Þverstæður í tengslum við kjarasamninga

Þórólfur Matthíasson segir að norrænt kjarasamnings- og samfélagslíkan sé samfélagssáttmáli um að setja almenna velferð sem höfuðmarkmið í rekstri þjóðfélagsins.

Auglýsing

Í tengslum við kjara­samn­ings­gerð á Íslandi er mikið talað um nor­rænt sam­fé­lags eða launa­setn­ing­ar­lík­an. En svo virð­ist sem hver og einn þeirra aðila sem um véla skilja hug­takið nor­rænt sam­fé­lags­líkan þeim skiln­ingi sem þeim hent­ar. 

„Nýja" verka­lýðs­for­ystan ein­blínir á hátt lág­launa­stig. Atvinnu­rek­endur (og „gamla“ verka­lýðs­for­ystan) ein­blína á hóf­stilltar launa­hækk­anir á grund­velli fram­leiðni­þró­unar (eða þró­unar á verð­lagi útflutn­ings­greina). „Gamla“ verka­lýðs­for­ystan reyndi að setja launa­breyt­ingum ann­arra aðila en eigin félags­manna ósveigj­an­legan ramma. 

Jafn­framt hefur „gamla“ og „nýja“ verka­lýðs­for­ystan lagt ofurá­herslu á að halda aftur af hækk­unum í efri þrepum launa­ska­l­ans. Æðstu emb­ætt­is­menn eru þar alltaf í skot­lín­unni, stundum með réttu, stundum ekki. Stundum er spjótum beint að háskóla­mennt­uðum opin­berum starfs­mönnum líka. Þau spjóta­lög „gömlu“ verka­lýðs­for­yst­unnar bára þann árangur haustið 2016 að rík­is­á­byrgð á líf­eyri opin­berra starfs­manna var afnumin gegn loðnum lof­orðum um bætur í formi grunn­launa­hækk­ana. Þá hefur „nýja“ verka­lýðs­for­ystan lagt áherslu á viða­miklar breyt­ingar á tekju­skatts­kerf­in­u. 

Auglýsing
Megininntak þeirra breyt­inga er að færa kaup­mátt skatt­frels­is­marka til þess sem var árið 1988 þegar stað­greiðslu­kerfið var tekið upp. Ljóst er að slík breyt­ing ein og sér er afar kostn­að­ar­söm og verður ekki fram­kvæmd nema með grund­vallar breyt­ingum annað tveggja á skatt­kerf­inu eða útgjalda­kerfum eða hvoru tveggja. Greini­legt að hver og einn aðil­anna á vinnu­mark­aðnum skilur hug­takið „nor­rænt sam­fé­lags­lík­an“ sínum skiln­ingi.

En hvað er nor­ræna kjara­samn­ings- og sam­fé­lags­líkan­ið? Það er sam­fé­lags­sátt­máli um að setja almenna vel­ferð sem höf­uð­mark­mið í rekstri þjóð­fé­lags­ins. Í þessu felst að mark­miðið er ekki að hámarka lands­fram­leiðslu á mann eða að hámarka með­al­tal pen­inga­legra eigna á mann. Þvert á móti er horft bæði til dreif­ingar tekna og stöðu með­al­tala. Til þess að ná mark­mið­inu um mikla almenna vel­ferð þarf engu að síður mjög fram­leiðið atvinnu­líf, mik­inn sköp­un­ar­mátt í atvinnu­líf­inu, mik­inn hreyf­an­leika á vinnu­afl­inu og öfl­ugt mennta­kerfi. Það þarf líka öfl­ugt end­ur­mennt­unar og atvinnu­leys­is­úr­lausna­kerfi og afar öfl­ugt og víð­tækt vel­ferð­ar­kerfi. Leiðin til þess að ná umræddum mark­miðum felst t.d. í að hafa lág­marks­laun mjög há og gera þannig ófram­leiðnum fyr­ir­tækjum ókleyft að starfa í land­inu (LM Eric­son og Nokia fundu upp far­sím­ann, en hættu fjölda­fram­leiðslu þeirra þegar erfitt reynd­ist að keppa við lágkostn­að­ar­lönd).

Það kostar líka tals­verða skatt­heimtu þar sem næstum allir taka þátt í að greiða skatta. Og það þýðir líka að atvinnu­þátt­töku­hlut­fall er nokkru lægra en hjá okkur nú (76-82%, á móti 88% á Ísland­i). Enn­fremur krefst nor­ræna sam­fé­lags­líkanið þess að til staðar séu mjög virkar mennta- og rann­sókn­ar­stofn­an­ir, mjög virk atvinnu­mark­aðsúr­ræði o.s.frv.

Auglýsing
Í tengslum við kjara­samn­ingslot­una 2015 var SALEK nokk­urs konar töfra­orð. SALEK var kynnt sem nor­rænt samn­inga­lík­an, þó inn­tak þess væri mun tak­mark­aðra en lýs­ingin hér að ofan. SALEK stendur fyrir Sam­starf um Launa­upp­lýs­ingar og Efna­hags­for­sendur Kjara­samn­inga. Eins og nafn­ið, og útfærsla, ber með sér er ein­blínt væri á launa­mynd­un­ar­þátt­inn án þess að huga að öðrum þáttum sam­fé­lags­sátt­mála Nor­ræna lík­ans­ins. Í aðdrag­anda samn­ingslot­unnar nú hefur varla verið minnst á SALEK. En heild­ar­sýn­ina vantar enn­þá. Dæmi: Kröfur hinnar „nýju“, rót­tæku verka­lýðs­hreyf­ingar er að hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur lág­marks­launa mjög mik­ið. Bent er á að því megi ná fram með skatta­lækk­un­um. Á sama tíma er áfram gerð krafa um nor­rænt þjón­ustu­stig á vel­ferð­ar­svið­inu. Þetta gengur heldur ekki upp. Það er ekki hægt að halda uppi nor­rænu vel­ferð­ar­kerfi og und­an­þiggja stóran hluta þegn­anna undan skatt­heimt­unni. Það er ekki hægt að fá trygg­ing­ar­vernd án þess að borga iðgjald­ið, það á alveg jafnt við hvort heldur veit­andi þjón­ust­unnar er einka­rekið trygg­ing­ar­fé­lag eða rík­is­sjóð­ur.

Þegar til lengri tíma er litið má velta fyrir sér hvort það sé ekki þver­stæðu­kennt að ætla sér að byggja upp hálaunaum­hverfi á Íslandi á grund­velli ferða­þjón­ustu. Ferða­þjón­usta er í grunn­inn lág­launa­starf­semi þar sem flug­liðar og hót­el­starfs­fólk á Íslandi er í beinni sam­keppni við flug­liða í Lett­landi eða Lit­háen og hót­el­starfs­fólk á Spáni, Tyrk­landi o.s.frv. Sömu­leiðis erum við stöðugt minnt á að til þess að ferða­þjón­ustan geti starfað þarf að halda uppi dýrum innviðum í formi sam­göngu­kerfis (veg­ir, brýr, flug­vell­ir), í formi bráða­þjón­ustu á heil­brigð­is­svið­inu, í formi bráða­við­bragðateyma björg­un­ar­sveita, lög­gæslu, sjúkra­flutn­inga­fólks og þyrlu­sveita. Vægi ferða­manna í þessum útgjöldum hlýtur að vera meiri á Íslandi en í mörgum öðrum löndum vegna strjál­býlis lands­ins og vegna þess hversu margir ferða­menn­irnir eru í sam­an­burði við heild­ar­fjölda lands­manna. Næstum allur er þessi kostn­aður er greiddur af almennu skatt­fé. Vissu­lega kemur hluti skatt­tekna af ferða­þjón­ust­unni, en enn er þeirri spurn­ingu ósvarað hvort hreinar tekjur af ferða­þjón­ust­unni geti staðið undir því að greiða laun sem eru sam­keppn­is­fær við laun í hátækni­greinum og jafn­framt að greiða fyrir það auka­á­lag sem greinin veldur á innviðum og sam­göngu­kerf­um. Kannski ættu stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins að koma sér saman um vand­aða mótun fram­tíðar atvinnu­stefnu fyrir lýð­veldið Ísland?

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað um vinnu­mark­aðstengd mál­efni í kennslu og rann­sóknum og á sæti í stjórn og samn­inga­nefnd Félags pró­fess­ora við rík­is­há­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar