Grunnleggjandi þættir í heilastarfsemi einstaklinga tengjast hvíta og gráa efni heilans. Þetta var meðal annars sýnt fram á í mikilvægri rannsókn Sowell og félaga (2003) þegar skoðaðir voru einstaklingar frá 7-87 ára.
Það mætti kalla gráa efnið tölvu heilans og hvíta efnið leiðslurnar í tölvunni.
Hvíta efnið samanstendur af knyppum af taugaþráðum (axons) sem eru einagraðar með fitulagi (myelin) sem flytja upplýsingar milli gráu svæða heilans - einangrunin gerir það að verkum að taugaboð geti borist hraðar. Þróun hvíta efnisins er þannig að það vex til ca. 40 ára aldurs og þá minnkar það, sem sagt verður minna. Þannig að þegar maður talar um hvers vegna eldri verða stundum tregari með auknum aldri þá hefur það lífeðlislegar ástæður - taugakerfið starfar hægar en áður. Þannig að þegar afi eða amma eru svolítið lengur að svara eða að framkvæma hluti þá er það þáttur af eðlilegri þróun þess að verða eldri.
Gráa efnið tengist fjölda taugafrumna og þeirra tenginga. Það minnkar stöðugt frá 10 ára aldri. Þannig að eldri hafa minna netverk af taugafrumum. Fræðimenn telja að þetta sé ein af skýringum að hærra samband er á milli tveggja líkra verkefna þegar maður er eldri en þegar maður er yngri. Sem sagt við höfum minna netverk og notum sennilega sama netverkið þegar svipaðir hlutir eru framkvæmdir. Það má segja að með auknum aldri verður tölva heilans minni með þeim afleiðingum að það getur orðið vitsmunalegur samdráttur. Það má einnig hugsa sér að þetta sé ein af ástæðum fyrir því að maður gleymir meira (óklárt minni), erfiðara með einbeitingu og með að læra nýja færni, það tekur lengri tíma, þegar maður er komin yfir 70.
Innan taugavísinda (neuroscience) er eitt mikilvægt atriði sem gildir óháð aldri: „Use it or loose it“ (Notið það eða missið það). Hvernig er hægt að skýra slíkt? Jù nýjar rannsóknir sýna fram á að mikilvægasti þátturinn til að viðhalda gráa og hvíta efninu er að æfa reglulega, viðhalda sterkum tengslum við vini eða fjölskyldu, hætta eða ekki byrja að reykja og læra nýja hluti eða fá vitsmunalegar áskoranir. Rannsóknir sýna einnig að of mikil skjánotkun minnkar bæði hvíta og gráa efnið. Vísindamaðurinn Cabesa hefur fundið að virkir eldri nota stærri hluta heilans til að leysa ólík verkefni en eldri sem eru lítið virkir. Þannig ná þeir að bæta fyrir minna grátt og hvítt efni.
Í þessu samhengi er mikilvægt að heilinn okkar starfar á svipað hátt og vöðvi, þjálfun gerir að maður getur viðhaldið honum á góðan hátt.
Það er aldrei of seint að byrja að reyna að vera meira virkur á öllum vígstöðvum. Þjálfun er lykilatriði að góðu lífi sem eldri. Þar er fjölbreytt áreyti algjört lykilatriði til að viðhalda þróuninni. Ef vid getum: notum tröppurnar i staðinn fyrir lyftu, förum i göngutúra, í laugina, hittum fjölskyldu og vini. Finnum okkur áhugamál til að stunda.
Eldri borgarar – verið virk.
Heimildir:
Sowell, E. R., Peterson, B. S., Thompson, P. M., Welcome, S. E., Henkenius, A. L., & Toga, A. W. (2003). Mapping cortical change across the human life span. Nature neuroscience, 6(3), 309.
Cabeza, R., Anderson, N. D., Locantore, J. K., & McIntosh, A. R. (2002). Aging gracefully: compensatory brain activity in high-performing older adults. Neuroimage, 17(3), 1394-1402.