Auglýsing

Stundum er sagt að tæki­færin séu mest þegar athyglin er minnst á þeim. Þannig fara stór tæki­færi oft fram­hjá - jafn­vel heilu þjóð­ríkj­unum - þegar fyr­ir­sagn­irnar eru sífellt um aðra hluti og nei­kvæð­ari. Straum­ur­inn er í eina átt, en tæki­færin geta komið fram eftir öðrum leið­um.

Koma Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, til Íslands, er gott tæki­færi til að draga fram mikla og mik­il­væga breyt­ingu sem orðið hefur á íslenska hag­kerf­inu á und­an­förnum árum. 

Sú breyt­ing hefur meðal ann­ars falist í dýpra og meira við­skipta­sam­bandi við Banda­rík­in. Ferða­þjón­ustan er þar lyk­il­at­riði, en banda­rískir ferða­menn eru sáu hópur sem er mik­il­vægastur fyrir íslenska ferða­þjón­ustu. Heim­sóknir þeirra hafa skipt sköpum fyrir hag­kerfið á und­an­förnum árum.

Auglýsing

Sé horft sér­stak­lega til brott­fara erlendra ferða­manna frá Kefla­vík­ur­flug­velli árið 2017, þá voru banda­rískir ferða­menn þar 576.403 af tæp­lega 2,2 millj­ón­um. Um 26 pró­sent erlendra ferða­manna voru frá Banda­ríkj­un­um.

Samtök atvinnulífsins tóku saman þessar upplýsingar, árið 2016, sem sýna glögglega mikilvægi Bandaríkjanna sem viðskiptalands. Viðskiptin hafa eflst enn frekar eftir þetta, bæði þjónustu- og vöruútflutningur.

Fjöldi banda­rískra ferða­manna, sem heim­sækja land­ið, hefur marg­fald­ast á skömmum tíma. Aug­ljóst er hvað hefur vald­ið. Marg­földun á flug­ferðum milli Íslands og Banda­ríkj­anna. Áfanga­stöðum flug­leiða milli Íslands og Banda­ríkj­anna fjölg­aði úr 5 í 20 á skömmum tíma. Eðli­legt er að sumir áfanga­staðir detti út af kort­inu og aðrir inn - eins og gerst hefur að und­an­förnu - þegar flug­sam­band er orðið jafn djúp­stætt og raunin er, en heilt yfir þá bendir margt til þess að þessi stóra loft­brú milli Íslands og Banda­ríkj­anna sé komin til að vera.

Hún gefur íslenskum fyr­ir­tækjum í vöru­út­flutn­ingi, ekki síst í mat­væla­iðn­aði, færi á að koma vörum sínum betur inn á þennan risa­vaxna markað sem Banda­ríkin eru.

Þegar rýnt er í hag­tölur um vöru­út­flutn­ing sést að það er greini­legt tæki­færi í því fólgið að efla vöru­út­flutn­ing til Banda­ríkj­anna.

En hvernig er það best gert?

Hið aug­ljósa er að fella þarf sem mest af hindr­unum niður - hvort sem það er kallað tollam­úrar eða ann­að. Eitt af því sem Ísland þyrfti að ein­blína meira á, eru smá­at­riðin sem samt eru stóru atrið­in. Þetta á meðal ann­ars við um frá­gang á allri papp­írs­vinnu og eft­ir­liti þegar kemur að útflutn­ingi. Vel má hugsa sér að Kefla­vík­ur­flug­völlur setji sér mark­mið um það, að frakt­út­flutn­ingur verði enn skil­virk­ari og öll und­ir­bún­ings­vinna vegna útflutn­ings taki sem allra skemmstan tíma. Eflaust má búa til meiri skil­virkni.

Það má engan tíma missa þegar er verið að flytja út mat­væli og ástæða til að velta við öllum stein­um, hvað þetta varð­ar. Verðið á mat­vælum er hag­stæð­ast fyrir fram­leið­and­ann ef hann kemur vör­unni í sem bestu ásig­komu­lagi í sölu og þannig eru mestar líkur á að gott við­skipta­sam­band verði til, sem síðan er hægt að rækta til fram­tíð­ar.

Þarna getur hið opin­bera unnið með atvinnu­rek­endum og fyr­ir­tækjum í flug­iðn­aði.

Hitt atrið­ið, sem ekki er síður mik­il­vægt, er að greina hina mörgu ólíku mark­aði Banda­ríkj­anna sér­tækt. Sú mynd sem oft blasir við Íslend­ingum af Banda­ríkj­unum - ekki síst þessi miss­erin - er að landið sé eins og leik­hús fár­an­leik­ans, þegar kemur að stjórn­mál­um, og kannski líka þegar kemur að við­skipt­um. Öfga­full sjón­ar­mið, pólaríseruð, fá oft mesta athygli, á kostnað þess sem er áhuga­vert og spenn­andi.

Einmitt í þessum aðstæðum leyn­ast oft tæki­færi, sem lítið land eins og Ísland þarf að nýta.

Í Banda­ríkj­unum eru 50 mark­aðir ólíkra ríkja, sem eru með ólíkt reglu­verk. Það gleym­ist stundum í umræðum um Banda­ríkin að mark­aðs­svæðin eru flókin og erf­ið, og þarfn­ast inn­ganga á þau oft ólíkrar stefnu. Vest­ur­ströndin er með sín ein­kenni, Aust­ur­ströndin einnig, og svo fram­veg­is. Þó lögin sem sam­þykkt eru á Banda­ríkja­þingi séu í gildi fyrir öll rík­in, þá leyn­ast oft miklar hindr­anir í sér­stöku reglu­verki ríkj­anna sjálfra, sem þarf að gefa gaum. 

Hugs­an­lega er ástæðan fyrir því, að íslensk fyr­ir­tæki hafa ekki oft náð þar fót­festu, sú að þessu er ekki gef­inn nægi­lega mik­ill gaum­ur. Svæð­is­bundin tæki­færi eru oft á við það að ná stór­kost­legu tæki­færi í mörgum ríkjum Evr­ópu, svo mikið getur umfangið ver­ið.

Góðar und­an­tekn­ingar eru þó á þessu, og má nefna góðan árangur Vinnslu­stöðv­ar­innar í Vesta­manna­eyj­um, þegar kemur að sölu á hrognum í sushi á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, Reyka Vod­kinn er vel sýni­legur víða, meðal ann­ars í versl­unum Safeway, skyrið hefur náði góðri útbreiðslu, og súkkulaðið frá Nóa Sir­íus í búðum Whole Foods, versl­ana­keðju Amazon, fær gott pláss í hill­un­um. Lax­eldi á Íslandi á einnig undir sölu í Whole Foods og hefur það náð góðum árangri þar, á und­an­förnum árum.

Eins og oft þegar við­skipti eru ann­ars veg­ar, þá losna kraftar úr læð­ingi með góðum sam­göng­um. Loft­brúin milli Banda­ríkj­anna og Íslands, sem hefur marg­fald­ast á skömmum tíma, er nú þegar farin að skipta sköpum fyrir íslenskt atvinnu­líf. Tæki­færin eru þó miklu stærri og meiri, en rætt hefur verið um. Von­andi munu íslensk stjórn­völd sjá þau og vinna með atvinnu­líf­inu og stjórn­völdum í Banda­ríkj­un­um, eins og nú hefur verið boðað, af því að nýta þau, í kjöl­far heim­sóknar Pompeo.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari