stað vopna þá hleð ég á mig snjall­tækj­um. Far­sím­inn fer ofan í buxna­vasann, svo set ég á mig snjallúr­ið. Þetta tvennt teng­ist svo við þráð­lausu heyrn­ar­tólin sem ég skorða í eyrum mér. Svo set ég upp Goog­le-­gler­augun og byrja að tala við tækin sem ég hef klæðst eins og fátæk útgáfa af Tony Stark. Siri, minntu mig á að kaupa mjólk og brauð þegar ég yfir­gef skrif­stof­una í dag. Hey Goog­le, hvað er langt í HM? Alexa, pant­aðu fyrir mig nýjar LED-per­ur. Ég verð heima þegar drón­inn skilar pakk­anum í hús.

Svo renni ég far­tölv­unni, snjall­brett­inu, les­brett­inu, GPS-tæk­inu, snjall­skón­um, snjalltitr­ar­an­um, snjallpenn­anum og svona sautján hleðslu­snúrum ofan í bak­pok­ann minn, sest inn í snjall­bíl­inn og ek af stað. Eins og Rambó kann að vera að ég þurfi bara að nota hníf­inn, en ég er með allar gerðir skot­vopna og belti af hol­mjóum sprengju­kúlum sveipað yfir öxl­ina, svona ef ske kynni.

Auglýsing

Ég er efins um að þetta hafi bætt líf mitt mik­ið. Ég segi sjálfum mér dag­lega að ég stór­græði á þessu. I’m the modern man, og það er mikið til í því. Ég er alla­vega the Blu­etooth man. Ég inn­byrði svo mikið af upp­lýs­ingum um sjálfan mig á hverjum degi að ég hef ekki tíma til að elda mér mat, en það er allt í lagi því ég skanna bara skyndi­bita­mat­inn inn í snjall­for­ritið sem telur kalor­íur og veit þá nákvæm­lega hvað ég er óhollur á meðan ég tygg. Þökk sé heyrn­ar­tól­unum þarf ég svo aldrei að taka upp sím­ann til að svara sím­tali, og ég get stjórnað tón­list­ar­hlustun minni með því að tala við sjálfan mig úti á götu. Siri, turn up the volume ple­a­se. Call my fri­end Fiffi, mobile. Thank you Siri. I love you, Siri.

Og áfram heldur veisl­an. Snjallúrið segir mér nákvæm­lega hversu vel mér gengur að sofa þessa dag­ana, hvað ég tek mörg skref og geng upp margar tröppur á dag. Þegar ég fæ svo áhyggjur af því að ég sofi illa eða hreyfi mig of lítið get ég mælt hjart­slátt­inn með úrinu og sann­fært sjálfan mig um að þetta sé ekki hjarta­á­fall heldur ein­ungis kvíða­kast. Tækin mæla mig og fylgj­ast með mér og tala við mig allan dag­inn svo að ég þurfi ekki að hugsa sjálf­ur. Hey Goog­le, hvað er aftur tólf deilt með tveim­ur?

Það sem glat­ast kannski helst í þessu öllu er ákveðin núvit­und, tengsl við nán­asta umhverfi og annað fólk. Nýlega hitti ég gamlan skóla­fé­laga í Kringl­unni. Við vorum saman í fram­halds­skóla en höfðum ekki sést í næstum ára­tug. Það tók hann smá­stund að þekkja mig, sem var senni­lega mér að kenna þar sem prófíl­myndin mín á Face­book er Fred Flint­sto­ne, og ég skrifa sjaldan statusa eða birti mynd­ir. Ég læka stundum en deili engu. Hann var hissa á að sjá mig, hafði til dæmis ekki hug­mynd um að ég væri orð­inn sköll­óttur (í fram­halds­skóla gelaði ég hár­topp­inn svo beint upp í loft að hann fékk sitt eigið nafn - Vegg­ur­inn). Hann spurði mig hvað væri að frétta og ég gaf honum stuttu útgáf­una. Óskaði honum svo til ham­ingju. Með hvað, spurði hann. Nú, nýja bíl­inn, sagði ég. Geggj­að­an, glæ­nýjan Avensis með öllum auka­bún­aði. Bætti svo við að fjöl­skyldan hans hefði tekið sig vel út þegar þau vígðu glæsikerruna með smá road trip vestur á Snæ­fells­nes. Þá mundi ég eftir einu sem ég hafði pælt í þegar ég skoð­aði mynd­irnar af road tripp­inu þeirra, spurði hvar hann hefði fengið svona gúmmí­hulstur með blóma­mynstri eins og hún Svava litla var með á iPa­d­inum sínum á einni mynd­inni. Það var eitt­hvað fátt um svör hjá hon­um, það var eins og hann væri hræddur við mig. Senni­lega var það bara ímyndun mín, ég hef verið svo para­noid nýlega.

Sam­tal­inu lauk snögg­lega þegar ég fékk sím­tal. Úln­lið­ur­inn og buxna­vas­inn titr­uðu í takt og í eyr­unum á mér rembd­ist Siri við að bera fram nafnið Frið­þjóf­ur. Frid thjof­fer call­ing. Ég kvaddi með ein­hverju babbli, heyrði varla hvað ég sagði sjálfur yfir skvaldrið í Siri, held jafn­vel að skóla­fé­lag­inn hafi verið í miðri setn­ingu þegar ég sneri mér undan og svar­aði Fiffa vini mín­um. Hann vildi ræða áríð­andi frétt sem hann sá á Twitter svo ég hag­ræddi úrinu á úln­liðn­um, færði sím­ann aðeins til í buxna­vas­anum og sett­ist niður á Stjörnu­torg­inu, sótti far­tölv­una í bak­pok­ann minn. Leit­aði svo að frétt­inni á meðan Fiffi sagði mér það helsta úr henni í ster­íó, rödd hans hvell­skýr innan úr báðum eyrum mín­um. Ég átti stutt augna­blik þar sem ég hélt að Fiffi væri ímyndun mín, rödd í höfð­inu á mér, en svo hnerraði ég og missti heyrn­ar­tól úr öðru eyr­anu. Sím­talið rofn­aði og blu­etoot­h-­sam­bandið fór í kerfi. Úrið titr­aði aftur með aðskiln­að­ar­kvíða, fann ekki lengur sím­ann í buxna­vas­an­um. Ég veiddi sím­ann upp, hann hafði slökkt á sér. Á skjánum mætti mér versta martröð Teknó-Ram­bós­ins; mynd af tómu batt­eríi og hleðslu­snúru. Skot­færin búin, hníf­ur­inn bit­laus, game over. Í pirr­ingskasti reif ég öll tækin af mér og tróð ofan í bak­pok­ann. Gekk svo blót­andi út úr Kringl­unni.

Hálf­tíma síðar gekk ég inn heima hjá mér og komst að því að ég hafði ekki misst af neinu í sam­bands­leys­inu. Konan mín spurði hvers vegna í ósköp­unum ég væri að flauta, það hefði hún ekki heyrt mig gera í mörg ár. Ég yppti bara öxl­um, í of góðu skapi til að nenna að spyrja Google að því hvers vegna fólk flauti til að fylla upp í þagn­ir. Svo minnti mig að ég hefði hitt ein­hvern í Kringl­unni en gat ómögu­lega munað hver það var, þannig að ég sagði henni ekki frá því.

Seinna sama dag lenti ég aftur í langri þögn og mundi þá eftir öllum snjall­tækj­unum ofan í bak­poka. Ég íhug­aði að sækja græjurnar og vopn­ast á ný en ákvað þess í stað að finna gamla, snjáða ein­takið mitt af hug­leið­ingum Lús­í­usar Annæ­usar Seneca hins yngri. Ég veit ekki af hverju, það er erfitt að rekja heila­boðin til upp­runa síns eftir að þau eru orðin að hug­mynd, en ég mundi eftir að hann hafði fjallað um núvit­und í verkum sín­um. Eftir smá leit fann ég til­vitn­un­ina. Hún er svo hljóð­andi:

„Sá sem er alls staðar er hvergi. Eyði mann­eskja öllum stundum á flakki eign­ast hún marga kunn­ingja en enga vin­i.“

Þessi orð snertu ein­hvern streng í mér. Ég ákvað að láta snjall­tækja­bak­pok­ann eiga sig og sett­ist þess í stað niður til að föndra með dóttur minni. Siri, minntu mig á að gera það oft­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar