Auglýsing

Eftir fjörugar umræður um stöð­una í Reykja­vík, í kosn­inga­þætt­inum á RÚV í kvöld, þar sem sextán fram­boð eru með lista í boði fyrir kjós­end­ur, þá eru lín­urnar kannski örlítið skýr­ari en þær voru fyrir þátt­inn. 

Tveggja turna tal Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar verður vafa­lítið stóra spennu­málið fyrir morg­un­dag­inn, en það kann líka að skipta máli hvernig minni fram­boðin í Reykja­vík koma út úr kosn­ing­un­um, því þau geta ráðið úrslitum um hvernig meiri­hluti verður mynd­að­ur. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri munu kepp­ast um borg­ar­stjóra­stól­inn, eins og dregið hefur verið vel fram í kosn­inga­spá okk­ar, sem birt­ist nýupp­færð á morgun í síð­asta sinn.

Tal­aði skýrt

Í kvöld fengu litlu fram­boðin tæki­færi, og sum þeirra gripu það. 

Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins, var t.d. skýr í sínum mál­flutn­ingi, og tal­aði skýrt um að hún yrði full­trúi fólks sem ekki hefur völd og er fátækt. Fras­inn „valdið til fólks­ins“ er kannski útjask­aður og tengdur við vin­sæld­ar­brölt, en hjá henni var hann ekki falsk­ur.

Án þess að full­yrða hvort frammi­staða hennar muni duga til að ná inn manni í borg­ar­stjórn, þá heyrð­ist rödd hennar skýrt og vel, eitt­hvað sem er ekki sjálf­sagt hjá fólki með litla reynslu af kosn­inga­þáttum og stjórn­mála­þátt­töku.

Þá komust Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, og Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Mið­flokks­ins, ágæt­lega frá sínu, í það minnsta ef horft er á málin út frá því að þær voru að reyna að tala til kjós­enda. Vig­dís greip fram í fyrir Degi, ótt og títt, og horfði síðan í augun á úthverf­unum í lok­in. Eða svo gott sem. Lík­lega allt eins og það átti að vera.

Mennta­málin rædd, loks­ins

Í seinni­hluta þátt­ar­ins náð­ist upp ágætis umræða um mennta­mál, eftir alveg galna umræðu um moskur, póli­tískt Íslam og ýmis­legt fleira. 

Það var tími kom­inn á það, eftir hálf með­vit­und­ar­lausa umræðu um skóla- og mennta­mál alla kosn­inga­bar­átt­una. En það hefði mátt vera með þessa sömu umræðu vega­meiri í fyrri hluta þátt­ar­ins.

Þrátt fyrir greina­skrif, bæk­linga og yfir­grips­miklar umfjall­an­ir, þá skipta beinar útsend­ingar á síð­ustu stundu alltaf miklu máli. Eitt tár í beinni getur fært flokkum mörg atkvæði, eins og dæmin sanna. 

Eitt af því sem maður hefur saknað í aðdrag­anda kosn­inga, er að það fari fram meiri og dýpri umræða um mennta­mál. Flokk­arnir hafa vissu­lega fjallað um mennta­mál­in, en þau eiga það skilið að fá meira vægi en önnur mál, vegna mik­il­vægis mála­flokks­ins fyrir sveit­ar­fé­lögin og alvar­legrar stöðu mála­flokks­ins sömu­leið­is. 

Þetta eru lang­sam­lega stærstu rekstr­ar­liðir sveit­ar­fé­laga og þá blasa við risa­stór verk­efni í skóla­mál­un­um. Ekki í fram­tíð­inni, heldur þessi miss­er­in. Alþjóð­leg gæða­möt á skóla­starfi hafa ekki komið vel út fyrir Ísland og full ástæða til að taka þessi mál alvar­legar en gert hefur ver­ið. Þá er slök útkoma drengja í skóla­starfi, léleg laun kenn­ara og kenn­ara­skortur í nán­ustu fram­tíð, eitt­hvað sem sveit­ar­fé­lög verða að taka alvar­lega. Þetta er sjálfur grunn­ur­inn að sam­fé­lag­inu.

Ungt fólk fái rödd

Frasarnir flugu í kvöld, en kannski hvergi meira en þegar hús­næð­is­málin voru rædd. Þau hafa verið mál mál­anna í þess­ari kosn­inga­bar­áttu. Hús­næð­is­skort­ur, miklar verð­hækk­an­ir, hækk­anir á leigu, stækkun hóps­ins sem leigir og skipu­lags­mál, má segja að falli undir hús­næð­is­mála­hug­tak­ið. 

Í stóra sam­heng­inu er það sem er að ger­ast í Reykja­vík sam­bæri­legt við mörg borga­svæði í heim­in­um, þar sem mik­ill vöxtur borga gerir upp­bygg­ingu erf­iða og skapar ójafn­vægi. Það gengur erf­ið­lega að halda í við vöxt­inn með upp­bygg­ingu íbúða. Borgin á sína sök á þessu, en það hefði líka þurft að móta sýn­ina á þessi mál fyrr. 

Fyrir tæpum ára­tug, eftir hrun­ið, hefði t.d. verið hægt að móta fram­tíð­ar­sýn­ina sem byggði á því að hugsa fyrst og síð­ast um kom­andi kyn­slóðir á hús­næð­is­mark­aði, en ekki þá sem áttu hús­næði fyr­ir. Setja pen­inga frekar í að hugsa um framíð­ar­kyn­slóð­irn­ar, með því að byggja hús­næði og liðka fyrir fjár­mögn­un, fremur en að færa eldri kyn­slóðum fjár­muni á silf­ur­fati sem átti hús­næð­i. 

Einn grund­vall­ar­munur er á þessum tveimur mögu­leik­um. Fram­tíð­ar­kyn­slóðin var ekki að kjós­a. 

Erf­ið­leikar þeirrar kyn­slóðar sem nú telst til unga fólks­ins, eru miklir og það er ósk­andi að hverjir sem það verða sem kom­ast til valda í borg­inni, hugsi um ungt fólk og kom­andi kyn­slóðir í sinni póli­tík eftir kosn­ing­ar. Ungt fólk á það skilið að fá góða rödd sem heyr­ist skýrt. 

Frasarnir geta flogið í sjón­varpi og búið til atkvæði - hvort sem það er um póli­tískt Íslam, borg­ar­línu, moskur eða snjall­síma - en raun­veru­leik­inn er oft flókn­ari. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari