Þú veist ekki þegar þú sefur hjá í síðasta sinn

Auður Jónsdóttir rithöfundur gerir upp árið 2018.

Auglýsing

Árið 2018 var að mörgu leyti skrýt­ið. Og þó! Ég sagði við vin­konu mína að veru­leik­inn væri orð­inn svo skrýt­inn að fólk þyrfti að troða mar­vað­ann til að halda í skottið á hon­um. Veru­leik­inn hefur alltaf verið skrýt­inn, sagði hún poll­ró­leg. En við komumst til vits og ára í örþröngri tímaglufu þegar fólk hafði talið sér trú um að nú væri allt kom­ið, til­efni til bjart­sýni og nóg af tótal lausnum í sjón­máli.

En svo fór hún að tala um Trump, nýflutt heim frá Banda­ríkj­un­um, enda á hann sinn þátt í þessum fárán­leika­anda sem virð­ist stundum umlykja allt þessa dag­ana.

Í sömu viku hafði Trump boðað að hann ætl­aði að loka rík­is­stofn­unum ef Mexík­ómúr­inn hans fengi ekki blessun og það hafði fengið mig til að hugsa til bók­ar­innar Um harð­stjórn eftir Timothy Snyder sem er nokk­urs konar sjálfs­hjálp­ar­bók fyrir frjáls­lynt lýð­ræði; tutt­ugu ráð til að halda lífi í því með því að draga lær­dóma af tutt­ug­ustu öld­inni og aðlaga þá að okkar dög­um.

Auglýsing

Í henni eru góðar pæl­ingar eins og þessi vísun í skáld­sögu eftir David Lodge þar sem aðal­per­sónan segir að þegar maður njóti ásta í síð­asta sinn, þá viti maður ekki að þetta sé síð­asta skipt­ið. Hið sama gildi um kosn­inga­þátt­töku. Hvenær þú tekur í síð­asta skipti þátt í raun­veru­lega frjálsum kosn­ingum ...

Að þora að hugsa

Til að almennir borg­arar geti sofið sem lengst áhyggju­laust hjá og kosið á sem rétt­mætastan hátt er óvit­laust að lesa þessi holl­ráð Snyder.

Því ábyrgðin liggur hjá hverjum og ein­um. Að standa vörð um sjálf­stæða hugsun sína og þora að prakt­isera þær hug­sjónir í hvers­deg­inum sem stuðla að virku, heil­brigðu lýð­ræði. Þora að hugsa!

Lær­dóms­ráð níu er jú á þá leið: „Forðastu fra­sana sem allir aðrir nota. Finndu þínar eigin leiðir til að tala, jafn­vel bara til þess að tjá hluti sem þér finnst allir aðrir líka segja. Reyndu að sneiða hjá inter­net­inu. Lestu bæk­ur.“

Eins er lær­dóms­ráð ell­efu gagn­legt í þessu sam­hengi: „Graf­ist fyrir um hlut­ina sjálf. Verjið meiri tíma í langar grein­ar. Styðjið rann­sókn­ar­blaða­mennsku með áskrift að prent­miðlum (inn­skot und­ir­rit­aðr­ar: ... og vefritum eins og Kjarn­an­um). Gerið ykkur grein fyrir því að sumt á inter­net­inu er sett þangað til að skaða ykk­ur. Leitið uppi síður sem rann­saka áróð­urs­her­ferðir (sem koma sumar frá öðrum lönd­um). Takið ábyrgð á því sem þið deilið með öðr­um.“ Snyder er ugg­andi yfir ástand­inu í Banda­ríkj­unum og ýmsum teiknum um að lengi geti vont versn­að. Tvennt sem hann nefn­ir, að við þurfum að standa vörð um, eru stofn­anir og fjöl­miðl­ar.

Í lær­dóms­ráði númer tvö segir hann meðal ann­ars: „Stofn­anir vernda sig ekki sjálf­ar. Þær falla hver af annarri nema hver og ein sé frá upp­hafi var­in. Veldu því stofnun sem þér er annt um – dóm­stól, dag­blað, laga­stofn­un, verka­lýðs­fé­lag – og stattu með henn­i.“

Eru ekki allir sexí?

Bókin er skrifuð með Banda­ríkja­menn í huga á Trump-­tím­um, þessum tímum þegar for­seti Banda­ríkj­anna talar niður fjöl­miðla og leikur sér með rík­is­stofn­an­ir. Og áhrif slíkra teygja ang­ana víða, jafn­vel hingað til Íslands.

Hættan er sú að þegar einn valda­mesti maður heims er fárán­legur að maður venj­ist fárán­leik­an­um. Allt verði bara hinn óbæri­legi fárán­leiki til­ver­unn­ar. Börn í búrum eins og illa hirt dýr við landa­mæri Mexíkó, hæðst að loft­lags­breyt­ing­um, fjöl­miðlar tal­aðir nið­ur, rík­is­stofn­unum lok­að. Góðan dag­inn, þetta er hvers­dag­ur­inn, eru ekki allir sexí?

Og þegar hvers­dag­ur­inn er svona í mekku Vest­ur­landa, hver er þá stemmar­inn í öðrum löndum – eins og bara hér?

Í þessum tíð­ar­anda erum við óþarf­lega upp­tekin af því, bæði í stjórn­mál­unum og almennt, hvort fólk búi yfir nógu mik­illi leikni til að vera sexí í heimi sam­fé­lags­miðla. Hinn póli­tíski kynusli þarf að ná í gegn með öllum til­tækum ráðum í þessu miklu upp­lýs­inga­flæði. Í þannig umhverfi er ekki mikil von til að við náum í gegn miklum umbreyt­ing­um. Hér heima veltum við okkur upp úr ein­stökum málum sem eru pólaríseruð í stað þess að hugað sé að innri fúnk­sjón kerf­is­ins og hug­mynda­fræði­legri útfærslu. Svo virð­ist sem þessi tíð­ar­andi sé far­inn að koma niður á skynjun stjórn­mála­manna á hlut­verki sínu. Hún flöktir og sama má kannski segja um kjós­end­urna sjálfa. Þeir læka bara vinstri/hægri og fara svo í fýlu eða hylla ein­hvern upp til himna – sem var nógu lún­k­inn í að skapa sér sexí sam­fé­lags­mynd.

Og svo byrjar allt upp á nýtt, gull­fiska­minni eins og í Ground­hog Day. Upp­hafn­ingin verður grótesk og líka nið­ur­læg­ing­in. Allir bara haus­lausar hænur og fíll­inn í her­berg­inu dillar sér í takt.

Ein­stak­lings­dýrkun – og for­dæm­ing

Ef maður reynir að fanga stemmar­ann á Íslandi segja nýlegar fréttir sitt; Klaust­ur­mál, hin meinta sjálf­sagða heim­sókn Piu Kjærs­gaard til að fagna íslensku full­veldi, varn­ar­ræða Sig­mundar Dav­íðs sem er, þótt fárán­legt megi virðast, ennþá inni á þingi, hið kaf­ka­íska Bragga­mál og líf­leg stétta­á­tök – en auð­vit­að, á sinn öfug­snúna hátt þarf stétt­ar­bar­áttan á ein­stak­lings­dýrkun að halda til að fá athygli og berj­ast fyrir jað­ar­settum hópum í öllu upp­lýs­inga­flæð­inu.

Tja, erum við almennt nógu með­vituð um póli­tískt lands­lag og hvernig pólik­tík virkar og á að virka?

Við erum að kljást við óheppi­lega ein­stak­lings­dýrk­un, en ein­stak­lings­dýrkun er öfga­kennd útgáfa af ein­stak­lings­hyggju, og það að miða hlut­ina út frá ein­stak­lingum fremur en hug­mynda­legri ígrund­un. Fólk hættir að velta fyrir sér kerf­is­lægum og hug­mynda­fræði­legum vanda og segir bara: Sig­mundur Davíð er hálf­vit­inn, Lilja er Metoo-fjall­konan (og gefst raunar færi á að nýta það póli­tískt), Dagur núna skúrk­ur­inn, Stein­grímur J. er ... tja – hvað er hann? Þannig er löngu gleymt fyrir hvað þetta fólk stendur fyr­ir.

Hætta er á að við missum sjónar á hvernig fólk sem ein­stak­lingar skapar sér stöðu og nýtir sér hana. Við erum svo upp­tekin að tala um Trump sem per­sónu í stað þess að horfa á hvernig banda­rískt sam­fé­lag hefur breyst og hugsa um hvernig við, þetta fámenna sam­fé­lag hér, getum unnið gegn ákveðnum póli­tískum straum­um. Per­sónu­dýrkun fylgir jú popúl­ismi.

Hvernig getum við kom­ist fram­hjá þessu? Í þessu stjórn­lausa flæði nútím­ans þar sem ímyndir eru settar ofar upp­lýs­ingum á sama tíma og við erum að drukkna í upp­lýs­inga­flæði og gefst hvorki ráð­rúm né færni til að greina hismið frá kjarn­an­um. Svo við grípum dauða­haldi í ein­fald­an­ir, stöðugt ein­hvern veg­inn okkar síð­ustu hug­hrif. Síð­asta málið sem kom upp – sem eng­inn náði almenni­lega að skilja til hlítar áður en næsta mál pomp­aði upp og allir búnir að per­sónu­gera sig út frá skoð­unum sínum á því. Spegla sig í ímynd þeirra sem valdið hafa, þeirra sem tókst best að vera sexí í mark­aðs­setn­ing­unni á sjálfum sér.

Þetta eru ábyrgð­ar­lausar fljót­andi hug­leið­ingar í blá­byrjun árs, meira til gaman en alvöru – og þó. Kannski ekki. Reynum að sofa sem lengst hjá í spræku lýð­ræð­is­sam­fé­lagi og pæla í orðum á borð við þessi í tíunda lær­dóms­ráð­inu sem er Trúið á sann­leik­ann – og hljóðar svo: „Þegar maður varpar stað­reyndum fyrir róða varpar maður frels­inu fyrir róða. Ef ekk­ert er satt getur eng­inn gagn­rýnt vald, því að þá er eng­inn grund­völlur fyrir því að gera það. Ef ekk­ert er satt er allt tómt sjón­ar­spil. Stærsta veskið borgar fyrir skær­ustu ljós­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit