Alvarleikinn sem Steingrímur afneitar

Auður Jónsdóttir rithöfundur segir forseta Alþingis velja að ásaka þá sem gagnrýna merkingarþrungna veru Piu á fullveldishátíðinni um eins konar fyrirframgefinn ásetning að vilja varpa skugga á hátíðarhöldin.

Auglýsing

Nú hefur komið til tals að atburð­irnir 11. sept­em­ber hafi leitt til stríðs milli sið­menn­inga. Þar er ég ekki sam­mála. Því stríð milli sið­menn­inga myndi jú þýða að um væri að ræða tvær sið­menn­ingar og það er ekki til­fellið. Það er aðeins ein sið­menn­ing og það er okk­ar.

-Pia Kjærs­gaard.

Það má kenna Piu Kjærs­gaard við ras­isma – því hún hefur gert sig seka um hann, sam­kvæmt nið­ur­stöðu danskra dóm­stóla. Hún er ákafur tals­maður eigin hug­mynda um danska menn­ingu sem virð­ist í hennar huga vera æðri mann­virð­ingu, mann­rétt­indum og því sem ætla mætti að væru sið­mennt­aðar hug­myndir í mann­legri sam­búð.

Auglýsing

Hún vildi þvinga svína­kjöt ofan í dönsk skóla­börn af múslim­skum upp­runa, hún berst fyrir því að fjöru­tíu pró­sent af þeim lögum sem spiluð eru í danska útvarp­inu séu dönsk, hún vildi búa til DNA-­gagna­grunn um hæl­is­leit­endur í Dan­mörku, hún vildi banna sjón­varps­út­send­ingar Al Jazeera og Al Arabi­ya, hún studdi það að eigur fólks í leit að póli­tískri vernd væru teknar af þeim við dönsku landa­mærin og hún barð­ist á móti því að flótta­börn fengju að stunda ókeypis íþrótt­ir, svo fátt eitt sé nefnt af bar­áttu­málum Piu, að ógleymdu öllu því sem hún hefur sagt í gegnum tíð­ina til að ýfa upp öldur hat­urs­orð­ræðu.

Pia er væg­ast sagt umdeild í Dan­mörku – og víðar – þar sem hún þó er for­seti danska þjóð­þings­ins. Vegna þess var hún fengin til Íslands til að flytja ávarp á hátíð­ar­sam­komu íslenskra fyr­ir­menna vegna hund­rað ára afmælis full­veld­is­ins.

Bak­grunnur Piu og skoð­anir hennar eru þó svo afger­andi í mann­fyr­ir­litn­ingu sinni að það er ógjörn­ingur að upp­lifa veru hennar hérna við þetta til­efni ein­ungis sem tákn­ræna komu full­trúa danska þjóð­þings­ins. Allt sem hún lætur út úr sér fær sér­staka merk­ingu, lit­aða af líf­sýn hennar sem hefur síð­ustu árin haft hættu­lega mikil áhrif á dönsk stjórn­mál og líf fjölda fólks. Þannig að þegar Pia lætur hafa eftir sér eft­ir­far­andi orð við þessa tákn­rænu sam­kundu á Þing­völl­um, þá hafa þau í sér að geyma hættu­legan boð­skap. Einmitt þetta hljómar ankanna­lega, sér­stak­lega úr munni henn­ar:  

Er ríkja­sam­band okkar var við lýði þótti Dönum Ísland vera það land þar sem hin upp­haf­lega sjálfs­mynd nor­rænna manna var varð­veitt. Á 19. öld átti Ísland þátt í að kynda undir danskri þjóð­ern­is­kennd sem þá var í blóma. Litið var á Ísland sem vöggu nor­rænnar menn­ing­ar.

Dan­mörk og Ísland tengj­ast nánum vin­áttu­böndum í nor­rænu bræðra­lagi.

Allt hefði verið sniðugra en að fá Piu hingað á hátíð­ar­fund­inn. Af hverju mátti ekki fá full­trúa græn­lensku heima­stjórn­ar­innar til að tala? Hefði það ekki verið fal­legri gjörn­ing­ur? Að nikka til Græn­lend­inga í til­efni dags­ins.

Það að Stein­grímur J. Sig­fús­son hafi verið ábyrgur fyrir þess­ari ákvörðun og verji hana sýnir hvernig hug­sjóna­ríkur stjórn­mála­maður getur fallið í þá gryfju að verða ryk­fall­inn emb­ætt­is­maður sem tekur vél­rænar ákvarð­anir í nafni form­leg­heita og hug­mynda um réttu prótókoll­in. Mann­legt atferli, jú, en skeinu­hættu­legt.

Í til­kynn­ingu sem Stein­grímur sendi fjöl­miðlum stóð:

For­seti Alþingis harmar að heim­sókn danska þing­for­set­ans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíð­ar­höldin og leyfir sér að trúa því að það sé minni­hluta­sjón­ar­mið að við­eig­andi sé að sýna danska þing­for­set­anum óvirð­ingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóð­þings­ins og dönsku þjóð­ar­inn­ar.

Þarna velur hann að ásaka þá sem gagn­rýna merk­ing­ar­þrungna veru Piu á þess­ari tákn­rænu sam­komu fyrir þjóð­ina um eins konar fyr­ir­fram­gef­inn ásetn­ing að vilja varpa skugga á hátíð­ar­höld­in. Hann gerir þannig lítið úr upp­lifun fólks sem fannst návist Piu gera hátíð­ar­við­burð­inn að engu. Í stað þess að taka til sín gagn­rýni á þessa illa ígrund­uðu ákvörðun talar hann niður til þess hluta þjóð­ar­innar sem eitt­hvað hefur fylgst með stjórn­málum í Dan­mörku síð­ustu árin og horft á þau gagn­rýnum aug­um. Eins og Pia sjálf sem hefur svarað þeirri gagn­rýni með þótta nýlendu­herra þegar hún gefur í skyn að hún sé sprottin vegna fáfræði land­ans og skorts á manna­sið­um.

Það er eitt­hvað Trumpískt óbragð af þessu öllu sam­an. Nán­ast eins og Stein­grímur geri sér far um að merk­inga­sneyða veru­leik­ann. Hann sól­óar í svari sínu, án minnsta vilja til að virða við­brögð fjölda lands­manna við atburði sem snýr að allri þjóð­inni. Ver ákvörð­un­ina, vilja sinn, og afneitar þannig mik­il­vægum stað­reynd­um. Trumpískt segir maður því eitt­hvað við þetta skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart grunn­gildum ýmissa sam­borg­ara kveikir aðvör­un­ar­ljós. Það minnir á hversu langt far­s­inn fær að flæða þegar veru­leik­inn er merk­inga­sneydd­ur. Þegar horft er fram­hjá grafal­var­legum hlutum og látið eins og þeir séu hug­ar­burð­ur. Allt í nafni form­legra sið­venja – en hvers virði eru þær ef fórn­ar­kostn­að­ur­inn er að afneita mann­hat­ri?

Fátt er var­huga­verð­ara en þegar ráða­menn skil­greina veru­leik­ann eftir eigin þótta. Skemmst að minn­ast Trump sem sól­óar í við­ræðum við Putin og lætur ráð gagn­rýnenda og ráð­gjafa sem vind um eyru þjóta. Í huga hans er veru­leik­inn ein­fald­ur: Heim­ur­inn er hugur hans. Það er sið­menn­ing hans: Trump-­menn­ing. Menn­ing þar sem fólki tókst að rýna í klásúlur til að rétt­læta það að aðskilja börn frá for­eldrum sínum og loka þau inni í búr­um.

Eitt­hvað svipað má segja um líf­sýn Piu Kjærs­gaard sem við­ur­kennir aðeins þjóð­rækn­is­legar danskar dillur sem sið­menn­ingu. Stjórn­mála­mönnum sem leyfa sér þannig þanka­gang hefur vaxið óhugn­ar­lega mikið ásmegin síðan um alda­mótin – þegar Pia sagði aðeins eina sið­menn­ingu vera til. Og svo virð­ist sem tengsl þeirra dýpki með hverjum deg­inum sem líð­ur. Banda­lag þeirra sem vilja merk­inga­sneyða veru­leik­ann í þágu þjóð­rembu­legra sér­hags­muna vex.

Trump ræðir í ein­rúmi við Putin og býður honum óvænt í heim­sókn. Heim­sóknir erlendra stjórn­mála­manna eru tákn­ræn­ar. Við buðum Piu Kjærs­gaard heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit