Auglýsing

Stundum er sagt að tæki­færin séu mest þegar athyglin er minnst á þeim. Þannig fara stór tæki­færi oft fram­hjá - jafn­vel heilu þjóð­ríkj­unum - þegar fyr­ir­sagn­irnar eru sífellt um aðra hluti og nei­kvæð­ari. Straum­ur­inn er í eina átt, en tæki­færin geta komið fram eftir öðrum leið­um.

Koma Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, til Íslands, er gott tæki­færi til að draga fram mikla og mik­il­væga breyt­ingu sem orðið hefur á íslenska hag­kerf­inu á und­an­förnum árum. 

Sú breyt­ing hefur meðal ann­ars falist í dýpra og meira við­skipta­sam­bandi við Banda­rík­in. Ferða­þjón­ustan er þar lyk­il­at­riði, en banda­rískir ferða­menn eru sáu hópur sem er mik­il­vægastur fyrir íslenska ferða­þjón­ustu. Heim­sóknir þeirra hafa skipt sköpum fyrir hag­kerfið á und­an­förnum árum.

Auglýsing

Sé horft sér­stak­lega til brott­fara erlendra ferða­manna frá Kefla­vík­ur­flug­velli árið 2017, þá voru banda­rískir ferða­menn þar 576.403 af tæp­lega 2,2 millj­ón­um. Um 26 pró­sent erlendra ferða­manna voru frá Banda­ríkj­un­um.

Samtök atvinnulífsins tóku saman þessar upplýsingar, árið 2016, sem sýna glögglega mikilvægi Bandaríkjanna sem viðskiptalands. Viðskiptin hafa eflst enn frekar eftir þetta, bæði þjónustu- og vöruútflutningur.

Fjöldi banda­rískra ferða­manna, sem heim­sækja land­ið, hefur marg­fald­ast á skömmum tíma. Aug­ljóst er hvað hefur vald­ið. Marg­földun á flug­ferðum milli Íslands og Banda­ríkj­anna. Áfanga­stöðum flug­leiða milli Íslands og Banda­ríkj­anna fjölg­aði úr 5 í 20 á skömmum tíma. Eðli­legt er að sumir áfanga­staðir detti út af kort­inu og aðrir inn - eins og gerst hefur að und­an­förnu - þegar flug­sam­band er orðið jafn djúp­stætt og raunin er, en heilt yfir þá bendir margt til þess að þessi stóra loft­brú milli Íslands og Banda­ríkj­anna sé komin til að vera.

Hún gefur íslenskum fyr­ir­tækjum í vöru­út­flutn­ingi, ekki síst í mat­væla­iðn­aði, færi á að koma vörum sínum betur inn á þennan risa­vaxna markað sem Banda­ríkin eru.

Þegar rýnt er í hag­tölur um vöru­út­flutn­ing sést að það er greini­legt tæki­færi í því fólgið að efla vöru­út­flutn­ing til Banda­ríkj­anna.

En hvernig er það best gert?

Hið aug­ljósa er að fella þarf sem mest af hindr­unum niður - hvort sem það er kallað tollam­úrar eða ann­að. Eitt af því sem Ísland þyrfti að ein­blína meira á, eru smá­at­riðin sem samt eru stóru atrið­in. Þetta á meðal ann­ars við um frá­gang á allri papp­írs­vinnu og eft­ir­liti þegar kemur að útflutn­ingi. Vel má hugsa sér að Kefla­vík­ur­flug­völlur setji sér mark­mið um það, að frakt­út­flutn­ingur verði enn skil­virk­ari og öll und­ir­bún­ings­vinna vegna útflutn­ings taki sem allra skemmstan tíma. Eflaust má búa til meiri skil­virkni.

Það má engan tíma missa þegar er verið að flytja út mat­væli og ástæða til að velta við öllum stein­um, hvað þetta varð­ar. Verðið á mat­vælum er hag­stæð­ast fyrir fram­leið­and­ann ef hann kemur vör­unni í sem bestu ásig­komu­lagi í sölu og þannig eru mestar líkur á að gott við­skipta­sam­band verði til, sem síðan er hægt að rækta til fram­tíð­ar.

Þarna getur hið opin­bera unnið með atvinnu­rek­endum og fyr­ir­tækjum í flug­iðn­aði.

Hitt atrið­ið, sem ekki er síður mik­il­vægt, er að greina hina mörgu ólíku mark­aði Banda­ríkj­anna sér­tækt. Sú mynd sem oft blasir við Íslend­ingum af Banda­ríkj­unum - ekki síst þessi miss­erin - er að landið sé eins og leik­hús fár­an­leik­ans, þegar kemur að stjórn­mál­um, og kannski líka þegar kemur að við­skipt­um. Öfga­full sjón­ar­mið, pólaríseruð, fá oft mesta athygli, á kostnað þess sem er áhuga­vert og spenn­andi.

Einmitt í þessum aðstæðum leyn­ast oft tæki­færi, sem lítið land eins og Ísland þarf að nýta.

Í Banda­ríkj­unum eru 50 mark­aðir ólíkra ríkja, sem eru með ólíkt reglu­verk. Það gleym­ist stundum í umræðum um Banda­ríkin að mark­aðs­svæðin eru flókin og erf­ið, og þarfn­ast inn­ganga á þau oft ólíkrar stefnu. Vest­ur­ströndin er með sín ein­kenni, Aust­ur­ströndin einnig, og svo fram­veg­is. Þó lögin sem sam­þykkt eru á Banda­ríkja­þingi séu í gildi fyrir öll rík­in, þá leyn­ast oft miklar hindr­anir í sér­stöku reglu­verki ríkj­anna sjálfra, sem þarf að gefa gaum. 

Hugs­an­lega er ástæðan fyrir því, að íslensk fyr­ir­tæki hafa ekki oft náð þar fót­festu, sú að þessu er ekki gef­inn nægi­lega mik­ill gaum­ur. Svæð­is­bundin tæki­færi eru oft á við það að ná stór­kost­legu tæki­færi í mörgum ríkjum Evr­ópu, svo mikið getur umfangið ver­ið.

Góðar und­an­tekn­ingar eru þó á þessu, og má nefna góðan árangur Vinnslu­stöðv­ar­innar í Vesta­manna­eyj­um, þegar kemur að sölu á hrognum í sushi á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, Reyka Vod­kinn er vel sýni­legur víða, meðal ann­ars í versl­unum Safeway, skyrið hefur náði góðri útbreiðslu, og súkkulaðið frá Nóa Sir­íus í búðum Whole Foods, versl­ana­keðju Amazon, fær gott pláss í hill­un­um. Lax­eldi á Íslandi á einnig undir sölu í Whole Foods og hefur það náð góðum árangri þar, á und­an­förnum árum.

Eins og oft þegar við­skipti eru ann­ars veg­ar, þá losna kraftar úr læð­ingi með góðum sam­göng­um. Loft­brúin milli Banda­ríkj­anna og Íslands, sem hefur marg­fald­ast á skömmum tíma, er nú þegar farin að skipta sköpum fyrir íslenskt atvinnu­líf. Tæki­færin eru þó miklu stærri og meiri, en rætt hefur verið um. Von­andi munu íslensk stjórn­völd sjá þau og vinna með atvinnu­líf­inu og stjórn­völdum í Banda­ríkj­un­um, eins og nú hefur verið boðað, af því að nýta þau, í kjöl­far heim­sóknar Pompeo.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari