Við hötum ykkur! – Fólkið í Evrópu sem á hvergi heima

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um fátækt og þá firringu sem fylgir viðhorfi gagnvart henni.

Auglýsing

Í fyrra­dag heim­sóttum við sonur minn hverfi í Berlín þar sem við bjuggum í fjögur ár. Það var nota­legt að koma á gamlar slóðir og heilsa upp á hressu þjón­ustu­kon­una á fasta­kaffi­hús­inu og tyrk­nesku fjöl­skyld­una á mat­sölu­staðn­um, allt þetta fólk sem var eitt sinn fastur liður í lífi manns. En þarna rakst ég líka á gam­al­kunnug and­lit heim­il­is­lausa fólks­ins – og önnur ný. Það er skrýtið að rekast dag­lega á sömu heim­il­is­lausu mann­eskj­una. Með tím­anum síast til­vera hennar inn í hug­ar­heim manns. Hún hættir að vera ókunnug vera úti á götu og það verður ekki lengur fram hjá því litið að hún eða hann sem heilsar þér á hverjum degi á hvergi heima og á sér vafa­laust erf­ið­ari lífs­sögu en maður getur ímyndað sér. Heim­il­is­lausa fólkið í Berlín er alls­kon­ar; kon­ur, karlar og börn, eldra fólk, þýskt að upp­runa og ættað frá öðrum lönd­um.

En þau eiga það öll sam­eig­in­legt að vera lif­andi minn­is­varði um hörk­una í heim­inum – sem lúrir undir niðri á sól­ríkum sum­ar­degi þegar góð­borg­ar­arnir sleikja ís og huga að ferða­lögum í frí­inu. Þegar ég bjó þarna átti ég nokkra hálf­gild­ings kunn­ingja meðal þessa fólks, til dæmis ung­lings­pilt sem ég gaukaði yfir­leitt að tveimur evr­um, gamlan róna­karl með nokkra hunda og gæða­lega konu sem seldi blað heim­il­is­lausra skammt frá leik­skóla sonar míns. En ég spurði þau aldrei út í líf þeirra.

Stundum varð þó eitt­hvað til þess að setja mig út af lag­inu. Ég man til dæmis eftir því þegar við fyrrum eig­in­maður minn skruppum út í hádeg­is­mat og sátum við hlið konu sem var að betla með vankað barn, sýni­lega á róandi lyfj­um, sér við hlið. Ég vildi ólm hringja á lög­regl­una svo barnið fengi hjálp en minn ex dæsti að það væri þýð­ing­ar­laust, hefði ekk­ert upp á sig nema rústa vinnu­deg­inum fyrir okkur og lög­reglan myndi ekk­ert geta aðhafst. Að lokum hringdi hann samt á lög­regl­una sem sagð­ist ekk­ert geta gert nema við legðum fram form­lega kæru til barna­verndar í Berlín­ar­borg og þegar sú kæra yrði komin í mjalta­vélar þýskrar bjúrókrasíu yrði konan með barnið löngu horf­in.

Auglýsing

Allir þessir væng­brotnu fuglar

Minn ex var reyndar ýmsu vanur í þessum mál­um. Hann hafði sjálfur búið á göt­unni meðal heim­il­is­lausra í meira en ár sem ungur maður þegar hann var götu­mál­ari í Suð­ur­-­Evr­ópu og Marokkó. Og kannski þess vegna sem hann átti stundum erfitt með að horfa upp á eymd­ina sem leynd­ist víða, þrátt fyrir evr­ópska vel­meg­unar­á­sýnd borg­ar­inn­ar.

Við bjuggum líka tvö ár í Barcelona þar sem yfir­borðs­leg vel­megun vall út um allt, krabbaklær á klökum og kældar cavaflösk­ur. En heim­ili okkar var við gamla hóru­götu í Raval-hverf­inu og þar var ásýndin önn­ur. Ólétt stúlku­börn seldu sig sveittum körlum, man­sal blómstraði, dópuð ung­menni suðu sof­andi í hit­an­um, horaðir smá­glæpa­menn fylgd­ust með dýrð­inni og eitt sinn rakst ég þar á dverg, með allt girt niður um sig, sem hafði fundið sér barna­sófa og lá sof­andi á hon­um. Á hverjum degi labb­aði ég þarna í gegn á leið í spænsku­skóla. Og eymdin síað­ist inn. Og sama hversu margar rass­íur löggan gerði, staðan var orðin sú sama strax dag­inn eft­ir. Minn fyrr­ver­andi hafði eitt sinn á orði að við byggjum í enda­þarmi Evr­ópu.

Svo var það einn dag­inn að við fundum fugls­unga skammt frá. Hann hafði dottið úr tré og lá nær dauða en lífi á stétt­inni. Við tókum fugl­inn með heim. Næstu þrjá sól­ar­hringa vöktum við yfir honum eins og veiku unga­barni og möt­uðum hann með sprautu fylltri nær­ingu sam­kvæmt ráði afgreiðslu­konu í dýra­búð. Við vorum bæði hel­tekin af fugl­inum og þegar hann dó grét ég eins og mér væri allri lok­ið. Reyndar misstum við góðan vin úr lungna­krabba­meini á sama tíma en eftir á séð, þegar ég hugsa um þessa skrýtnu daga með fugl­in­um, held ég að það að horfa upp á þessa miklu eymd á hverjum degi hafi verið farið að lemstra sál­ar­líf­ið. Þessi algjöri van­máttur gagn­vart hörku lífs­ins. Því allt um kring voru væng­brotnir fugl­ar, allt þetta fólk sem átti engan séns í líf­inu.

Feðgar að betla

Nokkrum árum síðar var mér boðið til Par­ísar að kynna skáld­sögu sem ég var að gefa út. Þá vorum við búin að eign­ast son sem var orð­inn fjögra ára. Á öðrum degi ferð­ar­innar bauð for­lagið mér á frægan bistró að borða heims­ins fín­asta mat og kynn­ing­ar­full­trú­inn kom og sótti mig á hót­el­ið. Við röltum þaðan á bistró­inn en á leið­inni mættum við karl­manni sem sat við göt­una með lít­inn strák á aldur við son minn. Feðgarnir voru að betla. Pabb­inn þreyttur og son­ur­inn ... hann var bara lít­ill strákur eins og sonur minn. Eins í háttum og augna­ráðið það sama. Ég fraus. Allt í einu gat ég vart talað fyrir van­líð­an. Mér leið eins og þetta væri sonur minn og pabbi hans. Á ein­hvern hátt voru þetta þeir.

Ég tal­aði um þetta við kynn­ing­ar­full­trú­ann, unga konu, sem sagði að hún hefði oft upp­lifað þessa van­líðan fyrst þegar hún flutti í borg­ina en nú væri hún farin að harka af sér. Annað væri ekki hægt. Og það er einmitt það sem við gerum: Lokum aug­unum því ann­ars er eymd ann­arra óbæri­leg. Já, við borð­uðum heims­ins fín­asta mat með óbragð í munn­in­um.

Við hötum ykk­ur!

Og síð­asta sagan: Ári áður en við hjóna­kornin skildum flækt­umst við með son­inn til Sar­din­íu, eins syðsta odda Evr­ópu þar sem flótta­fólk frá Afr­íku þræðir strend­urn­ar, svangt og þyrst, og reynir að selja bústnum ferða­löngum í bík­íníi og strand­buxum alls­konar varn­ing. Sumir með tíu hatta á lúnu höfð­inu, aðrir með lúnar kæli­töskur með sítrónu­gosi. Þarna lá ég undir sól­hlíf og forð­að­ist að opna augun því í hvert skipti sem mér varð litið upp stóð yfir mér soltin mann­eskja og horfði lífs­reynd­um, biðj­andi augum á mig. Ég hef sjaldan upp­lifað eins sterkt mis­skipt­ing­una í heim­in­um. Allar þessar vel­sæld­ar­legu mann­eskjur úr evr­ópskri milli­stétt að tana sig og und­ir­búa fyrir kræk­linga og hvítvín kvölds­ins and­spænis hungruðum heim­il­is­feðrum sem bjuggu fjöl­skyldum sínum ból úti við aðal­lest­ar­stöð­ina eða hrúg­uð­ust saman með fleiri fjöl­skyldum í litlum kytr­um. Eitt kvöldið röltum við fram­hjá slíkri kytru í næt­ur­húm­inu og heyrðum hjal í börnum og full­orðn­um. Á hvítan vegg skammt frá hafði ein­hver skrifað á frönsku: Nous vous haïs­sons - Við hötum ykk­ur!

Franskan benti til að þetta hefði ein­hver flótta­mann­eskjan skrif­að. Nema þá að ein­hver inn­fæddur Sar­din­íu­bú­inn hafi viljað beina orð­unum til þeirra. Ég veit það ekki. En orðin sátu í mér.

Ég rabb­aði við einn af sölu­mönn­unum á strönd­inni. Það varð til þess að hann vék sér stundum að okkur þegar við mættum honum inni í bæn­um. Hann lifn­aði alltaf við þegar sonur minn sagði eitt­hvað og gaf honum tré­arm­band með útskornum fíl, pelíkana og gíraffa. Ung­ur, svip­hreinn mað­ur. Ein­stæð­ing­ur. Ein af öllum þessum mann­eskjum sem þvæl­ast um heim­inn án sama­stað­ar. Í leit að til­veru. Vin­áttu. Mann­sæm­andi lífi. Og æ fleiri góð­borg­arar í hinum vest­ræna heimi ótt­ast því þeim finnst heims­mynd sinni ógn­að. Hata jafn­vel. Og þá verður maður hrædd­ur. Því sagan sýnir að þegar góð­borg­ar­arnir verða svo ótta­slegnir að þeir fara að hata aðrar mann­eskj­ur, þá er voð­inn vís.

Klisjan við og hin er sönn af því að þannig hættir okkur til að hugsa. Að sjá heim­il­is­laust fólk ekki sem fólk heldur eins konar óhjá­kvæmi­legan fylgi­fisk stór­borga. Eitt­hvað sem bara er þarna. Og við megum hafa okkur öll við að sjá ekki. Því ann­ars er hætt við að okkur líði illa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit