Vertu þú sjálfur (samt ekki)

Sandra Melberg skrifar um samfélagsmiðla og sjálfsmynd upprennandi kynslóðar.

Auglýsing

Langar að gefa sam­fé­lag­inu eitt stórt klapp!

Að við búum á tímum þar sem metn­aður er lagður í það að hver ein­stak­lingur fái að þroskast og vera eins og hann er, er ynd­is­legt!

Að litlar stelpur hlaupi bros­andi um í Bat­man bún­ing og litlir strákar séu dans­andi í tjúllpils­um. Og auð­vitað líka allt þar á milli, strákar í fót­bolta, stelpur í ball­et, er bara freak­ing awesome!

Auglýsing

Allir svo til­búnir að styðja og hvetja upp­renn­andi kyn­slóðir í að vera bara nákvæm­lega eins og þau eru.En því miður er heim­ur­inn ekki bara sól­skin og bleik ský.

Það er enn mik­il­vægur partur í lífi barna og ung­linga, sem hefur hvað nei­kvæð­ust áhrif á sjálfs­mynd þeirra.

Við ýtum börnum og ung­lingum út í sam­fé­lagið til að blómstra og elska sjálfa sig. Að elska freknurnar sín­ar, að elska lík­amann sinn, að elska þann mat sem þeim finnst góð­ur.

En því miður er lítil rödd, sem hvíslar sífellt að þeim: „Mál­aðu þig meira“, „Komdu þér í betra for­m“, „Ojj borð­aru kjöt!? ömur­legt týpa!“.

Þetta er svona eins og vondi karl­inn í Lata­bæ. Hann er flott­astur og bestur og allir sem eru ekki eins og hann eru glat­að­ir. Köllum hann Hr. Sam­fé­lags­mið­il.

Það er ótrú­lega mik­il­vægt að áhrifa­valdar og sam­fé­lags­miðla stjörnur gleymi ekki hvað Hr. Sam­fé­lags­mið­ill getur haft mikil áhrif. Getur haft nei­kvæð áhrif. Bara ein athugassemd getur valdið því að barn­ið/ung­ling­ur­inn finnst hann ljótasta mann­vera á jarð­ríki eða ein aug­lýs­ing getur verið kveikja að ein­hvers­konar átrösk­un.

En það er alltaf hægt að bæta sig.  Alltaf hægt að nostra betur við sjálfs­mynd upp­renn­andi kyn­slóð­ar. Hr. Sam­fé­lags­mið­ill þarf bara hjálp, hjálp við að sjá hvað það er fal­legt að allir séu alls­kon­ar! #hjálp­um­hrsam­fé­lags­miðli

---------

Að vakna sem ung­lingur á fal­lega Íslandi.

Kuld­inn ærir og vind­ur­inn hvís­landi.

Von­brigði dags­ins eru like-in á gramm­inu.

Mynd af stelp­un­um, svo sætar á djamm­inu.

Bara 200 like, þessi tala er hlægi­leg.

Eyddu þessu stelpa! Því skömmin er ægi­leg.

Mál­aðu brýrnar og hyldu öll lýti.

Drífðu þig stelpa, í rækt­ina í flýti!

Mjók­aðu mittið og stækk­aðu lín­urn­ar.

Þú átt að vera eins og instagram gín­urn­ar.

Ekki voga þér nálægt sykri og hveiti

Kjöti, gos­drykkum eða neins­konar feiti.

Að lokum manstu og aldrei því gleyma.

Að sleppa filt­er, er þig að dreyma!?

Lag­aðu þetta og við látum á reyna.

Að elska þá mann­eskju sem þú hefur að geyma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar