Rakaskemmdir í húsnæði - Rannsóknir og ráðgjöf

Auglýsing

Ég er oft spurð hvernig standi á því að not­aðar séu mis­mun­andi aðferðir við að finna og meta umfang raka­skemmda í hús­næði. Hvernig það megi vera að á meðan einn aðili meti ástand hús­næðis full­nægj­andi, geri annar alvar­legar athuga­semdir við ástand þess.

Í mörgum til­fellum er ráð­gjöfin einnig ekki sú sama eftir að  raka­vanda­mál hefur feng­ist stað­fest og jafn­vel að ráð­gjöf sé mis­mun­andi með til­liti til hags­muna­að­ila hverju sinni.

Hvað liggur að baki raka­mæl­inga og mati á umfangi raka­skemmda í hús­næði ? Hvað þarf sá sem kaupir þjón­ust­una að hafa í huga?

Auglýsing

Sér­tæk þekk­ing og reynsla við mæl­ingar og mat raka­skemmda og myglu í hús­næði hefur hingað til verið tak­mörkuð hér­lend­is. Það eitt og sér skýrir mögu­lega það mis­ræmi sem orðið getur við mat á umfangi raka­skemmda og einnig haft áhrif á þá ráð­gjöf sem gjarnan er mælt með í kjöl­far­ið.

Mik­il­vægt er að  leitað sé ráð­gjafar hjá við­ur­kenndum aðilum sem sann­ar­lega hafa sérstæka þekk­ingu og reynslu til að greina raka­vanda­mál í hús­næði. Því miður er staðan ennþá þannig hér­lendis að ekki eru gerðar nægar kröfur til mats­að­ila og því getur næstum hver sem er gefið sig út fyrir að vera sér­fræð­ingur þegar kemur að því að mæla og stað­festa raka­skemmdir og myglu í hús­næði.

Það er mik­il­vægt að hús­eig­endur séu með það á hreinu strax í byrjun hvaða upp­lýs­inga skoðun er ætlað að afla og hvað gera á með nið­ur­stöð­urn­ar. 

Til­gang­ur, mark­mið eða rann­sókn­ar­spurn­ing strax í byrjun ræður þarna ýmsu varð­andi útkom­una:

Eru veik­indi eða ein­kenni mögu­lega tengd við­veru í hús­næði?

Er þörf á mati á ástandi með til­liti til raka eða leka, heild­ar­út­tekt eða stað­bund­inni skoð­un?

Eru lekar þekktir en orsakir óþekkt­ar? (grein­ing á raka­vanda­máli)

Er óskað eftir ráð­gjöf sem snýr að því að bæta loft­gæði, hvernig bregð­ast megi við raka­skemmdum inn­an­dyra, við­eig­andi við­gerðum og hreins­un?

Óskar eig­andi eftir til­lögum til úrbóta vegna loft­gæða og inni­vistar, ekki bara raka­skemmda?

Er óskað eftir ráð­gjöf varð­andi við­hald, næstu skref, útfærslu við­gerða og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir til þess að auka verð­mæti bygg­ing­ar?

Er óskað eftir bygg­ing­ar­eðl­is­fræði­legri úttekt eða rýni vegna mögu­legra vanda­mála sem tengj­ast raka­þétt­ingu í hús­næði, loft­leka eða efn­isvali?

Til­gangur og mark­mið úttektar getur þannig verið mis­mun­andi hjá eig­anda eða for­ráða­manni hús­næð­is­ins og reyndur og  vand­virkur skoð­un­ar­maður reynir að sam­ræma þessa þætti eins og við á í hverju til­felli. Enda­mark­miðið í öllum til­fellum er það sama, þ.e. að meta og bæta raka­á­stand og loft­gæði í hús­næði.

Nauð­syn­legt er að taka fram að engin ein leið eða ein ákveðin aðferð er til, til þess að meta loft­gæði, raka­skemmdir eða myglu. Engin stök mæl­ing eða gróft mat gefur slíkar upp­lýs­ing­ar.

Hvað er það nákvæm­lega sem þarf að mæla, skoða og ráð­leggja ?

Sterk tengsl eru á milli við­veru í raka­skemmdu hús­næði og ýmissa ein­kenna en þó hefur enn ekki tek­ist að finna beint orsaka­sam­hengi ein­stakra þátta sem hægt er að mæla í bygg­ingum við heilsu nema  í til­felli ast­hma. Rann­sóknir eiga eftir að færa okkur upp­lýs­ingar í náinni fram­tíð en til­vist geisla­bakt­ería og myglu­eit­ur­efna spilar mögu­lega hlut­verk svo eitt­hvað sé nefnt. Því er ekki ljóst á þessum tíma­punkti hvað nákvæm­lega þarf að mæla til þess að hægt sé að gera áhættu­mat vegna heilsu­kvilla og gerir það verk­efnið að enn stærri áskor­un. Sterk­ustu tengslin við ýmis heilsu­farsein­kenni koma fram við mat á lykt og raka­skemmd­um.

Sam­kvæmt Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) þá er raki í bygg­ingum og mygla áhættu­þáttur fyrir heilsu og í lýð­heilsu­legu til­liti þurfi að grípa til aðgerða til að upp­ræta raka og fjar­lægja raka­skemmd bygg­ing­ar­efni. Þeim leið­ar­vísum ætti að fylgja.

Einnig er vert að taka fram að sér­hæfðri kennslu í þessum fræðum er enn sem komið er,  ábóta­vant hér­lend­is, og því ekk­ert óeðli­legt að þessi þekk­ing sé enn ekki almennt til stað­ar.

Skoða þarf hús­næði í sam­hengi við upp­bygg­ingu þess, hönn­un, notk­un, íbú­a/­starfs­fólk, hegð­un, fyrri sögu og við­halds­ferli.  

Hvaða aðferðir eru not­aðar við mat á hús­næði og hvaða upp­lýs­ingar gefa þær:

Sjón­ræn skoðun og mat

Raka­mæl­ingar

Mæl­ing­ar, rann­sóknir og sýna­taka

Aðrir þætt­ir, loft­ræs­ing, útgufun efna, þrif og efn­is­val

Sjón­ræn skoðun á bygg­ingu og umhverfi

Kost­ir:

Reynslu­mik­ill skoð­un­ar­maður sem þekkir vel til upp­bygg­ing­ar, grund­vallar bygg­ing­ar­eðl­is­fræði, mögu­legs rakaflæðis og áhættu­svæða, get­ur, vopn­aður góðu vasa­ljósi og þef­skyni, gefið hús­eig­anda góðar upp­lýs­ingar um raka­vanda­mál og áhættu­svæði.

Sem dæmi um upp­lýs­ingar sem hægt er að fá við sjón­rænt mat má nefna:

Ástand utan­húss (klæðn­ing, múr, máln­ing), við­halds­þörf utan­húss, stað­setn­ing dren­lagna eða þak­renna, rakaum­merki í máln­ingu eða á gól­f­efn­um, rakatauma á máln­ingu, bygg­ing­ar­efni og ástand þeirra, upp­bygg­ing og frá­gangur á raka­svæð­um, frá­gangur við glugga, hurðir og í vot­rým­um.

Lykt sem ein­kennir raka­skemmdir gefur einnig hug­mynd um ástand.

Upp­bygg­ing á þaki, útveggjum og almennur frá­gangur er stundum sjá­an­legur án þess að opna þurfi inn í bygg­ing­ar­hluta.

Skoðun á teikn­ingum getur gefið glögga mynd af áhættu­svæðum og mögu­legum leka­leið­um, loft­lekum eða göllum í hönnun eða frá­gangi. Til þess að meta mögu­lega skert loft­gæði vegna þess­ara þátta, þarf skoð­un­ar­maður meðal ann­ars að hafa reynslu og þekk­ingu til þess að meta hvort að áhætta sé aukin vegna efn­is­vals, upp­bygg­ingar eða loft­leka­leiða.

Taka þarf til­lit til legu hús­næðis í lands­lagi, grunn­vatns­stöðu, berg- og jarð­vegs­gerð, stað­setn­ingu í fjöl­býli, land­fræði­lega legu og stað­setn­ingu.

Tak­mark­an­ir:

Reynsla og þekk­ing skoð­un­ar­manns á raka­skemmdum getur verið tak­mark­andi þátt­ur. Það er ekki sjálf­gefið að fag­að­ili í bygg­ing­ar­iðn­aði eða mats­maður þekki til þess­ara fræða.

Sjón­ræn skoðun ein og sér getur ekki metið áhættu vegna loft­gæða og inni­vistar enda eru raka­skemmdir og mygla í flestum til­fellum falið innan í veggj­um, undir gól­f­efnum eða í þak­rým­um, þrátt fyrir að engar vís­bend­ingar séu til staðar við skoð­un. Eldri raka­skemmdir og lekar koma ekki fram við sjón­ræna skoðun og útgufun efna er heldur ekki metin sjón­rænt.

Í mörgum til­fellum þarf að opna inn í bygg­ing­ar­hluta til þess að stað­festa vanda­mál eða umfang. Þá nýtir skoð­un­ar­maður jafnan þær upp­lýs­ingar og reynslu sem liggja fyrir eftir sjón­rænt mat, skoðun á teikn­ingum og raka­mæl­ingu.

Sjón­rænt mat á bygg­ing­ar­efnum gefur ekki endi­lega góða mynd af raka í bygg­ing­ar­efn­um. Múr, ílögn eða önnur bygg­ing­ar­efni geta virst þurr við sjón­rænt mat en við mæl­ingar getur vatns­virkni þeirra reynst nægi­leg til vaxtar raka­sæk­inna örvera og auk­innar útguf­unar efna.

Saga bygg­ing­ar, notkun og líðan not­enda

Kost­ir:

Saga um eldri leka og vatns­tjón koma alltaf að gagni. Eldri raka­skemmdir eru taldar vera vara­samar í lýð­heilsu­legu til­liti eins og virkir lekar þar sem er bleyta. Þess vegna er afar hjálp­legt ef fyrir liggja upp­lýs­ingar um aðgerðir og við­brögð við fyrri tjónum og lek­um. Við­gerðir inn­an­dyra eru oft tak­mark­aðar og nægja gjarnan ekki til að bæta loft­gæði og því eru upp­lýs­ingar um aðgerðir og umfang hjálp­leg­ar.

Mik­ill kostur er ef nákvæm við­halds­saga bygg­ingar liggur fyrir og kemur að miklu gagni við frek­ari rann­sóknir og ráð­gjöf.

Upp­lýs­ingar um notkun á hús­næði, raka­á­lag og hegðun not­enda getur gefið vís­bend­ingar um ástand hús­næð­is.

Líðan og ástand not­enda í hús­næði gefur góðar vís­bend­ingar um inni­vist og þá eru gjarnan lagðir fyrir not­endur við­ur­kenndir spurn­inga­list­ar, þar sem aðrir trufl­andi þættir eins og félags­legt umhverfi eru teknir til skoð­unar þegar nið­ur­stöður eru túlk­að­ar. Ein­kenni íbúa og not­enda gefa þó oft raunsanna mynd af ástand­inu, sér­stak­lega ef ein­kenni eru við­var­andi eða lang­vinn en minnka þegar hús­næði er yfir­gef­ið.

Tak­mark­an­ir:

Upp­lýs­ingar um leka og tjón eru oft tak­mark­aðar og óljós­ar. Stundum er erfitt að nálg­ast upp­lýs­ingar hjá trygg­inga­fé­lögum og fyrri eig­endum og oft á tíðum man fólk ekki nákvæm­lega hvernig var staðið að verki eða hvað var gert við.

Við­halds­saga er ekki skrá­sett og myndir af fram­kvæmdum liggja ekki fyr­ir, né verk­ferlar eða skipu­lag verk­efna.

Upp­lýs­ingar um notkun frá þeim sem dvelja í hús­næði eru oft á tíðum bjag­aðar og mis­mun­andi á milli ein­stak­linga. Heppi­leg­ast er að setja inn sírita til þess að fylgj­ast með loft­raka, hita og loft­skiptum þannig að hægt sé að átta sig frekar á notkun og hegðun not­enda hús­næð­is­ins.

Notkun og raka­á­lag í bygg­ingum gæti hafa verið breyti­legt frá því að húsið var byggt og stundum eru ein­göngu tak­mark­aðar upp­lýs­ingar til stað­ar. Teikn­ingar á eldri húsum eru oft ekki í sam­ræmi við raun­veru­lega upp­bygg­ingu eða her­bergja­skip­an.

Hér hefur verið farið yfir þá þætti við skoðun sem getur verið gott að vita fyrir þann sem óskar eftir mati á hús­næði.

Í næsta pistli verður farið nánar yfir raka­mæl­ingar og sýna­töku, kosti og tak­mark­anir sem vert er að hafa í huga.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar