Það sem við sjáum eftir …

Nichole Leigh Mosty hvetur þingmenn til að takast á við fortíðina og hefja rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum íslenskra yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í síðari heimsstyrjöldinni.

Auglýsing

Þegar ég hætti á Alþingi átti ég margt ógert. Þar á meðal er mál sem ég var ákveðin í að taka föstum tökum og var byrjuð að und­ir­búa. Það snérist um að end­ur­vekja þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem var lögð fram á 145. lög­gjaf­ar­þingi 2015-2016: Til­laga til þings­á­lykt­unar um rann­sókn á vinnu­hæl­inu á Klepp­járns­reykjum og aðgerðum íslenskra yfir­valda gegn sam­skiptum íslenskra stúlkna við erlenda her­menn á árum síð­ari heims­styrj­aldar.

Heim­ild­ar­myndin „Ástand­ið“, eftir Ölmu Ómars­dótt­ur, vakti fólk heldur betur til umhugs­unar yfir þessum bletti á Íslands­sög­unni árið 2015. Sjálf var ég hel­tekin og mjög sorg­bit­in. Sem kona af erlendum upp­runa hafði ég auð­vitað orðið vör við málið í bók­menntum og heyrt for­dóma­fullt pískur um „Kana­mell­ur“ en gerði mér ekki grein fyrir því sem raun­veru­lega hafði gengið á. Umræða í kjöl­far myndar Ölmu var góð, en því miður allt of stutt.

Haustið 2017 fann ég að það kraum­aði eitt­hvað undir í sam­fé­lag­inu og ætl­aði að opna umræð­una að nýju. Ég vildi beyta rödd minni og stöðu til að styðja við þær konur sem urðu fyrir barð­inu á yfri­völdum og fá þingið til að axla ábyrgð. Ég fékk hins­vegar ekki tæki­færi til þess, enda gusað­ist ólgan upp, konur stigu fram, höfðu hátt og upp­reist æra barn­a­níð­ings sprengdi rík­is­stjórn­ina. Í kjöl­farið kom svo #metoo-­bylt­ing­in.

Auglýsing

Þó umræðan um stöðu kvenna og kyn­bundið ofbeldi hafi verið frá­bær að und­an­förnu, sakna ég frek­ari umræðu um ástand­ið. Konur voru beittar gríð­ar­legum mann­rétt­inda­brotum og öryggi þeirra var ógnað svo um mun­ar. Þær gátu ekki leitað sér aðstoð­ar, enda treystu þær ekki kerf­inu eða sam­fé­lag­inu. Ástandið var af nám­kvæm­lega sama meiði og annað ofbeldi gagn­vart kon­um, byggt á mót­sögn­inni um sið­prúðar konur sem þó eiga að þjóna körl­um. Vera sexý en ekki drusl­ur. Og svo áttu þær að skamm­ast sín, bæði fyrir eigin hegðan en líka með­ferð sam­fé­lags­ins á þeim. Allt átti þetta að vera leynd­ar­mál sem þær máttu einar bera. Í þögn.

Ég ímynda mér að það hafi verið heil­mikið mál fyrir litla og ein­angr­aða þjóð að ganga í gegum þær miklu breyt­ingar sem fylgdu erlendu her­lið­un­um. Sér í lagi þegar það hafði í för með sér aukið kyn­frelsi kvenna, að þær gætu sjálfar valið sér elsk­huga og það jafn­vel af erlendum upp­runa. Það var of mikið fyrir feðra­veld­ið. Yfir­völd gripu til aðgerða og beinna refs­inga eins og yfir­völd hafa gert um heim allan þegar konur krefj­ast frelsis og sjálf­stæð­is. Þessar aðgerðir höfðu afleið­ingar sem enn eimir af, enda ríkir lítið traust milli kvenna og yfir­valda. Aðgerð­irnar ein­kennd­ust af sömu kven­fyr­ir­litn­ing­unni og ofbeldið áreitnin sem #metoo greindi frá. Virð­ing­ar­leysi gagn­vart frelsi kvenna og konum almennt. Þær konur sem lifðu af áreitni og ofbeldi ástandsár­anna eiga rétt á við­ur­kenn­ingu, afsök­un­ar­beiðni og rétt­læti.

Ég er kona af erlendum upp­runa og leiddi okkar raddir í #metoo-­bylt­ing­unni. Ég gerði það af því ég elska Ísland og er stolt af því að vera íslenskur rík­is­borg­ari. Við eigum mik­il­væg gildi sem sam­fé­lag og við megum vera stolt. Dóttir mín er Garð­ars­dóttir og dóttir Íslands. Ég vil að hún geti líka verið stolt af sínum bak­grunni og þeim gildum sem hún hefur fengið að alast upp með sem Íslend­ing­ur. En til þess er mik­il­vægt að horfast í augu við for­tíð­ina, breyta og lag­færa og horfa til bjart­ari fram­tíð­ar­. Af öllum þeim sam­tölum sem ég hef átt við konur um jafn­rétti, kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi, eru sögur eldri kvenna þær allra erf­iðustu, sér­stak­lega sögur kvenna af ástandskyn­slóð­inni. Þær lýsa óþæg­ind­um, eft­ir­sjá og skömm. Það er eðli­legt í ljósi sög­unnar og þess sem þær hafa upp­lif­að. Skömm var sett á herðar ungu stúlkn­anna sem oft voru beittar kyn­ferð­is­legu ofbeldi og svo kerf­is­bundnu ofbeldi og mis­munun í kjöl­far­ið.

Þess vegna tala ég nú til þing­fólks­ins okk­ar, þing­manna og -kvenna sem hafa verið hve dug­leg­ust að ræða kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi í þingsaln­um. Ég bið ykkur um að klára það sem ég náði ekki að klára og beita ykkur fyrir far­sælum endi á þessum svarta bletti á sögu okk­ar. Ef Bjarni Bene­dikts­son var til­bú­inn til að baka kökur og vera í for­svari „he for she“ og ef Katrín Jak­obs­dóttiir hefur ráðið sér­stakan ráð­gjafa til að leiða stýri­hóp um heild­stæðar úrbætur varð­andi kyn­ferð­is­leg ofbeldi, þá hljóta þau að vera líka til­búin til að takast á við for­tíð­ina. For­tíð­ina sem átti sinn þátt í því þeirri stöðu sem við erum í í dag. Ofbeld­is­laust sam­fé­lag þar sem jafn­rétti og rétt­mæti ríkir hlýtur að vera sam­eig­in­legt mark­mið okkar allra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar