Dauður kjörinn fulltrúi, upprisa ungs fólks og breytt staða

Auglýsing

Þó stærsta frétt mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum sé sú að Demókratar hafi unnið meiri­hluta í full­trúa­deild­inni þá sýnir útkoman að Repúblikanar eru með sterka stöðu víða og hafa ágæta mögu­leika til að tryggja áfram­hald­andi valda­tíð Don­alds Trumps í kosn­ing­unum 2020.

Af hverju er það og hvað þýðir útkoman í kosn­ing­un­um?

Valda­jafn­vægið er breytt

Með því að ná meiri­hluta í full­trúa­deild­inni geta Demókratar stöðvað umdeild­ustu stefnu­mál Trumps. Þetta hefur verið hægt frá því Trump tók við völdum í byrjun árs í fyrra, þar sem Repúblikanar hafa verið með meiri­hluta í full­trúa­deild­inni (435 sæti) og öld­unga­deild­inni (100 sæt­i). Til þess að ná laga­breyt­ingum í gegn þarf sam­þykki beggja deilda. Framundan er því mikil ref­skák í banda­rískum stjórn­málum þar sem búast má við því að Demókratar nýti óspart rétt­inn til að stöðva mál. Samn­inga­við­ræður milli flokk­anna verða líka erf­iðar í ljósi algjörs van­trausts á milli flokk­anna í þing­inu. Búast má við því að Demókratar nýti sér stjórn­skipu­legt vald meiri­hlut­ans í full­trúa­deild­inni og láti kalla eftir skatta­gögnum Trumps og eftir atvikum öðrum gögnum sem geta svipt hul­unni af fjár­málum hans.

Auglýsing

Repúblikanar með sterka stöðu

Þrátt fyrir sigur Demókrata í full­trúa­deild­inni þá geta Repúblikanar að mörgu leyti vel við unað. Óhætt er að segja að mikil harka hafa verið í stjórn­mál­unum frá því Trump tók við, enda hefur hann sett á odd­inn algjör­lega for­dæma­lausan mál­flutn­ing, þar sem hann skeytir engu um hvað er satt og rétt og kallar fjöl­miðl­ana sem spyrja spurn­inga „óvini fólks­ins“. Þetta hef­ur, þrátt fyrir allt, ekki leitt til fylg­is­hruns hjá hon­um, raunar öðru nær. Mið­kjör­tíma­bils­kosn­ing­arnar voru mik­ill próf­steinn á þetta, þar sem Repúblikanar voru með kast­ljósið á Trump og stefnu hans alla kosn­inga­bar­átt­una. Það var mik­il­vægt fyrir flokk for­set­ans að vinna í Flór­ída, Texas og Ohio, en að vísu von­brigði fyrir Repúblik­ana að tapa í Nevada. 

Rík­is­stjór­arnir marka kjör­dæma­lín­urnar

Rík­is­stjóra­kosn­ing­arnar komu nokkuð vel út fyrir Demókrata en það er afar mik­il­vægt að vinna rík­is­stjóra­stöð­urnar í Texas og Flór­ída, fyrir kosn­ing­arnar 2020. Eins og hið póli­tíska lands­lag hefur þró­ast í Banda­ríkj­unum und­an­farin ár þá er afar mjótt á munum milli flokk­anna, og getur kjör­dæma­skipan innan ríkj­anna ráðið miklu um úrslitin á lands­vísu. Búast má við því að Repúblikanar nýti sér þetta til hins ítrasta, og Demókratar líka þar sem þeir eru við völd. 

Elítan á Vest­ur­strönd­inni

Eitt sem fólk verður að fara venja sig á: Dallas, Hou­ston, Austin og El Paso eru ekki lengur neitt Repúblikana­svæði, eins og þau voru á árum áður. Öðru nær. Demókratar eru þarna með vígi, eins og reyndin er reyndar á flestum stærstu borg­ar­svæðum Banda­ríkj­anna. Í þessum kosn­ingum kom líka enn betur í ljós en áður að 50 millj­óna svæði Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna, í Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, er hálf­gerður innsti kjarni Demókrata. Sterk staða þar, inn í fyr­ir­tækja­el­ítu Banda­ríkj­anna. Það virð­ist blasa við að sá sem ætlar að verða for­seta­efni Demókrata 2020 þarf blessun elít­unnar af þessu svæði.

Gjá milli borga og dreif­býlis

Við­horfs­gjáin milli borg­ar­svæða og dreif­býlis sést glögg­lega í kosn­ing­un­um. Demókratar eru með sterka stöðu í borg­um, og styrktu veru­lega stöðu sína í úthverf­unum sömu­leið­is, og fengu fleiri atkvæði þar en Repúblikan­ar, ólíkt því sem var uppi á ten­ingnum í kosn­ingum 2016. En þegar komið er lengra út fyrir borg­ar­svæðin þá eru Repúblikanar með sterk­ari stöðu og einkum Trump sjálf­ur. Þar virð­ist fólkið sjá Trump sem sinn mann, hvað sem líður harka­legum deilum og mis­gáfu­legum eða réttum yfir­lýs­ingum hans. Jafn­vel nei­kvæð áhrif tolla­stríðs, til dæmis fyrir bændur í mið­ríkj­un­um, bíta lítið á fylgi for­set­ans. Flestir álits­gjafar eru þó á því, að það sem helst vinni með Trump og Repúblikönum nú séu sterkar hag­töl­ur, þegar á heild­ina er horft. Atvinnu­leysi mælist nú 3,7 pró­sent og hag­vöxtur hefur verið við­var­andi milli 2 og 4 pró­sent milli árs­fjórð­unga. Trump minn­ist á þetta óspart á fjöl­mennum fundum sín­um. „Efna­hag­ur­inn hefur aldrei staðið bet­ur,“ segir hann.

Var ein­hver blá alda?

Sást ein­hver „blá alda“ Demókrata (Blue wave) í þessum kosn­ing­um? Já og nei, segja flestir grein­endur hér. Í fyrsta lagi voru vænt­ingar margra Demókrata þær að flokk­ur­inn gæti unnið bæði full­trúa­deild­ina og öld­unga­deild­ina. En það varð fyrir þó nokkru ljóst, að slíkt væri ekki í kort­un­um. Það sem helst má segja að sé blá alda er mikil end­ur­nýjun í röðum for­ystu­fólks Demókrata. Þannig komu konur vel út úr kosn­ing­unum og eru þær nú fleiri en 20 pró­sent af heild­ar­fjölda full­trúa­deild­ar­inn­ar. Yngsta þing­kon­an, hin 29 ára gamla Alex­andria Ocasi­o-Cor­tez frá New York, vakti mikla athygli og þykir lík­leg til frek­ari afreka innan flokks­ins. Þarna sést glitta í nýja „bláa öld­u“; ungt fólk með ólíkan bak­grunn kemst til met­orða og vill láta til sín taka. Demókratar leita að leið­toga og hann gæti komið úr þessum nýja öfl­uga hópi ungs fólks þegar kemur að kosn­ing­unum 2020.



Dauður kjör­inn full­trúi

Eitt óvæntasta afrek þess­ara kosn­inga verður að telj­ast sigur Dennis Hof í 36. kjör­dæmi í Nevada. Hann hafði betur gegn Demókrat­anum Lesiu Roma­nov, með 68 pró­sent atkvæða. Hof hafði mik­inn stuðn­ing Repúblikana, einkum trú­ræk­inna, hvítra karla, og það dugði til sig­urs. Sig­ur­inn er helst merki­legur fyrir þær sakir að Hof dó 16. októ­ber síð­ast­lið­inn eftir tveggja daga afmælispartý. Hann var 72 ára þegar hann lést en var þekktur í sínu nær­sam­fé­lagi fyrir partýlíf­erni og að reka vafa­sama nekt­ar­staði. Hann er einnig höf­undur bók­ar­innar The Art of The Pimp. Hof er sem sagt kjör­inn full­trúi núna þrátt fyrir dauð­ann. Fram­haldið á hans póli­tíska ferli er óráðið nú þegar hann er rétt að hefj­ast. Eins og oft er sagt: Allt getur gerst í stjórn­mál­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari