Aðalbirni Sigurðssyni, forstöðumanni upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði, er mikið niðri fyrir í skoðanagrein sem birtist á vefsíðu Kjarnans, þar sem hann gagnrýnir umfjöllun Kveiks um lífeyrissjóð í Nevada.
Umfjöllunin sem Aðalbjörn vísar til í grein sinni var viðtal við sjóðstjóra lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna í Nevada, Steve Edmundson, sem vakið hefur athygli fyrir aðra og hógværari nálgun en gjarnan tíðkast í fjárfestingum lífeyrissjóða - og góðan árangur. Fjölmiðlar á borð við New York Times og Wall Street Journal hafa fjallað um sjóðstjórann og árangur hans. Það þykir sæta tíðindum að Steve sé eini starfsmaður lífeyrissjóðsins sem hefur með fjárfestingar að gera. Rétt eins og kom fram í umfjöllun Kveiks reiðir hann sig þó á aðstoð utanaðkomandi fjárfestingaráðgjafa, en hann hefur fækkað þeim úr 19 í 9 frá því að hann tók við starfinu. Með aðferðum sínum vill Steve meina að hann spari lífeyrisþegum Nevada um 150 milljónir dala á ári, eða hátt í 16 milljarða.
Auglýsing
Það er heldur ekki útilokað að Kveikur ráðist einhvern tímann í slíka vinnu – en umfjölluninni um sjóðinn í Nevada var aldrei ætlað að ná yfir svo breitt svið.
Höfundar eru fréttamaður og ritstjóri Kveiks.