Sátt að loknum samningum

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, fjallar um kröfur verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjaraviðræðna en hún telur eðlilegt að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi.

Auglýsing

Þegar ég hóf störf í Asíu var ég óvön að þurfa að prútta um verð. Ég átt­aði mig þó fljótt á að þann hæfi­leika varð ég að þróa með mér hratt og örugg­lega til þess að enda ekki alltaf á því að borga „túrista­verð“ á mörk­uðum stór­borg­ar­innar þar sem ég starf­aði. Ég tók því til við að prófa mig áfram með mis­góðum árangri.

Í eitt skiptið var ég eflaust of fljót á mér og samdi um verð sem var rétt um 10% lægra en upp­sett verð. Ég var ein­fald­lega svo spennt yfir ákveðnum bak­poka að ég hopp­aði á fyrsta gagntil­boð sem bauðst. Næst gekk mun bet­ur. Ég þótt­ist ekk­ert allt of viss um að mig lang­aði í klút­inn sem ég var að skoða. Ég náði helm­ings­af­slætti í það skiptið – en leið hálf illa þegar ég horfði á geð­vonsku­legan selj­and­ann. Í næsta skipti gekk ég hrein­lega of langt. Þá var um að ræða arm­band sem ég var nokkuð spennt fyrir og var viss um að geta komið verð­inu all­veru­lega nið­ur. Selj­and­inn gaf upp fjár­hæð­ina 1000 Baht og ég bauð hund­rað á móti. Ég hafði varla sleppt orð­inu að kaup­mað­ur­inn hendir mér út á götu með til­heyr­andi handapati. Þarna hafði ég greini­lega farið yfir strik­ið. Varan var ekki í boði lengur – ekki einu sinni fyrir rétt verð. Innst inni dauð­skamm­að­ist ég mín fyrir að hafa ekki áttað mig á hvar mörkin lægju og var hund­fúl yfir að hafa misst af arm­band­inu.

Það er nefni­lega þannig með prútt á mörk­uð­um, líkt og í öðrum samn­inga­við­ræð­um, að báðir samn­ings­að­ilar þurfa að fá ein­hverju fram­gengt. Ef annar aðil­inn byrjar víðs­fjarri hinu raun­sæja verði er lík­legt að samn­inga­við­ræður verði stirðar – nái við­semj­endur yfir­höfuð saman á end­an­um. Þeir sem eru góðir í þessu vita innan hvaða ramma hægt er að semja. Þeir leyfa sér að hefja leik­inn við það sem þeir meta sem raunsæ ystu mörk. Leik­ur­inn felst síðan í því að gefa eftir í nokkrum skrefum og ná að lokum sátt um rétt verð. Þannig ganga báðir aðilar sáttir frá kaupum og sölu.

Auglýsing

Líkt og með prúttið hefur íslenskt atvinnu­líf mátt læra af reynslu margs konar samn­inga­lota. Reynslu­boltar kjara­við­ræðna hafa deilt sögum um það hvernig sumir ein­stak­lingar hafi verið betri en aðrir í þessum efn­um. Þeir far­sæl­ustu hafi kunnað að tefla fram ákveð­inni mála­miðlun þannig að allir samn­ings­að­ilar hafi getað hampað ein­hverjum ávinn­ingi að lok­um. Aldrei hafi annar aðil­inn fengið öllu sínu fram­gengt – enda væri þá eðli máls­ins sam­kvæmt ekki um samn­inga að ræða heldur vald­boð.

Sé horft til krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um skatta­breyt­ing­ar, kerf­is­breyt­ing­ar, stytt­ingu vinnu­tíma, launa­hækk­anir o.fl. er ljóst að þær geta tæp­ast verið ein­hvers­konar raun­sær upp­haf­s­punkt­ur. Á sama tíma ber­ast yfir­lýs­ingar þeirra um átök og bar­áttu. Ég trúi því, kannski í ein­feldni minni, að það sé fleira sem sam­eini okkur Íslend­inga en sundri og því ættum við að geta sam­mælst um t.d. að tryggja nægt fram­boð af íbúð­ar­hús­næði á við­ráð­an­legu verði, gera breyt­ingar á skatt- og bóta­kerfum til hags­bóta fyrir þá sem lægstu launin hafa, finna leiðir til að ná betra jafn­vægi milli frí­tíma og vinnu og síð­ast en ekki síst tryggja sem best kjör lægstu tekju­hópanna, án þess að það smit­ist upp launa­stig­ann og endi í auk­inni verð­bólgu.

Í raun geta, líkt og Gylfi Zoega setti skýrt fram í Vís­bend­ingu fyrr í mán­uð­um, frek­ari hót­anir verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar haft þau efna­hags­legu áhrif að „skerða lífs­kjör launa­fólks áður en til kjara­samn­inga kemur […og leitt] til falls krón­unn­ar, minni kaup­máttar launa og auk­innar mis­skipt­ingar eigna.“ Seðla­banka­stjóri útskýrði m.a. með sama hætti í við­tali 12. des­em­ber sl. geng­is­lækkun krón­unnar og nefndi í því sam­hengi „svart­sýniskast og geð­sveifl­ur“ sem orsaka­valda.

Það er því vin­sam­leg ábend­ing til þeirra sem semja á vinnu­mark­aði að menn tali og semji af ábyrgð, sann­girni og af feng­inni reynslu síð­ast­lið­inna ára­tuga. Vinnu­veit­endur vilja flestir hag starfs­fólks síns sem bestan og því er mark­miðið ekki að semja um „túrista­verð“ handa starfs­fólki heldur tryggja launa­hækk­anir sem end­ur­spegla raun­veru­lega aukn­ingu verð­mæta­sköp­un­ar.

Það er eðli­legt að menn hefji leik á sitt hvorum enda, en jafn­framt að hags­munir heild­ar­innar séu hafðir að leið­ar­ljósi, sem og sú stað­reynd að að lokum verða aðilar að ná sam­an. Kjarna­á­skorun nýs árs er að glopra ekki niður þeim góða árangri sem aðilar vinnu­mark­aðar fyrri ára hafa þó náð á und­an­förnum árum og ára­tug­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit