Vertu þú sjálfur (samt ekki)

Sandra Melberg skrifar um samfélagsmiðla og sjálfsmynd upprennandi kynslóðar.

Auglýsing

Langar að gefa sam­fé­lag­inu eitt stórt klapp!

Að við búum á tímum þar sem metn­aður er lagður í það að hver ein­stak­lingur fái að þroskast og vera eins og hann er, er ynd­is­legt!

Að litlar stelpur hlaupi bros­andi um í Bat­man bún­ing og litlir strákar séu dans­andi í tjúllpils­um. Og auð­vitað líka allt þar á milli, strákar í fót­bolta, stelpur í ball­et, er bara freak­ing awesome!

Auglýsing

Allir svo til­búnir að styðja og hvetja upp­renn­andi kyn­slóðir í að vera bara nákvæm­lega eins og þau eru.En því miður er heim­ur­inn ekki bara sól­skin og bleik ský.

Það er enn mik­il­vægur partur í lífi barna og ung­linga, sem hefur hvað nei­kvæð­ust áhrif á sjálfs­mynd þeirra.

Við ýtum börnum og ung­lingum út í sam­fé­lagið til að blómstra og elska sjálfa sig. Að elska freknurnar sín­ar, að elska lík­amann sinn, að elska þann mat sem þeim finnst góð­ur.

En því miður er lítil rödd, sem hvíslar sífellt að þeim: „Mál­aðu þig meira“, „Komdu þér í betra for­m“, „Ojj borð­aru kjöt!? ömur­legt týpa!“.

Þetta er svona eins og vondi karl­inn í Lata­bæ. Hann er flott­astur og bestur og allir sem eru ekki eins og hann eru glat­að­ir. Köllum hann Hr. Sam­fé­lags­mið­il.

Það er ótrú­lega mik­il­vægt að áhrifa­valdar og sam­fé­lags­miðla stjörnur gleymi ekki hvað Hr. Sam­fé­lags­mið­ill getur haft mikil áhrif. Getur haft nei­kvæð áhrif. Bara ein athugassemd getur valdið því að barn­ið/ung­ling­ur­inn finnst hann ljótasta mann­vera á jarð­ríki eða ein aug­lýs­ing getur verið kveikja að ein­hvers­konar átrösk­un.

En það er alltaf hægt að bæta sig.  Alltaf hægt að nostra betur við sjálfs­mynd upp­renn­andi kyn­slóð­ar. Hr. Sam­fé­lags­mið­ill þarf bara hjálp, hjálp við að sjá hvað það er fal­legt að allir séu alls­kon­ar! #hjálp­um­hrsam­fé­lags­miðli

---------

Að vakna sem ung­lingur á fal­lega Íslandi.

Kuld­inn ærir og vind­ur­inn hvís­landi.

Von­brigði dags­ins eru like-in á gramm­inu.

Mynd af stelp­un­um, svo sætar á djamm­inu.

Bara 200 like, þessi tala er hlægi­leg.

Eyddu þessu stelpa! Því skömmin er ægi­leg.

Mál­aðu brýrnar og hyldu öll lýti.

Drífðu þig stelpa, í rækt­ina í flýti!

Mjók­aðu mittið og stækk­aðu lín­urn­ar.

Þú átt að vera eins og instagram gín­urn­ar.

Ekki voga þér nálægt sykri og hveiti

Kjöti, gos­drykkum eða neins­konar feiti.

Að lokum manstu og aldrei því gleyma.

Að sleppa filt­er, er þig að dreyma!?

Lag­aðu þetta og við látum á reyna.

Að elska þá mann­eskju sem þú hefur að geyma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar