Auglýsing

Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna í borg­ar­stjórn Reykja­víkur var mynd­aður í síð­ustu viku. Á blaða­manna­fundi var það fyrst og síð­ast kynnt hvaða emb­ættum meiri­hlut­inn hyggst gegna næstu fjögur árin, hvað þau væru ánægð með þau og síðan var mál­efna­sátt­mála dreift. Fyrsti fundur borg­ar­stjórnar fór síðan fram á þriðju­dag.

Flokk­arnir fjórir sem nú mynda meiri­hluta voru sam­mála um margt og ber mál­efna­sátt­mál­inn þess merki. Sam­göngu- og skipu­lags­stefna allra flokk­anna er keim­lík, umhverf­is- og jafn­rétt­is­stefna og önnur mál sem þeir eiga sam­eig­in­lega í borg­ar­sýn sinni. Allir myndu þeir flokk­ast sem til­tölu­lega frjáls­lynd­ir, að minnsta kosti á blaði. Hins vegar er aug­ljós­lega um fjóra mis­mun­andi flokka að ræða og margt sem var illa eða bara ekki sam­rým­an­legt í stefnum þeirra enda spanna þeir nokkuð breitt póli­tískt lit­róf.

Frjáls­lyndir hægri kjós­endur Við­reisnar virð­ast fljótt á litið fá lítið fyrir sinn snúð. Ekki þannig að það sé ekki hægt að benda á ákveðin lof­orð sem fá sinn sess í sátt­mála flokk­anna. Þau eru sann­ar­lega þarna. En hvor­ugur full­trúa flokks­ins sem rataði í borg­ar­stjórn ætlar sér að stýra ein­hverju mál­efna­ráði eða -nefnd innan borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Hvor­ugur þeirra ætlar sér sem sagt að halda utan um mál­efn­in, þar sem stefnan er mótuð og ákvarð­an­irnar raun­veru­lega und­ir­búnar og teknar óform­lega. Pawel Bar­toz­sek verður for­seti borg­ar­stjórn­ar, sem er eins konar fund­ar­stjóra­staða, í þrjú ár og odd­vit­inn, Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, verður for­maður borg­ar­ráðs, sem er eins konar fram­kvæmda­stjóri. Þrátt fyrir að völd séu vissu­lega fólgin í þessum emb­ættum er hægt að full­yrða að eng­inn kjós­enda Við­reisnar hafi von­ast eft­ir, þegar flokk­ur­inn ákvað að ganga inn í hlut­verk Bjartrar fram­tíðar í gamla meiri­hlut­an­um, að borg­ar­full­trú­arnir tveir fengju fyrst og síð­ast feit emb­ætti frekar en tæki­færi og aðgang að raun­veru­legum breyt­ingum á því sem kjós­endum fannst aflaga hafa farið hjá vinstri meiri­hlut­anum í borg­inni und­an­farin fjögur ár eða leng­ur.

Sam­fylk­ingin hins vegar hefur tögl og hagldir í borg­ar­stjórn­inni. Hún heldur áfram for­ræði yfir skóla­mál­un­um, en staða þeirra var harð­lega gagn­rýnd í bar­átt­unni í aðdrag­anda kosn­ing­anna, með sama mann, Skúla Helga­son í brúnni. Flokk­ur­inn mun einnig stjórna vel­ferð­ar­mál­un­um, sem ekki síður hafa hlotið gagn­rýni, og með þessu tvennu móta stefnu í tveimur lang útgjalda­frek­ustu verk­efna­sviðum borg­ar­inn­ar. Odd­vit­inn Dagur B. Egg­erts­son heldur síðan borg­ar­stjóra­stólum og verður þar með áfram and­lit meiri­hlut­ans út á við. Sú seta var reyndar helsta kosn­ing­ar­stefna Sam­fylk­ing­ar­innar í kosn­ing­un­um, auk þess sem hann gerði út á meira af því sama, sem ljóst er að hugn­ast mörgum borg­ar­bú­um. Og reyndar Miklu­braut í stokk sem hvorki sést tangur né tetur af í meiri­hluta­sátt­mál­an­um.

Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna á erfitt verk fyrir hönd­um. Hún var for­seti borg­ar­stjórnar á nýliðnu kjör­tíma­bili, hlut­verk sem gerði það að verkum að borg­ar­full­trú­inn sást við fá til­efni önnur en við fund­ar­stjórn borg­ar­stjórn­ar­funda. Það leiddi meðal ann­ars af sér að flokk­ur­inn rétt skreið inn í borg­ar­stjórn með Líf eina sem borg­ar­full­trúa. Það verður sótt hart að henni af hálfu hins skel­egga full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins, sem var til­búin með sjö til­lögur um hin ýmsu mál á fyrsta fundi. Ljóst er að hún mun sinna aðhalds­hlut­verki sínu vel.

Píratar hófu sinn fyrsta fund í full­kominni þver­sögn við sjálfa sig. Þessi flokkur sem stofn­aður er um meira lýð­ræði og gegn mið­stýr­ingu valds hafn­aði beiðni minni­hlut­ans um að fá for­mennsku í nefnd­um. „Píratar í Reykja­vík leggja ríka áherslu á umbætur á sviði stjórn­sýslu og lýð­ræð­is,“ segir í stefnu­málum flokks­ins. Minni­hlut­inn benti á að þrátt fyrir að vera með færri borg­ar­full­trúa væri hann með meiri­hluta kjós­enda að baki sér. Eðli­legt væri að vægi þeirra í nefndum og ráðum end­ur­spegl­aði þá stað­reynd að ein­hverju leyti. Þetta er aug­ljós­lega ekki ný hug­mynd og er fyr­ir­komu­lag sem meiri- og minni­hluti Alþingis hefur komið sér saman um og gengið ágæt­lega. Og þetta þekkja Píratar vel enda gegnir full­trúi þeirra for­mennsku í vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is. En þetta kom ekki til greina í borg­ar­stjórn Pírata.

Það tók minni­hlut­ann innan við klukku­stund að setja fyrsta fund borg­ar­stjórn­ar­innar í upp­nám vegna ill­deilna við skipan í nefndir á þriðju­dag. Þessi for­smekkur sýnir að hart verður sótt að meiri­hlut­anum úr öllum átt­um. Frá hægri af hálfu Sjálf­stæð­is- og Mið­flokk­anna, frá vinstri af hálfu Sós­í­alista­flokks­ins og jafn­vel Flokks fólks­ins, en ekki síður að ofan þar sem sann­ar­lega má finna frjáls­lyndi í ein­stökum full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og að neðan í sterku íhaldi ann­arra full­trúa þess flokks sem og Mið­flokks­ins og Flokki fólks­ins.

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar­innar á erfitt verk fyrir hönd­um. Við­reisn, fjórða hjólið undir vagni fall­ins meiri­hluta, þarf að bjóða kjós­endum sínum upp á meira en 0,05 pró­sent lækkun á fast­eigna­skatti atvinnu­hús­næðis og frek­ari gjald­töku bíla­stæða. Skóla­mál­in, stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar, aukin tæki­færi einka­að­ila og hús­næð­is­málin í borg­inni verða undir smá­sjá kjós­enda næstu fjögur árin. Ellegar mun flokk­ur­inn eiga það á hættu að lenda í því sama og Vinstri græn gerðu, að hverfa inn í Sam­fylk­ing­una hægt og rólega. Vinstri græn munu með sama hætti þurfa að sýna hvað í þeim býr. Þó er hætt við því að harður kjara­vetur geti reynst flokknum erf­ið­ur, í ljósi þess að afar stór hluti borg­ar­starfs­manna eru kon­ur, og meiri­hlut­inn lofar að útrýma með öllu kyn­bundnum launa­mun. Þá þurfa nýir borg­ar­full­trúar Pírata að passa upp á að tapa ekki sinni sér­stöðu um gagn­sæi, lýð­ræði og ný vinnu­brögð.

Þó að sam­starf fjög­urra flokka í borg­ar­stjórn síð­ustu fjögur árin hafi gengið vel er ljóst að útkoma þess sam­starfs hafði afar ólík áhrif á stöðu þeirra í kosn­ing­um. Allir fjórir munu þurfa að berj­ast fyrir að halda sinni sér­stöðu í sam­starf­inu nú, og passa að nýliðin saga end­ur­taki sig ekki – að þeir verði allir fjórir ein­fald­lega einn Flokkur Dags B. Egg­erts­sonar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari