Og blóðið gusast á Guðmund Andra

Auður Jónsdóttir skrifar um hið draumkennda ástand sem hún upplifði við síðustu þingsetningu þar sem hún lenti í að mótmæla óvart innflytjendum.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum síðan fór ég í skemmti­legt brúð­kaup. Hall­grímur Helga­son rit­höf­undur flutti þar glæsi­lega ræðu fyrir brúð­hjónin og benti á að meðal brúð­kaups­gesta væru tvær Katrín­ar, önnur sem vildi nýja stjórn­ar­skrá og hin sem stæði í vegi fyrir henni. Allir hlógu að brand­ar­an­um, líka Katrín­arnar tvær: Odds­dóttir (mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur) og Jak­obs­dóttir (for­sæt­is­ráð­herra).

Guð­mundur Andri Thors­son var líka gestur í þessu góða brúð­kaupi en fyrr um dag­inn hafði ég flogið heim frá Akur­eyri þar sem við fjögur höfðum mætt á ráð­stefnu til­eink­aða mik­il­vægi sam­ræðu í sam­fé­lag­inu; K. Jak­obs­dótt­ir, Guð­mundur Andri, Hall­grímur og und­ir­rit­uð. En svo, strax eftir þessa líf­legu helgi, ætl­aði ég að mæla mér mót við K. Odds­dótt­ur. Hún stakk upp á því að ég myndi koma niður á Aust­ur­völl þar sem Stjórn­ar­skrár­fé­lagið ætl­aði að vera með þöglan gjörn­ing við þing­setn­ing­una, til stæði að standa þar með hvít spjöld skreytt til­vitn­unum úr nýju stjórn­ar­skránni.

Þegar ég mót­mælti óvart inn­flytj­endum

Ég sló til og mætti þangað í mildu veðri, fór strax að spjalla við mann og annan og hall­aði mér upp að varn­ar­girð­ing­unni í skærapp­el­sínugulri peysu innan um öll hvítu spjöld­in. Þannig var ég nokkuð áber­andi þegar dyrnar opn­uð­ust og út gengu K. Jak­obs­dóttir og Guð­mundur Andri Thors­son ásamt fleiri þing­mönnum og ráð­herr­um. Í sömu mund treðst mið­aldra kona í skær­bleikri úlpu á milli mín og næstu mann­eskju í þögla gjörn­ingnum og byrjar að öskra: Hel­vítin ykk­ar, að hleypa inn­flytj­endum inn í landið okk­ar. Burt með alla inn­flytj­end­ur! Við eigum Ísland!

Auglýsing

Sökum djarfs lita­vals í klæða­burði skárum við okkur óneit­an­lega úr, inn á milli hvítra spjalda, ég og þessi kona. Eins og mættar þarna tvær saman í lit­rík­um, háværum gjörn­ingi – sem var á góðri leið með að rústa hinum hvíta, þögla gjörn­ingi Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins. Sjaldan hef ég fyllst eins djúpri augna­bliks­þröf fyrir að setja tján­ing­ar­frelsi hins almenna borg­ara grjót­harðar skorð­ur. Ein­hver ódámur kall­aði: Katrín Jak­obs­dótt­ir, þín bíður skelfi­leg hefnd!

Guð minn góð­ur, hugs­aði ég, þau halda að ég hafi hellt svona hressi­lega í mig í brúð­kaup­inu að það hafi ekki runnið af mér síðan og ég sé ennþá full á Aust­ur­velli að mót­mæla inn­flytj­end­um. Og hóta fólki ein­hverju skelfi­legu …

Isa­bel Allende útsend­ari Kjarn­ans

En! Ef ég hefði klifrað yfir varn­ar­girð­ing­una og hlaupið til þeirra og kall­að: Ég styð ennþá sið­mennt­aða sam­ræðu! Ég er ekki með þess­ari konu í bleiku úlp­unni heldur K. Odds­dóttur í afar smekk­legum og mik­il­vægum gjörn­ingi! – þá er hætt við að ein­hver af þessum víga­legu lög­reglu­mönnum þarna hefðu hent sér á mig og keyrt and­litið á mér ofan í mal­bikið svo blóð­slett­urnar hefðu gusast yfir Guð­mund Andra og K. Jak­obs­dótt­ur.

Og í því liggur skringi­leik­inn. Fárán­leik­inn! Klást­ró­fópísk smæð kunn­ingja­sam­fé­lags­ins and­spænis alþjóða­væð­ingu ótt­ans. Þarna virt­ust vera fleiri lög­reglur og Vík­inga­sveit­ar­her­menn en þing­menn, mót­mæl­endur og blaða­menn sam­an­lagð­ir.

Við þingsetningu. Mynd: Bára Huld Beck

Raunar voru bara örfáir mót­mæl­endur þarna: Nokkrir skilj­an­lega reiðir vinir Hauks Hilm­ars­sonar sem sagt er að tyrk­neski her­inn hafi myrt í Sýr­landi, við í þögla stjórn­ar­skrár­gjörn­ingnum og svo þessi æpandi bleika útlend­inga­hatandi kona sem minnti mig á marg­þvælda ímynd port­konu í ein­hverju fjar­lægu Aust­an­tjalds-landi. Jú, og ein­hver vin­kona henn­ar.

Fleiri en einn höfðu á orði að kannski hefði borist sprengju­hót­un. Annað meik­aði ekki sens – með allar þessar löggur þarna. Ég horfði á vin­konu mína, blaða­mann á Kjarn­an­um, hinum megin við grind­verkið sem skildi mig frá henni og þess­ari furðu­legu skrúð­göngu milli Alþingis og Dóm­kirkj­unnar sem engum virt­ist líða þægi­lega í. Eitt augna­blik fannst mér hún vera Isa­bel Allende með ljós­mynda­vél um háls­inn að mynda eitt­hvað hættu­legt á tímum her­for­ingja­stjórn­ar­innar í Chile. Hún var jú í skó­síðu pilsi með hrafn­svart hárið slegið og svo­lítið á ská við víga­lega Vík­inga­sveit­ina þarna við hlið henn­ar.

Lögreglan við þingsetninguna. Mynd: Bára Huld Beck

Gam­al­gróið (og gam­al­dags) kunn­ingja­sam­fé­lag

Allt í einu heyrði ég fliss fyrir aftan mig. Þar höfðu skotið upp koll­inum tveir þing­menn Pírata, Hall­dóra Mog­en­sen og Smári McCart­hy, sem höfðu frekar valið að fara í athöfn Sið­menntar og stóðu því okkar megin varn­ar­girð­ing­ar­inn­ar, þessa sýn­is­horns af almenn­ingi sem stóð þarna eins og á bjarg­brún nýrra tíma. Annar Pírat­inn (Hall­dóra) vafði sér sígar­ettu og brá sér afsíðis til að reykja hana meðan hinn fylgd­ist með mann­líf­inu. Það var eitt­hvað þægi­lega eðli­legt – mér liggur við að segja nútíma­legt – við þau. Samt, allt þarna var eins og skrýt­inn draum­ur, ef ekki bein­línis sýrutripp, svo ég sagði við K. Odds­dóttur að ég þyrfti aðeins að bregða mér frá og hengsl­að­ist ringluð yfir á Kaffi París þar sem ég fékk mér föru­kaffi og gul­rót­ar­köku og tróð henni upp í mig í sjálfsefj­un­ar­kasti meðan hin klár­uðu þögla gjörn­ing­inn.

Forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga út úr Dómkirkjunni eftir messu. Mynd: Bára Huld Beck

Það var eitt­hvað svo erki­ís­lenskt við þetta allt saman – og um leið alls ekki. Eitt­hvað svo breytt lá í loft­inu. Bæði ákall um breyt­ingar og um leið þessi birt­ing­ar­mynd breyttra tíma: víga­leg lög­regl­an. Tíma sem brjót­ast um í svo hröðum umskiptum að við verðum að hafa okkur öll við að hugsa. Já, við þurfum að pæla í stjórn­ar­skránni. Við þurfum að pæla í svo mörgu. Líka sið­venj­unum sem eitt sinn voru hátíð­legar en hafa í umbreyt­ingum tím­ans smám saman orðið skringi­leg­ar. Eða! Kannski var þetta, eftir allt sam­an, bara draum­ur.

Eða martröð.

Hvað ef röddum eins og kon­unnar í skær­bleiku úlp­unni fjölgar enn frekar? Hvað ef það verða fleiri bryn­varðir Vík­inga­sveit­ar­menn við næstu þing­setn­ingu? Hvað ef gam­al­gróið kunn­ingja­sam­fé­lagið heldur allri upp­byggi­legri gagn­rýni í greipum sér þangað til það er orðið ógjörn­ingur að breyta því sem breyta þarf? Hvað ef stig­vax­andi hrað­inn umbreytir sam­ræðu sam­fé­lags­ins í hvella skræki svo allt hljómar eins og hljóm­plata á yfir­snún­ingi? Ég veit ekki. Ég lifi í draumi og í honum er falin martröð en líka dísæt gul­rót­ar­kaka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit