Hugsað á ensku

Kristján Atli Ragnarsson skrifar um vanda íslenskunnar í aðsendri grein.

Auglýsing

Ég átti nýlega sam­tal við góðan vin. Hann var að segja mér frá ein­hverju sem honum þótti áhuga­vert í þætti af Planet Earth með David Atten­borough, hinum margróm­uðu heim­ild­ar­þáttum BBC. Það sem ég tók eftir í frá­sögn hans var hversu mikla ensku hann not­aði. Hann hafði horft á þátt með ensku tali og annað hvort hafði ekki áhuga á að snara vit­neskj­unni yfir á íslensku eða þá að hann var ekki með­vit­aður um þetta. Loks gat ég ekki setið á mér lengur og spurði hann beint út. Hann staldr­aði við og sagði, „whoa, sorrý, ég hafði bara ekki tekið eftir þessu. My bad.” Svo hlógum við báð­ir.

Hann hélt frá­sögn­inni áfram en nú kom babb í bát­inn. Ábend­ing mín trufl­aði hann. Hann gerði nokkrum sinnum hlé á máli sínu og spurði skömmustu­lega. „Hvað er hippopotamus á íslensku?“ „En flamin­go?“ Ég sá að hann var ekki sáttur með sig, og mér leið líka illa. Bölv­aður bess­erwiss­er­inn, gat ég aldrei þag­að? Þurfti ég endi­lega að lækka í vini mínum rostann, láta honum líða illa með sig? My bad. Frá­sögn hans fjar­aði út án þess að ná því hámarki sem hann hafði örugg­lega ímyndað sér þegar hann tók fyrst til máls.

Við ræddum þetta enn frekar dag­ana á eft­ir. Hann sagð­ist taka eftir þessu í fari ann­ars fólks. Þetta pirraði hann, honum fannst þetta allt að því ósiður og var búinn að skora á sjálfan sig að hætta að sletta á ensku nema hann absolút þyrfti þess. Hans orð. Ég reyndi að draga í land, enn fullur sekt­ar­kenndar yfir hegðun minni, en hann var ákveð­inn. „Ég er ekki bara að svíkja sjálfan mig um íslensk­una, ég er að sýna sonum mínum slæmt for­dæmi.“

Auglýsing

Ég mót­mælti ekki frek­ar. Þetta var rétt hjá hon­um.

Nýlega las ég við­tal hér á Kjarn­anum við þjóð­þekktar per­són­ur. Þær eru ekki síst þekktar fyrir orð­færni sína á rit­uðu máli en við­talið var varla nema nýhafið þegar ein þeirra greip í frægan frasa á ensku úr kvik­mynd til að útskýra mál sitt almenni­lega. Það er svo sem eng­inn glæpur í sjálfu sér að vitna í fræga kvik­myndafra­sa, við gerum það öll endrum og sinn­um, en í ljósi umræðna minna og vinar míns stakk þetta í stúf. Hvaða von eigum við hin ef fólkið sem vinnur við að skrifa á íslensku þarf að seil­ast yfir Atl­ants­hafið til að koma hugs­unum sínum í mælt mál?

Í heim­inum eru töluð meira en sjö þús­und tungu­mál. Af þessum rúm­lega sjö þús­und eru um 35% talin í útrým­ing­ar­hættu, sem þýðir að innan við þús­und manns tala hvert þess­ara tungu­mála. Þrátt fyrir þennan gíf­ur­lega fjölda hefur um helm­ingur jarð­ar­búa aðeins átta fjöl­menn­ustu tungu­málin að móð­ur­máli. Átta tungu­mál. Öll hin mál­svæð­in, þessi minni, fljóta bara með eins og hrúð­ur­karlar utan á átta stór­hvöl­um.

Við fljótum með enska hvaln­um. Lítil eyja í miðju haf­inu á milli Banda­ríkj­anna og Bret­landseyja, við eigum í raun ekki mögu­leika á að verj­ast inn­rás þess­ara menn­ing­ar­svæða. Allt er blanda af báðu hér. Bítl­arnir og Guns N’ Roses, Harry Potter og Stjörnu­stríð, enski bolt­inn og NBA. Tungu­málið fylgir óhjá­kvæmi­lega í kjöl­far­ið. Ensku frasarnir verða að frösum hér líka. Welcome to the jungle. Use the force. He who must not be named. Við förum til útlanda og skyndi­lega segjum við Eider Gudjohn­sen í stað þess að tala um Eið Smára. Björk verður Bjork. Flug­fé­lag Íslands verður Air Iceland Conn­ect.

Þegar ég var sex ára fluttum við í ver­búð í Njarð­vík. Dvölin stóð stutt en á meðan við bjuggum þar voru nágrannar okkar tvö áströlsk pör á svip­uðum aldri og for­eldrar mín­ir. Þau tóku að sér að kenna mér eins mikið í ensku og þau gátu, ekki síst blóts­yrð­in, og þegar leiðir skildu ári síðar var ég orð­inn reiprenn­andi á tveimur tungu­mál­um. Það var ekki aftur snú­ið, ég til­eink­aði mér fljótt rest­ina af enskri tungu og var hættur að þurfa íslenska text­ann með sjón­varps­efn­inu áður en ég varð tíu ára. Ég gat lesið og skrifað ensk­una og fljót­lega gat ég einnig farið að leika mér með mis­mun­andi hreima. Ég hljóm­aði eins og rapp­ari frá Fíla­delfíu þegar ég vitn­aði í Will Smith en svo þegar ég var James Bond hljóm­aði ég eins og shonur Shean Conn­ery.

Ég hélt að þetta væri spes, að ég hefði þróað með mér ein­hverja náð­ar­gáfu, þar til ég varð aðeins eldri og fatt­aði að allir jafn­aldrar mínir gátu talað ensku. Á ung­lings­ár­unum vitn­uðum við í Sein­feld-­geng­ið, Chandler og Joey, eða aftur í Will Smith. Það var hluti af sam­fé­lagi ung­linga, hluti af því að vera (ung­ur) maður með (ung­um) mönnum að geta hent í flottar til­vitn­anir við öll tæki­færi. Við höfðum stigið saman yfir ein­hvern þrösk­uld og vorum flest fær á tveimur tungu­mál­um.

Ég er ekki réttur aðili til að segja til um hvað hefur breyst síðan þá, en það er ljóst að eitt­hvað hefur gerst. Börn eru farin að til­einka sér ensk­una miklu fyrr en þau gerðu áður. Eldri dóttir mín þurfti ekki ástr­alska nágranna til að læra ensku sex ára, hún var farin að tala hana nógu vel þá þeg­ar. Nú er hún níu ára og ég þarf stundum að sussa á hana þegar ég heyri hana taka upp tíunda Snappið í röð á enskri tungu til að senda bekkj­ar­systrum sín­um. Þá rang­hvolfir hún augum og fer fram í eld­hús, og stuttu síðar heyri ég hana segja, “just my dad, he’s such a motherfucker.” Hún lýgur því ekk­ert, er sjálf gang­andi sönnun þess, en hún veit pott­þétt ekki hvað hún er að segja. Hún er að apa upp ein­hverja frasa sem hún heyrði á YouTube eða Net­fl­ix, eða lærði hjá vin­konum sín­um. Eflaust kemur hluti af þessu til þar sem börn kom­ast í ensku­mæl­andi snjall­tæki miklu fyrr í dag. Við for­eldr­arnir hugsum hlut­ina kannski ekki alltaf til enda þegar við réttum barn­inu iPad, kveikjum fyrir það á Net­flix eða skráum það á Snapchat. Barnið gengur inn í heim þar sem allt er á ensku. Það notar filt­era til að skreyta sel­fie og hendir því svo í story áður en það horfir á Net­flix þar til augun í því verða græn, enda úrvalið botn­laust.

Margir hafa tjáð sig um þennan vax­andi vanda. Rótin skilst mér að felist í því að ung börn og krakkar eru í dag að til­einka sér ensk­una áður en þau ná fullu valdi á íslensku. Stýri­kerfin ná þeim löngu áður en íslenskar bækur geta kynnt sig. Ljóð­spor geta ekki keppt við Spoti­fy. Það stuðlar að fátækara móð­ur­máli, og auð­veldar ensk­unni að ná hrein­lega und­ir­tökum í lífi þeirra. Ég reyni að sporna við, þökk sé upp­eld­inu er dóttir mín bóka­ormur og hana skortir ekki íslenskan orða­forða, en svo hittir hún vini sína (í raun­heimum eða í sím­an­um) og þá kemur enskan alltaf með í heim­sókn.

Ekki mis­skilja mig. Það er jákvætt að búa að tungu­mála­kunn­áttu. Það ætti að vera jákvætt. Aðeins um helm­ingur jarð­ar­búa talar fleiri en eitt tungu­mál svo að vel sé. Aðeins 13% tala fleiri en tvö. Dóttir mín er ekki tíu ára og hún er þegar komin vel á veg. En það þarf að gæta þess að móð­ur­málið fái að vera móð­ur­mál­ið, og til þess að svo megi verða þurfum við að veita aðhald.

Í tungu­mála­kennslu er stundum sagt að ágætis við­mið á þekk­ingu tungu­máls sé þegar við­kom­andi getur farið að hugsa á tungu­mál­inu. Það er hægt að læra tungu­mál frá grunni og ná slíkum áfanga. Hins vegar hlýtur það að telj­ast vanda­mál þegar fólk er orðið svo gegn­sýrt af ensku að það ræður ekki við sig, þegar enskan er farin að bola íslensk­unni út í horn í hugs­unum og máli fólks. Þegar full­orðnir Íslend­ingar eru farnir að þurfa að þýða hugs­anir sínar yfir á íslensku til að koma þeim frá sér. Þegar heil­inn er ekki lengur viss um hvort sé móð­ur­mál­ið. Þegar við erum hætt að geta hugsað á íslensku.

Ég stend mig oft að þessu sjálf­ur. Ég stend vini mína að þessu. Og ég er far­inn að standa dóttur mína að þessu líka. Ég hef ákveðið að reyna að gera eitt­hvað í þessu, áður en illa fer. Ég vil geta hugsað á íslensku, þótt ég sé svo ágætur í að snara því yfir á ensku þegar ég þarf þess. Ég vona að ég geti forðað dóttur minni frá því að hugsa á ensku. Ann­ars verður það my bad.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar