Kennari í hjáverkum

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir segist hallast að því að það þurfi fyrst og fremst fleiri hendur til að sinna ungu kynslóðinni og að það kosti vissulega peninga.

Auglýsing

Hvert er hlutverk kennara?

Ég spyr mig að þessu þar sem ég hlusta úr fjarlægð á almennar umræður um átak til að fjölga kennurum í landinu.

Um leið er ég að leggja drög að því að bætast í hóp kennara.  Ég hlakka til að miðla þekkingu og eiga samtöl við nemendur. Að sumu leyti er draumurinn þó ef til vill draumsýn við núverandi aðstæður. Ég man of vel hversu erfitt það gat verið fyrir kennara að fá frið til að kenna vegna þess að það fór svo mikill tími í að hafa stjórn á stórum bekkjum með spriklandi nemendum af öllum stærðum og gerðum. Einn kennari úr gagnfræðaskóla mátti prísa sig sælan að appelsína úr nestisboxi nemanda smassaðist á töflunni fremur en í flasinu á honum sjálfum, þangað sem ferð hennar var heitið.

Auglýsing

Er kennarastarfið ef til vill óhjákvæmilega eins og foreldrahlutverkið; þarfnast það fólks með hæfileika á öllum sviðum (meðal annars í appelsínu skotbolta) eða getur hin faglega þekking kennara fengið að njóta sín í skólastofunni öllum til hagsbóta?

Í kennararéttindanáminu var mikið fjallað um annars vegar hlutverk kennara og hins vegar hlutverk heimilisins. Þetta er vissulega þörf umræða en að hluta til kannski leit að kartöfluhöldurum, það er að segja -hver á að halda á heitu kartöflunni- eða, hver á að sinna öllu því sem er í raun ekki kennsla en sem fylgir kennslu og uppeldi?

Ég hallast að því að það þurfi fyrst og fremst fleiri hendur til að sinna ungu kynslóðinni og það kostar vissulega peninga.

Hlutverk kennarans hlýtur að einhverju leyti að vera að taka þátt í uppeldishlutverkinu og það er líka eitt af því skemmtilega við starfið býst ég við. En hversu marga kennara þarf til að sinna, með góðu móti, tuttugu halakörtum? Hefur farið fram einhver rannsókn á því? Tímum við sem samfélag að setja pening í að fjölga í markinu?

Höfundur er með margvíslega menntun; heimspeki, lögfræði, mannfræði og á góðri leið með að öðlast kennsluréttindi í framhaldsskóla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar