Starfsgetumat – Upp á líf og dauða

María Pétursdóttir skrifar um fyrirhugaða innleiðingu starfsgetumats.

Auglýsing

Í Bret­landi sviptu 90 öryrkjar sig lífi á mán­uði fyrstu tvö árin eftir að vera dæmdir vinnu­færir í starfs­getu­mati sem inn­leitt var þar í landi árið 2010. Hvers vegna? Jú þeir voru óvinnu­fær­ir, fatl­að­ir, lang­veik­ir, öryrkjar, fyrrum bóta­þeg­ar, líf­eyr­is­þegar eða hvað við kjósum að kalla þá eða okkur sem ekki höfum heilsu til starfa á frjálsum vinnu­mark­aði. Þessir ein­stak­lingar vissu að „já­kvæða” starfs­getu­matið væri dómur sem steypti þeim út í enn sár­ari fátækt en örorkan áður gerði og stefndi heilsu þeirra í voða. Í breska kerf­inu voru þeir nú ekki skráðir öryrkjar lengur heldur lang­veikir í atvinnu­leit án þess að mögu­leikar þeirra til atvinnu­þátt­töku hefðu auk­ist. Það sætir því engri furðu að Íslenskir líf­eyr­is­þegar ótt­ist starfs­getu­mat en ennþá rugla margir því saman við eitt­hvað jákvætt sem end­ur­speglar getu fólks fremur en van­getu.

Starfs­getu­mat eða með orðum for­sæt­is­ráð­herra „stór­kost­legar breyt­ingar á bóta­kerf­inu” er þó ekk­ert annað en grimm­úð­leg aðför frjáls­hyggju­afla hins vest­ræna heims að vel­ferð­ar­kerf­un­um. Í okkar til­felli sem margra ann­ara þjóða vel­ferð­ar­kerfi sem byggt var upp af verka­lýð og stjórn­málafor­ystu á fyrri hluta síð­ustu aldar og átti að tryggja sem mestan jöfnuð og vel­ferð borg­ar­anna. Starfs­getu­mat er rammpóli­tísk aðferð við að „fiffa til” exel­skjal rík­is­ins og er komin frá Alþjóða­stofn­unum sem þóttu tíðni örorku á Vest­ur­löndum of há og sett í sam­hengi við örlæti. Á ein­hvern afkára­legan hátt mat­reiða mið- og hægrisinnuð stjórn­völd þetta með dassi af nið­ur­skurð­ar­stefnu sinni í heil­brigð­is­málum sem leið til jöfn­uðar með því til dæmis að ætla sér að koma í veg fyrir bóta­svik sem fólki er talið trú um að séu veru­leg en eru hjóm eitt við hlið­ina á þeim upp­hæðum sem valda­fólk og ríkir Íslendingar koma undan skatti.

Starfs­getu­matið sjálft er í grunnin færni­mat svipað örorku­mati nema það er búið að þrengja það all veru­lega þrátt fyrir að vera þröngt fyrir . Þannig er það ekki endi­lega lækn­ir­inn þinn sem metur örorku þína í sam­ráði við trygg­inga­lækni heldur eru það teymi ýmissa fræð­inga sem meta þig út frá þröngum við­miðum og jafn­vel geð­þótta. Víða eru það einka­fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í starfs­getu­mati og hafa þau jafnan fjár­hags­legan hag af því að úrskurða sem flesta vinnu­færa. Ef ein­stak­lingur á t.d. Bret­landi vill svo áfrýja úrskurði um vinnu­færni getur það tekið kerfið allt upp í tvö ár að vinna málið og er við­kom­andi tekju­laus á meðan en það vekur athygli að flest slík mál falla þeim lang­veika í vil sem ítrekar hvað þetta nýja kerfi er gall­að.

Auglýsing

Starfs­getu­mat sem einnig hefur verið tekið upp í Nor­egi, Sví­þjóð, Dan­mörku, Þýska­landi og Hollandi auk Bret­lands og Ástr­alíu hefur tek­ist mis illa. Þessar þjóðir hafa farið aðeins ólíkar leiðir bæði hvað varðar matið sjálft og hvernig og til hvaða hópa það nær en hvergi hefur það gengið nægi­lega vel. Það sætir því furðu að íslenska ríkið ætli að stíga þetta skref haf­andi slæmar fyr­ir­myndir allt í kringum sig.

Vinnan göfgar mann­inn

Við Íslend­ingar höfum löngum haft vinnu­semi í hávegum en með þess­ari ofurá­herslu eða upp­hafn­ingu á vinnu er líf lang­veikra smættað enda geti fatl­aðir vart átt inni­halds­ríkt líf ef þeir eru ekki á vinnu­mark­aði eða hvað? Merki­legt nokk þá á þessi krafa um að allir vinni sér stað á sama tíma og mat­vöru­versl­anir byrja að setja upp sjálfs­af­greiðslu­kassa og Icelandair útrýmir hluta­störf­um. Á Íslandi hefur ekk­ert verið gert ennþá til að krefja atvinnu­lífið um að auka mögu­leika fatl­aðra á atvinnu­þátt­töku né vinna gegn for­dómum á vinnu­mark­aði en rann­sóknir sýna að lang­veikir eru mun síður ráðnir til starfa. Sama má segja um þá sem ekki hafa stundað vinnu til margra ára vegna félags­legra aðstæðna eða atvinnu­leysis hvað þá ef komnir yfir miðjan ald­ur.

Starfs­getu­mat á Íslandi

Áform íslenskra stjórn­valda í þá átt að koma hér á starfs­getu­mati hafa verið aug­ljós þó þess hafi verið gætt að tala ekki of mikið um þau opin­ber­lega en ótal­margir öryrkjar koma ennþá af fjöllum þegar minnst er á mat­ið. Enn ein nefndin um útfærslu starfs­getu­mats­ins er nú starf­andi innan vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins og afnám krónu á móti krónu ekki upp á borðum for­sætis né vel­ferð­ar­ráð­herra enda sú krafa notuð sem kverka­tak á öryrkjum til að knýja á að ÖBÍ leggi blessun sína yfir starfs­getu­mat­ið. Já þetta er efna­hags­leg breyt­ing, efna­hags­leg breyta gerð í efna­hags­legum til­gangi til að breyta rík­is­bók­hald­inu. Nei þetta er ekki gert í þágu vel­ferðar og nei þetta hefur ekki verið kynnt almenni­lega meðal lang­veikra þó þarna sé mögu­lega verið að gambla með lífs­af­komu þeirra.

Ef um óeðli­lega fjölgun öryrkja væri að ræða eða þeir mjög óvirkir sem ekki virð­ist vera meinið hér á Íslandi væri kannski vit í að skoða þessa meintu þróun nánar en það að fjölgun innan vissra hópa, ald­urs og kynja sé að aukast gefur okkur ástæðu til að skoða þjóð­fé­lags­gerð­ina og þjóð­fé­lags­brag­inn og kanna hvað veld­ur. Kanna hvort breytt neyslu­mynstur eit­ur­lyfja sé að valda aukn­ingu á geð­rænum veik­ind­um, of langur vinnu­tími, of mikið álag á of lágum launum sé að sliga vinn­andi fólk og það sé að slíta sér út fyrir aldur fram. Kanna hvers vegna unga fólkið okkar er þung­lynt eða kvíðið eða er unga þung­lynda fólkið kannski börnin með grein­ing­arnar að verða full­orðið og ekki að höndla kröfur vinnu­mark­að­ar­ins? Er unga fólkið þung­lynt og kvíðið af því það kemst ekki að heiman af því að það kemur skuldum vafið út í lífið og hefur hvorki efni á því að kaupa eða leigja. Er vinnu­markaður­inn of grimmur og of ábyrgð­ar­laus? Hvaða munstur sjáum við og hvernig getum við breytt því öðru vísi en að svelta fólk frá örorku. Ef sá sem glímir við veik­indi á að geta unnið þarf hann fyrst að vinna í því að ná heilsu ef mögu­legt er og hann nær því illa ef hann þjá­ist stöðugt af afkomu­kvíða. Það er svo í sjálfu sér jákvætt að fólk geti unnið hluta­störf hafi það heilsu til en bara það eitt og sér má auka með því að afnema krónu á móti krónu skerð­ingum og aðgerðum úti í atvinnu­líf­inu.

End­ur­hæf­ing

Auð­vitað gagn­ast end­ur­hæf­ing mörgum vel og ætti hún alltaf að vera í boði fyrir fólk sem glímir við heilsu­brest. Að stilla henni ein­ungis upp sem starfs-end­ur­hæf­ingu er þó á margan hátt svo rangt því end­ur­hæf­ing getur gagn­ast mörgum lang­veikum fyrst og fremst til að líða betur og lifa ekki við eilífar þján­ing­ar. Að end­ur­hæf­ing þurfi að hafa starfs­getu­mat sem enda­hnút er á sama tíma ákveð­inn enda­hnútur á vel­ferð­inni sem slíkri. Eng­inn skal fá að vinna ein­ungis í því að halda heilsu, allir skulu vera á vinnu­mark­aði í ein­hverju formi og eins og í Dan­mörku verður senni­lega skrúfað algjör­lega fyrir það að örorku­skrifa fólk undir fer­tugu hversu veikt sem það er.

Það er athygl­is­vert að á sama tíma og lögum um örorku­mat og starf­semi Trygg­inga­stofn­unar hefur ekki verið breytt er VIRK starfsend­ur­hæf­ing sem stofnuð var í kjöl­far þess að for­sæt­is­ráðu­neytið ákvað að inn­leiða starfs­getu­mat farið að ráða því hvort ein­stak­lingar fái örorku­mat og und­ir­stofn­arnir þess bók­staf­lega farnar að fram­kvæma starfs­getu­mat­ið. Sams­konar vanda­mál hafa risið í tengslum við VIRK og hafa verið gagn­rýnd í t.d. Nor­egi þar sem starfs­getu­matið hefur þó verið talið hafa tek­ist einna best upp vegna ríkrar hefðar fyrir vel­ferð. Það eru hlutir eins og að þú skalt aldrei sjálfur eiga frum­kvæðið að því að sækja um örorku. Slíkt er ávísun á synj­un. Þá sam­þykkir trygg­inga­stofnun ekki örorku­mat þíns læknis ef læknir VIRK mælir ekki með örorku, jafn­vel þó að læknir á vegum VIRK hafi aldrei haft þig til með­ferðar né hitt þig. Þú færð synjun ef þú virð­ist of ákafur því þarna er ekki tekið inn í mynd­ina að þú gætir haft raun­hæfa mynd af eigin veik­indum og getu heldur frekar talið að þú værir að reyna að svindla á kerf­inu. Þú getur verið hjá hjarta­lækni eða geð­lækni útí bæ sem metur þig óvinnu­færan en VIRK ræður ferð­inni nú þegar og ef það stendur í skýrslu frá þeirra end­ur­hæf­ing­ar­að­ilum að þú getir kannski bara breytt um við­horf og farið að vinna þá stendur það og TR synjar þér um örorku. Þung­lyndi og kvíði eru frjáls­lega teygð hug­tök og gerð að við­horfum í með­förum mis­gáfu­legra fræð­inga í teymi. Í Bret­landi hafa það aðal­lega verið ein­stak­lingar með geð­rask­anir og geð­sjúk­dóma sem hafa fengið synjun um örorku og engar vís­bend­ingar eru um að þeir hafi fengið vinnu í kjöl­farið svo við getum ímyndað okkur hvað varð um þá. Þá er sorg­leg stað­reynd að við séum farin að sjá slíkt hér á Íslandi líka án þess þó að búið sé að inn­leiða starfs­getu­matið form­lega og maður veltir fyrir sér hvaða öfl stjórni raun­veru­lega fram­kvæmd­inni.

Einka­væð­ing end­ur­hæf­ingar

Afleið­ingar starfs­getu­mats­ins eru þær að einka­rekst­ur­inn í end­ur­hæf­inga­brans­anum blómstrar og er Hol­land gott dæmi um slíkt en þar eru atvinnu­rek­endur og launa­fólk algjör­lega ábyrgt fyrir fyrstu árunum sem ein­stak­lingur þarf mögu­lega að taka út á örorku ef til þess kem­ur. Þá eru end­ur­hæf­inga­mið­stöðvar víða einka­væddar en hér á landi versla end­ur­hæf­ing­ar­stöðvar sem oft­ast eru sjálfs­eign­ar­stofn­anir svo aftur við einka­reknar heilsu­rækt­ar­stöðvar og aðra einka­rekna með­ferð­ar­að­ila. Við erum því ekki lengur að sjá ríki eða sam­eign­ar­sjóð allra bera ábyrgð á vel­ferð borg­ar­anna heldur er heilsa og end­ur­hæf­ing orðin versl­un­ar­vara. Sú kap­ít­al­íska þróun ber með sér margt ljótt.  

Nú þegar er örorku­líf­eyr­is­þegum gert að éta upp allar eignir sínar og ríki telja sig geta refsað þeim við minnstu til­raun til sjálfs­hjálp­ar. Þar er Ísland ekki und­an­skilið en þrátt fyrir að hafa byggt upp vel­ferðar og bóta­kerfi hér á landi hefur það ekki verið full­kom­ið. Við Íslend­ingar höfum alltaf greitt öryrkjum lágar bætur og skerð­ing­arnar verið háar. Bóta­kerfið okkar hefur fremur líkst því breska en því skand­in­av­íska sem við tengjum gjarnan sós­í­al­isma og því ótt­ast ég veru­lega fram­tíð­ina og mögu­legt mann­fall ef rík­is­stjórn­inni tekst ætl­un­ar­verk sitt og ef eng­inn fer að setja spurn­ing­ar­merki við til­vist VIRK og vald þeirrar stofn­unar yfir lífi fólks.

Hreins­anir á veiku fólki

Skand­in­avar drógu línu í sand­inn en bretar gengu alla leið og sendu hvern ein­asta öryrkja í land­inu í starfs­getu­mat með þeim afleið­ingum og því mann­tjóni sem við heyrum reglu­lega af. Nán­ast alls staðar hefur einnig dregið úr þjón­ustu við fatl­aða og henni komið yfir á sveit­ar­fé­lög með þeim afleið­ingum að for­eldrar fatl­aðra barna flytja með þau lands­hlut­ana á milli í leit að vel­ferð og víða kom­ast fatl­aðir ekki út undir bert loft dag­lega vegna skorts á þjón­ustu eða fá þeir næga fram­færslu til að eiga í sig og á. Hvernig ætlar rík­is­stjórnin okkar raun­veru­lega að mat­reiða slíka hreinsun hér á Íslandi?

Um leið og ég fagna ályktun ÖBÍ sem skorar á stjórn­völd að efla núver­andi kerfi örorku­mats og hafna til­rauna­kenndu starfs­getu­mati hvet ég stjórn­mála­menn til að hlusta á sjúk­linga­fé­lög ann­ara landa sem og ÖBÍ og hafna þeirri grimmu nið­ur­skurð­ar­stefnu sem þarna liggur að baki því sagan á ekki eftir af fara fögrum orðum um þessa fram­kvæmd.  

Höf­undur er örorku­líf­eyr­is­þegi, mynd­lista­maður og kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar