Nokkur orð um leikreglur

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að hinn sanni mælikvarði á samfélag sé geta þeirra sem það byggja að sýna manngæsku og samhygð.

Auglýsing

„Ef maður snapar sér yfir­vinnu er upp­bótin tekin í skatt. Jóla­upp­bót og orlofs­upp­bót, allt er tekið í skatt. Þetta er eins og synda í tjöru.“

Sig­ur­gyða, lág­launa­kona og með­limur í Efl­ingu.

Fyrir nokkrum dögum síðan spjall­aði ég við konu, félags­mann Efl­ing­ar, eina af fjöl­mörgum sem til­neyddar vinna undir þeirri kven­fjand­sam­legu lág­launa­stefnu sem fengið hefur að dafna meira og minna óáreitt á íslenskum vinnu­mark­aði. Þessi kona er með sýk­ingu í öðru eyr­anu en sökum þess að henni er gert að kom­ast af á launum sem allt heið­ar­legt fólk veit að duga ekki til eins né neins og vegna þess að hún er frá­skilin tveggja barna móðir sem þarf að reka heim­ili getur hún ekki leyst út lyfin sem hún þarf að nota fyrr en um mán­að­ar­mót­in. Þessi kona hefur árum saman staðið sína plikt sem vinnu­afl, sem „hags­muna­að­ili“ á íslenskum vinnu­mark­aði. Svona er staðan engu að síður í hennar lífi. Ég held að það sé óhætt að segja að hags­munir hennar hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir hags­munum hinna hags­muna­að­il­anna á vinnu­mark­aðn­um.

Auglýsing

Konur um víða ver­öld rísa nú upp og krefj­ast þess að lang­anir þeirra og þarfir verði ekki áfram afgangs­stærðir þegar kemur að því að skipu­leggja mann­lega til­veru, að þær fái pláss til að ákveða hvernig líf þær vilja. Lág­launa­konur á Íslandi eru í nákvæm­lega þess­ari bar­áttu: Okkur hefur verið gert að spila eftir leik­reglum sem við komum ekki nálægt að semja og hin óum­flýj­an­lega nið­ur­staða þeirrar til­hög­unar er sú að leik­regl­urnar henta okkur alls ekki vel. Þvert á móti; þær henta okkur afskap­lega illa. Það hentar okkur illa að þurfa að vinna langa daga í krefj­andi störfum til þess eins að eiga kannski (og kannski ekki) nóg fyrir nauð­synj­um. Það hentar okkur illa að eng­inn hafi axlað þá ábyrgð að gæta þess að við höfum aðgang að góðu hús­næði á eðli­legu verði. Það hentar okkur illa að skatt­byrði hafi verið aukin á þau sem minnst hafa á milli hand­anna. Það hentar okkur illa að við sjálfar höfum ekk­ert um verð­lagn­ing­una á vinnu okkar að segja; af því leiðir að við erum verð­lagðar eins og hvert annað drasl. Við erum neðstar í hinu efna­hags­lega stig­veldi.

Við eigum því ekki ann­arra kosta völ en að hafna leik­regl­un­um; ef að við sam­þykkjum óbreytt ástand erum við að sam­þykkja að okkur sé ekki ætlað annað hlut­skipti en að vera ódýrt vinnu­afl. Og það kemur ekki til greina.

Við verka- og lág­launa­konur eigum skilið hærri laun. Við eigum skilið skatt­kerfi sem gerir líf okkar betra og auð­veld­ara. Við eigum skilið að fá að hefja veg­ferð okkar í átt að því frelsi sem okkur hefur kerf­is­bundið verið neitað um. Fyrir þessu ætlum við að berj­ast.

Þau sem taka afstöðu gegn kröfu verka og lág­launa­fólks um að lág­marks­laun verði 425.000 krónur á þremur árum eru í raun að krefj­ast þess að lág­launa­konur haldi áfram að færa fórn­ir, að við höldum áfram að selja tíma okkar og líf ódýrt, að við höldum áfram að vera ófrjáls­ar. Til þess hafa þau nákvæm­lega engan rétt.

Það er ein­fald­lega komið að skulda­dög­um; við ætlum okkur að fá það sem við eigum inni.

Hinn sanni mæli­kvarði á sam­fé­lag er geta þeirra sem að það byggja til að sýna mann­gæsku og sam­hygð. Þegar við gefum þau gildi upp á bát­inn og látum sem frama­girni og auð­söfn­un, yfir­ráð og valda­græðgi, arð­rán og mis­skipt­ing séu betri, í raun hin réttu gildi erum við í vondum mál­um. Þegar við látum eins og það sé sjálf­sagt mál að konur vinni langa og erf­iða daga en geti samt aldrei látið sig dreyma um efna­hags­legt öryggi, geti ekki látið enda ná sam­an, geti ekki leyst út lyf, þurfi að sætta sig til­veru sem er eins og synda í tjöru höfum við gengið til liðs við órétt­læt­ið. Því það er aug­ljóst að það er ein­fald­lega órétt­látt að ætl­ast til þess að við sem vinnum á útsölu­mark­aði íslensks atvinnu­lífs sam­þykkjum mögl­un­ar­laust að okkar yfir­gengi­lega lágu laun séu lyk­il­inn að stöð­ug­leika á Íslandi.

Við getum ekki sam­þykkt að áfram­hald­andi kúgun á okkur sé eina nið­ur­staðan í leikn­um. Ef að leik­regl­urnar eru svo gall­aðar eigum við ein­fald­lega ekki ann­ara kosta völ; við verðum að breyta leikn­um, regl­unum og nið­ur­stöð­unni. Og það ætlum við, verka- og lág­launa­kon­ur, að gera.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar