Hvert er Draumaland Andra Snæs?

Kristján Ingi Mikaelsson fjallar um tækniframfarir og nýtingu raforku í aðsendri grein en hún er andsvar við skrifum Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar.

Auglýsing

Það virð­ist vera orð­inn sér­stakur siður hjá Andra Snæ að berj­ast gegn raf­mynt­inni Bitcoin. Í svar­grein sinni við jóla­hug­vekju Orku­mála­stjóra tók hann van­hugsað hlið­ar­spor til að sparka í hóp fólks sem stuðlar að tækni­fram­för­um.

Andri fylgdi þessu eftir í við­tali á Sprengisandi og síðar í Kast­ljósi. Þar fannst honum árangur sem náðst hefur í arð­semi og minna kolefn­is­fótspori með orku­sölu til gagna­vera helst til mik­ill. Þar hvatti hann Orku­mála­stjóra til að rísa upp og and­æfa. En það eru samt nokkrir þættir í mál­flutn­ingi hans sem mik­il­vægt er að leið­rétta.

Með miklum tækni­fram­förum er aukin krafa á reikni­getu og úrvinnslu­að­ferð­ir. Þessi þróun hefur að mörgu leiti ýtt miklu af okkar dag­lega lífi inn í tölv­ur. Það má færa rök fyrir því að tækni­fram­farir fram­tíð­ar­innar muni að mörgu leiti byggja á auk­inni notkun raf­magns, inn­leið­ingu á gervi­greind og skil­virk­ari gagna­vinnslu, sem færir mann­kynið von­andi frá meng­andi stór­iðju. Heim­ur­inn í dag er að stórum hluta keyrður áfram af „aum­ingj­ans tölvunör­dum“, sem Andri Snær skil­greinir í við­tali á Sprengisandi og virð­ist vera í nöp við. Slíkt fólk sé ein­fald­lega að sleikja dverg­hamstra þar til það skapar eitt­hvað sem hann skilur og finnst verð­ugt að nota.

Auglýsing

Ein þess­ara tækninýj­unga er hin marg­um­tal­aða raf­mynt Bitcoin sem er í dag stærsti óháði gjald­mið­ill­inn sem ekki er gef­inn út af seðla­banka eða ríki. Eng­inn hefur vald til að prenta meira Bitcoin, eða klippa af því tveimur núllum eins og var gert fyrir 38 árum á Íslandi. Hægt er að nota raf­mynt­ina til að stunda örugg við­skipti án milli­að­ila og er því full­komin til notkunnar á ver­ald­ar­vefn­um. Heill heimur opn­að­ist þegar Bitcoin leit dags­ins ljós og und­ir­liggj­andi bálka­keðju­tækni varð til.

Hug­myndin á bak­við Bitcoin er sú að búa til gjald­miðil sem mun virka að eilífu og getur staðið af sér kjarn­orku­styrj­öld. Gjald­mið­ill­inn hefur burði til að standa af sér árásir frá utan­að­kom­andi ríkj­um, vill­andi orðrómi í formi fals­frétta, árásir frá fyr­ir­tækjum sem gætu séð í því gróða ásamt hverslags árásum tölvu­þrjóta. Þessar varnir eru dýru verði keyptar með því sem kallað er námu­vinnsla, en hún fer fram á tölvum sem oft­ast eru geymdar í gagna­ver­um. Ferlið er gert svo óhag­kvæmt að ekki verður á það ráð­ist, en á móti kemur að það krefst mik­illar orku. Engin orka væri sett í námu­gröft ef afrakst­ur­inn skil­aði ekki jafn miklu eða meira virði.

Útbreiðsla Bitcoin á Íslandi er orðin tals­verð. Til marks um það er ISX.is, íslensk kaup­höll með leyfi frá fjár­mála­eft­ir­lit­inu, með yfir 1% þjóð­ar­innar í við­skiptum og þar er aðal­lega sýslað með Bitcoin. Einnig sótti tíundi hver Íslend­ingur raf­mynt­ina Aur­oracoin þegar hún var gefin lands­mönnum á sínum tíma. Talið er að 10-12% af öllu Bitcoin hafi verið fram­leitt í gagna­verum hér á landi en ekki var virkjað sér­stak­lega til að standa undir þeirri þörf.

Mark­aðir með græna orku

Á Íslandi er raf­orka fram­leidd af end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og er seld á opnum mark­aði. Helsta upp­spretta þess­ara grænu orku er frá fall­vatns- og jarð­varma­virkj­un­um. Ef að græna orkan selst þá mynd­ast hvati til að fjár­festa í nýsköpun henni tengdri ásamt meiri fram­leiðslu, svo lengi sem eig­endur auð­lind­ar­innar vilja nýta hana. Í nýlegri rann­sókn sem rann­sak­aði orku­notkun Bitcoin kom fram að 77,6% af námu­vinnsl­unni er keyrt áfram af end­ur­nýj­an­legri orku. Því er þver­öf­ugt farið að Bitcoin sé að núlla út fram­farir í hreinni orku, heldur er það einn helsti stór­kaup­andi á grænni orku í heim­in­um.

Aukin arð­semi raf­orku

Gagna­ver og Bitcoin-­námur á Íslandi eru að borga hæsta verð allra stór­kaup­enda á orku. Gagna­verin eru að borga allt að 67% meira fyrir ork­una en álver­in. Bitcoin er því að skila miklum hagn­aði af orku­sölu til rík­is­reknu orku­fyr­ir­tækj­anna og skapar Lands­virkjun gjald­eyri sem aldrei fyrr. Aukin arð­semi af sölu raf­orku skilar sér beint til þjóð­ar­inn­ar. Þar að auki virð­ast gagna­verin ekki hafa aðgang að sama skatta­af­slætti og önnur sam­bæri­leg stór­iðja.

„Orka getur ekki verið búin til né eytt, henni getur ein­ungis verið breytt úr einu formi í ann­að.“

- Albert Ein­stein

Sam­kvæmt skýrslu KPMG frá mars 2018, var áætlað að orku­notkun gagna­vera á Íslandi færi í 128 MW fyrir lok árs­ins. Einnig kom fram að bein og óbein áhrif gagna­vera á lands­fram­leiðslu árið 2016 hafi verið 0,97% miðað við 34 MW orku­notk­un. Því má gróf­lega áætla að bein og óbein lands­fram­leiðsla af gagna­verum sé ein­hvers staðar á bil­inu 3-4 pró­sent.

Lág­mörkun á kolefn­is­fótspori

Líkt og Andri vitnar í munu fljótt renna upp skulda­dagar íslensku þjóð­ar­innar þegar kemur að því að standa okkar plikt hvað varðar alþjóð­lega samn­inga um útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það hefði mátt setja meiri metnað í aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar um lofts­lags­mál. Við vinnslu áætl­un­ar­innar var kvartað undan fjár­skorti, enda vaxa pen­ing­arnir til að borga þessar aðgerðir ekki á trjánum sem verða gróð­ur­sett til höf­uðs hnatt­rænnar hlýn­un­ar. Hvaðan á þetta fé þá að koma? Aug­ljóst er að ekk­ert mun standa undir þessum him­in­háu greiðslum á sjálf­bæran hátt nema ein­hverjar af stærstu tekju­lindir lands­ins; raf­orka, túrismi eða sjáv­ar­út­veg­ur.

Nýt­ing núver­andi orku

Nú er staðan þannig að við Íslend­ingar fram­leiðum tæp­lega 3000 MW af orku. Hvernig viljum við að sú orka sé nýtt? Viljum við halda áfram að styðja við meng­andi stór­iðju eða viljum við fá grænan þekk­ing­ar­iðnað líkt og gagna­ver í stað­inn? Í þessu máli verður ekki bæði sleppt og hald­ið.

Hvert er þá Drauma­land­ið?

Ætla mætti að Drauma­landið fram­leiði sjálf­bæra raf­orku sem það selur með met­hagn­aði í þekk­ing­ar­iðn­að, sem mengar ekk­ert, veldur sam­fé­lag­inu engu heilsutjóni og ber ekki með sér nátt­úru­spjöll. Hefðu slíkar for­sendur legið fyrir árið 2006, hefði Drauma­landið þá litið öðru­vísi út og getað sam­einað óhrædda þjóð?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Raf­mynta­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar