Hver er krafa vinnuaflsins?

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, fjallar um kröfur launafólks en hún segir að ef fólki sé raunverulega umhugað um stöðugleika og að hjól efnahagslífsins snúist sé farsælast að sýna sanngirni þegar kemur að kröfum vinnuaflsins.

Auglýsing

Í byrjun októ­ber afhenti Starfs­greina­sam­bandið Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins kröfu­gerð sína vegna kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði en þeir renna út 31. des­em­ber næst­kom­andi. Starfs­greina­sam­bandið er sam­band 19 verka­lýðs­fé­laga sem dreifast um allt landið og er Efl­ing hluti af því banda­lagi verka- og lág­launa­fólks sem starfar á íslenskum vinnu­mark­aði. Kröfu­gerð­ina má kannski kalla heið­ar­lega til­raun til að hefja tíma­bil sann­gjarnrar verð­lagn­ingar á vinnu­afl­inu.

Við­brögðin við kröfu­gerð­inni og þeim hug­myndum um úthlutun gæð­anna sem þar birt­ast voru með ýmsum hætti. Sum urðu mæðu­leg og köll­uðu hana bólgna á meðan önnur bók­staf­lega gengu af göfl­unum með brjál­æð­is­legum yfir­lýs­ingum um að ef kröf­unum yrði mætt af sann­girni myndi skelfi­leg efna­hags­leg koll­steypa gera Ísland að ham­fara­svæði; eyði­mörk þar sem kramdir kap­ít­alistar og vinnu­afl án til­gangs ráf­uðu um, bölvandi hinum geð­veiku bylt­ing­ar­sinnum sem öllu hefðu rústað. Þessar yfir­lýs­ingar og þær sjúku hót­anir sem í þeim bjuggu voru með miklum ólík­ind­um, en þó merki­legt tæki­færi til að hlotn­ast inn­sýn í hug­ar­heim þeirra sem aðhyll­ast bók­stafs­trú á arð­ráns­kerf­ið.

Meðal ann­ars var því haldið fram, eins og ekk­ert væri, af leið­ar­höf­undi Frétta­blaðs­ins að nið­ur­sveifla væri þegar hafin í efna­hags­kerf­inu, þrátt fyrir sann­leik­ann um að hér hafi hag­vöxtur verið mik­ill og verði lík­lega rétt undir 4% yfir árið í heild, að hægt hafi aðeins á eftir geig­væn­legan vöxt (eitt­hvað sem í það minnsta sæmi­lega normal grein­endur á efna­hags­mál gætu mögu­lega kallað „að mark­að­ur­inn leit­aði jafn­væg­is“?) og að í mark­aðs­hag­kerfi geti „vænt­ing­ar“ haft stór­kost­legar afleið­ing­ar; sem­sagt að ef leið­ara­höf­undar spá því froðu­fellandi að nú muni harðna á dalnum og hvetja með því fjár­magns­eig­endur og fyr­ir­tækja­eig­endur og neyt­endur til að halda að sér hönd­um, aukast lík­urnar á því að harðni á daln­um. Það væri kannski við hæfi að þau sem sögðu mig og félaga mína óábyrga fávita litu í eigin barm og bæð­ust afsök­unnar á til­raun sinni til að auka lík­urnar á meiri sam­drætti í efna­hags­líf­inu?

Auglýsing

En hvert er grunn-inntakið í kröfum Starfs­greina­sam­bands­ins? Hvað vill vinnu­aflið í skiptum fyrir vinnu sína, vinnu sem óum­deil­an­lega knýr hér áfram hjól atvinnu­lífs­ins og vökvar hag­vöxt­inn eins glæsi­lega og raun ber vitni? (Dömur mínar og herr­ar, eruði til­bú­in? Ilm­söltin innan seil­ing­ar, búið að losa um bind­is­hnúta og kor­sel­ett og eitt­hvað hjart­styrkj­andi til taks?)

  1. Að lág­marks­laun hækki úr 300.000 krónum og verði 425.000 krónur í lok samn­ings­tím­ans sem eru 3 ár.

  2. Að ójöfn­uður auk­ist ekki í íslenski sam­fé­lagi; að tryggt verði að launa­hækk­anir til lág­launa­fólks skili sér án þess að þær stig­magn­ist upp allan launa­stig­ans; að krónu­tölu­hækk­unin til okkar umbreyt­ist ekki í pró­sentur þeirra sem meira hafa á milli hand­anna; að þau sem dvelja ofar í hinu efna­hags­lega stig­veldi axli loks­ins ábyrgð­ina á stöð­ug­leik­an­um.

Nú veit ég auð­vitað ekki hvernig þið eruð inn­réttuð en ég sé ekki alveg fyrir mér yfir­lið og ang­ist­arstunur hjá þeim sem þetta lesa. Og ef ég er heið­ar­leg, og það vil ég helst vera sem oft­ast og mest, þá hef ég ekki enn hitt „venju­lega“ mann­eskju sem tekur and­köf og biðst fyrir þegar kröf­urnar okkar ber­ast í tal. Þvert á móti; fólk virð­ist ánægt og hrif­ið. Ég og félagar mínir hljótum að vera þeim sem haft hafa sam­band við okkur til að lýsa yfir stuðn­ingi við bar­áttu verka og lág­launa­fólks, sem og þeim sem leggja lykkju á leið sína á förnum vegi til að óska okkur góðs gengis í bar­átt­unni, ævin­lega þakk­lát.

Í sumar heim­sótti hag­fræð­ing­ur­inn Özlem Onaran Ísland, á vegum Efl­ing­ar. Rann­sóknir hennar snú­ast um wage-led growth eða launa­drifin hag­vöxt, eitt­hvað sem ekki hefur verið rætt mikið á Íslandi, enda lítið pláss fyrir slíkar umræður í því nýfrjáls­hyggju-and­rúms­lofti sem fengið hefur að ríkja, því sem næst án and­mæla. Í stað þess að velta sér upp úr óförum ein­stakra atvinnu­rek­anda, eins og tíðkast í opin­berri umræðu hér á landi, er í hug­mynd­unum um launa­drif­inn hag­vöxt horft yfir hið mak­ró-ekónó­míska svið. Þegar það er gert kemur í ljós að hækkun á lágum launum hefur sér­lega jákvæð áhrif á hag­vöxt þar sem slík „að­gerð“ skilar sér beint út í hag­kerf­ið. Ein­stæð móðir á lágum launum sem fær veru­lega hækkun hegðar sér ekki eins og auð­stétt­in, sem fjár­lægir stóran hluta af fjár­magn­inu úr umferð þegar hún kemst yfir það, nei þvert á móti, lág­launa­konan fer bein­ustu leið út í búð og kaupir nýja úlpu handa barn­inu sínu eða kuld­skóna sem hana hefur vantað lengi. Sann­leikur máls­ins er að rausn­ar­leg launa­hækkun til þeirra sem vinna sér inn litlar tekjur örvar heild­ar­eft­ir­spurn og eykur hag­vöxt.

Því má segja að ef að fólki er raun­veru­lega umhugað um stöð­ug­leika og að hjól efna­hags­lífs­ins snú­ist er far­sæl­ast að sýna sann­girni þegar kemur að kröfum vinnu­aflsins.

Í síð­ustu viku bár­ust fréttir af því að meiri­hluti sam­borg­ara okkar teldi að verk­falls­að­gerðir væru rétt­mæt leið til að ná árangri í kjara­bar­áttu. Þetta voru sann­ar­lega gleði­lega tíð­indi en ættu ekki að koma á óvart. Stað­reyndin er nefni­lega sú að órétt­mæt skipt­ing gæð­anna særir rétt­læt­is­kennd fólks. Það að hér sé sum­um, m.a. stórum hópum kvenna, gert að vinna fyrir launum sem duga ekki til fram­færslu, særir rétt­læt­is­kennd fólks. Og þrátt fyrir linnu­lausan áróð­ur­inn um að hér megi engu breyta og að hag allra sé best borgið með að vinnu­aflið haldi sig á mott­unni er almenn­ingur til­bú­inn til að veita okkur svig­rúm til að nota öll tólin í verk­færakist­unni okk­ar, meðal ann­ars þau sem merki­leg­ust verða að telj­ast í sögu­legu sam­hengi; að leggja niður störf til að knýja fram réttan útreikn­ing á verð­mæti og mik­il­vægi vinnu okk­ar.

Hátt atvinnustig, sterkt vel­ferð­ar­kerfi, hús­næð­is­kerfi sem tryggir öllum öruggt þak yfir höf­uðið á eðli­legum kjörum, skatt­kerfi sem hefur það að sínu helsta mark­miði að tryggja jöfnuð og svo síð­ast en aldrei síst, mann­sæm­andi laun fyrir unna vinnu, dag­vinnu­laun sem duga fyrir fram­færslu; á þessum atriðum grund­vall­ast vel­sæld sam­fé­lags okk­ar. Á þessu grund­vall­ast það sem kallað er nor­rænt vel­ferð­ar­kerfi. Þetta vitum við sem hér lif­um. Það er hægt að arga á okkur og garga, það er hægt að hóta okkur og hrella, það er hægt að láta eins og við og til­vera okkar sé upp­spretta ægi­legra vanda­mála en stað­reyndin er sú, nú á tíu ára afmæli Hruns­ins, að við ein­fald­lega látum þetta allt saman sem vind um eyru þjóta. Við höfum lært af reynsl­unni og við vitum hvað við vilj­um. Við viljum mann­sæm­andi laun fyrir unna vinnu.

Tals­menn þeirra sem eiga atvinnu­tækin og fjár­magnið í íslensku sam­fé­lagi hafa opin­ber­lega talað um eitt­hvað sem þeir kalla „kyrr­stöðu­samn­inga“.*

Við því vil ég segja þetta:

Ef að hér væri gæð­unum skipt með eðli­legum og sann­gjörnum máta mætti mögu­lega ræða slíka samn­inga. Þeir væru þá vænt­an­lega partur af ein­hverju sem hægt væri að kalla „þjóð­ar­sátt“.

En að nefna slíkt í sam­fé­lagi þar sem laun þing­manna hækk­uðu á einu ári um ríf­lega 44%, sam­fé­lagi þar sem um helm­ingur félaga minna í Efl­ingu hefur áhyggjur af fjár­hags­stöðu sinni og þau sem lægst hafa launin veru­legar og vax­andi áhyggj­ur, sam­fé­lagi þar sem okkar aðfluttu félagar þurfa að þola ýmis­konar órétt­læti og illa með­ferð, í sam­fé­lagi þar sem verka og lág­launa­fólk þarf að leggja á sig gríð­ar­mikla auka- og yfir­vinnu til þess eins að láta enda ná saman frá einum mán­aða­mótum til þeirra næstu en þar sem auð­stéttin jók á einu ári eigur sínar um ríf­lega 270 millj­arða króna sem varð til þess að rík­ustu 5% sam­borg­ara okkar eiga nú sam­tals tæpar 2.000 millj­arða króna, er, svo ég tali af fullri hrein­skilni og heið­ar­leika, algjör­lega óboð­legt.

Slíkir samn­ingar myndu þýða að við ákvæðum að staldra við í kjara­bar­áttu okk­ar, frystum um stund mögu­leika okkar á að ná betri lífs­gæð­um, sam­þykktum að bíða og sjá til. En í efna­hags­líf­inu ríkir engin kyrr­staða; þvert á móti er hér allt á hreyf­ingu. Hér ríða yfir hrun og krepp­ur, upp­sveiflur og sam­drætt­ir, hér búum við inn í risa­vöxnu verk­efni um end­ur­út­hlutun gæð­anna, þar sem efna­hags­legir for­rétt­inda­hópar vinna mikla sigra á ári hverju. Að reyna að krefj­ast þess að í kjöl­far upp­sveiflu þar sem útvaldir hópar högn­uð­ust veru­lega á með­an, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, alþýðan var neydd inn á græðg­isvæddan hús­næð­is­mark­að, er óboð­legt. Það hljóta allir að sjá.

Kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði renna út þann 31. des­em­ber. Það er því tíma­bært að Sam­tök Atvinnu­lífs­ins svari af heið­ar­leika: Hvernig hyggj­ast þau mæta kröfum okkar um að lág­marks­laun hækki upp í 425.000 á samn­ings­tíma­bil­in­u? Ætla þau að axla ábyrgð á því að ójöfn­uður auk­ist ekki á samn­ings­tíma­bil­inu?

Það er ekki eftir neinu að bíða, við hljótum öll að vilja fá svör við þessum spurn­ingum ekki seinna en strax.

*(„Besta leiðin er kyrr­stöðu­samn­ingar þar sem við leyfum atvinnu­líf­inu að ná styrk á ný“)

Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar