Að birta eða brenna?

Félagar í ReykjavíkurAkademíunni fjölluðu um dagleg viðfangsefni sínu í örfyrirlestrum á svokölluðu Fullveldismaraþoni á Menningarnótt. Hér birtist framlag Bjargar Árnadóttur.

Auglýsing

Síð­ast­liðin átta ár hef ég notað Reykja­vík­ur­Aka­dem­í­una til að sitja þar og skrifa – bæði eigin texta og texta sem aðrir panta en einnig til að halda rit­list­ar­nám­skeið fyrir almenn­ing. Í þrjá­tíu ár hef ég kennt fólki að skrifa sög­ur, end­ur­minn­ingar og greinar um skoð­anir sínar og að feng­inni þess­ari reynslu fæ ég ekki betur séð en að öll skrif fjalli fyrst og fremst um til­finn­ing­ar.

Ég valdi þessu örer­indi heitið AÐ BIRTA EÐA BRENNA af því að ég hitti um dag­inn hóp sem ég kenndi einu sinni end­ur­minn­inga­skrif og hefur síðan haldið áfram að hitt­ast og skrifa. Einn úr hópnum sagði við mig:

Þú lagði alltaf svo mikla áherslu á að við brenndum skrif okkar í stað þess að birta þau!

Þessi orð komu mér í opna skjöldu. Ég kann­að­ist ekk­ert við þessa meintu kennslu­fræði­legu nálgun mína – þótt vissu­lega taki ég fram á öllum rit­list­ar­nám­skeiðum að það sé ekki nauð­syn­legt að birta allt sem skrifað er, að það geti verið ákaf­lega heilandi ritúal að brenna það sem skrifað hefur ver­ið.

Auglýsing

Hvað má skrifa um aðra?

Kveikjan að orðum mínum hér í dag er þó umræða sem varð á öðru end­ur­minn­inga­nám­skeiði. Við vorum að ræða um það sér­ís­lenska bók­mennta­form minn­inga­greinar – en sá sem skrifar minn­inga­grein er í raun að birta eigin útgáfu af lífi lát­innar mann­eskju. Á nám­skeið­inu var kona sem viðr­aði þá skoðun að henni fynd­ist það óvirð­ing við þann látna að birta ein­hverja sam­suðu um hann í blaði allra lands­manna. Seinna sagði ég stjórn­sýslu­fræð­ingi frá orðum kon­unnar og honum fannst þau áhuga­verð – af per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið­um. Sjálf upp­lifi ég hins vegar æ sterkar eftir því sem ég skrifa meira, tek fleiri við­töl og kenni fleirum rit­list hvað réttur okkar til að fjalla um annað fólk er í raun mik­ill – og á að vera það. Nú er ég ekki að fjalla um gula pressu og papp­a­rassa heldur bara að tala um hvernig venju­legt fólk og heið­virðir höf­undar fjalla um annað fólk í skrifum sín­um.

Mér finnst annað fólk eiga fullan rétt á að skrifa eigin útgáfu af mér. Það finnst mér vegna þess að ég er ekki ein­göngu sú mann­eskja sem þið hafið frammi fyrir ykkur hér og nú. Þar sem ég stend á þessu augna­bliki er ég sam­nefn­ari allra þeirra per­sóna sem ég hef ver­ið, allra þeirra sögu­hetja sem ég hef leikið á löngu ferða­lagi um líf­ið. Ég er allt sem ég hef sagt, gert og hugs­að. Ég er allar þær svip­myndir af mér sem lifa í hugum ykkar hinna.

Um dag­inn hitti ég konu sem sagði að ég væri drauma­konan henn­ar. Þegar mikið liggur við birt­ist ég henni í draumi. Mér brá við tíð­indin og fannst óþægi­legt að vita af mér eft­ir­lits­lausri í draumum fólks úti í bæ, mér fannst óþægi­legt að ein­hver minn­ist mín fyrir eitt­hvað sem ég er sjálf ómeð­vituð um. En get ég bannað kon­unni að dreyma mig? Get ég látið setja lög­bann á drauma hennar af per­sónu­vernd­ar­á­stæð­um? Nei, ég verð að sætta mig við þær ótal útgáfur sem til eru af mér í hugum ann­arra. Ég verð að sætta mig við að þið kjósið að kveðja mig með upp­gjöri í Morg­un­blað­inu sem ég fæ ekki einu sinni að lesa yfir fyrir birt­ingu enda ekki lengur á meðal ykk­ar.

Lifuð reynsla í skrif­uðum texta

Oft er rætt á nám­skeiðum mínum í skap­andi skrifum hvort hægt sé að setja saman texta sem hittir engan fyrir – hvort ger­ilsneyða megi texta af reynslu og til­finn­ingum höf­undar en skapa per­sónur sem lifa utan og ofan við veru­leik­ann. Fólk kemst iðu­lega að því hversu erfitt það er að sía lif­aða reynslu frá skrif­uðum texta – og hversu frá­leitt væri að gera það af því að skáld­skap­ur­inn botnar alltaf í líf­inu sjálfu.

Fólk vill lesa bækur sem standa lífi þess nærri og því þarf að skrifa bækur þar sem skáld­aður veru­leiki speglar þann lif­aða. Jafn­vel þótt þú veldir skáld­verki þínu stað og stund í fjar­lægri álfu fyrr á tímum myndu ætt­ingjar þínir þekkja sig í per­sónu­sköp­un­inni af því að aðgangs­orðið að því sammann­lega er eigin reynsla.

Ég er heppin að fá að dvelja í hugum alls þessa skrif­andi fólk og heyra sögur þess í formi bók­mennta, end­ur­minn­inga og rök­færslu­greina. Á nám­skeið­unum er mikið talað enda fjalla rit­list­ar­nám­skeið um að spegla og vera spegl­að­ur. En hvert nám­skeið­anna heldur þú að veki flestar til­finn­ing­ar? Rangt! Það er hvorki skáld­skap­ur­inn né end­ur­minn­ing­arnar heldur rök­færslu­skrif­in, greina­skrif­in.

Það ger­ist eitt­hvað innan í fólki þegar það áttar sig á því að til að skrifa litla, snyrti­lega grein þarf það að horfast í augu við sjálft sig, þegar það áttar sig á því hvað skoð­anir eru sam­ofnar lífi, reynslu og til­finn­ing­um. Það ger­ast undur þegar fólk getur viðrað skoð­anir sínar í vernd­uðu umhverfi og upp­lifað hvernig annað fólk bregst við þeim og bregður á þær nýju ljósi. Þegar ég í lok nám­skeiðs fer yfir birt­ing­ar­mögu­leik­ana nefni ég að sjálf­sögðu að svo megi líka bara brenna skrif sín, að stundum nægi að skrifa og þurfi ekki að birta.

Mér hefur meira að segja dottið í hug að leggja það til að við söfn­uð­umst öll sam­an, til dæmis viku­lega á Aust­ur­velli, og legðum saman eld að ólíkum skoð­unum okk­ar. Ég sting upp á að í stað þess að ríf­ast á sam­fé­lags­miðlum tökum við þátt í þeirri heilandi athöfn að horfa á skoð­anir okkar og til­finn­ingar umbreyt­ast og verða allar að sömu ösk­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar