Auglýsing

Stundum er sagt að tæki­færin séu mest þegar athyglin er minnst á þeim. Þannig fara stór tæki­færi oft fram­hjá - jafn­vel heilu þjóð­ríkj­unum - þegar fyr­ir­sagn­irnar eru sífellt um aðra hluti og nei­kvæð­ari. Straum­ur­inn er í eina átt, en tæki­færin geta komið fram eftir öðrum leið­um.

Koma Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, til Íslands, er gott tæki­færi til að draga fram mikla og mik­il­væga breyt­ingu sem orðið hefur á íslenska hag­kerf­inu á und­an­förnum árum. 

Sú breyt­ing hefur meðal ann­ars falist í dýpra og meira við­skipta­sam­bandi við Banda­rík­in. Ferða­þjón­ustan er þar lyk­il­at­riði, en banda­rískir ferða­menn eru sáu hópur sem er mik­il­vægastur fyrir íslenska ferða­þjón­ustu. Heim­sóknir þeirra hafa skipt sköpum fyrir hag­kerfið á und­an­förnum árum.

Auglýsing

Sé horft sér­stak­lega til brott­fara erlendra ferða­manna frá Kefla­vík­ur­flug­velli árið 2017, þá voru banda­rískir ferða­menn þar 576.403 af tæp­lega 2,2 millj­ón­um. Um 26 pró­sent erlendra ferða­manna voru frá Banda­ríkj­un­um.

Samtök atvinnulífsins tóku saman þessar upplýsingar, árið 2016, sem sýna glögglega mikilvægi Bandaríkjanna sem viðskiptalands. Viðskiptin hafa eflst enn frekar eftir þetta, bæði þjónustu- og vöruútflutningur.

Fjöldi banda­rískra ferða­manna, sem heim­sækja land­ið, hefur marg­fald­ast á skömmum tíma. Aug­ljóst er hvað hefur vald­ið. Marg­földun á flug­ferðum milli Íslands og Banda­ríkj­anna. Áfanga­stöðum flug­leiða milli Íslands og Banda­ríkj­anna fjölg­aði úr 5 í 20 á skömmum tíma. Eðli­legt er að sumir áfanga­staðir detti út af kort­inu og aðrir inn - eins og gerst hefur að und­an­förnu - þegar flug­sam­band er orðið jafn djúp­stætt og raunin er, en heilt yfir þá bendir margt til þess að þessi stóra loft­brú milli Íslands og Banda­ríkj­anna sé komin til að vera.

Hún gefur íslenskum fyr­ir­tækjum í vöru­út­flutn­ingi, ekki síst í mat­væla­iðn­aði, færi á að koma vörum sínum betur inn á þennan risa­vaxna markað sem Banda­ríkin eru.

Þegar rýnt er í hag­tölur um vöru­út­flutn­ing sést að það er greini­legt tæki­færi í því fólgið að efla vöru­út­flutn­ing til Banda­ríkj­anna.

En hvernig er það best gert?

Hið aug­ljósa er að fella þarf sem mest af hindr­unum niður - hvort sem það er kallað tollam­úrar eða ann­að. Eitt af því sem Ísland þyrfti að ein­blína meira á, eru smá­at­riðin sem samt eru stóru atrið­in. Þetta á meðal ann­ars við um frá­gang á allri papp­írs­vinnu og eft­ir­liti þegar kemur að útflutn­ingi. Vel má hugsa sér að Kefla­vík­ur­flug­völlur setji sér mark­mið um það, að frakt­út­flutn­ingur verði enn skil­virk­ari og öll und­ir­bún­ings­vinna vegna útflutn­ings taki sem allra skemmstan tíma. Eflaust má búa til meiri skil­virkni.

Það má engan tíma missa þegar er verið að flytja út mat­væli og ástæða til að velta við öllum stein­um, hvað þetta varð­ar. Verðið á mat­vælum er hag­stæð­ast fyrir fram­leið­and­ann ef hann kemur vör­unni í sem bestu ásig­komu­lagi í sölu og þannig eru mestar líkur á að gott við­skipta­sam­band verði til, sem síðan er hægt að rækta til fram­tíð­ar.

Þarna getur hið opin­bera unnið með atvinnu­rek­endum og fyr­ir­tækjum í flug­iðn­aði.

Hitt atrið­ið, sem ekki er síður mik­il­vægt, er að greina hina mörgu ólíku mark­aði Banda­ríkj­anna sér­tækt. Sú mynd sem oft blasir við Íslend­ingum af Banda­ríkj­unum - ekki síst þessi miss­erin - er að landið sé eins og leik­hús fár­an­leik­ans, þegar kemur að stjórn­mál­um, og kannski líka þegar kemur að við­skipt­um. Öfga­full sjón­ar­mið, pólaríseruð, fá oft mesta athygli, á kostnað þess sem er áhuga­vert og spenn­andi.

Einmitt í þessum aðstæðum leyn­ast oft tæki­færi, sem lítið land eins og Ísland þarf að nýta.

Í Banda­ríkj­unum eru 50 mark­aðir ólíkra ríkja, sem eru með ólíkt reglu­verk. Það gleym­ist stundum í umræðum um Banda­ríkin að mark­aðs­svæðin eru flókin og erf­ið, og þarfn­ast inn­ganga á þau oft ólíkrar stefnu. Vest­ur­ströndin er með sín ein­kenni, Aust­ur­ströndin einnig, og svo fram­veg­is. Þó lögin sem sam­þykkt eru á Banda­ríkja­þingi séu í gildi fyrir öll rík­in, þá leyn­ast oft miklar hindr­anir í sér­stöku reglu­verki ríkj­anna sjálfra, sem þarf að gefa gaum. 

Hugs­an­lega er ástæðan fyrir því, að íslensk fyr­ir­tæki hafa ekki oft náð þar fót­festu, sú að þessu er ekki gef­inn nægi­lega mik­ill gaum­ur. Svæð­is­bundin tæki­færi eru oft á við það að ná stór­kost­legu tæki­færi í mörgum ríkjum Evr­ópu, svo mikið getur umfangið ver­ið.

Góðar und­an­tekn­ingar eru þó á þessu, og má nefna góðan árangur Vinnslu­stöðv­ar­innar í Vesta­manna­eyj­um, þegar kemur að sölu á hrognum í sushi á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, Reyka Vod­kinn er vel sýni­legur víða, meðal ann­ars í versl­unum Safeway, skyrið hefur náði góðri útbreiðslu, og súkkulaðið frá Nóa Sir­íus í búðum Whole Foods, versl­ana­keðju Amazon, fær gott pláss í hill­un­um. Lax­eldi á Íslandi á einnig undir sölu í Whole Foods og hefur það náð góðum árangri þar, á und­an­förnum árum.

Eins og oft þegar við­skipti eru ann­ars veg­ar, þá losna kraftar úr læð­ingi með góðum sam­göng­um. Loft­brúin milli Banda­ríkj­anna og Íslands, sem hefur marg­fald­ast á skömmum tíma, er nú þegar farin að skipta sköpum fyrir íslenskt atvinnu­líf. Tæki­færin eru þó miklu stærri og meiri, en rætt hefur verið um. Von­andi munu íslensk stjórn­völd sjá þau og vinna með atvinnu­líf­inu og stjórn­völdum í Banda­ríkj­un­um, eins og nú hefur verið boðað, af því að nýta þau, í kjöl­far heim­sóknar Pompeo.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari