Auglýsing

Mikið er rætt um það þessi miss­erin að aðkoma stjórn­valda að samn­ingum milli atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga starfs­manna sé nauð­syn­leg til að tryggja far­sæla nið­ur­stöðu.

Fyrir liggur að him­inn og haf eru á milli krafna stétt­ar­fé­lag­anna og for­ystu ASÍ, og síðan mats Sam­taka atvinnu­lífs­ins á svig­rúmi til launa­hækk­ana.

Að mati þeirra sem aðild eiga að SA þá er mat­ið, sam­kvæmt könn­unum meðal félags­manna SA, um 1,9 pró­sent hækk­un. Hjá for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er uppi krafa um 20 til 30 pró­sent hækkun launa, og þar á meðal hækkun lág­marks­launa úr 300 í 425 þús­und.

Auglýsing

Hvernig er hægt að höggva á þennan hnút?

Það er alveg öruggt að það er ekki hægt að höggva á hann og ná nýrri þjóð­ar­sátt, ef hvor­ugur aðil­inn gefur eftir við samn­inga­borð­ið. Þá enda við­ræð­urnar með ósköpum sem myndu fel­ast í verk­föll­um, geng­is­falli og verð­bólgu. Kjara­rýrnun almenn­ings.

Var­huga­verð aðkoma rík­is­ins að hús­næð­is­mark­aði

Aðkoma stjórn­valda að þess­ari stöðu er snú­in.

Sér­stak­lega á það við um sér­tækar lausnir til að lækka hús­næð­is­kostnað fólks, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en stétt­ar­fé­lögin hafa líka lagt áherslu á að aðgerðir í hús­næð­is­mál­unum nái til lands­byggð­ar­inn­ar.

Hús­næð­is­verð hefur hækkað hratt á und­an­förnum árum, sam­hliða miklum hag­vexti í lágri verð­bólgu. Margt lagð­ist þar sam­an; vöxtur í ferða­þjón­ustu, lítið fram­boð af hús­næði, hag­felld verð­þróun olíu­verðs, vax­andi fjár­fest­ing og fólks­fjölg­un, svo fátt eitt sé nefnt. Aðgerð­irnar í hrun­inu - neyð­ar­lög og fjár­magns­höft - lögðu síðan grunn­inn að við­spyrn­unni sem síðar kom.

Miklar launa­hækk­anir og kaup­mátt­ar­aukn­ing hafa ein­kennt und­an­farin ár, en nú er tekið að kólna í hag­kerf­inu og verð­bólga er komin upp í 3,7 pró­sent, tölu­vert yfir 2,5 pró­sent mark­mið­inu, og atvinnu­lausum hefur fjölg­að, þrátt fyrir að atvinnu­á­stand telj­ist gott og atvinnu­leysi sé lágt.

Hvernig eiga stjórn­völd að liðka fyrir því að þjóð­ar­sátt náist?

Varð­andi hús­næð­is­mark­að­inn þá hefur einkum verið kallað eftir því að komið sé til móts við þá sem eiga erfitt með að kaupa fyrstu eign og síðan þá sem kljást við háa leigu, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Fast­eigna­verð hefur farið hækk­andi og leigu­verð líka, og það á sér rök­réttar skýr­ing­ar, þar sem of lítið fram­boð hefur verið af litlum og með­al­stórum íbúð­um. Nú eru um 5 þús­und íbúðir að koma út á markað á næstu 18 mán­uð­um, og megnið af þeim eru litlar og með­al­stór­ar.

Ef ríkið á að standa fyrir mik­illi við­bót­ar­upp­bygg­ingu, til að stuðla að enn meira fram­boði, er það ávísun á lækkun fast­eigna­verðs. Slíkt myndi vissu­lega koma til móts við þá sem hagn­ast á slíku og lík­lega líka leiða til lægra leigu­verðs, en það er ekki víst að allir yrðu sáttir við það.

Heim­ilin í land­inu eru rúm­lega 130 þús­und og fast­eigna­matið nálægt 7.300 millj­örð­um, miðað við árið 2018. Það mun ekki leysa neinn vanda að bæta við nokkur hund­ruð íbúðum fyrir opin­bert fé, eða jafn­vel þús­und. Það gæti hins vegar falið í sér umtals­verða áhættu fyrir heild­ina, þar sem slíkt myndi auka við fram­boð á tímum þar sem það er að stór­aukast fyr­ir.

Önnur úrræði ættu frekar að koma til greina, sem er að styrkja bóta­kerf­ið, hækka skatt­leys­is­mörkin og láta þær aðgerðir ná betur til þess hóps sem þarf á því að halda, að fá stuðn­ing. Það ætti að vera hægt með finna lausnir á þessu.

Hafta­bólan

Á vor­mán­uðum 2017 mæld­ist árleg hækkun á hús­næð­is­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í heim­inum 23,5 pró­sent, sem þá var mesta hækkun meðal nær allra þró­aðra ríkja í heim­in­um. Hún mælist nú mun hóf­legri, eða í kringum 4 pró­sent.

Á upp­hafs­stigum þessa mikla vaxt­ar­tíma­bils á fast­eigna­mark­aði, í lok árs 2014, ákváðu stjórn­völd að milli­færa um 80 millj­arða til fast­eigna­eig­enda, sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán, einkum vel­stæðra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eins og frum­gögn hafa stað­fest. 

Nokkru áður voru grein­endur og sér­fræð­ingar í fast­eigna­við­skiptum búnir að greina stöðu mála þannig, að mikil hækkun fast­eigna­verðs væri í kort­unum - og var þá þegar komin fram - eftir skell­inn í hrun­inu. Þar á meðal var GAMMA, sem greindi stöð­una ein­fald­lega rétt, og það sama má segja um hinar „óum­beðnu“ grein­ingar Seðla­bank­ans á mál­inu og áhrifum þess.

Þessi aðgerð var því full­kom­lega óþörf, bruðl með tugi millj­arða króna, en hún jók á vanda­mál þeirra sem voru á leigu­mark­aði eða ekki búnir að kaupa fast­eign. Nú er verið að súpa seyðið af því, hvernig ákveðið var að eyða þessum fjár­mun­um.

Þetta er dæmi um hvernig það getur ver­ið, þegar ríkið ætlar sé að leysa vanda­málin á mörk­uðum þar sem það getur aldrei haft nema tak­mörkuð áhrif. T.d. duga 80 millj­arðar bara til að byggja um 2 þús­und ódýrar íbúð­ir, sem kosta um 40 millj­ónir hver. Þetta eru gríð­ar­legir fjár­munir fyrir rík­is­sjóð og sam­fé­lags­lega inn­viði, en afar litlir og létt­vægir þegar kemur að 7.300 millj­arða mark­aði fast­eigna.

Góður vilji er ekki nóg til að hreyfa við málum til góðs, og hugsa þarf aðgerðir til enda.

Hvernig sem á það er lit­ið, þá vonar maður að atvinnu­rek­endur og stétt­ar­fé­lögin nái saman um ábyrga samn­inga. Það eru miklir hags­munir fyrir land og þjóð.

Breytt staða

For­vitni­legt er að hugsa rúm­lega eitt og hálft ár til baka þegar fjár­magns­höft voru afnumin á Íslandi, í mars 2017. Þau höfðu gegnt algjöru lyk­il­hlut­verki í við­spyrn­unni í efna­hags­mál­um. Þegar þetta var gert þá mæld­ist fast­eigna­verð í hæstu hæð­um, eins og áður seg­ir. Gengi krón­unnar gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal var búið að ná miklum styrk, með til­heyr­andi upp­sveiflu í neyslu, en Banda­ríkja­dalur fór undir 100 krónur og evran undir 120. Nú er staðan sú að Banda­ríkja­dalur kostar um 120 krónur og evran tæp­lega 140.

Frá afnáminu hefur því loftið svo­lítið lekið úr hag­kerf­inu. Eigna­verð hefur farið lækk­andi, frá því sem var. Það á við um verð­bréfa­mark­aði ekki síst, eftir að líf­eyr­is­sjóðir hófu að fara fjár­magn úr landi, en meiri hæga­gangur er nú á fast­eigna­mark­aði einnig. 

Þá hefur verð­bólgu­draug­ur­inn farið á stjá og krónan hefur veikst nokk­uð, frá því hún náði sinni sterk­ustu stöðu. Það var reyndar við­bú­ið, enda var gengið búið að styrkj­ast mikið á skömmum tíma innan hafta. Frek­ari vanda­mál í flug­iðn­aði, þá helst hjá WOW air, eru ekki úti­lok­uð, og áhrifin af því geta verið víð­tæk.

Brugðið getur enn til beggja vona.

Tug­pró­senta höfr­unga­hlaups­hækkun elít­unnar - ráða­manna lands­ins - haustið 2016, eftir ákvörðun kjara­ráðs þar um, var glóru­laus, inn í þær aðstæður sem höfðu skap­ast. Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, las stöð­una strax rétt, með því að afsala sér hækk­un­inni, eins og áður hefur komið fram á þessum vett­vang­i. 

Þing­menn og ráð­herrar hefðu betur gert það, í stað­inn fyrir að reyna með skýrslum að benda á, að þeir hafi mögu­lega átt það skilið að fá launa­hækk­un. Það eru nefni­lega margir aðrir hópar sem geta sagt það sama, og lagt þá rétti­lega fram beiðni um höfr­unga­hlaups­hækk­un, sem er einmitt það sem þarf að tryggja að ger­ist ekki aftur og aftur á vinnu­mark­að­i. 

Von­andi sýna allir sem koma að kjara­við­ræð­unum ábyrgð í verki og bera virð­ingu fyrir ólíkum sjón­ar­mið­um. Þar gæti mála­miðl­un­ar­sáttin - hin nýja þjóð­ar­sátt - náðst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari