Nýlenduherraremba Piu Kjærsgaard

Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um gamalgróna nýlenduherrarembu í danskri þjóðarsál og hvernig núverandi forseti danska þjóðþingsins, Pia Kjærsgaard, er birtingamynd hennar.

Auglýsing

Pia Kjærs­gaard er ekk­ert grín. Hún hefur árum saman verið valda­mik­ill stjórn­mála­maður og notað þau völd til að kynda undir hat­urs­orð­ræðu gegn inn­flytj­end­um, flótta­fólki og múslim­um. Á árunum þegar Dansk Fol­ke­parti, Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, var stuðn­ings­flokkur dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Ven­stre og Íhalds­flokks­ins, varð Pia þekkt utan Dan­merkur fyrir reglu­leg óvægin ummæli um fólk af erlendu ætt­erni en upp­hlaup vegna orða hennar og gerða virt­ust nán­ast vera dag­legt brauð. ­Síðan þá hafa þessar skrýtnu skoð­anir náð að normalíser­ast svo að í dag þykir eðli­legt að Pia sé for­seti danska þjóð­þings­ins.

Þá bjó ég í Kaup­manna­höfn og skrif­aði stundum um hana því umræðan var í augum mínum svo nýstár­leg, þjóð­remb­ings­legur mál­flutn­ingur vold­ugs stjórn­mála­manns sem nýtti vald sitt til að smætta fólk sem minna mátti sín í sam­fé­lag­inu, múslima, flótta­fólk og inn­flytj­end­ur, og etja því saman við hópa eins og elli­líf­eyr­is­þega og Dani í lægri stétt­um. Nokkuð sem er því miður ekki óvenju­legt leng­ur.

Frjór jarð­vegur hat­urs­orð­ræðu

Í þessum jarð­vegi vold­ugra popúlista urðu skop­mynd­irnar af spá­mann­inum Múhameð til, myndir sem áttu auð­vitað sinn til­veru­rétt í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi þar sem tján­ing­ar­frelsi er ein grunn­stoðin – en samt verður ekki fram­hjá því litið að í and­rúms­loft­inu sem ein­kenndi danskt sam­fé­lag þegar þær birt­ust voru þær ákveðin ögrun og kannski ekki til­viljun að þær birt­ust einmitt þar í landi, akkúrat þá, í einu stærsta dag­blað­inu, Jylland­spost­en. Þær urðu síðan kveikjan að fræg­um, eld­fimum og alþjóð­legum átökum – og það er óhætt að segja að þau átök hafi eflt popúlista í mál­flutn­ingi sín­um, hat­urs­orð­ræðu og niðr­andi tali um fólk í veikri stöðu. Tali sem auð­veld­aði þeim að herða reglur og láta til sín taka.

Auglýsing

Pia nýtti þá – og nýtir enn – vald sitt til að normalísera hat­urs­orð­ræðu og stuðla að hertri lög­gjöf gegn fólki af erlendum upp­runa – sem hefur verið gagn­rýnd af alþjóða­sam­fé­lag­inu. Hún hefur upp­skorið með elj­unni að opin­ber umræða um útlend­inga í Dan­mörku er stundum áber­andi óvægin og með því að efla þetta kjör­lendi sitt við­heldur hún valdi sínu. Nú er hún heið­urs­gestur hér á landi. Eða rétt­ara sagt: Piu var ekki boðið sér­stak­lega heldur var for­seta danska þings­ins boðið og sá for­seti er illu heilli Pia. Raun­veru­leik­inn sá að danska þingið valdi sér for­seta með svona mann­fjand­sam­legar og and­styggi­legar skoð­an­ir. En í svona skrýtnum veru­leika hefðu for­svars­menn Alþingis átt að hafa rænu á því að leita á önnur mið varð­andi ræðu­mann, jafn­vel þótt for­seti danska þings­ins sé sá sem við blasti sög­unnar vegna.

Ein­hverjir hafa sagt að gagn­rýni á veru hennar hér á landi sem heið­urs­gestur á full­veld­is­há­tíð­inni sé móðgun við danska þjóð­þing­ið. En Pia er for­seti danska þjóð­þings­ins út af skoð­unum sín­um. Það voru þær sem fleyttu henni þang­að. Og til­hugs­unin ein er óhugn­an­leg hafi maður fylgst með fram­göngu Piu síð­ustu ára­tug­ina.

Sjálfs­mynd nýlendu­herra

Það að Pia segi í ræðu sinni að hún upp­lifi sig ekki sem útlend­ing á Íslandi setur að mér hroll. Því Pia hefur mjög afdrátt­ar­lausar skoð­anir á því hverjir séu góðir útlend­ingar og hverjir ekki. Það eitt að heyra hana segja orðið útlend­ingur er merk­ing­ar­bært í sjálfu sér. Fyrir nokkrum árum las ég amer­íska grein um þjóð­ern­is­remb­ing og við­sjár­verða póli­tík í Dan­mörku þar sem sagði meðal ann­ars eitt­hvað á þá leið að Danir væru frjáls­lyndir svo lengi sem frjáls­lyndið sneri að þeim sjálf­um. Grein­ar­höf­undur greindi þar og gagn­rýndi for­dóma­þrungin við­horf í dönsku sam­fé­lagi gagn­vart fólki utan Evr­ópu og af menn­ing­ar­heimum að ein­hverju leyti frá­brugðnum hug­myndum í gömlum nýlendu­herra­ríkjum um erki­evr­ópska menn­ingu. Og klykkti út með að slík við­horf mætti rekja til þess að litla Dan­mörk væri gam­alt kon­ungs­veldi með nýlendu­herra­komp­lexa. Sam­fé­lag með inn­gróna sjálfs­mynd nýlendu­herra.

Mér varð hugsað til þess­arar greinar þegar ég sá Piu standa þarna á Þing­völlum í kápu rauð­litri eins og danski fán­inn og fagna full­veld­inu með okk­ur. Því Pia er einn heit­asti tals­maður þeirra við­horfa Dana sem þessi grein­ar­höf­undur kenndi við rembu gam­alla nýlendu­herra. Hún er nýlendu­herra dags­ins í dag. Tals­kona þess að dönsk gildi séu æðri öðrum, Danir betri en fólk sem kemur frá fátæk­ari lönd­um. Löndum sem eru eins og Ísland var þá. Þegar Danir ríktu yfir okk­ur.

Því er leitun að óheppi­legri mann­eskju en Piu til að vera heið­urs­gestur á afmæli full­veldis Íslands. Og ákveðin birt­ing­ar­mynd á með­vit­und­ar­leysi íslenskra emb­ætt­is­manna gagn­vart stjórn­málum á Norð­ur­lönd­unum að þetta skyldi fá að ger­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit