Hin tilfinningalega flækja líkamlegrar snertingar

Matthildur Björnsdóttir veltir fyrir sér snertingu og áhrifum #metoo-umræðu á hvernig fólk nálgast hvort annað. Nú sé kom­inn tími fyrir fólk, sem gerist sekt um óvel­komna snert­ingu, að læra upp á nýtt hvað sé vel­komið og hvað ekki.

Auglýsing

Þetta með að verið sé að taka niður lista­verk af kven­lík­ömum er sorg­leg með­vituð sem ómeð­vituð við­brögð við barn­a­níð­ingum og öllu öðru slæmu tengdu óvel­kominni snert­ingu og nauðg­un­um.

Trú­lega er það einnig að afhjúpa atriðum í horm­óna­kerfum sumra sem örvast of mikið við að sjá nekt, hvort sem er á lista­verki eða í tíma­rit­um. Og svo er það að sumir hafa ekki alist upp við að skilja mis­mun á list­rænni tján­ingu á því sem manns­lík­am­inn er sem sköp­un­ar­verk, gegn því sem er sýnt á ýmsum fjöl­miðlum til að hvetja til mis­notk­unar á öllum sviðum kyn­lífs.

Það kallar á að skoða hvort það sé hægt að fræða fólk, og þá sem eiga of auð­velt með kyn­ferð­is­lega örvun að líta á slíkt. Það þyrfti trú­lega mjög sér­hæfða með­ferð til að snúa slíkum við­brögðum við svo að þeir ein­stak­lingar næðu að skil­greina hvað sé hvað í slíku innan í höfð­inu, í heil­an­um.

Auglýsing

#MeToo – #ÉgLíka hugs­unin og hreyf­ingin er mikil gjöf til mann­kyns um að laga að lokum til í þeim mis­mun sem er á milli elskaðri snert­ingu og óvel­kominni snert­ingu. Mann­kyn og kannski enn meira konur hafa neyðst til að umbera óvel­komna snert­ingu um ald­ir, eins og káfi af ýmsum teg­und­um, sem og nauðgun og ýmsum árás­um.

Við sáum að við­brögð frönsku kvenn­ana við #Metoo – #ÉgLíka hreyf­ing­unni voru öll um að það væri slæmt að banna karl­mönnum káf. Og það trú­lega alla vega að miklu leyti frá ótta, eða að þær höfðu ekki fengið neitt óvel­komið káf? Kannski elska þær allt káf og upp­lifa sem vel­komna snert­ingu?

Lengi vel töldum við að það væru mest og kannski ein­göngu kven­kyn sem væri fórn­ar­lömb slíks, en nú síð­ustu árin höfum við lært að drengjum var líka nauðg­að, og það af miklu magni af prestum hinna ýmsu trú­ar­stofn­ana. Og það kannski af því að þeir gætu ekki orðið barns­haf­andi frá þeim nauðg­un­um?

Það hefur verið mjög lær­dóms­ríkt að heyra menn telja sig ekki hafa gert neitt rangt með að snerta og nauðga konum og það minnti mig á, af hverju þeir sjá það þannig.

Konur sem voru fæddar í upp­hafi nítj­ándu aldar voru mikið með­virkar með körlum í þessu. Ég veit per­sónu­lega um tvær konur á mínum tím­um, mæður minnar kyn­slóð­ar, sem voru alger­lega á bandi þess hvað karlar gerðu, og þær tvær bara tvær af millj­ónum kvenna sem hafa tekið þann pól í hæð­ina um slíka hegðun í karl­kyni.

Karl­arnir voru fyr­ir­vinn­ur, og þær þorðu ekki fyrir sín litlu líf að hafa nei­kvæða skoðun á því sem menn gerðu hvort sem það voru eig­in­menn þeirra eða aðr­ir. Þessi grey með völd­in! 

Það eru þekkt nöfn hér í Ástr­al­íu, í Bret­landi, í Banda­ríkj­un­um, á Íslandi og um allan heim með það við­horf og auð­vitað líka oft hreina afneitun um að frekjan í þeim væri röng.

Í efni á diski sem ég sá og er um þessa sögu í Banda­ríkj­unum sögðu prestar að þeir töldu sig eiga þessi stolnu mök skilið fyrir að vera „svo góðir við Guð“!

Þar komum við svo að þessum margra alda ómeð­vit­uð­um, óhugs­uðum sjálf­virkum lær­dómi margra karla um hvað sé upp­lifað sem í lagi, þægi­legt, rétt og gott. Þeir og feður þeirra, afar og langa­far hafa kom­ist upp með alls­konar káf og flakk í rúm kvenna án mót­mæla um ald­ir. Og karl­arnir hugs­an­lega líka beitt valdi og hót­un­um, ef og þegar ein­hverjum konum vog­uðu sér að mót­mæla eða rísa gegn þeirri hegðun á ein­hvern hátt. Hugsa sér það í þröngum bað­stofum torf­hýsa?

Faðir séra Sig­urðar Hauks Guð­jóns­sonar var staddur í Borg­ar­spít­al­anum á síð­ari hluta sjötta ára­tug­ar­ins þegar ég var þar, og fræddi okkur sem vorum í setu­stof­unni á þeim tíma á því að prestar fyrir nokkuð löngu síðan hefðu tekið sér rétt til að sofa hjá brúð­inni fyrstu nótt­ina eftir að gefa hjónin sam­an. Svo hversu mörg fyrstu börn þeirra hjóna hafi reynst rangt feðruð er stór spurn­ing? En þetta er allt hluti af þessu með flækj­unni um snert­ingu og hvað alla vega hluti karl­kyns taldi sig og telur sig enn eiga „rétt á“.

Nú er komið að skulda­dögum þess að vera með­vituð um hvers­konar snert­ing er ljúf og vel­kom­in, og hvaða snert­ing er það ekki. Því að auð­vitað er vitað að það að upp­lifa snert­ingu sé lífs­nauð­syn­legt, og þá þýðir það auð­vitað að mann­verur fái góða, rétta og nær­andi sem styrkj­andi lík­am­lega snert­ingu, sem og rétta snert­ingu í orðum og við­móti og þegar verið er að leið­beina.

Ég er 71 árs gömul núna, en upp­lifði mömmu segja við mig þegar ég var ung að ég væri of vand­lát, þegar ég fann að ungu menn­irnir höfðu engan áhuga fyrir mér sem mann­veru þá, en vildu mig bara fyrir að nota mig, og ég vildi ekki vera not­uð.

List­inn af þessum þekktu karl­mönnum sem hafa haft nöfn sín í fjöl­miðlum er bara smá­sýn­is­horn af þeim sem um aldir og ára­tugi hafa verið sekir og eru sekir um óvel­komna snert­ingu, nauðg­anir og árás­ir, af því að þeir hafa haft opin­bert stöðu­gildi.

Svo að nú er kom­inn tími fyrir að allir þessir karl­menn, þekktir eða ekki, og þær konur sem geta verið sekar um óvel­komna snert­ingu, læri upp á nýtt um það hvað sé vel­komið og hvað ekki, og hætti að álykta að það sem alltaf hafi verið þol­að, sé enn í lagi, því að svo er ekki leng­ur. Hér í Ástr­alíu er komin ný stétt til að sjá um slíkt í leik­list, svo að listin fljóti á réttan hátt.

Það að koma til með­vit­undar um hluti sem hafa verið gerðir meira og minna frá sjálf­virkri und­ir­vit­und um aldir er greini­lega verk­efnið hér.

Það eru til leiðir til að stýra þess­ari kynorku á annan hátt og eru frá aust­rænum and­legum fræðum um að vinna orku í orku­stöðvum upp og niður og nýta ork­una á annan hátt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar