Örorkubyrði!

Einar Björnsson fjallar um stefnu stjórnvalda gagnvart öryrkjum í aðsendri grein en honum finnst gæta skilningsleysis á veruleika öryrkja.

Auglýsing

Mig langar að setja niður nokkur orð um þá sýn sem ég öryrk­inn hef á stefnu stjórn­valda gangvart öryrkj­um. Ég til heyri þessum hópi. Við erum sá þjóð­fé­lags­hópur sem harð­ast hefur orðið úti í hinu svo­kall­aða góð­æri sem sagt er að ríkt hafi hér á landi síð­ustu ár. Þar spilar stóra rullu afstaða stjórn­valda og skiln­ings­leysi þeirra á veru­leika öryrkja.

Verra en fyrir hrun

Til að byrja með má nefna að öryrkjar voru sá hópur sem mest var skertur í og eftir efna­hags­hrunið 2008. Þetta var bæði gert með fryst­ingu bóta­fjár­hæða og auk­inni kostn­að­ar­þát­töku, t.d. í heil­brigð­is­þjón­ustu. Síðan þá höfum við sem hópur borið skertan hlut frá borði á eig­in­lega öllum svið­um: Auknar tekju­teng­ing­ar, líf­eyrir hefur ekki hækkað sam­kvæmt lög­bundnum við­mið­um, frí­tekju­mörk fryst, auknar skerð­ingar gagn­vart líf­eyr­is­greiðsl­um, „krónu á móti krónu“ skerð­ing, aukin skatt­byrði og á engan hátt hefur verið komið til móts við þennan þjóð­fé­lags­hóp hvað varðar almennar hækk­anir á verð­lagi og t.d. hús­næði. Útkoman er sú að við sem hópur glímum við verri stöðu á allan hátt heldur en fyrir hrun.

Stefnu­laus töfra­lausn

Ekki hefur vantað fal­legar yfir­lýs­ingar stjórn­mála­manna fyrir allar þær kosn­ingar sem hér hafa verið síð­ustu ár og sér­stak­lega fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar en efndir eru eng­ar. Okkur er lofað ein­hvers­konar bót en hún er háð skil­yrði sem stjórn­völd halda að sé ein­hvers konar töfra­lausn. Við eigum að þurfa að sætta okkur við að sett verði á svo­kallað starfs­getu­mat sem ekki er til bóta fyrir þennan hóp.

Auglýsing

Mig langar að setja þetta aðeins í sam­hengi við aðgerðir og yfir­lýs­ingar stjórn­valda síð­ustu ár. Hver er stefna stjórn­valda gagn­vart öryrkj­um? Spyr sá sem getur ekki gert sér neina grein fyrir því. Ann­ars vegar höfum við samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks þar sem skýrt er kveðið á að fatlað fólk eigi rétt á að lifa mann­sæm­andi lífi. Að fólk eigi að geta lifað með reisn og njóta fram­færslu sem geri því kleift að búa við sam­bæri­leg lífs­kjör og aðrir í sam­fé­lag­inu. Við eigum sam­kvæmt þeim samn­ingi að fá stuðn­ing til að eiga mögu­leika á að njóta allra þeirra tæki­færa sem nútíma­sam­fé­lag hefur upp á að bjóða til jafns við aðra, varð­andi búsetu, nám, fram­færslu og atvinnu­þát­töku. Þetta er ekki mögu­legt miðað við núver­andi stefnu stjórn­valda.

Bráðsmit­andi froða

Veru­leik­inn sem við búum við er allur ann­ar. Sést það kannski best í þeirri orð­ræðu sem á sér stað í sam­fé­lag­inu. Opin­ber­lega hefur ítrekað verið talað um örorku­byrði sam­fé­lags­ins, full­yrt er að hér sé gíf­ur­leg fjölgun öryrkja og tölur um það settar fram sem ekki eiga sér stoð í raun­veru­leik­an­um. Full­yrt er af opin­berum aðilum að bóta­svik séu veru­leg og tölur nefndar um það sem hlaupa á ein­hverjum millj­örðum árlega. Tölur sem kom síðar í ljós að voru byggðar á skoð­ana­könnun í Dan­mörku voru settar fram sem stað­reynd­ir. Þetta var síðan notað af bæði þing­mönnum og opin­berum stofn­un­um. Þetta er kannski til marks um að í íslensku sam­fé­lagi er litið á þennan hóp fólks sem svika­hrappa.

Það er talað um okkur eins og við séum að velja að vera ekki á vinnu­mark­aði til að geta lifað á rík­inu og því miður smitar þetta opin­bera við­horf líka við­horf almenn­ings.

Mark­viss aft­ur­för

Mig langar að skoða líka aðeins hvernig rík­is­valdið hefur að því er virð­ist mark­visst þrengt kjör þessa hóps. Líf­eyrir almanna­trygg­inga hefur síð­ustu ár ekki hækkað í sam­ræmi við þróun launa og verð­lags. Nú síð­ast var hækkun líf­eyris 4,7% sem er ekki í sam­ræmi við neinar þær við­mið­anir sem ætti að fara eftir sam­kvæmt lög­um. Þegar óskað var útskýr­inga frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu á þess­ari hækkun komu svör sem segja í raun ekki neitt, það virð­ist vera metið á ein­hvern handa­hófs­kenndan hátt hvað líf­eyr­is­þegar eigi að fá árlega í hækkun líf­eyris almanna­trygg­inga og við höfum ekki fengið að sjá neinar for­sendur fyrir útreikn­ingi þess­arar upp­hæðar Þetta er ekki ein­stakt til­vik. Öryrkja­banda­lagið hefur látið reikna út hvað líf­eyrir hefði átt að hækka síð­asta ára­tug­inn eða svo miðað við verð­lag og launa­þróun og sést þar greini­lega að við sem hópur erum stöðugt að drag­ast aftur úr öðrum í sam­fé­lag­inu. Þetta er heldur ekki það eina sem gert er, frí­tekju­mörk öryrkja hafa verið óbreytt frá 2009. Skerð­ingar gagn­vart greiðslum úr líf­eyr­is­sjóðum hafa verið auknar og við búum ennþá við svo­kall­aða „krónu á móti krónu“ skerð­ingu hvað varðar aðrar tekj­ur.

Hvað svo?

Ég velti fyrir mér hvort hið opin­bera sé á með­vit­aðan hátt að skerða lífs­kjör öryrkja með þessum hætti eða hvort þetta sé ein­ungis skiln­ings­leysi þeirra sem koma að þessum málum af þeirra hálfu. Ég spyr sjálfan mig hvort leiðin til minnk­aðrar örorku­byrði sé að gera lífs­kjör okkar svo slæm að fólk veigri sér í veik­indum sínum að leita á náðir kerf­is­ins eða hvort stjórn­völd líti svo á að við séum öll að svíkja út bætur af því að við nennum ekki að vinna?

Hvenær ætla íslensk stjórn­völd að standa við þær alþjóða­skuld­bind­ingar sem þau hafa tekið á sig? Ég velti líka fyrir mér fyr­ir­ætl­unum stjórn­valda varð­andi starfs­getu­mat. Reynslan af því hefur hvergi verið góð og ekk­ert sem gefur til kynna að það muni verða ein­hvern veg­inn öðru­vísi hér. Öryrkjar fá ekki hluta­störf þegar þeir leita eftir því. Í því sam­bandi má nefna að milli 400 og 500 öryrkjar hafa verið skráðir í atvinnu­leit hjá Vinnu­mála­stofnun síð­ustu ár og ekki fengið störf.

Hvernig ætla stjórn­völd að skapa hluta­störf fyrir þá sem verða metnir með starfs­getu þegar vinnu­mark­að­ur­inn er ekki til­bú­inn til að veita öryrkjum vinnu?

Er örorku­byrði kannski byrði sem öryrkjum er gert að bera vegna skiln­ings­leysis hins opin­bera?

Höf­undur er í mál­efna­hópi ÖBÍ um kjara­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar