„Kjarnorkustefna íslenskra stjórnvalda er skýr,“ lét Björn Bjarnason (Mbl. 15.12.17) hafa eftir sér í lok árs 2017. Þetta var þegar ICAN (Campaign to Abolish Nuclear Weapons) fengu afhent friðarverðlaun Nóbels við hátíðlega athöfn í Oslo.
Sér er nú hver skýra stefnan ... já, einmitt það þjóð í ánauð!! Við hér á landi viljum ekki her og við viljum ekki taka þátt í hernaði. Ekki meira ofbeldi - nóg komið ... þetta er ofureinfalt.
David Krieger friðarsinninn, sem er viðmælandi Daisaku Ikeda í þessari þýddu grein sem hér birtist, tók ákvörðun að aldrei, aldrei, myndi hann taka þátt í að drepa, og minntist hann þá hryllingsins sem varð þegar sprengjunum var varpað yfir Hiroshima og Nagasaki sem varð byrjun kalda stríðsins.
Hann og þeir sem á þeim tímum höfnuðu herþjónustu í Bandaríkjunum voru kallaðir bleyður og óþjóðræknir. Ákvörðun hans að aldrei hreyfa við vopni þýddi fangelsisvist. Við hér á landi, 70 árum seinna, erum skuldbundin alþjóðasáttmálum sem fela í sér hernað, og erum við þess vegna eins og í gíslingu stórveldanna þegar kemur að valdníðslu og yfirgangi í garð annarra þjóða. Dæmin eru ótalmörg - og getur hver sem er skoðað þau en ekki verið farið nánar út í þau hér.
Þessi veruleiki byggir ekki á meðvitaðri stefnu heldur erum við, hér á Íslandi, föst. Er það skýra stefnan sem Björn Bjarnason heldur fram að íslensk stjórnvöld vilji beita? Hvað varð eiginlega um fullveldið? Og hvenær ætlum við að vakna af þessari svefngöngu? Sáttmáli SÞ, sem var undirritaður 07.07.2017 og á þátt í að ICAN fékk friðarverðlaun Nóbels hálfu ári seinna 10.12. 2017, er stórkostlegt skref fram á við.
Við öll höfum verk að vinna í samvinnu með öllum þjóðum og ICAN gegnir þar lykilhlutverki.
Eftirfarandi þýdd grein er friðarsamtal þessara tveggja einstaklinga, sem ævilangt hafa beitt sér fyrir að þjóðir nái saman og lifi í friði. Þeir tveir eru Daisaku Ikeda, Soka Gakkai International, og David Krieger stofnandi Peace Foundation í Kaliforníu (Santa Barbara). Samtalið byggir á vitneskju þeirra hörmunga sem urðu þegar atómsprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki sem varð byrjun kalda stríðsins. Hér er líka greint frá þeim yfirgengilega villandi hugsunarhætti; að eign kjarnorkuvopna tryggi frið og þeir tveir Ikeda og Krieger, færa rök fyrir orsakasamhenginu sem hvert mannsbarn skilur; að þessu horfir í raun alveg öfugt við. Kjarnorkuvopn og eign þeirra leiðir til meira óöryggis ... horfum aðeins á heiminn í dag og hvernig hann lítur hann út. Afleiðingar stríðsátakanna í Japan hafa fylgt heimsbyggðinni, má segja, í þau 70 ár frá því að atómsprengjunum var varpað.
Þetta er ósýnileg ógn og því ómetvituð, því þessi vitneskja er ekki liður í menntun á Vesturlöndum. Og ekki heldur í Bandaríkjunum eða Japan, ef út í það er farið.
Þessi þýðing er til þess fallin að ráða bót hér á og líka þeirri gapandi óvissu þannig að unga fólkið og börnin okkar nái að efla umræðuna; að aldrei megi nokkuð álíka endurtaka sig eins og það sem gerðist þegar Bandaríkjamenn vörpuðu atómsprengjunum yfir þessar tvær japönsku borgir.
Greinin birtist fyrst í japanska blaðinu Seikyo Shimbun 12.08.2001, (dagblað í Soka Gakkai - samtalið síðan þýtt á ensku).
----
Dr. David Krieger, forseti Friðarstofnun Kjarnorkualdar (New Age Peace Foundation) í Santa Barbara, Kaliforníu.
Þyrftu stjórnmálamenn sjálfir að berjast í stríðum
yrði fundin önnur leið.
Friður er ekki auðvelt, segja þeir. Það er stríð sem er of
auðvelt —
Of auðvelt að hagnast á, of auðvelt að trúa að ekki sé annað
val, of auðvelt að fórna börnum annarra.
(Úr „War is too easy“, eftir Dr. David Krieger)
Andleg lömun (Spiritual Paralysis).
Fólk getur þegar svo er komið vanist jafnvel því versta sem hugsast getur eins og jafnvel öfgakenndustu aðstæður séu eins og ekkert sé að.
Samkvæmt tölum eru um 30.000 kjarnorkuvopn í heiminum. Árið 1945 var í fyrsta skipti í sögunni slíkum vopnum varpað yfir Hiroshima og Nagasaki. Allt líf bæði menn og allt lifandi gleyptist þar í ólýsanlegri skelfingu. Fjöldi stríðshausa í dag er 300 þúsund sinnum margfalt öflugri hvað varðar eyðileggingarafl miðað við þessar fyrrum tvær sprengjur. Nægilegt afl til að eyða tífallt öllu mannkyni.
Röð hrottalegra mistaka
Þar að auki hafa orðið hrein mistök tengd kjarnorkuvopnum. Samkvæmt skýrslu Greenpeace 1950 - 1993 kemur fram að fimmtíu og einn kjarnorkustríðshaus á vegum Bandaríkjanna og Rússlands hafa sökum slysni horfið á höfum úti og ekki fundist aftur. Meðal þessara atvika var sprengja (thermonuclear bomb) árið 1965 sem sökk 300 km út frá strönd Okinawa í Japan.
Auðvitað, og eftir því sem kjarnorkuvopnum fjölgar aukast hættur á mistökum - þar með talið hætta á að hryðjuverkamenn komist yfir slík vopn.
1979 barst ranglega sú tilkynning til yfirstjórnar Bandaríkjahers að Rússar væru að undirbúa „full-scale“ eldflaugaárás á Bandaríkin. Undirbúningur mótaðgerða lét þar ekki standa á sér. Mistökin uppgötvuðust til allrar hamingju strax, en engu að síður voru hörmungar aðeins hársbreidd frá heimsbyggðinni. Ári seinna kom samskonar röng aðvörun. Í því tilviki var um að ræða tölvugalla.
Fyrrum forseti Sovjet, Mikhail Gorbachev, og ég höfum átt fleiri friðarviðræður, og erum við alfarið sammála, að mannkynið hefur ekki þörf fyrir kjarnorkuvopn. Hvað var það sem mótiveraði Gorbachev að gerast talsmaður um kjarnorkuvopnaafnám? Þegar Gorbachev varð æðsti leiðtogi Sovétríkjanna, sá hann að í hinum ýmsu stjórnkerfum gætu leynst gallar sem orsakað gætu virkni kjarnorkuvopna! Það er aðeins hrein heppni, að ekki hafa fyrir slysni orðið kjarnorkuvopnaárásir.
Í átökunum á Kúbu og í Víetnam stríðinu kom notkun eldflauga til tals. Raddir hafa heyrst að lönd eins og Indland og Pakistan séu ógnvænlega nálægt því að beita kjarnorkuvopnum á hvert annað, og vafalaust eru fleiri tilvik án vitneskju almennings þar sem kjarnorkuvopn koma við sögu. Fyrir billjónir manna er þetta spurningin um að lifa af. Af hálfu stjórnmálamanna, engu að síður, sem þýðir hervaldið o.ö. háttsettum er reynt að halda þessum upplýsingum leyndum.
Þeir sem hafa komið mannkyni í þessa stöðu halda því fram að „Kjarnorkuvopn tryggi frið“. Þetta er kenningin um kjarnorkuvarnir (deterrence) sem fylgjendurnir líta á sem „frið“, sem er þegar andstæðingar beina gjöreyðileggingarvopnum á háls hvers annars þar sem hvorugur getur hreyft sig. Þetta er eins og að hrista hönd manns um leið og með hinni hendinni að stinga byssukjafti milli rifbeina hans. Geta leiðtogar þjóða sem aðhyllast kaup á ofbeldi sem þessu, miðlað til samborgara og barna sinna, að ofbeldi, og að drepa er rangt - en eftir sem áður ætlast til að vera trúverðugir? Þvílík hræsni! Þvílíkt siðleysi!
Ég kalla þetta „kjarnorkusmitið“ á mannsandanum.
Að læra af Hiroshima og Nagasaki
Dr. David Krieger forseti friðarstofnunar kjarnorkumála - Nuclear Age Peace Foundation, í Santa Barbara, Kaliforníu, hefur helgað sig málstaðnum sem er kjarnorkuafvopnun. Í skóla, og sem Bandaríkjamanni var honum kennt að stríðinu við Japan hafi tekist að ljúka vegna atómsprengjanna sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki.
Alinn upp í í slíku umhverfi, hvernig atvikaðist það að hann fordæmir kjarnorkuvopn? Það gerðist í kjölfar ólýsanlegs áfalls 1963 að hann 21 árs ungur maður varð fyrir þegar hann heimsótti Hiroshima og Nagasaki. Heimsóknin leiddi til mikilla innri átaka þar sem andstaða hans varð til við kjarnorkuvopn eins og allt ofbeldi yfirleitt. Árið 1998 heimsótti hann þessar tvær borgir aftur í fyrsta skipti eftir 35 ár. Það var heimsóknin á Nagasaki Atómsprengjusafnið að hann skyndilega staðnæmdist og sama sýnin við einn sýningarskápinn og meira en þremur áratugum áður blasti við. „„This is it“ – hingað og ekki lengra. Sú sjón sem blasti við var það sem gerði það að verkum að ég tók afstöðu með friði.“ Inn í glerskápnum var vegna ólýsanlegs hita frá atómsprengjunni bráðnuð mannshendi.
Staðreyndir, og líka að þeim sé miðlað rétt er mikilvægt. Við í SGI (Soka Gakkai International) höfum haldið áfram að kynna heiminum sýninguna um andstöðu við kjarnorkuvopn. Kjarnorkuvopn: Ógn við Heimsbyggð. „Nuclear Arms: Threat to our World“ og Stríð og Friður. „War & Peace“. Á síðasta ári kom friðarstofnun Dr. Krieger á fót sýningu, styrkt af Bandaríkjunum, Message of Peace: Farandsýning á vegum tveggja friðarsafna frá borgunum tveimur; „Hiroshima/Nagasaki Exhibitions“.
Skyldurækinn mótmælandi
Aftur til Bandaríkjanna að vinna fyrir friði, tók ungur Dr. Krieger að undirbúa þátttöku í friðarhreyfingunni „Peace Corps“. Í ljós kom þá að hann hafði verið kallaður í herinn í „army reserves“. Það mun hafa verið 1968 þá er hann var í námi við Háskólann á Hawaii og sem sagt þá kallaður í herþjónustu hjá „U.S Army Reserve´s 100th Battalion/44 Infantry“. Hinum megin við Kyrrahafið dróst Víetnamstríðið á langinn. „Skyndilega þá var ég orðinn liðsforingi í hernum – partur af stríðshervélinni. (The military machine),“ minnist hann. „Af líkama og sál, var ég á móti hernaði og ég vissi að í stríði mundi ég aldrei taka þátt.“
Dr. Krieger gerðist mótmælandi (conscientious objector). Og frá og með þeirri yfirlýsingu neitaði hann að hreyfa við vopni og hófst þar með viðureign hans við herinn. Ef nauðsynlegt væri færi hann í fangelsi. Þetta var á þeim tímum þegar þeir sem höfnuðu herþjónustu voru sagðir bleyður og óþjóðræknir. Dr. Krieger sætti gagnrýni margskonar (engin eins og kona hans Carolee skildi sannfæringu hans og stóð hún staðföst við hlið hans).
Herinn neitaði alfarið að skrifa undir stöðu unga friðarsinnans sem „skyldurækins mótmælanda“ og leitaði hann þá réttar síns hjá dómstólum (US Federal Court). Ef hann yrði fundinn sekur, færi hann í fangelsi, sem hann kaus frekar en tilhugsunin um að drepa víetnamska borgara. Að lokum fékk Dr. Krieger frelsið frá hernum þegar einingin sem hann tilheyrði var gerð óvirk og hann þar með leystur af.
Frá þeim degi hefur hann helgað lífi sínu baráttunni fyrir friði.
Von er eigið val
Á þeim sama degi 26. febrúar 1998 voru ekki orð til að lýsa bláum himninum yfir Okinawa í Japan. Sólin svo sterk að það var eins og að Okinawa sumarið væri þá þegar komið. Þarna hittumst við David og Carolee Krieger á Okinawa miðstöðinni hálfu ári eftir fyrri fund okkar á Soka Gakkai friðarheimstónleikahátíðinni í Kanagawa héraði í Japan.
Fyrir utan gluggann, var heiðblár himininn og spegilgljáandi sjórinn – ekki eitt ský sýnilegt. Þetta var þvílík sýn svo dæmigerð fyrir Okinawa. Mín skoðun er sú, sagði Dr Krieger, „að hægt er að velja á milli örvæntingu, kaldhæðni eða reiði. En aðeins þegar við veljum vonina munu bláir himnar, blá höf, og ný veröld birtast.” Þarna var það sem við ákváðum, Dr Krieger og ég að gefa út viðræður okkar með fyrirsögninni Kibo no Sentaku (Veljum vonina).
Kalda stríðs hugsunarháttur
Á árunum eftir Kalda stríðið, skynjaði ég yfirvofandi hættu vegna greinilegs áhugaskorts almennings á ógninni sem stafar af kjarnorkuvopnum. Það var eins og að sú staðreynd, að þessi ógn væri ennþá yfirvofandi skipti ekki máli. Það má segja að á heimsvísu, þegar Kalda stríðinu lauk varð einhverskonar tímabundinn léttir. Kjarnorkuöldin og Kalda stríðs tímabilið virtist vera eitt hið sama, en það sem gerðist var, að kjarnorkuöldin hélt áfram þrátt fyrir að Kalda stríðinu lauk – Kalda stríðs hugsunarhátturinn hvarf ekki, heldur hélt áfram – vanahugsunin „Cold War thinking“ hafði ekki breyst. Tímaandinn fylgdi ekki eftir þrátt fyrir meiri þekkingu. Hafði mannkynið glatað gullna tækifærinu að afnema kjarnorkuvopn?
Tímum okkar má líkja við fólk sem býr í húsi sem þarfnast verulegra endurbóta. Skyndilega efnast íbúar hússins, en í stað þess að ráðast í endurbætur á dvalarstaðnum þá er aðeins ráðist í að mála að utan. Með öðrum orðum, eftir langan tíma yfirvofandi hættuástands, varð okkur skyndilega til blessunar lok Kalda stríðsins. En eftir sem áður, og í stað þess að losa okkur alfarið við hættuna sem stafar af kjarnorkuvopnum, þá hefur einungis átt sér stað eins og í – fegurðarskyni – lítils háttar fækkun kjarnorkuvopna.
Ennfremur, segir Dr. Krieger, höfum það hugfast, að upplausn Sovétríkjanna hefur í raun gert ógnina af völdum kjarnorku meiri. „Heimsbyggðin er á krossgötum,“ heldur hann áfram, „þar sem við annaðhvort afnemum kjarnorkuvopn ellegar munu þau breiðast út til enn fleiri ríkja og mögulega til hryðjuverkamanna.“
Frá menningu ofbeldis til menningar friðar
Ríki án kjarnorkuvopna mættu líta á kjarnorkuútbreiðslu með eftirfarandi hætti: Af hverju ættu ríki með kjarnorkuvopn að vera með á sínu valdi einkaleyfi gjöreyðileggingar? Og slíkt vald, hvernig hefur það orðið til? Þar að auki, ef fullyrðingin að kjarnorkuvarnir (deterrence) tryggi frið, og í þágu friðarvarna, því ættu þá ekki önnur ríki alveg eins að vera með þessi vopn? Slík rök sjálfshyggju, að þessi vopn tryggi frið, leiðir sífellt og í auknum mæli til meiri útbreiðslu á þeim. Dæmi um þetta eru kjarnorkutilraunirnar í Pakistan og á Indlandi.
Með öðrum orðum, kjarnorkuvopn verður að afnema, ellegar, verðum við að horfast í augu við mikla áhættu vegna frekari útbreiðslu þeirra. Annaðhvort leggjum við bann á kjarnorkuvopn fyrir fullt og allt, eða að okkur, mannkyni, verður útrýmt.
Fækkun kjarnorkuvopna er auðvitað mikilvægt og skref í réttu áttina. En þetta er takmarkað og dugar ekki nema að markmið okkar sé algjört afnám. Það dugar skammt að fækka. Hvers vegna?
Dæmi: Segjum að áfengisflaska sé tekin af áfengissjúklingi, varla er það nema aðeins tímabundið? Það þarf að hjálpa að takast á við sjálfan áfengisvandann því ef ekki mun sjúklingnum fljótt takast að ná í áfengi.
Varðandi afnám kjarnorkuvopna er engin önnur lausn en að ráða bót á ríkjandi menningu ofbeldis. Að á meðal þjóða verði sóst eftir lækningu á því að vera háð vopnum ofbeldis.
Sumir fullyrða að þó svo að kjarnorkuvopn hverfi muni tæknin sem framleiðir vopnin ekki hverfa. Alltaf verði einhverjir sem brjóti reglurnar, alveg óháð og því sé algjört afnám ekki raunhæft.
Þó að framleiðsla efnavopna, eins og kjarnorkuvopna muni ekki hverfa, er það að fela efnavopn miðað við kjarnorkuvopn margfalt auðveldara. Þá hefur alþjóðasamfélagið lagt aljört bann á efnavopn.
Með þessu verður strangt eftirlit nauðsynlegt. Hvar sem þekking og tækni er þá eru það ávallt ríkjandi samfélagsgildin sem stjórna ferðinni. Sem þýðir, að þó svo að þekkingin að framleiða eitthvað sé fyrir hendi þarf það ekki að verða.
Dr. Johan Galtung, sá kunni friðarrannsakari norski, líkir með eftirfarandi: Þegar egypsku pýramídarnir voru byggðir var það þeirra tíma hápunktur tækninnar. Mundi nokkrum detta í hug að byggja pýramída í dag? Á sama hátt, þegar tími friðarmenningu ríkir, verður vafalaust litið til baka á tímabil kjarnorku sem vitfirringu ... eitthvað álíka og fyrri alda nornaveiðar.
Það eru úrslitakostir þess vegna, ekki aðeins að hverfa frá kjarnorkuvopnum, heldur stríðskerfinu öllu. Við verðum að hverfa frá stríðsmenningu til menningu friðar. Með tilvist þessarar ógn má spyrja hvort að mannfólkið geti kallast mennskt.
Fyrir suma er samasemmerki með þjóðarstolti (material prestige) og eignarhaldi kjarnorkuvopna. Það er mikilvægt að vitund þjóða eflist þannig að litið verði á að eign kjarnorkuvopna sem skammarlegt fyrirbæri og að hætta lífi annara tákn um skrælingjahátt. „Áskorunin er því að hvetja til breyttrar skynjunar og hugsunar. Að fókusinn verði á innsæi og líf í stað efnishyggju og ósiðsemi.“
Fyrirmyndin er sú mikla hvatning þegar óhræddar konur í Bandaríkjunum og á Filippseyjum (the Power movement) mótmæltu stríði með því að rétta blóm í áttina að vopnuðum hermönnum.
Fjármagn ætlað hervæðingu fari í betri farveg
Kennslumiðstöð Soka Gakkai (SGI) í Okinawa, Japan er á svæði þar sem áður var kjarnorkueldflaugavöllur staðsettur. Þarna vildi ég sjá miðstöð með skilaboðum um frið. Sýna fram á að breyttur hugsunarháttur getur orðið til 180 gráða breyttum heimi.
Lítum á kostnað í sambandi við hernað. Samkvæmt aðeins einum útreikningi hafa Bandaríkin eytt $5.8 trilljónum Bandaríkjadala í kjarnorkuvopn í þau 56 ár sem eru liðin (1940-96). Það væri hægt að ná tunglinu og næstum til baka með þessum dollaraseðlum uppröðuðum.
Árlega er hernaðarstilkostnaður á heimsvísu $ 1 trilljón. Til samanburðar mundi kostnaður vera $ 8 á ári að kenna hverjum og einum af þeim 275 milljónum barna sem ólæs eru í heiminum að lesa og skrifa. Sem svarar því sem á þrem dögum fer í hernað.
Til þess að eyða bólusótt varði Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) $313 milljónum ígildi þriggja klukkustunda af því sem eytt er á jörðinni í hernað.
Sjóður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vill safna $ 207 milljónum til þess að forða börnum frá hungursdauða, smitsömum sjúkdómum og skyldugri herþjónustu. Samsvarandi tveimur stundum af því sem eytt er í hernað í heiminum á ári.
Vinkona mín, framtíðarfræðingurinn (futurologist) Hazel Henderson skrifar í bók sinni „Paradigms in Progress: Life Beyond Economics“: Ef aðeins í 10 ár einvörðungu, 1/4 af því sem á heimsvísu fer í hernað í staðinn væri helgað vandamálum heims sem er fátækt, fjölgun jarðarbúa og eyðileggingin á umhverfinu, væri úr öllu hægt að bæta. Er þetta ekki, spyr ég, besta hugsanlega tryggingin? Hún segir að ef aðeins 0.25% — að ef þessum mikla kostnaði ígildi 22 klukkustunda væri lagt til ráðstöfunar væri hægt að bjarga 250.000 börnum frá sjónleysi, og með því að bólusetja að koma í veg fyrir 607 milljón dauðsföll barna.
Með þessum tölum má slá föstu hjá mannkyni að skortur er á vitsmunum. Nú er nóg komið. Það er komið að því að hætta að eyða í að deyða og í staðinn verði fjármagn nýtt til að efla líf! Það verður að hverfa frá hagfræði hernaðar yfir í hagfræði mannúðar.
Kjarnorkuvarnir — Hugsunarvilla
Hér er ekki aðeins sóun á peningum. Dr. Krieger bendir á að þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, þá störfuðu meira en helmingur allra eðlisfræðinga í heiminum við hernaðarrannsóknir. Hvað var það sem öll þessi þessi uppsafnaða atorka, fjármagn, þekking og tækni síðan leiddi til? KJARNORKUVOPN, margfalt öflug til að gereyða öllu mannkyni: Þvílík heimska! Þvílík ótrúleg sóun á mannauði! Varðandi svokallað öryggi kjarnorkuvopna og til þess að réttlæta þessa gígantísku heimsku hafa margvíslegar kenningar, erfiðar og flóknar verið settar fram: „Sveigjanleiki“ (flexible response), „gagnkvæm eyðilegging“ (mutual assured destruction) og að „koma í veg fyrir útbreyðslu“ (non-proliferation). Engu breytir að þetta allt er innantómt þvaður - sama hvaða rökum er beitt.
Hafa kjarnorkuvopn virkilega komið í veg fyrir stríð? Staðreyndin er að á kjarnorkuöldinni í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðustu, hafa verið háð 150 stríð þar sem 25 milljónir manna hafa látið lífið. Hversu margir í viðbót þurfa að láta lífið til að það þyki sannað að kjarnorkuvopn koma ekki í veg fyrir stríð? Og hvað með þau hundruð þúsunda sem í varnarleysi urðu fórnarlömb geislavirkni og eitrun vegna kjarnorkutilrauna?
Fólk í fyrirrúmi
Í kjarnorkuráðgátuna og kenninguna um varnir í tengslum við kjarnorku er ekki ætlun mín að kafa djúpt í. Ekki tel ég það heldur nauðsynlegt. „Eitt af þeim stóru vandamálunum sem í dag blasa við er að mál sem snúa að kjarnorkuvopnum eru oftast talin of flókin fyrir almenning, sem þess vegna láti ríkisstjórnum þau eftir,“ segir Dr. Krieger. Fræðimenn vita að sannleikurinn í þessu sambandi er frekar skýr og einfaldur.
Í langsóttri umræðunni sem hófst á tímum Víetnamstríðsins, lét sá kunni sagnfræðingur Arnold Toynbee, hafa eftir sér að þegar flókin pólitísk mál eru annarsvegar, þá liti hann alltaf til lausna út frá sjónarmiði mannúðar. Hvað Víetnam varðar, sagði hann, var fyrsta hugsunin alltaf víetnamska fólkið og að þjóð þeirra var orðin að vígvelli stríðsátaka. Eftir að landið sameinaðist þá kom hjá honum öll hugmyndafræði í öðru sæti.
Er ekki hægt að styðjast við það sama í baráttunni fyrir því að kjarnorkuvopn verði afnumin?
Ef líf manna er skoðað út frá sjónarmiði mannúðar, þá er hægt að sjá hugsunarvilluna sem lítur að kenningunni um að kjarnorkuvarnir (deterrence) og að friði annarra þjóða sé ógnað á sama tíma. Það liggur ljóst fyrir að þetta er forkastanleg staðhæfing af hálfu þeirra ríkja sem eru með kjarnorkuvopn. Eins og það að reyna að viðhalda eigin þjóðaröryggi og að halda heimsbyggðinni í gíslingu fari saman.
Nuchi du takara — „Dýrmæti lífs“, Dr. Krieger samþykkti brosandi þegar ég kom með þetta brot af hugvísu frá Okinawa um helgi lífs.
Japan leiðandi í baráttunni um afnám kjarnorku
Íbúar Hiroshima og Nagasaki mótmæla kjarnorkuvopnum – sem byggir á djúpstæðri sannfæringunni að hlúa eigi að öllu lífi (preciousness of life).
„Ég efa að nokkur önnur þjóð sé eins mikið og Japanir mótfallnir hverskonar kjarnorkutilburðum,“ segir Dr. Krieger. Engu að síður, harmar hann: Þá er ógerlegt fyrir japönsk stjórnvöld að í senn viðhalda tryggð við bandarísk stjórnvöld og um leið japönsku þjóðinni. Japanska stjórnin virðist standa í þeirri trú að bandaríska kjarnorkuhlífin auki japanskt öryggi. Á meðan staðreyndin er, að þetta gerir japönsku þjóðina meðseka í ógninni að gereyðileggja heilu borgirnar á sama hátt og Hiroshima og Nagasaki.
Borgarstjórarnir í Hiroshima og Nagasaki hafa farið fram á að öll kjarnorkuvopn jarðar verði afnumin. Japanska stjórnin sinnir engum beiðnum, er áfram strengjabrúða Bandaríkjanna.
Í mínum huga er afstaða Japans óásættanleg; og ætti að krefjast þar að stjórnin taki mið af óskum almennings. Takist að verða að kröfum og breyta afstöðu þeirra sem ráða, mundi þetta um leið verða sterkur áhrifavaldur gagnvart Bandaríkjastjórn. Ég vona að japanska þjóðin verði ráðandi afl þegar kemur að slíkum kröfum vegna þess líka, að þetta yrði mikil hvatning fyrir Bandaríkjamenn í eigin landi.
Ef Bandaríkin breyta kjarnorkustefnu sinni, þarf ekki að efa að heimurinn fylgir eftir.
Þjóðaröryggi Asíubúa
Nágrannaþjóðir Japans trúa einart að sprengjurnar á Hiroshima og Nagasaki hafi orðið til að stríðinu lauk; að Japönum hafi verið hlíft þrátt fyrir að ráðast inn í löndin í kring. Þessi afstaða hefur ollið mikilli fyrirstöðu í baráttunni fyrir banni á kjarnorku í heiminum.
Ef Japanir eigi að geta verið í forystu um afnám kjarnorkuvopna er nauðsynlegt að horfast í augu við ábyrgðina sem árásirnar á aðra Asíubúa eru. Enn frekar, þá létu hér um það bil fjörtíu þúsund Norður- og Suðurkóreubúar lífið í atómsprengjunum á Hiroshima og Nagasaki. Margir hverra meðal þeirra höfðu upprunalega komið til þessara borga sem ófrjálst vinnuafl. Eftir skelfingarnar af hryllilegum afleiðingum kjarnorkunnar þá biðu jafnvel enn verri hörmungar. Þeir sem voru af kóreskum uppruna hlutu síðastir aðstoð. Á atómsprengjusafninu í Nagasaki er ljósmynd þar sem kráka er að kroppa í yfirgefið lík; nístandi vitnisburður um þessa hörmulegu aðgreiningu á fólki. Ég tók eftir að við þessa mynd staldraði Dr. Krieger íhugandi lengi við.
Þvílík hörmung! Aðgreining sem þessi á milli lífs og dauða og jafnvel eftir á! Aldrei megum við Japanir gleyma örvæntingargrátinum sem kvall yfir skrælnuðum jörðum Hiroshima og Nagasaki. Okkur verður að öðlast kjarkur til að standa augliti til auglits við þetta, því þá fyrst munu skilaboðin um frið frá Hiroshima og Nagasaki ná nágrönnum okkar í Asíu og síðan í kjölfarið til annara heimshluta.
Á sama hátt og margir Japanir mundu helst ekki vilja kannast við fyrrum grimmd þjóðar sinnar gagnvart öðrum Asíuþjóðum þá eru sprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki þyrnir í augum margra Bandaríkjamanna, eitthvað sem þeir mundu helst vilja gleyma. Lútandi höfðinu að fórnarlömbum atómsprengjanna Dr. Krieger mælti að sem Bandaríkjamanni, væri ósk hans að biðjast einlægrar fyrirgefningar á því sem þarna átti sér stað og hann kallaði „glæp gagnvart mannkyni“.
Kjarnorkuvopn - Brot á alþjóðalögum
1982 stofnaði Dr. Krieger Friðarstofnun Kjarnorkualdar í Santa Barbara, Kaliforníu (the Nuclear Age Peace Foundation). Hann átti frumkvæðið að „Afnám 2000 Herferðinni“ og hefur verið virkur þátttakandi í félagssamtökum án ríkisstjórna (NGO - Non Governmental Organisations) sem vinna að afnámi kjarnorkuvopna.
Í tillögu minni í júní 1982 til SÞ um afnám (Second Special Session of the United Nations General Assembly on Disarmament) hvatti ég ríki án kjarnorkuvopna að sameinast og um leið að alþjóðlegt friðarnet milli Bandaríkjanna og Sovét yrði til. Þessu sama markmiði hefur Dr. Krieger og stofnun varið tíma sínum í.
Þá er Dr. Krieger stjórnandi stefnumótunar MPI (Middle Powers Initiative) Málsvarshópur um afnám kjarnorku. Á síðasta ári, með stuðningi frá ríkjum án kjarnorkuvopna gengdu MPI samtökin í fyrsta skipti mikilvægu hlutverki að tryggja skuldbindingu ríkja sem eru með kjarnorkuvopn að afnema þau.
Alþjóðaréttardómstóllinn í Haag úrskurðaði árið 1996 að samkvæmt alþjóðalögum er ógn eða notkun á kjarnorkuvopnum óleyfileg. Yfirlýsing þess úrskurðar kostaði Dr. Krieger mikla vinnu.
Að lokum, eins og Dr. Krieger skýrir frá, eru ástæðurnar sem liggja að baki að vera á móti kjarnorkuvopnum margar. „Þau eru óleyfileg, ólýðræðisleg, óhemju kostnaðarsöm og þau draga úr - frekar en að auka öryggi. Mikilvægast að mæla á móti kjarnorkuvopnum er - að í grundvallaratriðum eru þau siðlaus.“
Að kjarnorkuvopn hafi ekki verið afnumin, þá er meginorsökin áhugaleysi þeirra ríkja sem eru með kjarnorkuvopn. Þegar hinsvegar um ræðir vaxandi hagvöxt þá eru leiðtogar heims fljótir að koma saman. Strax þegar ræða þarf mál sem snúa að kjarnorkuvopnum þá skortir greinilega pólitískan vilja.
Hvað hefur áhrif á pólitískan vilja? Almenningsálit. Þetta óhemju hernaðarapparat (military industrial - academic complex) sem virkar að því er virðist eins og óhagganlegt, er aðeins til vegna þess að hver einasti þjóðfélagsþegn sættir sig við stöðu mála. Eina leiðin að breyta, segir Dr. Krieger, er þess vegna, að hafa áhrif á skoðun almennings. Nauðsynlegt er að hnattrænt netverk fólks verði til um vopnaafnám kjarnorku. „Ef alþýða manna myndar samstöðu munu stjórnmálamenn fylgja eftir,“ segir hann.
Samstilling alþýðunnar verður nýja stórveldið á 21. öldinni.
Þjóðernishyggja stigmagnar ofbeldi
Í seinni tíð hefur orðið stigmögnun ógnvekjandi glæpa í japönsku samfélagi. Ástæðuna tel ég vera sívaxandi þjóðernishyggja og Dr. Krieger leggur áherslu á: „Menning þar sem menntun er innblásin af hernaði og þjóðernishyggju, það er menning á villigötum.“
Sýn þjóðarhyggju er að fólkið þjóni þjóðinni, frekar en þjóðin vinni að hagsæld fólksins og heildinni allri. Í því skyni að þjóðarhagur aukist má fórna lífum annara þjóða og lífi eigin þjóðarþegna. Ekki að undrast þó að hjörtu kulni og ofbeldi aukist meðal þjóða þar sem gagnvart lífi slík vanvirðing þrífst. Þeir sem hvetja til hugarfars þjóðarhyggju þurfa að svara fyrir margt.
Dr. Krieger heldur áfram:
„Eina menntunin sem er einhvers virði, er að fræða ungt fólk um helgi lífs - gjöf sem nálægt sex billjónir manna og annara lifandi tegunda á jörðinni deila með sér. Með því skilja helgi lífs verður til sameiginleg þörf að næra og vernda það sem er.“
Friður mun komast á þegar ungu fólki er kennt að lofa hollustu ekki aðeins þjóð sinni heldur mannkyni. Sér í lagi lofar Dr. Krieger ungmennadeild Soka Gakka sem studdi Afnám 2000 átakið (Abolition 2000 Campaign) um afnám kjarnorkuvopna. Ekki aðeins vegna þeirra þrettán milljóna undirskrifta sem söfnuðust heldur vegna þeirrar mikilvægu lexíu að sjálfur drifkrafturinn í söfnuninni, var hnattvæðingin um afnám. Söfnun undirskrifta gefur til kynna samstilltan kór þrettán milljóna manneskja sem krefjast: „Afnám kjarnorkuvopna núna!“
Að sá fræjum friðar, vonar og hugrekkis
1997 á fundi okkar í Kamagawa báru Dr. Krieger og kona hans sólblómafræ og sólblómanælur á fötunum. Hvers vegna sólblóm?
Af sólblómafræjum vaxa sólblóm. Í júní 1996, í Úkraínu, þegar haldið var upp á lok samkomulags um afnám á kjarnorku komu varnarmálaráðherrar Bandaríkja, Rússlands og Úkraínu saman á svæði þar sem áður hafði verið miðstöð kjarnorkueldflauga. Síðan hafa sólblóm verið táknmynd hreyfingarinnar um kjarnorkuvopnaafnám. Blómin tákna líf á móti dauða kjarnorkuvopna. Blómin eru von fyrir mannkyn ekki vantraust meðal fólks sem kjarnorkuvopn ýta undir.
Ef að sólblómafræjum er sáð vaxa sólblóm. Ef sáð er fræjum ofbeldis, verður ofbeldi. Úr fræjum ofbeldis verða aldrei ávextir friðar. Fjölgun hergagna mun aldrei færa frið meðal okkar. Þess vegna verður við að sá fræjum friðar, fræjum vonar og fræjum hugrekkis sem vekur upp sannfæringuna að heiminum verði hægt að breyta. Við verðum að sá fræjum hugsjóna sem blása í brjóst trúnni á betra mannfélag.
Við ætlum aldrei að gefa eftir og við munum heldur aldrei gefast upp. Friður er það sem skilur á milli vonar og uppgjöf, á milli máttleysis og trúnni á að þér takist.
Sama hvaða hindranir eru á veginum þá er alltaf bjart yfir dr Krieger. „Ég trúi á fólk. Ég trúi á mannkyn,“ segir hann.
Einhverntíma verður það öðruvísi
Einhverntíma kennum við börnum
okkar að
ekki drepa heldur
búa yfir hugrekki
lifa saman í friði, standa föst
fyrir réttlæti,
segja nei við stríði.
Þangað til að við innrætum börnum frið
mun hrottaleg stríðsmaskínan halda áfram.
(„Stríð er of einfalt“ eftir Dr. David Krieger)
Þýðing: Bergljót Kjartansdóttir (myndlistarkona)
Art of Living - nóvember 2001 bls. 17-23.
----
Eftirmáli
Árið 1982 stofnaði Dr. Krieger Friðarstofnun Kjarnorkualdar í Santa Barbara, Kaliforníu (the Nuclear Age Peace Foundation). Hann átti frumkvæðið að „Afnám 2000 Herferðinni“ og hefur verið virkur þátttakandi í félagssamtökum án ríkisstjórna (NGO - Non Governmental Organisations) sem vinna að afnámi kjarnorkuvopna.
Daisaku Ikeda hefur árlega frá 1980 birt friðartillögu (Peace Proposal) Þau skrif má nálgast á heimasíðu SÞ. Þá verður ICAN sem sagt með hliðarfund í tengslum við fund Nato í Reykjavík 29.10.- 30.10. ICAN samanstendur af meira en 100 friðarhreyfingum á heimsvísu. ICAN hefur tekist að ná fram töluverðu síðan 2017. Með fundi Gorbashev og Reagan á Höfða árið 1986 lauk kalda stríðinu og með ICAN í fararbroddi verði hægt að efna til næsta friðarfundar á Höfða. Þessar umleitanir skapa stórkostleg tækifæri fyrir okkur hér á Íslandi.
Við þurfum að fá forystumenn þjóða aftur að samningaborðinu á Höfða. (Ákjósanlegt hefði verið að þetta hefði gerst á fullveldisárinu). Samningurinn um afnám er í mótun. Samningurnn er sumsé til og hann þarf þróa áfram eins og alla samninga. Það er enginn ágreiningur um leiðir og það eru heldur engin rök að aldrei muni nást samkomulag því of mikið sé í húfi. Leiðin er afnám kjarnorku og að þessi ákvörðun sem er friðarleið verði tekin á Höfða.
Ég er engin þjóðernissinni en Ísland hefur hlutverki að gegna vegna sögu og einstakrar náttúru. Að öll þau ríki sem eiga kjarnorkuvopn komi að borðinu á Höfða og tali saman með því markmiði að skapa sátt og frið.
Þetta er alls ekki ógerlegt við viljum öll frið allt annað er heimska en það er líka hægt að skipta um skoðun til hins betra - tala saman og þannig nálgast þungamiðju málanna. Það getur tekið fleiri en eina tilraun ekkert við það að athuga tíminn mun vinna með réttu ákvörðuninni og þróun friðarsáttmálans um algjört BANN ... ekkert minna. Þessu mun ljúka á þá leið að öllum kjarnorkuvopnum í heiminum verður eytt. Ég mundi líka vilja nýta einhvern netmiðilinn og fá fólk til þess að sameinast um framtíðarsýn okkar í sátt og samlyndi með öðrum þjóðum.
Mantra samtímans er: Nóg fyrir alla menntun, matur og húsaskjól. Alþjóðaréttardómstóllinn í Haag úrskurðaði 1996 að samkvæmt alþjóðalögum er ógn eða notkun á kjarnorkuvopnum óleyfileg. Að lokum, og eins og Dr. Krieger skýrir frá, eru ástæðurnar sem liggja að baki að vera á móti kjarnorkuvopnum margar. „Þau eru óleyfileg, ólýðræðisleg, óhemju kostnaðarsöm og þau draga úr - frekar en að auka öryggi. Mikilvægast af öllu er - að í grundvallaratriðum eru kjarnorkuvopn siðlaus.“
Þýðandi er CandPhil í myndlist í Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn og listmeðferðarfræðingur frá Bretlandi.