Þetta með að verið sé að taka niður listaverk af kvenlíkömum er sorgleg meðvituð sem ómeðvituð viðbrögð við barnaníðingum og öllu öðru slæmu tengdu óvelkominni snertingu og nauðgunum.
Trúlega er það einnig að afhjúpa atriðum í hormónakerfum sumra sem örvast of mikið við að sjá nekt, hvort sem er á listaverki eða í tímaritum. Og svo er það að sumir hafa ekki alist upp við að skilja mismun á listrænni tjáningu á því sem mannslíkaminn er sem sköpunarverk, gegn því sem er sýnt á ýmsum fjölmiðlum til að hvetja til misnotkunar á öllum sviðum kynlífs.
Það kallar á að skoða hvort það sé hægt að fræða fólk, og þá sem eiga of auðvelt með kynferðislega örvun að líta á slíkt. Það þyrfti trúlega mjög sérhæfða meðferð til að snúa slíkum viðbrögðum við svo að þeir einstaklingar næðu að skilgreina hvað sé hvað í slíku innan í höfðinu, í heilanum.
#MeToo – #ÉgLíka hugsunin og hreyfingin er mikil gjöf til mannkyns um að laga að lokum til í þeim mismun sem er á milli elskaðri snertingu og óvelkominni snertingu. Mannkyn og kannski enn meira konur hafa neyðst til að umbera óvelkomna snertingu um aldir, eins og káfi af ýmsum tegundum, sem og nauðgun og ýmsum árásum.
Við sáum að viðbrögð frönsku kvennana við #Metoo – #ÉgLíka hreyfingunni voru öll um að það væri slæmt að banna karlmönnum káf. Og það trúlega alla vega að miklu leyti frá ótta, eða að þær höfðu ekki fengið neitt óvelkomið káf? Kannski elska þær allt káf og upplifa sem velkomna snertingu?
Lengi vel töldum við að það væru mest og kannski eingöngu kvenkyn sem væri fórnarlömb slíks, en nú síðustu árin höfum við lært að drengjum var líka nauðgað, og það af miklu magni af prestum hinna ýmsu trúarstofnana. Og það kannski af því að þeir gætu ekki orðið barnshafandi frá þeim nauðgunum?
Það hefur verið mjög lærdómsríkt að heyra menn telja sig ekki hafa gert neitt rangt með að snerta og nauðga konum og það minnti mig á, af hverju þeir sjá það þannig.
Konur sem voru fæddar í upphafi nítjándu aldar voru mikið meðvirkar með körlum í þessu. Ég veit persónulega um tvær konur á mínum tímum, mæður minnar kynslóðar, sem voru algerlega á bandi þess hvað karlar gerðu, og þær tvær bara tvær af milljónum kvenna sem hafa tekið þann pól í hæðina um slíka hegðun í karlkyni.
Karlarnir voru fyrirvinnur, og þær þorðu ekki fyrir sín litlu líf að hafa neikvæða skoðun á því sem menn gerðu hvort sem það voru eiginmenn þeirra eða aðrir. Þessi grey með völdin!
Það eru þekkt nöfn hér í Ástralíu, í Bretlandi, í Bandaríkjunum, á Íslandi og um allan heim með það viðhorf og auðvitað líka oft hreina afneitun um að frekjan í þeim væri röng.
Í efni á diski sem ég sá og er um þessa sögu í Bandaríkjunum sögðu prestar að þeir töldu sig eiga þessi stolnu mök skilið fyrir að vera „svo góðir við Guð“!
Þar komum við svo að þessum margra alda ómeðvituðum, óhugsuðum sjálfvirkum lærdómi margra karla um hvað sé upplifað sem í lagi, þægilegt, rétt og gott. Þeir og feður þeirra, afar og langafar hafa komist upp með allskonar káf og flakk í rúm kvenna án mótmæla um aldir. Og karlarnir hugsanlega líka beitt valdi og hótunum, ef og þegar einhverjum konum voguðu sér að mótmæla eða rísa gegn þeirri hegðun á einhvern hátt. Hugsa sér það í þröngum baðstofum torfhýsa?
Faðir séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar var staddur í Borgarspítalanum á síðari hluta sjötta áratugarins þegar ég var þar, og fræddi okkur sem vorum í setustofunni á þeim tíma á því að prestar fyrir nokkuð löngu síðan hefðu tekið sér rétt til að sofa hjá brúðinni fyrstu nóttina eftir að gefa hjónin saman. Svo hversu mörg fyrstu börn þeirra hjóna hafi reynst rangt feðruð er stór spurning? En þetta er allt hluti af þessu með flækjunni um snertingu og hvað alla vega hluti karlkyns taldi sig og telur sig enn eiga „rétt á“.
Nú er komið að skuldadögum þess að vera meðvituð um hverskonar snerting er ljúf og velkomin, og hvaða snerting er það ekki. Því að auðvitað er vitað að það að upplifa snertingu sé lífsnauðsynlegt, og þá þýðir það auðvitað að mannverur fái góða, rétta og nærandi sem styrkjandi líkamlega snertingu, sem og rétta snertingu í orðum og viðmóti og þegar verið er að leiðbeina.
Ég er 71 árs gömul núna, en upplifði mömmu segja við mig þegar ég var ung að ég væri of vandlát, þegar ég fann að ungu mennirnir höfðu engan áhuga fyrir mér sem mannveru þá, en vildu mig bara fyrir að nota mig, og ég vildi ekki vera notuð.
Listinn af þessum þekktu karlmönnum sem hafa haft nöfn sín í fjölmiðlum er bara smásýnishorn af þeim sem um aldir og áratugi hafa verið sekir og eru sekir um óvelkomna snertingu, nauðganir og árásir, af því að þeir hafa haft opinbert stöðugildi.
Svo að nú er kominn tími fyrir að allir þessir karlmenn, þekktir eða ekki, og þær konur sem geta verið sekar um óvelkomna snertingu, læri upp á nýtt um það hvað sé velkomið og hvað ekki, og hætti að álykta að það sem alltaf hafi verið þolað, sé enn í lagi, því að svo er ekki lengur. Hér í Ástralíu er komin ný stétt til að sjá um slíkt í leiklist, svo að listin fljóti á réttan hátt.
Það að koma til meðvitundar um hluti sem hafa verið gerðir meira og minna frá sjálfvirkri undirvitund um aldir er greinilega verkefnið hér.
Það eru til leiðir til að stýra þessari kynorku á annan hátt og eru frá austrænum andlegum fræðum um að vinna orku í orkustöðvum upp og niður og nýta orkuna á annan hátt.