Börnin okkar – minnkum notkun á spjaldtölvum

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, skrifar um menntamál.

Auglýsing

Tölv­ur, snjall­símar, nett­bretti, stýripinn­ar, og sjón­varp breyta okkar lífi. Í Banda­ríkj­unum eyða börn og ung­lingar á aldr­inum 8 til 18 ára meiri tíma á net­miðlum en þau nota til að sofa, það er að segja sjö og hálfan tíma á dag.

Heil­inn okkar virkar á nokkurn veg­inn sama hátt og vöðvi, hann vex við þjálfun og verður öfl­ugri. Innan tauga­vís­inda (e. neurosci­ence) er einn af mik­il­væg­ustu þátt­unum að heil­inn breyt­ist stöðugt eftir hvernig hann er not­að­ur. Skynjun (sjón, heyrn, lykt, snert­ing, stöðu­skynj­un), upp­lifun, hugs­un, færni, til­finn­ingar og atferli setja sín spor á eða fá sinn „sna­ga“ í heil­anum (net af tauga­frum­um). Esther Thelen fann út með sínum mik­il­vægu rann­sóknum að áreiti er grunn­leggj­andi fyrir allt nám og þróun ein­stak­linga. Þjálfun og end­ur­tekn­ing er lyk­il­at­riði til þess að minn­is­sporin eða minn­issna­g­arnir verði sterk­ari. Fjöl­breytt áreiti er algjört lyk­il­at­riði fyrir góðri þró­un. Fleiri rann­sóknir sýna fram á að stelpur eru betri í lestri þegar þær byrja í skóla en strákar og ein af skýr­ing­unum er að for­eldrar tala meira við stelpur en stráka frá fæð­ingu og í gengum fyrstu árin í þeirra lífi. Íslensk börn eru mjög framar­lega hvað við kemur sund­kunn­áttu. Hvers vegna? Jú íslenskir for­eldrar eru flinkir að fara með börn í bæði ung­barna­sund og sund­laug­ar. Einnig er sund­kennslu mjög vel sinnt í íslenskum skól­um, íþrótta­kenn­arar eru góðir og mikið er af fínum sund­laugum um allt land. Þetta er gott dæmi um mik­il­vægi þess að umhverfið skapi mögu­leika á að þjálfun geti átt sér stað. Það sama má segja um hin frá­bæru bóka­söfn í Finn­landi sem fremstu fræði­menn í lestri, eins og Heikki Lyytinen, segja að sé ein af aðal­á­stæðum fyrir þeim árangri sem finnsk skóla­börn hafa náð í PISA. Heikki segir einnig að eitt af því mik­il­væg­asta sem þarf að spyrja börn í lestr­ar­námi sé hversu margar bækur lastu síð­asta mánuð og hvaða þrjár bækur voru skemmti­leg­ast­ar.

Það sé mun mik­il­væg­ara en að mæla les­hraða eins og gert er í stórum skala á Íslandi í dag.

Auglýsing

Þýski geð­lækn­ir­inn og fræði­mað­ur­inn Man­fred Spitzer (í bók­inni Digitale Dem­enz, 2012) segir að ein af stóru hætt­unum við að nota of mikið spjald­tölv­ur/­snjall­síma sé áhættan á fíkn. Nákvæm­lega eins og með notkun á áfengi eða tóbaki. Slík fíkn geti haft mikil áhrif á til­finn­inga­lega, félags­lega og sál­ræna þætti. Hann talar um að við getum þróað með okkur „digi­tal dem­ens“. Man­fred nefnir að rann­sóknir sýni að tölva sé jafn mik­il­væg fyrir nám og reið­hjól er til að læra að synda. Nám krefst sjálf­stæðrar and­legrar vinnu: því meira og dýpra sem ein­stak­lingur vinnur með ákveðið þema, því betur lærir mað­ur. Sem sagt snag­inn verður sterk­ari (netið í heil­anum hefur þróast). Ef við notum ekki heil­ann verði ekki til nýir snagar og þeir snagar sem eru fyrir þró­ast ekki. Það að maður noti meiri tíma fyrir framan skjá veldur því að börn hreyfa sig minna og verða þyngri. Í Banda­ríkj­unum byrja börn að horfa á sjón­varp við 9 mán­aða aldur og börn undir 5 ára aldri horfa á að með­al­tali yfir 4000 aug­lýs­ingar á ári um óhollan mat. Man­fred segir enn fremur að staf­rænir miðlar séu skað­legir fyrir nám og þar með fyrir vits­muna­lega þróun hjá ungum börn­um. Skjár er ekki góð barnapía og alla vega ekki góður kenn­ari.

Tölum við börn­in, lesum bækur fyrir þau, leyfum þeim að byggja með kubbum, teikna og lita. Fórum með þau út að leika, í sund og gefum þeim fjöl­breytt áreiti sem er jákvætt fyrir þeirra nám og þró­un.

Minnkum notkun á spjald­tölvum og snjall­síma hjá börn­um.

Höf­undur er ­pró­fessor í líf­eðl­is­legri sál­fræði við Háskól­ann í Þránd­heimi í Nor­egi.

Heim­ild­ir:

Thel­en, E., & Smith, L.B. (1994). A dyna­mic system app­roach to the develop­ment of cognition and act­ion. Cambridge, Mass.: MIT Press.

Spitz­er, M. (2014). Digi­tal dem­ens. Panta­gruel For­lag AS, Oslo, Norge

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit