Kennari í hjáverkum

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir segist hallast að því að það þurfi fyrst og fremst fleiri hendur til að sinna ungu kynslóðinni og að það kosti vissulega peninga.

Auglýsing

Hvert er hlutverk kennara?

Ég spyr mig að þessu þar sem ég hlusta úr fjarlægð á almennar umræður um átak til að fjölga kennurum í landinu.

Um leið er ég að leggja drög að því að bætast í hóp kennara.  Ég hlakka til að miðla þekkingu og eiga samtöl við nemendur. Að sumu leyti er draumurinn þó ef til vill draumsýn við núverandi aðstæður. Ég man of vel hversu erfitt það gat verið fyrir kennara að fá frið til að kenna vegna þess að það fór svo mikill tími í að hafa stjórn á stórum bekkjum með spriklandi nemendum af öllum stærðum og gerðum. Einn kennari úr gagnfræðaskóla mátti prísa sig sælan að appelsína úr nestisboxi nemanda smassaðist á töflunni fremur en í flasinu á honum sjálfum, þangað sem ferð hennar var heitið.

Auglýsing

Er kennarastarfið ef til vill óhjákvæmilega eins og foreldrahlutverkið; þarfnast það fólks með hæfileika á öllum sviðum (meðal annars í appelsínu skotbolta) eða getur hin faglega þekking kennara fengið að njóta sín í skólastofunni öllum til hagsbóta?

Í kennararéttindanáminu var mikið fjallað um annars vegar hlutverk kennara og hins vegar hlutverk heimilisins. Þetta er vissulega þörf umræða en að hluta til kannski leit að kartöfluhöldurum, það er að segja -hver á að halda á heitu kartöflunni- eða, hver á að sinna öllu því sem er í raun ekki kennsla en sem fylgir kennslu og uppeldi?

Ég hallast að því að það þurfi fyrst og fremst fleiri hendur til að sinna ungu kynslóðinni og það kostar vissulega peninga.

Hlutverk kennarans hlýtur að einhverju leyti að vera að taka þátt í uppeldishlutverkinu og það er líka eitt af því skemmtilega við starfið býst ég við. En hversu marga kennara þarf til að sinna, með góðu móti, tuttugu halakörtum? Hefur farið fram einhver rannsókn á því? Tímum við sem samfélag að setja pening í að fjölga í markinu?

Höfundur er með margvíslega menntun; heimspeki, lögfræði, mannfræði og á góðri leið með að öðlast kennsluréttindi í framhaldsskóla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar