Neyðarlög til að verja félagslegan stöðugleika?

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, segir valdastéttina hafa notað aðstöðu sína á Alþingi hvað eftir annað til að gera hvers kyns sjálftöku og eignatilfærslur löglegar.

Auglýsing

Valda­stéttin hefur notað aðstöðu sína á Alþingi hvað eftir annað til að gera hvers kyns sjálftöku og eigna­til­færslur lög­leg­ar. Síðan þegar almenn­ingur maldar í móinn, er bent á eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar og vísað til þess að ekki sé unnt að breyta aft­ur­virkt neinum ákvæðum laga án þess að bóta­skylda skap­ist.

Hér má t.d. minna á ríf­leg líf­eyr­is­rétt­indi stjórn­mála­manna og æðstu emb­ætt­is­manna, sölu­hagnað ein­stak­linga sem selja auð­lindir sem eru skv. stjórn­ar­skrá sam­eign þjóð­ar­innar og fleira og fleira. Fyr­ir­tæki og stofn­anir hafa verið „einka­vina­vædd“ og flest það sem unnt er að hagn­ast á, endar yfir­leitt í höndum fárra fjöl­skyldna.

Árið 2008 voru sam­þykkt „neyð­ar­lög“ á Alþingi sem keyrðu yfir allt það sem við eigum að venj­ast í laga­setn­ingu og skyndi­lega var virð­ing yfir­stétt­ar­innar fyrir eign­ar­rétti frekar tak­mörk­uð. Banka­inni­stæður voru m.a. full­tryggðar – og þá á kostnað ann­arra kröfu­hafa. Þetta var allt gert með skírskotun til þess að verið væri að verja fjár­hags­legan stöð­ug­leika. EFTA dóm­stóll stað­festi síðar heim­ild okkar til að verja fjár­mála­kerfið með þessum aðgerð­um.

Auglýsing

Lög eiga að þjóna fólki en ekki fólk lög­um!

Þannig voru þessi grund­vall­ar­at­riði um aft­ur­virkni laga og um eign­ar­rétt aðila sett til hliðar þegar það hent­aði. Það má færa rök fyrir því að sterkur þing­meiri­hluti geti end­ur­heimt einka­vina­vædd fyr­ir­tæki, afnumið sér­rétt­indi yfir­stétt­ar­innar og lagt hald á ofsa­gróða af auð­lind­inni án kinn­roða. Við laga­setn­ingu væri þá vísað til þess að þessar aðgerðir væru nauð­syn­legar til að tryggja félags­legt rétt­læti og stöð­ug­leika og jafn­framt að tryggt yrði að allir sem yrðu fyrir barð­inu á aðgerð­unum fengju end­ur­greitt eðli­legt end­ur­gjald fyrir það sem við­kom­andi hefðu sann­an­lega lagt fram.

Þannig héldu menn líf­eyr­is­rétt­indum af iðgjaldi sínu eins og aðrir launa­menn. Eig­endur einka­vina­væddra félaga fengju end­ur­greitt það sem þeir sann­an­lega reiddu af hendi og unnt væri að fara í vasa þeirra sem hafa farið ráns­hendi um rík­is­sjóð og eigur rík­is­ins og síðan selt ráns­feng­inn og end­ur­heimta hann að frá­dregnu því sem við­kom­andi greiddi sann­an­lega sjálfur og úr eigin vasa.

Þró­unin er svipuð um allan heim – valda­stéttin veður yfir allt og alla og stelur öllu. Þetta er gert í skjóli ofbeldis með lögum en ekki endi­lega vopna­valdi. Á meðan grúfir almenn­ingur sig yfir snjall­sím­ana og gleymir sér við inni­halds­lausa leiki og afþr­ey­ingu á milli þess. Þegar kemur að kosn­ingum – kaupa valda­hóp­arnir sér atkvæði með því að stýra sam­fé­lags­miðlum og fjöl­miðl­um. Síminnk­andi hópur fólks sér í gegnum blekk­ing­arnar – en meiri­hlut­inn mar­serar með og kýs áfram­hald­andi eigna­upp­töku.

Mál er að linni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar