Friðarsamtal Dr. David Krieger og Dasaku Ikeda

Bergljót Kjartansdóttir þýðir viðtal Daisaku Ikeda við friðarsinnann David Krieger sem tók þá ákvörðun að aldrei myndi hann taka þátt í að drepa og minntist hann hryllingsins sem varð þegar sprengjunum var varpað yfir Hiroshima og Nagasaki.

Auglýsing

„Kjarn­orku­stefna íslenskra stjórn­valda er skýr,“ lét Björn Bjarna­son (Mbl. 15.12.17) hafa eftir sér í lok árs 2017. Þetta var þegar ICAN (Campaign to Abol­ish Nuclear Wea­pons) fengu afhent frið­ar­verð­laun Nóbels við hátíð­lega athöfn í Oslo.

Sér er nú hver skýra stefnan ... já, einmitt það þjóð í ánauð!! Við hér á landi viljum ekki her og við viljum ekki taka þátt í hern­aði. Ekki meira ofbeldi - nóg komið ... þetta er ofurein­falt.

David Krieger frið­ar­sinn­inn, sem er við­mæl­andi Daisaku Ikeda í þess­ari þýddu grein sem hér birtist, tók ákvörðun að aldrei, aldrei, myndi hann taka þátt í að drepa, og minnt­ist hann þá hryll­ings­ins sem varð þegar sprengj­unum var varpað yfir Hiros­hima og Naga­saki sem varð byrjun kalda stríðs­ins.

Hann og þeir sem á þeim tímum höfn­uðu her­þjón­ustu í Banda­ríkj­unum voru kall­aðir bleyður og óþjóð­rækn­ir. Ákvörðun hans að aldrei hreyfa við vopni þýddi fang­els­is­vist. Við hér á landi, 70 árum seinna, erum skuld­bundin alþjóða­sátt­málum sem fela í sér hern­að, og erum við þess vegna eins og í gísl­ingu stór­veld­anna þegar kemur að vald­níðslu og yfir­gangi í garð ann­arra þjóða. Dæmin eru ótal­mörg - og getur hver sem er skoðað þau en ekki verið farið nánar út í þau hér.

Auglýsing

Þessi veru­leiki byggir ekki á með­vit­aðri stefnu heldur erum við, hér á Íslandi, föst. Er það skýra stefnan sem Björn Bjarna­son heldur fram að íslensk stjórn­völd vilji beita? Hvað varð eig­in­lega um full­veld­ið? Og hvenær ætlum við að vakna af þess­ari svefn­göngu? Sátt­máli SÞ, sem var und­ir­rit­aður 07.07.2017 og á þátt í að ICAN fékk frið­ar­verð­laun Nóbels hálfu ári seinna 10.12. 2017, er stór­kost­legt skref fram á við.

Við öll höfum verk að vinna í sam­vinnu með öllum þjóðum og ICAN gegnir þar lyk­il­hlut­verki.

Eft­ir­far­andi þýdd grein er frið­ar­sam­tal þess­ara tveggja ein­stak­linga, sem ævi­langt hafa beitt sér fyrir að þjóðir nái saman og lifi í friði. Þeir tveir eru Daisaku Ikeda, Soka Gakkai International, og David Krieger stofn­andi Peace Founda­tion í Kali­forníu (Santa Bar­bara). Sam­talið byggir á vit­neskju þeirra hörm­unga sem urðu þegar atóm­sprengj­unum var varpað á Hiros­hima og Naga­saki sem varð byrjun kalda stríðs­ins. Hér er líka greint frá þeim yfir­gengi­lega vill­andi hugs­un­ar­hætti; að eign kjarn­orku­vopna tryggi frið og þeir tveir Ikeda og Krieger, færa rök fyrir orsaka­sam­heng­inu sem hvert manns­barn skil­ur; að þessu horfir í raun alveg öfugt við. Kjarn­orku­vopn og eign þeirra leiðir til meira óör­yggis ... horfum aðeins á heim­inn í dag og hvernig hann lítur hann út. Afleið­ingar stríðs­átak­anna í Japan hafa fylgt heims­byggð­inni, má segja, í þau 70 ár frá því að atóm­sprengj­unum var varp­að.

Þetta er ósýni­leg ógn og því ómet­vit­uð, því þessi vit­neskja er ekki liður í menntun á Vest­ur­lönd­um. Og ekki heldur í Banda­ríkj­unum eða Jap­an, ef út í það er far­ið.

Þessi þýð­ing er til þess fallin að ráða bót hér á og líka þeirri gap­andi óvissu þannig að unga fólkið og börnin okkar nái að efla umræð­una; að aldrei megi nokkuð álíka end­ur­taka sig eins og það sem gerð­ist þegar Banda­ríkja­menn vörp­uðu atóm­sprengj­unum yfir þessar tvær japönsku borg­ir.

Greinin birt­ist fyrst í jap­anska blað­inu Seikyo Shimbun 12.08.2001, (dag­blað í Soka Gakkai - sam­talið síðan þýtt á ensku).

----

Dr. David Krieger, for­seti Frið­ar­stofnun Kjarn­orku­aldar (New Age Peace Founda­tion) í Santa Bar­bara, Kali­forn­íu.

Þyrftu stjórn­mála­menn sjálfir að berj­ast í stríðum

yrði fundin önnur leið. 

Friður er ekki auð­velt, segja þeir. Það er stríð sem er of 

auð­velt —

Of auð­velt að hagn­ast á, of auð­velt að trúa að ekki sé ann­að 

val, of auð­velt að fórna börnum ann­arra.

(Úr „War is too easy“, eftir Dr. David Krieger)

And­leg lömun (Spi­ritual Para­lys­is).

Fólk getur þegar svo er komið van­ist jafn­vel því versta sem hugs­ast getur eins og jafn­vel öfga­kennd­ustu aðstæður séu eins og ekk­ert sé að.

Sam­kvæmt tölum eru um 30.000 kjarn­orku­vopn í heim­in­um. Árið 1945 var í fyrsta skipti í sög­unni slíkum vopnum varpað yfir Hiros­hima og Naga­saki. Allt líf bæði menn og allt lif­andi gleypt­ist þar í ólýs­an­legri skelf­ingu. Fjöldi stríðs­hausa í dag er 300 þús­und sinnum marg­falt öfl­ugri hvað varðar eyði­legg­ing­ar­afl miðað við þessar fyrrum tvær sprengj­ur. Nægi­legt afl til að eyða tífallt öllu mann­kyni.

Röð hrotta­legra mis­taka

Þar að auki hafa orðið hrein mis­tök tengd kjarn­orku­vopn­um. Sam­kvæmt skýrslu Green­peace 1950 - 1993 kemur fram að fimm­tíu og einn kjarn­orku­stríðs­haus á vegum Banda­ríkj­anna og Rúss­lands hafa sökum slysni horfið á höfum úti og ekki fund­ist aft­ur. Meðal þess­ara atvika var sprengja (thermon­uclear bomb) árið 1965 sem sökk 300 km út frá strönd Okinawa í Jap­an.

Auð­vit­að, og eftir því sem kjarn­orku­vopnum fjölgar aukast hættur á mis­tökum - þar með talið hætta á að hryðju­verka­menn kom­ist yfir slík vopn.

1979 barst rang­lega sú til­kynn­ing til yfir­stjórnar Banda­ríkja­hers að Rússar væru að und­ir­búa „full-scale“ eld­flauga­árás á Banda­rík­in. Und­ir­bún­ingur mót­að­gerða lét þar ekki standa á sér. Mis­tökin upp­götv­uð­ust til allrar ham­ingju strax, en engu að síður voru hörm­ungar aðeins hárs­breidd frá heims­byggð­inni. Ári seinna kom sams­konar röng aðvör­un. Í því til­viki var um að ræða tölvugalla.

Fyrrum for­seti Sovjet, Mik­hail Gor­bachev, og ég höfum átt fleiri frið­ar­við­ræð­ur, og erum við alfarið sam­mála, að mann­kynið hefur ekki þörf fyrir kjarn­orku­vopn. Hvað var það sem móti­ver­aði Gor­bachev að ger­ast tals­maður um kjarn­orku­vopna­af­nám? Þegar Gor­bachev varð æðsti leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, sá hann að í hinum ýmsu stjórn­kerfum gætu leynst gallar sem orsakað gætu virkni kjarn­orku­vopna! Það er aðeins hrein heppni, að ekki hafa fyrir slysni orðið kjarn­orku­vopna­árás­ir.

Í átök­unum á Kúbu og í Víetnam stríð­inu kom notkun eld­flauga til tals. Raddir hafa heyrst að lönd eins og Ind­land og Pakistan séu ógn­væn­lega nálægt því að beita kjarn­orku­vopnum á hvert ann­að, og vafa­laust eru fleiri til­vik án vit­neskju almenn­ings þar sem kjarn­orku­vopn koma við sögu. Fyrir billjónir manna er þetta spurn­ingin um að lifa af. Af hálfu stjórn­mála­manna, engu að síð­ur, sem þýðir her­valdið o.ö. hátt­settum er reynt að halda þessum upp­lýs­ingum leynd­um.

Þeir sem hafa komið mann­kyni í þessa stöðu halda því fram að „Kjarn­orku­vopn tryggi frið“. Þetta er kenn­ingin um kjarn­orku­varnir (det­er­rence) sem fylgj­end­urnir líta á sem „frið“, sem er þegar and­stæð­ingar beina gjör­eyði­legg­ing­ar­vopnum á háls hvers ann­ars þar sem hvor­ugur getur hreyft sig. Þetta er eins og að hrista hönd manns um leið og með hinni hend­inni að stinga byssu­kjafti milli rif­beina hans. Geta leið­togar þjóða sem aðhyll­ast kaup á ofbeldi sem þessu, miðlað til sam­borg­ara og barna sinna, að ofbeldi, og að drepa er rangt - en eftir sem áður ætl­ast til að vera trú­verð­ugir? Því­lík hræsni! Því­líkt sið­leysi!

Ég kalla þetta „kjarn­orku­smit­ið“ á manns­and­an­um.

Að læra af Hiros­hima og Naga­saki

Dr. David Krieger for­seti frið­ar­stofn­unar kjarn­orku­mála - Nuclear Age Peace Founda­tion, í Santa Bar­bara, Kali­forn­íu, hefur helgað sig mál­staðnum sem er kjarn­orku­af­vopn­un. Í skóla, og sem Banda­ríkja­manni var honum kennt að stríð­inu við Japan hafi tek­ist að ljúka vegna atóm­sprengj­anna sem varpað var á Hiros­hima og Naga­saki.

Alinn upp í í slíku umhverfi, hvernig atvik­að­ist það að hann for­dæmir kjarn­orku­vopn? Það gerð­ist í kjöl­far ólýs­an­legs áfalls 1963 að hann 21 árs ungur maður varð fyrir þegar hann heim­sótti Hiros­hima og Naga­saki. Heim­sóknin leiddi til mik­illa innri átaka þar sem and­staða hans varð til við kjarn­orku­vopn eins og allt ofbeldi yfir­leitt. Árið 1998 heim­sótti hann þessar tvær borgir aftur í fyrsta skipti eftir 35 ár. Það var heim­sóknin á Naga­saki Atóm­sprengju­safnið að hann skyndi­lega stað­næmd­ist og sama sýnin við einn sýn­ing­ar­skáp­inn og meira en þremur ára­tugum áður blasti við. „„T­his is it“ – hingað og ekki lengra. Sú sjón sem blasti við var það sem gerði það að verkum að ég tók afstöðu með frið­i.“ Inn í gler­skápnum var vegna ólýs­an­legs hita frá atóm­sprengj­unni bráðnuð manns­hendi.

Stað­reynd­ir, og líka að þeim sé miðlað rétt er mik­il­vægt. Við í SGI (Soka Gakkai International) höfum haldið áfram að kynna heim­inum sýn­ing­una um and­stöðu við kjarn­orku­vopn. Kjarn­orku­vopn: Ógn við Heims­byggð. „Nuclear Arms: Threat to our World“ og Stríð og Frið­ur. „War & Peace“. Á síð­asta ári kom frið­ar­stofnun Dr. Krieger á fót sýn­ingu, styrkt af Banda­ríkj­un­um, Message of Peace: Far­and­sýn­ing á vegum tveggja frið­ar­safna frá borg­unum tveim­ur; „Hiros­hima/Naga­saki Exhi­bitions“.

Skyldu­ræk­inn mót­mæl­andi

Aftur til Banda­ríkj­anna að vinna fyrir friði, tók ungur Dr. Krieger að und­ir­búa þátt­töku í frið­ar­hreyf­ing­unni „Peace Corps“. Í ljós kom þá að hann hafði verið kall­aður í her­inn í „army res­er­ves“. Það mun hafa verið 1968 þá er hann var í námi við Háskól­ann á Hawaii og sem sagt þá kall­aður í her­þjón­ustu hjá „U.S Army Res­er­ve´s 100th Battalion/44 Infan­try“. Hinum megin við Kyrra­hafið dróst Víetnam­stríðið á lang­inn. „Skyndi­lega þá var ég orð­inn liðs­for­ingi í hernum – partur af stríðs­her­vél­inni. (The milit­ary machine),“ minn­ist hann. „Af lík­ama og sál, var ég á móti hern­aði og ég vissi að í stríði mundi ég aldrei taka þátt.“

Dr. Krieger gerð­ist mót­mæl­andi (consci­enti­ous object­or). Og frá og með þeirri yfir­lýs­ingu neit­aði hann að hreyfa við vopni og hófst þar með viður­eign hans við her­inn. Ef nauð­syn­legt væri færi hann í fang­elsi. Þetta var á þeim tímum þegar þeir sem höfn­uðu her­þjón­ustu voru sagðir bleyður og óþjóð­rækn­ir. Dr. Krieger sætti gagn­rýni margs­konar (engin eins og kona hans Caro­lee skildi sann­fær­ingu hans og stóð hún stað­föst við hlið hans).

Her­inn neit­aði alfarið að skrifa undir stöðu unga frið­ar­sinn­ans sem „skyldu­ræk­ins mót­mæl­anda“ og leit­aði hann þá réttar síns hjá dóm­stólum (US Federal Court). Ef hann yrði fund­inn sek­ur, færi hann í fang­elsi, sem hann kaus frekar en til­hugs­unin um að drepa víetnamska borg­ara. Að lokum fékk Dr. Krieger frelsið frá hernum þegar ein­ingin sem hann til­heyrði var gerð óvirk og hann þar með leystur af.

Frá þeim degi hefur hann helgað lífi sínu bar­átt­unni fyrir friði.

Von er eigið val

Á þeim sama degi 26. febr­úar 1998 voru ekki orð til að lýsa bláum himn­inum yfir Okinawa í Jap­an. Sólin svo sterk að það var eins og að Okinawa sum­arið væri þá þegar kom­ið. Þarna hitt­umst við David og Caro­lee Krieger á Okinawa mið­stöð­inni hálfu ári eftir fyrri fund okkar á Soka Gakkai frið­ar­heims­tón­leika­há­tíð­inni í Kana­gawa hér­aði í Jap­an.

Fyrir utan glugg­ann, var heið­blár him­in­inn og speg­il­gljá­andi sjór­inn – ekki eitt ský sýni­legt. Þetta var því­lík sýn svo dæmi­gerð fyrir Okinawa. Mín skoðun er sú, sagði Dr Krieger, „að hægt er að velja á milli örvænt­ingu, kald­hæðni eða reiði. En aðeins þegar við veljum von­ina munu bláir himn­ar, blá höf, og ný ver­öld birt­ast.” Þarna var það sem við ákváðum, Dr Krieger og ég að gefa út við­ræður okkar með fyr­ir­sögn­inni Kibo no Sentaku (Veljum von­ina).

Kalda stríðs hugs­un­ar­háttur

Á árunum eftir Kalda stríð­ið, skynj­aði ég yfir­vof­andi hættu vegna greini­legs áhuga­skorts almenn­ings á ógn­inni sem stafar af kjarn­orku­vopn­um. Það var eins og að sú stað­reynd, að þessi ógn væri ennþá yfir­vof­andi skipti ekki máli. Það má segja að á heims­vísu, þegar Kalda stríð­inu lauk varð ein­hvers­konar tíma­bund­inn létt­ir. Kjarn­orku­öldin og Kalda stríðs tíma­bilið virt­ist vera eitt hið sama, en það sem gerð­ist var, að kjarn­orku­öldin hélt áfram þrátt fyrir að Kalda stríð­inu lauk – Kalda stríðs hugs­un­ar­hátt­ur­inn hvarf ekki, heldur hélt áfram – vana­hugs­unin „Cold War think­ing“ hafði ekki breyst. Tíma­and­inn fylgdi ekki eftir þrátt fyrir meiri þekk­ingu. Hafði mann­kynið glatað gullna tæki­fær­inu að afnema kjarn­orku­vopn?

Tímum okkar má líkja við fólk sem býr í húsi sem þarfn­ast veru­legra end­ur­bóta. Skyndi­lega efn­ast íbúar húss­ins, en í stað þess að ráð­ast í end­ur­bætur á dval­ar­staðnum þá er aðeins ráð­ist í að mála að utan. Með öðrum orð­um, eftir langan tíma yfir­vof­andi hættu­á­stands, varð okkur skyndi­lega til bless­unar lok Kalda stríðs­ins. En eftir sem áður, og í stað þess að losa okkur alfarið við hætt­una sem stafar af kjarn­orku­vopn­um, þá hefur ein­ungis átt sér stað eins og í – feg­urð­ar­skyni – lít­ils háttar fækkun kjarn­orku­vopna.

Enn­frem­ur, segir Dr. Krieger, höfum það hug­fast, að upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna hefur í raun gert ógn­ina af völdum kjarn­orku meiri. „Heims­byggðin er á kross­göt­u­m,“ heldur hann áfram, „þar sem við ann­að­hvort afnemum kjarn­orku­vopn ellegar munu þau breið­ast út til enn fleiri ríkja og mögu­lega til hryðju­verka­manna.“

Auglýsing

Frá menn­ingu ofbeldis til menn­ingar friðar

Ríki án kjarn­orku­vopna mættu líta á kjarn­orku­út­breiðslu með eft­ir­far­andi hætti: Af hverju ættu ríki með kjarn­orku­vopn að vera með á sínu valdi einka­leyfi gjör­eyði­legg­ing­ar? Og slíkt vald, hvernig hefur það orðið til? Þar að auki, ef full­yrð­ingin að kjarn­orku­varnir (det­er­rence) tryggi frið, og í þágu frið­ar­varna, því ættu þá ekki önnur ríki alveg eins að vera með þessi vopn? Slík rök sjálfs­hyggju, að þessi vopn tryggi frið, leiðir sífellt og í auknum mæli til meiri útbreiðslu á þeim. Dæmi um þetta eru kjarn­orku­til­raun­irnar í Pakistan og á Ind­landi.

Með öðrum orð­um, kjarn­orku­vopn verður að afnema, elleg­ar, verðum við að horfast í augu við mikla áhættu vegna frek­ari útbreiðslu þeirra. Ann­að­hvort leggjum við bann á kjarn­orku­vopn fyrir fullt og allt, eða að okk­ur, mann­kyni, verður útrýmt.

Fækkun kjarn­orku­vopna er auð­vitað mik­il­vægt og skref í réttu átt­ina. En þetta er tak­markað og dugar ekki nema að mark­mið okkar sé algjört afnám. Það dugar skammt að fækka. Hvers vegna?

Dæmi: Segjum að áfeng­is­flaska sé tekin af áfeng­is­sjúk­lingi, varla er það nema aðeins tíma­bund­ið? Það þarf að hjálpa að takast á við sjálfan áfeng­is­vand­ann því ef ekki mun sjúk­lingnum fljótt takast að ná í áfengi.

Varð­andi afnám kjarn­orku­vopna er engin önnur lausn en að ráða bót á ríkj­andi menn­ingu ofbeld­is. Að á meðal þjóða verði sóst eftir lækn­ingu á því að vera háð vopnum ofbeld­is.

Sumir full­yrða að þó svo að kjarn­orku­vopn hverfi muni tæknin sem fram­leiðir vopnin ekki hverfa. Alltaf verði ein­hverjir sem brjóti regl­urn­ar, alveg óháð og því sé algjört afnám ekki raun­hæft.

Þó að fram­leiðsla efna­vopna, eins og kjarn­orku­vopna muni ekki hverfa, er það að fela efna­vopn miðað við kjarn­orku­vopn marg­falt auð­veld­ara. Þá hefur alþjóða­sam­fé­lagið lagt aljört bann á efna­vopn.

Með þessu verður strangt eft­ir­lit nauð­syn­legt. Hvar sem þekk­ing og tækni er þá eru það ávallt ríkj­andi sam­fé­lags­gildin sem stjórna ferð­inni. Sem þýð­ir, að þó svo að þekk­ingin að fram­leiða eitt­hvað sé fyrir hendi þarf það ekki að verða.

Dr. Johan Galtung, sá kunni frið­ar­rann­sak­ari norski, líkir með eft­ir­far­andi: Þegar egyp­sku pýramíd­arnir voru byggðir var það þeirra tíma hápunktur tækn­inn­ar. Mundi nokkrum detta í hug að byggja pýramída í dag? Á sama hátt, þegar tími frið­ar­menn­ingu rík­ir, verður vafa­laust litið til baka á tíma­bil kjarn­orku sem vit­firr­ingu ... eitt­hvað álíka og fyrri alda norna­veið­ar.

Það eru úrslita­kostir þess vegna, ekki aðeins að hverfa frá kjarn­orku­vopn­um, heldur stríðs­kerf­inu öllu. Við verðum að hverfa frá stríðs­menn­ingu til menn­ingu frið­ar. Með til­vist þess­arar ógn má spyrja hvort að mann­fólkið geti kall­ast mennskt.

Fyrir suma er sama­sem­merki með þjóð­arstolti (ma­ter­ial prestige) og eign­ar­haldi kjarn­orku­vopna. Það er mik­il­vægt að vit­und þjóða eflist þannig að litið verði á að eign kjarn­orku­vopna sem skammar­legt fyr­ir­bæri og að hætta lífi ann­ara tákn um skræl­ingja­hátt. „Áskor­unin er því að hvetja til breyttrar skynj­unar og hugs­un­ar. Að fók­us­inn verði á inn­sæi og líf í stað efn­is­hyggju og ósið­sem­i.“

Fyr­ir­myndin er sú mikla hvatn­ing þegar óhræddar konur í Banda­ríkj­unum og á Fil­ipps­eyjum (the Power movem­ent) mót­mæltu stríði með því að rétta blóm í átt­ina að vopn­uðum her­mönn­um.

Fjár­magn ætlað her­væð­ingu fari í betri far­veg

Kennslu­mið­stöð Soka Gakkai (SGI) í Okinawa, Japan er á svæði þar sem áður var kjarn­orku­eld­flauga­völlur stað­sett­ur. Þarna vildi ég sjá mið­stöð með skila­boðum um frið. Sýna fram á að breyttur hugs­un­ar­háttur getur orðið til 180 gráða breyttum heimi.

Lítum á kostnað í sam­bandi við hern­að. Sam­kvæmt aðeins einum útreikn­ingi hafa Banda­ríkin eytt $5.8 trilljónum Banda­ríkja­dala í kjarn­orku­vopn í þau 56 ár sem eru liðin (1940-96). Það væri hægt að ná tungl­inu og næstum til baka með þessum doll­ara­seðlum upp­röð­uð­um.

Árlega er hern­að­arstil­kostn­aður á heims­vísu $ 1 trilljón. Til sam­an­burðar mundi kostn­aður vera $ 8 á ári að kenna hverjum og einum af þeim 275 millj­ónum barna sem ólæs eru í heim­inum að lesa og skrifa. Sem svarar því sem á þrem dögum fer í hern­að.

Til þess að eyða bólu­sótt varði Alþjóða Heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) $313 millj­ónum ígildi þriggja klukku­stunda af því sem eytt er á jörð­inni í hern­að.

Sjóður Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­ICEF) vill safna $ 207 millj­ónum til þess að forða börnum frá hung­urs­dauða, smit­sömum sjúk­dómum og skyldugri her­þjón­ustu. Sam­svar­andi tveimur stundum af því sem eytt er í hernað í heim­inum á ári.

Vin­kona mín, fram­tíð­ar­fræð­ing­ur­inn (fut­urolog­ist) Hazel Hend­er­son skrifar í bók sinni „Para­digms in Progress: Life Beyond Economics“: Ef aðeins í 10 ár ein­vörð­ungu, 1/4 af því sem á heims­vísu fer í hernað í stað­inn væri helgað vanda­málum heims sem er fátækt, fjölgun jarð­ar­búa og eyði­legg­ingin á umhverf­inu, væri úr öllu hægt að bæta. Er þetta ekki, spyr ég, besta hugs­an­lega trygg­ing­in? Hún segir að ef aðeins 0.25% — að ef þessum mikla kostn­aði ígildi 22 klukku­stunda væri lagt til ráð­stöf­unar væri hægt að bjarga 250.000 börnum frá sjón­leysi, og með því að bólu­setja að koma í veg fyrir 607 milljón dauðs­föll barna.

Með þessum tölum má slá föstu hjá mann­kyni að skortur er á vits­mun­um. Nú er nóg kom­ið. Það er komið að því að hætta að eyða í að deyða og í stað­inn verði fjár­magn nýtt til að efla líf! Það verður að hverfa frá hag­fræði hern­aðar yfir í hag­fræði mann­úð­ar.

Kjarn­orku­varnir — Hugs­un­ar­villa

Hér er ekki aðeins sóun á pen­ing­um. Dr. Krieger bendir á að þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, þá störf­uðu meira en helm­ingur allra eðl­is­fræð­inga í heim­inum við hern­að­ar­rann­sókn­ir. Hvað var það sem öll þessi þessi upp­safn­aða atorka, fjár­magn, þekk­ing og tækni síðan leiddi til? KJARN­ORKU­VOPN, marg­falt öflug til að ger­eyða öllu mann­kyni: Því­lík heimska! Því­lík ótrú­leg sóun á mannauði! Varð­andi svo­kallað öryggi kjarn­orku­vopna og til þess að rétt­læta þessa gígantísku heimsku hafa marg­vís­legar kenn­ing­ar, erf­iðar og flóknar verið settar fram: „Sveigj­an­leiki“ (flex­ible respon­se), „gagn­kvæm eyði­legg­ing“ (mutual assured destruct­ion) og að „koma í veg fyrir útbreyðslu“ (non-proli­fer­ation). Engu breytir að þetta allt er inn­an­tómt þvaður - sama hvaða rökum er beitt.

Hafa kjarn­orku­vopn virki­lega komið í veg fyrir stríð? Stað­reyndin er að á kjarn­orku­öld­inni í kjöl­far heims­styrj­ald­ar­innar síðustu, hafa verið háð 150 stríð þar sem 25 millj­ónir manna hafa látið líf­ið. Hversu margir í við­bót þurfa að láta lífið til að það þyki sannað að kjarn­orku­vopn koma ekki í veg fyrir stríð? Og hvað með þau hund­ruð þús­unda sem í varn­ar­leysi urðu fórn­ar­lömb geisla­virkni og eitrun vegna kjarn­orku­til­rauna?

Fólk í fyr­ir­rúmi

Í kjarn­orku­ráð­gát­una og kenn­ing­una um varnir í tengslum við kjarn­orku er ekki ætlun mín að kafa djúpt í. Ekki tel ég það heldur nauð­syn­legt. „Eitt af þeim stóru vanda­mál­unum sem í dag blasa við er að mál sem snúa að kjarn­orku­vopnum eru oft­ast talin of flókin fyrir almenn­ing, sem þess vegna láti rík­is­stjórnum þau eft­ir,“ segir Dr. Krieger. Fræði­menn vita að sann­leik­ur­inn í þessu sam­bandi er frekar skýr og ein­fald­ur.

Í langsóttri umræð­unni sem hófst á tímum Víetnam­stríðs­ins, lét sá kunni sagn­fræð­ingur Arnold Toyn­bee, hafa eftir sér að þegar flókin póli­tísk mál eru ann­ars­veg­ar, þá liti hann alltaf til lausna út frá sjón­ar­miði mann­úð­ar. Hvað Víetnam varð­ar, sagði hann, var fyrsta hugs­unin alltaf víetnamska fólkið og að þjóð þeirra var orðin að víg­velli stríðs­á­taka. Eftir að landið sam­ein­að­ist þá kom hjá honum öll hug­mynda­fræði í öðru sæti.

Er ekki hægt að styðj­ast við það sama í bar­átt­unni fyrir því að kjarn­orku­vopn verði afnum­in?

Ef líf manna er skoðað út frá sjón­ar­miði mann­úð­ar, þá er hægt að sjá hugs­un­ar­vill­una sem lítur að kenn­ing­unni um að kjarn­orku­varnir (det­er­rence) og að friði ann­arra þjóða sé ógnað á sama tíma. Það liggur ljóst fyrir að þetta er for­kast­an­leg stað­hæf­ing af hálfu þeirra ríkja sem eru með kjarn­orku­vopn. Eins og það að reyna að við­halda eigin þjóðar­ör­yggi og að halda heims­byggð­inni í gísl­ingu fari sam­an.

Nuchi du tak­ara — „Dýr­mæti lífs“, Dr. Krieger sam­þykkti bros­andi þegar ég kom með þetta brot af hug­vísu frá Okinawa um helgi lífs.

Japan leið­andi í bar­átt­unni um afnám kjarn­orku

Íbúar Hiros­hima og Naga­saki mót­mæla kjarn­orku­vopnum – sem byggir á djúp­stæðri sann­fær­ing­unni að hlúa eigi að öllu lífi (preci­ous­ness of life).

„Ég efa að nokkur önnur þjóð sé eins mikið og Jap­anir mót­fallnir hvers­konar kjarn­orku­til­burð­u­m,“ segir Dr. Krieger. Engu að síð­ur, harmar hann: Þá er óger­legt fyrir japönsk stjórn­völd að í senn við­halda tryggð við banda­rísk stjórn­völd og um leið japönsku þjóð­inni. Jap­anska stjórnin virð­ist standa í þeirri trú að banda­ríska kjarn­orku­hlífin auki jap­anskt öryggi. Á meðan stað­reyndin er, að þetta gerir japönsku þjóð­ina með­seka í ógn­inni að ger­eyði­leggja heilu borg­irnar á sama hátt og Hiros­hima og Naga­saki.

Borg­ar­stjór­arnir í Hiros­hima og Naga­saki hafa farið fram á að öll kjarn­orku­vopn jarðar verði afnum­in. Jap­anska stjórnin sinnir engum beiðn­um, er áfram strengja­brúða Banda­ríkj­anna.

Í mínum huga er afstaða Jap­ans óásætt­an­leg; og ætti að krefj­ast þar að stjórnin taki mið af óskum almenn­ings. Tak­ist að verða að kröfum og breyta afstöðu þeirra sem ráða, mundi þetta um leið verða sterkur áhrifa­valdur gagn­vart Banda­ríkja­stjórn. Ég vona að jap­anska þjóðin verði ráð­andi afl þegar kemur að slíkum kröfum vegna þess líka, að þetta yrði mikil hvatn­ing fyrir Banda­ríkja­menn í eigin landi.

Ef Banda­ríkin breyta kjarn­orku­stefnu sinni, þarf ekki að efa að heim­ur­inn fylgir eft­ir.

Þjóðar­ör­yggi Asíu­búa

Nágranna­þjóðir Jap­ans trúa ein­art að sprengj­urnar á Hiros­hima og Naga­saki hafi orðið til að stríð­inu lauk; að Japönum hafi verið hlíft þrátt fyrir að ráð­ast inn í löndin í kring. Þessi afstaða hefur ollið mik­illi fyr­ir­stöðu í bar­átt­unni fyrir banni á kjarn­orku í heim­in­um.

Ef Jap­anir eigi að geta verið í for­ystu um afnám kjarn­orku­vopna er nauð­syn­legt að horfast í augu við ábyrgð­ina sem árás­irnar á aðra Asíu­búa eru. Enn frekar, þá létu hér um það bil fjör­tíu þús­und Norð­ur- og Suð­ur­kóreu­búar lífið í atóm­sprengj­unum á Hiros­hima og Naga­saki. Margir hverra meðal þeirra höfðu upp­runa­lega komið til þess­ara borga sem ófrjálst vinnu­afl. Eftir skelf­ing­arnar af hrylli­legum afleið­ingum kjarn­orkunnar þá biðu jafn­vel enn verri hörm­ung­ar. Þeir sem voru af kóreskum upp­runa hlutu síð­astir aðstoð. Á atóm­sprengju­safn­inu í Naga­saki er ljós­mynd þar sem kráka er að kroppa í yfir­gefið lík; nístandi vitn­is­burður um þessa hörmu­legu aðgrein­ingu á fólki. Ég tók eftir að við þessa mynd staldr­aði Dr. Krieger íhug­andi lengi við.

Því­lík hörm­ung! Aðgrein­ing sem þessi á milli lífs og dauða og jafn­vel eftir á! Aldrei megum við Jap­anir gleyma örvænt­ing­argrát­inum sem kvall yfir skræln­uðum jörðum Hiros­hima og Naga­saki. Okkur verður að öðl­ast kjarkur til að standa augliti til auglits við þetta, því þá fyrst munu skila­boðin um frið frá Hiros­hima og Naga­saki ná nágrönnum okkar í Asíu og síðan í kjöl­farið til ann­ara heims­hluta.

Á sama hátt og margir Jap­anir mundu helst ekki vilja kann­ast við fyrrum grimmd þjóðar sinnar gagn­vart öðrum Asíu­þjóðum þá eru sprengju­árás­irnar á Hiros­hima og Naga­saki þyrnir í augum margra Banda­ríkja­manna, eitt­hvað sem þeir mundu helst vilja gleyma. Lút­andi höfð­inu að fórn­ar­lömbum atóm­sprengj­anna Dr. Krieger mælti að sem Banda­ríkja­manni, væri ósk hans að biðj­ast ein­lægrar fyr­ir­gefn­ingar á því sem þarna átti sér stað og hann kall­aði „glæp gagn­vart mann­kyn­i“.

Kjarn­orku­vopn - Brot á alþjóða­lögum

1982 stofn­aði Dr. Krieger Frið­ar­stofnun Kjarn­orku­aldar í Santa Bar­bara, Kali­forníu (the Nuclear Age Peace Founda­tion). Hann átti frum­kvæðið að „Af­nám 2000 Her­ferð­inni“ og hefur verið virkur þátt­tak­andi í félags­sam­tökum án rík­is­stjórna (NGO - Non Govern­mental Org­an­isations) sem vinna að afnámi kjarn­orku­vopna.

Í til­lögu minni í júní 1982 til SÞ um afnám (Second Special Session of the United Nations General Ass­embly on Dis­arma­ment) hvatti ég ríki án kjarn­orku­vopna að sam­ein­ast og um leið að alþjóð­legt frið­ar­net milli Banda­ríkj­anna og Sovét yrði til. Þessu sama mark­miði hefur Dr. Krieger og stofnun varið tíma sínum í.

Þá er Dr. Krieger stjórn­andi stefnu­mót­unar MPI (Middle Powers Ini­ti­ati­ve) Málsvars­hópur um afnám kjarn­orku. Á síð­asta ári, með stuðn­ingi frá ríkjum án kjarn­orku­vopna gengdu MPI sam­tökin í fyrsta skipti mik­il­vægu hlut­verki að tryggja skuld­bind­ingu ríkja sem eru með kjarn­orku­vopn að afnema þau.

Alþjóða­rétt­ar­dóm­stóll­inn í Haag úrskurð­aði árið 1996 að sam­kvæmt alþjóða­lögum er ógn eða notkun á kjarn­orku­vopnum óleyfi­leg. Yfir­lýs­ing þess úrskurðar kost­aði Dr. Krieger mikla vinnu.

Að lok­um, eins og Dr. Krieger skýrir frá, eru ástæð­urnar sem liggja að baki að vera á móti kjarn­orku­vopnum marg­ar. „Þau eru óleyfi­leg, ólýð­ræð­is­leg, óhemju kostn­að­ar­söm og þau draga úr - frekar en að auka öryggi. Mik­il­væg­ast að mæla á móti kjarn­orku­vopnum er - að í grund­vall­ar­at­riðum eru þau sið­laus.“

Að kjarn­orku­vopn hafi ekki verið afnum­in, þá er meg­in­or­sökin áhuga­leysi þeirra ríkja sem eru með kjarn­orku­vopn. Þegar hins­vegar um ræðir vax­andi hag­vöxt þá eru leið­togar heims fljótir að koma sam­an. Strax þegar ræða þarf mál sem snúa að kjarn­orku­vopnum þá skortir greini­lega póli­tískan vilja.

Hvað hefur áhrif á póli­tískan vilja? Almenn­ings­á­lit. Þetta óhemju hern­að­ar­apparat (milit­ary industrial - academic comp­lex) sem virkar að því er virð­ist eins og óhagg­an­legt, er aðeins til vegna þess að hver ein­asti þjóð­fé­lags­þegn sættir sig við stöðu mála. Eina leiðin að breyta, segir Dr. Krieger, er þess vegna, að hafa áhrif á skoðun almenn­ings. Nauð­syn­legt er að hnatt­rænt net­verk fólks verði til um vopna­af­nám kjarn­orku. „Ef alþýða manna myndar sam­stöðu munu stjórn­mála­menn fylgja eft­ir,“ segir hann.

Sam­still­ing alþýð­unnar verður nýja stór­veldið á 21. öld­inni.

Þjóð­ern­is­hyggja stig­magnar ofbeldi

Í seinni tíð hefur orðið stig­mögnun ógn­vekj­andi glæpa í japönsku sam­fé­lagi. Ástæð­una tel ég vera sívax­andi þjóð­ern­is­hyggja og Dr. Krieger leggur áherslu á: „Menn­ing þar sem menntun er inn­blásin af hern­aði og þjóð­ern­is­hyggju, það er menn­ing á villi­göt­u­m.“

Sýn þjóð­ar­hyggju er að fólkið þjóni þjóð­inni, frekar en þjóðin vinni að hag­sæld fólks­ins og heild­inni allri. Í því skyni að þjóð­ar­hagur auk­ist má fórna lífum ann­ara þjóða og lífi eigin þjóð­ar­þegna. Ekki að undr­ast þó að hjörtu kulni og ofbeldi auk­ist meðal þjóða þar sem gagn­vart lífi slík van­virð­ing þrífst. Þeir sem hvetja til hug­ar­fars þjóð­ar­hyggju þurfa að svara fyrir margt.

Dr. Krieger heldur áfram:

„Eina mennt­unin sem er ein­hvers virði, er að fræða ungt fólk um helgi lífs - gjöf sem nálægt sex billjónir manna og ann­ara lif­andi teg­unda á jörð­inni deila með sér. Með því skilja helgi lífs verður til sam­eig­in­leg þörf að næra og vernda það sem er.“

Friður mun kom­ast á þegar ungu fólki er kennt að lofa holl­ustu ekki aðeins þjóð sinni heldur mann­kyni. Sér í lagi lofar Dr. Krieger ung­menna­deild Soka Gakka sem studdi Afnám 2000 átakið (Abolition 2000 Campaign) um afnám kjarn­orku­vopna. Ekki aðeins vegna þeirra þrettán millj­óna und­ir­skrifta sem söfn­uð­ust heldur vegna þeirrar mik­il­vægu lexíu að sjálfur drif­kraft­ur­inn í söfn­un­inni, var hnatt­væð­ingin um afnám. Söfnun und­ir­skrifta gefur til kynna sam­stilltan kór þrettán millj­óna mann­eskja sem krefjast: „Af­nám kjarn­orku­vopna nún­a!“

Að sá fræjum frið­ar, vonar og hug­rekkis

1997 á fundi okkar í Kamagawa báru Dr. Krieger og kona hans sól­blóma­fræ og sól­blómanælur á föt­un­um. Hvers vegna sól­blóm?

Af sól­blóma­fræjum vaxa sól­blóm. Í júní 1996, í Úkra­ínu, þegar haldið var upp á lok sam­komu­lags um afnám á kjarn­orku komu varn­ar­mála­ráð­herrar Banda­ríkja, Rúss­lands og Úkra­ínu saman á svæði þar sem áður hafði verið mið­stöð kjarn­orku­eld­flauga. Síðan hafa sól­blóm verið tákn­mynd hreyf­ing­ar­innar um kjarn­orku­vopna­af­nám. Blómin tákna líf á móti dauða kjarn­orku­vopna. Blómin eru von fyrir mann­kyn ekki van­traust meðal fólks sem kjarn­orku­vopn ýta und­ir.

Ef að sól­blóma­fræjum er sáð vaxa sól­blóm. Ef sáð er fræjum ofbeld­is, verður ofbeldi. Úr fræjum ofbeldis verða aldrei ávextir frið­ar. Fjölgun her­gagna mun aldrei færa frið meðal okk­ar. Þess vegna verður við að sá fræjum frið­ar, fræjum vonar og fræjum hug­rekkis sem vekur upp sann­fær­ing­una að heim­inum verði hægt að breyta. Við verðum að sá fræjum hug­sjóna sem blása í brjóst trúnni á betra mann­fé­lag.

Við ætlum aldrei að gefa eftir og við munum heldur aldrei gef­ast upp. Friður er það sem skilur á milli vonar og upp­gjöf, á milli mátt­leysis og trúnni á að þér tak­ist.

Sama hvaða hindr­anir eru á veg­inum þá er alltaf bjart yfir dr Krieger. „Ég trúi á fólk. Ég trúi á mann­kyn,“ segir hann.

Ein­hvern­tíma verður það öðru­vísi

Ein­hvern­tíma kennum við börnum

okkar að

ekki drepa heldur

búa yfir hug­rekki

lifa saman í friði, standa föst

fyrir rétt­læti,

segja nei við stríði.

Þangað til að við inn­rætum börnum frið

mun hrotta­leg stríðsmask­ínan halda áfram.

(„Stríð er of ein­falt“ eftir Dr. David Krieger)

Þýð­ing: Berg­ljót Kjart­ans­dóttir (mynd­list­ar­kona)

Art of Liv­ing - nóv­em­ber 2001 bls. 17-23.

----

Eft­ir­máli

Árið 1982 stofn­aði Dr. Krieger Frið­ar­stofnun Kjarn­orku­aldar í Santa Bar­bara, Kali­forníu (the Nuclear Age Peace Founda­tion). Hann átti frum­kvæðið að „Af­nám 2000 Her­ferð­inni“ og hefur verið virkur þátt­tak­andi í félags­sam­tökum án rík­is­stjórna (NGO - Non Govern­mental Org­an­isations) sem vinna að afnámi kjarn­orku­vopna.

Daisaku Ikeda hefur árlega frá 1980 birt frið­ar­til­lögu (Peace Proposal) Þau skrif má nálg­ast á heima­síðu SÞ. Þá verður ICAN sem sagt með hlið­ar­fund í tengslum við fund Nato í Reykja­vík 29.10.- 30.10. ICAN sam­anstendur af meira en 100 frið­ar­hreyf­ingum á heims­vísu. ICAN hefur tek­ist að ná fram tölu­verðu síðan 2017. Með fundi Gor­bas­hev og Reagan á Höfða árið 1986 lauk kalda stríð­inu og með ICAN í far­ar­broddi verði hægt að efna til næsta frið­ar­fundar á Höfða. Þessar umleit­anir skapa stór­kost­leg tæki­færi fyrir okkur hér á Íslandi.

Við þurfum að fá for­ystu­menn þjóða aftur að samn­inga­borð­inu á Höfða. (Ákjós­an­legt hefði verið að þetta hefði gerst á full­veld­is­ár­in­u). Samn­ing­ur­inn um afnám er í mót­un. Samn­ing­urnn er sumsé til og hann þarf þróa áfram eins og alla samn­inga. Það er eng­inn ágrein­ingur um leiðir og það eru heldur engin rök að aldrei muni nást sam­komu­lag því of mikið sé í húfi. Leiðin er afnám kjarn­orku og að þessi ákvörðun sem er frið­ar­leið verði tekin á Höfða.

Ég er engin þjóð­ern­is­sinni en Ísland hefur hlut­verki að gegna vegna sögu og ein­stakrar nátt­úru. Að öll þau ríki sem eiga kjarn­orku­vopn komi að borð­inu á Höfða og tali saman með því mark­miði að skapa sátt og frið.

Þetta er alls ekki óger­legt við viljum öll frið allt annað er heimska en það er líka hægt að skipta um skoðun til hins betra - tala saman og þannig nálg­ast þunga­miðju mál­anna. Það getur tekið fleiri en eina til­raun ekk­ert við það að athuga tím­inn mun vinna með réttu ákvörð­un­inni og þróun frið­ar­sátt­mál­ans um algjört BANN ... ekk­ert minna. Þessu mun ljúka á þá leið að öllum kjarn­orku­vopnum í heim­inum verður eytt. Ég mundi líka vilja nýta ein­hvern net­mið­il­inn og fá fólk til þess að sam­ein­ast um fram­tíð­ar­sýn okkar í sátt og sam­lyndi með öðrum þjóð­um.

Mantra sam­tím­ans er: Nóg fyrir alla mennt­un, matur og húsa­skjól. Alþjóða­rétt­ar­dóm­stóll­inn í Haag úrskurð­aði 1996 að sam­kvæmt alþjóða­lögum er ógn eða notkun á kjarn­orku­vopnum óleyfi­leg. Að lok­um, og eins og Dr. Krieger skýrir frá, eru ástæð­urnar sem liggja að baki að vera á móti kjarn­orku­vopnum marg­ar. „Þau eru óleyfi­leg, ólýð­ræð­is­leg, óhemju kostn­að­ar­söm og þau draga úr - frekar en að auka öryggi. Mik­il­væg­ast af öllu er - að í grund­vall­ar­at­riðum eru kjarn­orku­vopn sið­laus.“

Þýð­andi er Cand­P­hil í mynd­list í Kon­ung­legu lista­aka­dem­í­unni í Kaup­manna­höfn og list­með­ferð­ar­fræð­ingur frá Bret­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar