Vertu þú sjálfur (samt ekki)

Sandra Melberg skrifar um samfélagsmiðla og sjálfsmynd upprennandi kynslóðar.

Auglýsing

Langar að gefa sam­fé­lag­inu eitt stórt klapp!

Að við búum á tímum þar sem metn­aður er lagður í það að hver ein­stak­lingur fái að þroskast og vera eins og hann er, er ynd­is­legt!

Að litlar stelpur hlaupi bros­andi um í Bat­man bún­ing og litlir strákar séu dans­andi í tjúllpils­um. Og auð­vitað líka allt þar á milli, strákar í fót­bolta, stelpur í ball­et, er bara freak­ing awesome!

Auglýsing

Allir svo til­búnir að styðja og hvetja upp­renn­andi kyn­slóðir í að vera bara nákvæm­lega eins og þau eru.En því miður er heim­ur­inn ekki bara sól­skin og bleik ský.

Það er enn mik­il­vægur partur í lífi barna og ung­linga, sem hefur hvað nei­kvæð­ust áhrif á sjálfs­mynd þeirra.

Við ýtum börnum og ung­lingum út í sam­fé­lagið til að blómstra og elska sjálfa sig. Að elska freknurnar sín­ar, að elska lík­amann sinn, að elska þann mat sem þeim finnst góð­ur.

En því miður er lítil rödd, sem hvíslar sífellt að þeim: „Mál­aðu þig meira“, „Komdu þér í betra for­m“, „Ojj borð­aru kjöt!? ömur­legt týpa!“.

Þetta er svona eins og vondi karl­inn í Lata­bæ. Hann er flott­astur og bestur og allir sem eru ekki eins og hann eru glat­að­ir. Köllum hann Hr. Sam­fé­lags­mið­il.

Það er ótrú­lega mik­il­vægt að áhrifa­valdar og sam­fé­lags­miðla stjörnur gleymi ekki hvað Hr. Sam­fé­lags­mið­ill getur haft mikil áhrif. Getur haft nei­kvæð áhrif. Bara ein athugassemd getur valdið því að barn­ið/ung­ling­ur­inn finnst hann ljótasta mann­vera á jarð­ríki eða ein aug­lýs­ing getur verið kveikja að ein­hvers­konar átrösk­un.

En það er alltaf hægt að bæta sig.  Alltaf hægt að nostra betur við sjálfs­mynd upp­renn­andi kyn­slóð­ar. Hr. Sam­fé­lags­mið­ill þarf bara hjálp, hjálp við að sjá hvað það er fal­legt að allir séu alls­kon­ar! #hjálp­um­hrsam­fé­lags­miðli

---------

Að vakna sem ung­lingur á fal­lega Íslandi.

Kuld­inn ærir og vind­ur­inn hvís­landi.

Von­brigði dags­ins eru like-in á gramm­inu.

Mynd af stelp­un­um, svo sætar á djamm­inu.

Bara 200 like, þessi tala er hlægi­leg.

Eyddu þessu stelpa! Því skömmin er ægi­leg.

Mál­aðu brýrnar og hyldu öll lýti.

Drífðu þig stelpa, í rækt­ina í flýti!

Mjók­aðu mittið og stækk­aðu lín­urn­ar.

Þú átt að vera eins og instagram gín­urn­ar.

Ekki voga þér nálægt sykri og hveiti

Kjöti, gos­drykkum eða neins­konar feiti.

Að lokum manstu og aldrei því gleyma.

Að sleppa filt­er, er þig að dreyma!?

Lag­aðu þetta og við látum á reyna.

Að elska þá mann­eskju sem þú hefur að geyma.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar