Áfram Ísland – stefna – samvinnufærni – kraftur

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi í Noregi, skrifar um ástæðurnar að baki góðum árangri íslenska landsliðsins.

Auglýsing

Árangur íslenska lands­liðs­ins í knatt­spyrnu hefur vakið mikla athygli um stóran hluta heims­ins. Hvernig getur þjóð með íbúa­fjölda rúm­lega 330.000 náð slíkum árangri og kom­ist inn á annað stór­mótið í röð (EM 2016, HM 2018)? Þrír þættir koma upp í hug­ann: stefna, sam­vinnu­færni og kraft­ur.  

Stefna eða það sem maður í Skand­in­avíu kallar „filosofi“ er eitt af grund­vallar atriðum góðs árang­urs í íþrótt­um. Að hafa „filosofi“ fyrir leik liðs­ins og hlut­verk hvers leik­manns er lyk­il­at­riði. Það að vita hvernig þjálfað skal til að fram­kvæma stefn­una inn á vell­inum er það sem ein­kennir störf góðra þjálf­ara. Stefna (leik­skipu­lag) íslenska lands­liðs­ins sem komst inn á EM og HM er þróuð af Lars Lag­er­bäck og Heimi Hall­gríms­syni. Þegar maður horfir á íslenska liðið veit maður hverju maður á von á. Engir galdrar – en gíf­ur­leg vinnu­semi og hver leik­maður vinnur sína vinnu fyrir liðs­heild­ina.       

Sam­vinnu­færni eða það sem fremsti þjálf­ari Nor­egs í knatt­spyrnu Nils Arne Eggen kallar „rela­sjon­elle ferdig­het­er“ var lyk­il­inn að vel­gengi Ros­en­borg, frá Þránd­heimi. Nils Arne vann 14 deild­ar­meist­aratitla og kom lið­inu í átta skipti í Meist­ara­deild­ina (1995-2002). Hann var upp­tek­inn af því að finna rétta leik­menn í hverja stöðu og það voru ekki alltaf þeir sem maður myndi hafa sagt að væru bestu fót­bolta­menn­irn­ir, en þeir sem pössuðu best inn í heild­ina/lið­ið. Nils tal­aði  um „god­fot­en“ það er að segja finna sterku hliðar hvers leik­manns. Þætti sem gerði hvern leik­menn ein­stak­an, hans „god­fot“. Hann vildi að leik­menn myndu þjálfa sinn „god­fot“, þannig að það sem þeir væru góðir í yrði ennþá betra. Þetta kall­ast á fræði­máli „spesifisitet“ - sér­hæf­ing. Þú þróar það sem þú þjálfar sér­hæft.

Auglýsing

Það gat til dæmis verið hár­ná­kvæmar send­ingar af mis­mun­andi lengd inn á viss svæði – sá sem hafði slíkan „silkisend­ing­ar­fót“ átti þá að sjálf­sögðu að fram­kvæma mikið af send­ing­um. Það gat líka verið að leik­maður hefði góð skot utan teigs sem „gar­antert“ fór inn í blá­horn marks­ins – þá átti að reyna að koma honum í slíka stöðu. Eða að leik­maður hafði færni til að taka á móti bolta í hröðu hlaupi fram á við og geta skilað góðri send­ingu inn á fram­herja sem kom í hlaup inn í víta­teig.

En lyk­il­inn að vel­gengi Ros­en­borg var eins og áður sagði sam­vinnu­færni sem er hægt að skil­greina sem færn­i/­getu sem tveir eða fleiri ein­stak­lingar skapa saman en ekki einir og sér. Færni hvers ein­stak­lings vill á þennan hátt, út frá sam­vinnu­færni, vera hluta­færni. Hver og einn leik­maður tekur með sér sína hluta­færni inn í lið­ið. Hér má nefna sam­vinnu Gylfa og Aron Ein­ars á miðj­unni, Ragn­ars og Kára í hjarta varn­ar­innar eða Kol­beins og Jóns Daða í fram­lín­unni.

Þetta má segja að sé einn lyk­il­inn að vel­gengi íslenska lands­liðs­ins. Liðið verður stærra en hver ein­stakur leik­maður – saman erum við sterk­ir. Sem sagt liðs­heildin er mik­il­væg­ust. Við sem á horfum sjáum hvernig ákveðnar sam­setn­ingar á leik­mönnum innan liðs­ins gefur sterk­ari heild en aðrar sam­setn­ing­ar. Við vitum líka „nokkuð veg­inn“ hvaða menn koma til með að spila ef allir eru heil­ir.   

Kraftur, bæði lík­am­legur og and­leg­ur, er hlutur sem menn sjá. Lík­am­legur kraft­ur, styrkur leik­manna er eitt af aðals­merkjum íslenskra knatt­spyrnu­manna. Íslenskir leik­menn eru vel þjálfaðir og leika kraft­mik­inn fót­bolta. And­legi þátt­ur­inn „kraft­ur­inn“ er ekki síð­ri, íslenskir leik­menn eru þekktir fyrir að gef­ast aldrei upp, hafa sterkan vilja.

Hérna passar finnska orðið  „s­isu“ – sem þýðir að gef­ast aldrei upp. Það að gef­ast aldrei upp er mik­il­vægur þáttur í íþróttum og ófá stig höfum við náð með því að ekki hætta fyrr en flautað er af.

Strákar – gangi ykkur vel í Rúss­land­i.  

Höf­undur er pró­fessor í líf­eðl­is­legri sál­fræði við Háskól­ann í Þránd­heimi og Háskól­anum í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar