Hugleiðingar um tekjur.is og birtingu skattskrár

Dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, skrifar um birtingu vefsíðunnar tekjur.is á upplýsingum úr skattskrá Íslendinga.

Auglýsing

Spurt hefur verið hvort starf­semi vefj­ar­ins tekj­ur.is sé eðli­leg og í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þar má finna skatt­tekjur ein­stak­linga á árinu 2016 gegn gjaldi. Útgáfu­að­ili er óþekkt­ur, en Rík­is­skatt­stjóri afhenti honum gögnin á papp­írs­formi. Per­sónu­vernd hefur haft málið til skoð­un­ar, en sýslu­mað­ur­inn á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafn­aði lög­banni á vef­inn.

Það er alltaf hætt við því að svona mál verði mjög lög­fræði­legt og vinn­ist á laga­túlk­un­um. Hér vil ég reyna að greina málið sem stjórn­sýslu­fræð­ingur og vona að lög­fræðin hjá mér sé eftir atvikum byggð á aðal­at­riðum máls­ins.

Almanna­hags­munir og per­sónu­vernd

Í mál­inu takast í aðal­at­riðum á almanna­hags­munir og per­sónu­vernd, sjá 9. gr. laga um per­sónu­vernd nr. 90/2018. Það er að nokkru leyti hug­lægt mat hvernig þessi stóru hug­tök standa hvort gagn­vart öðru og getur verið breyti­legt frá einum tíma til ann­ars og einum stað til ann­ars. En almennt er talið á Norð­ur­löndum að skattar og upp­gefnar tekjur til skatts varði alla í sam­fé­lag­inu. Og tekjur eru ekki „við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ing­ar“ eins og þær eru skil­greindar í per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­inni. Hags­munir ein­stak­linga í mál­inu tak­markast af því að hér er um afmark­aðan hluta af fjár­málum þeirra að ræða sem ekki gefur endi­lega heild­ar­mynd af fjár­hags­legum aðstæðum þeirra. Því er senni­legt að fram­takið mæti að öðru jöfnu almennum skil­yrðum um per­sónu­vernd.

Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri

Í 98. gr. laga um tekju­skatt nr. 90/2003 er fjallað um birt­ingu upp­lýs­inga úr skatt­skrá. Þar segir meðal ann­ars að skatt­skrá skuli liggja frammi á „hent­ugum stað“ í tvær vikur á ári. Síðar í sömu mgr. seg­ir: „Heimil er opin­ber birt­ing á þeim upp­lýs­ingum um álagða skatta, sem fram koma í skatt­skrá, svo og útgáfa þeirra upp­lýs­inga í heild eða að hluta.“

Hér er ekki endi­lega um ótví­ræða heim­ild til sam­felldrar dreif­ingar í tíma að ræða. Það má spyrja sig hvort seinna ákvæðið eigi bara við um birt­ing­una í tvær vikur eða hvort túlka eigi það vítt og þá þannig að almennt megi gefa skatt­skrána út í heild. Seinna ákvæðið virð­ist heim­ila dreif­ingu raf­rænna gagna til útgáfu og þá hjá útgáfu­að­il­um, en ekki í öðrum til­gangi. Þótt útgáfu­form hafi breyst (netið í stað papp­írs) hefur eðli útgáfu ekki gert það og útgáfu­heim­ildin ætti að vera í fullu gildi af þeim sök­um. Til tveggja vikna eða allt árið eftir því hvernig það er túlk­að. Svo er líka spurn­ing hvað er hent­ugur stað­ur.

Þegar Rík­is­skatt­stjóri túlkar þessar heim­ildir sínar skiptir þó meg­in­máli hvaða hags­munir takast á: almanna­hagur eða hags­munir ein­stak­linga.

Annað sem skiptir Rík­is­skatt­stjóra máli eru ný lög um end­ur­not opin­berra upp­lýs­inga, nr. 45/2018. Sam­kvæmt þeim ber opin­berum stofn­unum að dreifa gögnum sínum til einka­að­ila og til notk­unar í öðrum til­gangi en þeirra var aflað til að upp­fylltum eðli­legum skil­yrð­um. Þessi lög eru tím­anna tákn og í takt við hug­myndir um „big data“. Gjald­færslan fyrir það verk má síðan ekki vera nema fyrir kostn­að­inum sem hlýst af þess­ari dreif­ingu sér­stak­lega, sjá 10. gr. lag­anna. Í ESB til­skip­un­inni 2013/37/ESB sem inn­leidd var með þeim lögum er talað um jað­ar­kostnað (e. marg­inal costs).

Ef skatt­stjóri dreifir gögn­unum á pappír er það ein­kenni­leg stjórn­sýsla og mögu­lega ólög­leg, hún getur brotið meg­in­reglur svo sem um rétt­mæti og jafn­vel með­al­hóf. Þá fellur til kostn­aður við inn­slátt og yfir­lestur sem almenn­ingur hefur þegar greitt fyr­ir.

Per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið

Nokkur atriði varða per­sónu­vernd. Fyrst og fremst virð­ist lík­legt að starf­semi tekj­ur.is sé leyf­is­skyld. Reikna má með að leyfi Per­sónu­verndar fyrir vinnslu sem gengur svona nærri ein­stak­lingum sé háð ýmsum skil­yrð­um.

Mjög senni­legt er að af ákvæðum um gagn­sæi og um rétt­indi þess sem upp­lýs­ing­arnar varðar leiði að sér­hver skatt­greið­andi eigi að geta séð upp­lýs­ingar um sig sér að kostn­að­ar­lausu. Hér er þá meðal ann­ars vísað í 17. gr. per­sónu­vernd­ar­lag­anna. Gjald­færsla fyrir eigin upp­lýs­ingar kemur vænt­an­lega ekki til greina.

Þá þarf gagn­sæið að ganga í báðar áttir og er þá átt við að skatt­greið­endur geti á vefnum séð hverjir hafa flett þeim upp og fengið til­kynn­ingu um það. Slíkt kerfi mun vera í bígerð eða komið í loftið hjá skatta­yf­ir­völdum í Nor­egi. Virð­ist mega leiða líkur að því að laga­skylda standi til þess­arar fram­kvæmdar sam­kvæmt per­sónu­vernd­ar­lög­un­um.

Þá komum við að praktískum málum sem gætu varðað leyf­ið, sem eru meðal ann­ars þau að ekki eru til nein þjóð­ar­net­föng eða aðrir aug­ljósir til­kynn­inga­mögu­leikar opn­ir. Þó safnar Rík­is­skatt­stjóri net­föngum skatt­greið­enda, en spurn­ing hvort skil­yrða þurfi vinnsl­una því að net­fang eða síma­númer skatt­greið­enda liggi fyrir þannig að mögu­legt sé að til­kynna honum um vinnslu.

Þá er mjög óeðli­legt að vinnsla svona upp­lýs­inga á sam­fé­lags­legum for­send­um, í þágu almanna­hags, sé kostn­að­ar­söm fyrir íbú­ana. Spurn­ing er hvort Per­sónu­vernd getur sett skil­yrði um rekstr­ar­form aðila, til dæmis að það sé „not-­for-profit“. Það hefur hún ekki gert varð­andi aðrar skrá, svo sem fyr­ir­tækja­skrá.

Vinnslu­að­il­inn

Svo virð­ist sem vinnslu­að­ili tekj­ur.is hafi ekki upp­fyllt eðli­leg skil­yrði á sviði per­sónu­vernd­ar. Ef svo er þá er það mjög ámæl­is­vert þar sem þessar upp­lýs­ingar ganga óneit­an­lega nærri skatt­greið­endum og þeir eiga rétt á ítr­ustu vernd sem per­sónu­vernd­ar­lög­gjöfin veit­ir.

Ef vinnslu­að­il­inn hefur hafnað því að gefa upp­lýs­ingar um hvað margir hafa keypt þjón­ustu hans eða að veita aðrar upp­lýs­ingar um töl­fræði vinnslu sinnar er það vænt­an­lega ólög­legt. Hann verður óhjá­kvæmi­lega að virða meg­in­reglur um gagn­sæi.

Hvað ber að gera?

Birt­ing skatt­skrár á net­inu allt árið er senni­lega komin til þess að vera og er í takt við meg­in­hug­myndir um lýð­ræð­is­legt hlut­verk upp­lýs­inga í nútíma lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi, þótt illa hafi tek­ist til í þetta skipt­ið. Hún mun þó alltaf verða umdeild, enda er þá gengið nær íbú­unum en áður hefur verið gert.

Ekki er ósenni­legt að Alþingi bregð­ist til­tölu­lega hratt við og taki af vafa um lög­mæti birt­ing­ar­inn­ar. Senni­leg­ast er að þingið miði við fram­kvæmd svona mála á hinum Norð­ur­lönd­unum og þá ekki síst við norsku fram­kvæmd­ina. Það myndi þýða að birt­ing yrði leyfð með þröngum skil­yrð­um.

Þá reikna ég með að starf­semi tekj­ur.is verði úrskurðuð ólög­mæt þar sem hún byggir ekki á ótví­ræðum laga­á­kvæðum sem vinnsla svona per­sónu­upp­lýs­inga þarf að gera og upp­fyllir ekki skil­yrði per­sónu­vernd­ar­laga. Ef slíkri starf­semi yrði komið á fót aftur myndi hún verða að upp­fylla ný lög frá Alþingi, en núver­andi starf­semi byggir eðli­lega á þeim laga­á­kvæðum sem fyrir lágu þegar hún var opn­uð.

Þá er eðli­leg­ast að Rík­is­skatt­stjóri fram­kvæmi birt­ingu skatt­skrár eins og hefð er fyrir og búi til þess sér­stakt kerfi svipað og hann hefur gert við birt­ingu ann­arra skráa.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar