Í skugga eineltis

Jóhann Pétursson skrifar um einelti sem hann varð fyrir, þær afleiðingar sem það hafði og hvernig brugðist var við því oft á tíðum á skammarlegan hátt.

Auglýsing

Ég á mér sögu, eins og ótal aðrir ein­stak­ling­ar, sögu um gróft ein­elti í skóla. Ég vil segja mína sögu til þess að hún geti kannski orðið ein­hverjum til hjálp­ar. Ein­elti er og verður sam­fé­lags­mein sem kostar okkur ofboðs­lega mik­ið. Ein­stak­lingar fá ekki tæki­færi til þess að þroskast, fara út í lífið með hug­myndir um hegðun sem kemur þeim í koll síðar meir. Í ein­elti er engin sig­ur­veg­ari. Í ein­elti tapa allir og það eru í reynd allir þolend­ur, ef ekki þolendur ein­eltis þá þolendur þess að ekki er rétt brugð­ist við.

Atvikin voru mörg og ég gæti aldrei skrifað tæm­andi lista yfir þau atvik á tíu ára skóla­göngu. Einna helst voru atvikin á þann veg að aðrir voru að upp­hefja sjálfa sig með því að gera lítið úr mér. Allt sem ég gerði eða sagði var tekið úr sam­hengi og þótti fárán­legt heimsku­legt eða asna­legt. Þess konar hegðun var fyrir sumum í mínum árgangi bara við­tekin venja og í reynd eðli­leg fyrir þeim.

Ég átti góða leiks­skóla­göngu og gott fyrsta ár í grunn­skóla. En í öðrum bekk kom nýr kenn­ari sem því miður fylgdi okkur alltof lengi. Þessi kenn­ari var í reynd fórn­ar­lamb sam­skipta við nem­endur í bekkn­um. Sem kenn­ari var við­kom­andi ekki betri en svo að börnin höfðu hann undir í sam­skiptum og í reynd má segja að þeir sterk­ari í árgang­inum hafi í reynd lagt hann í ein­elti. Það var því engin von að þeir sem voru ekki sterkir félags­lega ættu mikla von við þessar aðstæð­ur. Þar að auki er virki­legt athug­un­ar­efni hvers vegna heilum árgangi var boðið upp á slíkar aðstæður í heil 5 ár.

Auglýsing

Ég man eftir atvikum þar sem var kerf­is­bundið gert lítið úr mér, ég þótti asna­leg­ur, vit­laus og heimsk­ur. Í reynd töl­uðu ákveðnir ein­stak­lingar innan hóps­ins aldrei, þessi tíu ár, öðru­vísi til mín en til þess að gera lítið úr mér. Meira að segja þegar við vorum bara tveir þá kunnu þeir ekki að láta öðru­vísi. Þeir upp­hófu sjálfan sig á minn kostn­að, jafn­vel þótt ávinn­ing­ur­inn væri eng­in.

Ég man eftir ofbeldi, raunar gerð­ist það oft að ein­hver sat fyrir mér eftir skóla til þess ýmist að gera lítið úr mér eða hrein­lega beita mig ofbeldi. Ég var því hræddur við inn­ganga skól­ans. Mér hryllti hrein­lega við til­hugs­un­ina við hvað biði mín handan við dyrn­ar, handan við horn­ið. Svo langt gekk þessi fælni að ég hrædd­ist sér­stak­lega einn inn­gang. Inn­gang­ur­inn var með veggjum beggja vegna þannig að svæðið kringum hann var alltaf hul­ið. Ég var alltaf viss um að hinu megin við vegg biði mín ein­hver til þess ýmist að níð­ast á mér með orðum eða hnef­um. Svo djúp er þessi hræðsla að þegar ég átti leið um þennan inn­gang fyrir skömmu rann mér kalt vatn milli skinns og hör­unds. Ég hræð­ist þennan stað enn þann dag í dag, 20-30 árum síð­ar.

Fyrir utan hefð­bundið ein­elti voru nokkur stærri atvik. Ég man eftir útmíg­inni úlpu í kló­setti, þjófn­uðum ýmis konar á dót­inu mínu og svo fram­veg­is. Alltaf var látið vita. Við­brögðin voru á ýmsa vegu. Ýmist var gert lítið úr, mála­mynda­til­sögn látin nægja sem allir vissu að gerðu ekki nokkurn skap­aðan hlut. Einn aðili gerði dag­lega lítið úr mér og nídd­ist á mér með orðum en hans megin voru engar afleið­ing­ar, ekk­ert gert, aldrei á skóla­göng­unni.

Kostu­leg­ustu við­brögðin voru þegar upp­hófst ein­hvers konar saka­mála­rann­sókn þar sem orðum mínum var stillt upp gegn orðum ger­and­ans og ég á ein­hvern hátt gerður ábyrgur fyrir minni lýs­ingu á atvik­inu. Jú það var ábyrgð­ar­hluti þegar gefið var í skyn að ég væri að ljúga þessu öllu. Þá skömm fékk ég margoft að ég væri ein­fald­lega að búa þetta til og að ljúga upp á strang­heið­ar­lega ein­stak­linga. Skóla­stjór­inn komst meira að segja einu sinni að þeirri nið­ur­stöðu að útmigna úlpan í kló­sett­inu hefði ein­fald­lega verið mér að kenna. Ég hefði með ein­hverjum hætti unnið mér þetta inn. Nán­ari útskýr­ing fékkst hins vegar ekki á því hvernig ég hafði gert það en hún fæst lík­lega ekki úr þessu.

Fáir voru nokkurn tím­ann til í að aðstoða mig. Þó voru atvik þar sem ein­hver tók minn mál­stað. Á seinni hluta skóla­göng­unnar voru dæmi um að fram­koma gagn­vart mér gekk svo fram af öðrum nem­endum að þeir gengu á fund kenn­ara og lýstu ástand­inu. Þó svo að árang­ur­inn hafi verið lít­ill enda eftir margra ára end­ur­tekna nei­kvæða hegðun í minn garð var skað­inn fyrir löngu skeður verð ég þessum sam­nem­endum mínum ævar­andi þakk­lát­ur. Á þeim tíma­punkti kunni ég þó hrein­lega ekki að taka á móti hjálp­ar­hend­inni, enda fyrir löngu orð­inn heftur félags­lega eftir langvar­andi ein­elti. Ég verð þó ævin­lega þakk­látur þessum sam­nem­end­um. Það er hreint ekki svo lítið að fá rétta hjálp­ar­hönd þegar maður er kom­inn í aðstöðu eins og ég, löngu brot­inn og beygður eftir ára­langt and­legt ofbeldi.

Ein­elti markar djúp spor í ein­stak­linga. Alveg eins og þegar fólk sker sig á fingri þá jú grær það en eftir situr ör. Ör á sál hafa áhrif á og móta ein­stak­linga. Mín sál er alsett örum eftir ára­langt and­legt og lík­am­legt ofbeldi. Í ein­elti tapa all­ir, ger­and­inn er ekki betur settur en þol­and­inn. Ger­andi í ein­elti kemur oft ein­fald­lega af brotnu heim­ili og ein­elti er skýr birt­ing­ar­mynd þess að við­kom­andi líði fyrir eitt­hvað. Börn fæð­ast ekki vond og þau gera ekki slíka hluti nema af ástæðu.

Mín saga er þyrnum stráð þar sem reynt var að fela það sem ekki var til fyr­ir­mynd­ar, hlutum var sópað undir teppið og látið sem þeir væru ekki til. Öll við­brögð mið­uð­ust við það að láta sem ekk­ert væri að og ekk­ert mátti skyggja á þá glans­mynd sem búin var til af starfs­mönnum skól­ans. Þessi skóli reynir eins og  margir aðrir skólar að sýna að þetta sé metn­að­ar­fullur og góður skóli þar sem ekk­ert er að og ekk­ert kemur upp á.

Margir skólar reyna að gera sitt til þess að vekja athygli á sér og sínu. Þeir standa fyrir verk­efn­um, þema­dög­um, taka þátt í skóla­hreysti, halda leik­sýn­ingar sem aug­lýstar eru í bæj­ar­blöðum til þess bæði að sýna fram­bæri­lega nem­endur og fram­bæri­lega skóla. Þetta er allt gott og blessað en hvað með þá sem ekki eru góðir íþrótta­menn og ekki taka þátt í skóla­hreysti? Eru þeir ekki til? Hvað með þá sem eru ekki félags­lega sterkir og taka ekki þátt í glans­leik­sýn­ing­um??? Eru þeir ekki partur af ímynd skóla? Eru þeir og þeirra staða, þeirra líðan ekki mæli­kvarði á frammi­stöðu skóla? Ég er alls ekki á móti þessum við­burðum og alls ekki á móti skóla­hreysti en þetta er samt sem áður ekki mæli­kvarði á það hversu góðir eða slæmir skólar eru.

Gæði starfs­manna og skóla kemur fyrst í ljós þegar eitt­hvað bjátar á. Mín saga er full af röngum við­brögðum og jafn­vel skammar­legum við­brögð­um. Hvað er það annað en skammar­legt þegar barn hrópar á hjálp vegna ein­eltis og van­líð­unar en ekki er hlust­að, gert lítið úr eða jafn­vel sagt að barnið eigi þetta skil­ið. Nei við tökum af skar­ið, alltaf.

Starfs­menn skóla mega aldrei líta undan af ótta við aðstæð­ur, aldrei þora ekki að taka af skar­ið. Saga mín er mörkuð af engum við­brögðum eða ótta við það hvað gerð­ist ef starfs­menn gerðu of mik­ið. Í fyrsta lagi þarf ekki að fara í leik­inn „hann seg­ir“ og „hinn seg­ir“. Fyrsta spurn­ing við svona atvikum er: „hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þau“. Hvað getum við gert þannig að aðstæður þær sem leiða til atvika komi ekki til. Við þurfum að vera hjá börnum til þess að leið­beina, koma í veg fyrir það sem við getum og aðstoða þegar á þarf að halda.

Höfum í huga að þegar ein­elti við­gengst þá er ekki aðeins þol­and­inn svik­inn um aðstæður til þess að fá að njóta sín og þroskast sem ein­stak­lingur heldur er ger­and­inn líka svik­inn um aðstoð. Skólar hafa gríð­ar­leg áhrif á félags­mótun ein­stak­linga og engum er greiði gerður með því að mót­ast við rangar aðstæð­ur, ger­andi hluti sem eru hreint ekki í lagi og fá ekki aðstoð vegna þess sem þeir glíma við. Í ein­elti tapa ein­fald­lega all­ir. Aldrei að gera ekki neitt. Það er betra að starfs­maður sýni of mikil við­brögð en engin við­brögð. Bregð­umst alltaf þannig við að eng­inn þurfi að fara út í lífið með sár á sál­inni sem seint eða aldrei gróa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar