Verður að skapa jarðveg fyrir sátt

Auglýsing

Eftir að upp úr slitn­aði í kjara­við­ræðum og verk­falls­að­gerðir fóru form­lega upp á teikni­borðið hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni þá hefur umræðan um kaup og kjör farið ofan í kunn­ug­legar skot­graf­ir.

Það versta við þá umræðu er að fólk við samn­inga­borðið túlkar rök­ræð­una með gjör­ó­líkum hætti. Sam­tök atvinnu­lífs­ins sendu fjöl­miðlum á föstu­dag­inn tengil á umfjöllun um kröfu­gerð Efl­ingar í kjara­við­ræð­un­um, þar sem full­yrt var að laun ættu að hækka um að allt að 82 pró­sent á samn­ings­tím­an­um. 

Mein­ing­ar­munur

Fólkið í for­svari fyrir stétt­ar­fé­lögin hafnar þessu með öllu og sagði Stefán Ólafs­son pró­fess­or, sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, að þetta væri alrangt hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. Hið rétta væri rúm­lega 40 pró­sent hækkun lægstu launa á samn­ings­tím­an­um. 

Auglýsing

Stefán bætir reyndar um betur og full­yrðir að svig­rúm stjórn­valda fyrir útspil inn í kjara­við­ræð­urnar sé ekki 14,7 millj­arð­ar, eins og boð­aðar aðgerðir eru metnar á, heldur 56,3 millj­arð­ar, að teknu til­liti til afgangs á fjár­lögum upp á 29 millj­arða.

Óhætt er að segja að þetta sé ekki traust­vekj­andi, þessi mein­ing­ar­munur þeirra sem sitja við samn­inga­borð­ið, jafn­vel þó skýr­ingin séu ólíkt sjón­ar­horn og ólíkar for­send­ur. Þeim ber skylda til þess að reyna að ná samn­ingum og lág­marks­krafa ætti að vera sú, að báðir séu með sama skiln­ing á þeim atriðum sem eiga að telj­ast stað­reynd­ir. 

Rétt­ast væri að gera allar kröfur opin­berar jafn­óð­um, þegar mál eru komin til Rík­is­sátta­semj­ara, svo að það sé hægt að veita þeim sem eru að leiða málin til lykta gott aðhald. Spuna­meist­ara­hlut­verk myndu þá heyra sög­unni til.

Launa­skrið sem veldur vand­ræðum

Aug­ljóst er að mikið launa­skrið ráða­manna og stjórn­enda hjá rík­is­fyr­ir­tækjum hefur valdið miklum erf­ið­leikum og gert snúna stöðu enn erf­ið­ari. Nú síð­ast voru sagðar fréttir af því að stjórn­endur Íslands­pósts hefðu hækkað veru­lega í launum á sama tíma og fyr­ir­tækið var á leið í þrot. Aðal­fundi var frestað og árs­skýrsla hefur ekki verið birt enn, fyrir síð­asta ár. Engar skýr­ingar hjá fjár­mála­ráð­herra hafa feng­ist, en hann fer með hluta­féð í fyr­ir­tæk­inu.

Ef það kemur í ljós að stjórn­endur pósts­ins hafi fengið mikla launa­hækkun - þvert ofan í vonda stöðu fyr­ir­tæk­is­ins - þá verður það enn eitt áfallið fyrir þá sem sitja við samn­inga­borðið og almenn­ing í leið­inni.

Það verður að telj­ast sorg­legt að útspil stjórn­valda inn í við­ræður séu þessar ákvarð­anir um launa­hækk­anir stjórn­enda, upp á tug­pró­senta höfr­unga­hlaups­hækk­an­ir. 

Það er huggun í því að bæði atvinnu­rek­endur og stétt­ar­fé­lög hafa harð­lega mót­mælt fram­ferði íslenska rík­is­ins, þegar kemur að launa­skrið­inu. Þau eru sam­mála um það. 

Það stendur upp á stjórn­völd að láta kné fylgja kviði og grípa til aðgerða gagn­vart þeim sem hafa staðið svona að mál­um. Ábyrgð þess fólks er mik­il. Það segir sína sögu, að Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, sér mest eftir því að hafa ekki rekið allar stjórnir rík­is­fyr­ir­tækj­anna sem fylgdu ekki til­mælum um að sýna hóf­semd í launa­þró­un, enda liggja afleið­ing­arnar nú fyr­ir. 

Varn­að­ar­orð frá Gylfa

Varn­að­ar­orð sem eru sett fram af yfir­vegun og með vel rök­studdum mál­flutn­ingi hafa komið fram að und­an­förnu, meðal ann­ars hjá Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, í Vís­bend­ingu fyrr í mán­uð­inum. Þar segir hann meðal ann­ars að staðan í hag­kerf­inu bjóði ekki upp á það að hækka laun mik­ið. „Í ljósi þess að mik­ill kostn­aður inn­­­lendra fyr­ir­tækja og hátt inn­­­lent verð­lag er að valda umsnún­­ingi í útflutn­ings­­greinum og minni hag­vexti á næstu árum má leiða líkum að því að launa­hækk­­­anir myndu leiða til ann­­ars hvors: sam­­dráttar og minni atvinnu, eða hærra verð­lags og lægra geng­is, að öðru óbreyttu. Það sem gæti breyst og rétt­lætt slíkar launa­hækk­­­anir væri mik­ill bati í við­­skipta­­kjörum, stór­­aukin fram­­leiðni eða auk­inn áhugi á íslenskum útflutn­ingi óháð verði hans. En fátt bendir til þess að þetta muni ger­ast,“ segir Gylfi. 

Gylfi verður ekki sak­aður um að vera í liði með neinum nema þá helst fræð­unum og hvað stað­reynd­irnar eru að segja okkur sam­kvæmt þeim. 

Atvinnu­rek­endur og stétt­ar­fé­lögin hljóta að átta sig á því að ný þjóð­ar­sátt hlýtur að byggj­ast á því að samið sé um kaup og kjör sem hag­kerfið getur staðið und­ir. Atvinnu­rek­endur verða að sýna við­semj­endum virð­ingu og það sama á við um stétt­ar­fé­lög. Verk­falls­vopnið getur vel skilað árangri, en það getur líka valdið tjóni og verk­falls­sjóðir end­ast ekki að eilífu. 

Hingað og ekki lengra

Stjórn­völd verða að hemja þessar glóru­lausu ákvarð­anir sem teknar hafa verið hjá dótt­ur­fé­lögum rík­is­ins, einkum í stjórnum þeirra, þar sem stjórn­endur hafa rokið upp í launum um tugi pró­senta. Engar afsak­anir duga fyrir þessu og mót­mæli Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, ættu að hafa þau áhrif til varn­að­ar. Hingað og ekki lengra, og draga fram skýr­ingar á því hvernig þetta gat átt sér stað, þvert ofan í djúpar deilur á vinnu­mark­að­i. 

Eins og bent hefur verið á í leið­urum á þessum vett­vangi þá er Ísland í öfunds­verðri stöðu að mörgu leyti, í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir, þegar kemur að stoðum hag­kerf­is­ins. Skuldir hafa lækkað veru­lega á und­an­förnum árum og atvinnu­leysi verið lít­ið, í miklum hag­vexti, og tæki­færin fyrir okkar frið­sæla og gjöf­ula land til fram­tíðar eru fjöl­mörg. 

Þess­ari mynd þarf að halda fyrir framan þá sem eru við samn­inga­borð­ið. Algjör óþarfi er hjá atvinnu­rek­endum að teikna upp svarta mynd af stöð­unni, ef laun lág­launa­fólks hækka hóf­lega, heldur ætti frekar að reyna að finna flöt­inn sem skiptir máli: hvernig megi auka kaup­mátt þeirra hópa sem horft er til sér­stak­lega, og styrkja hag þeirra sem samið er um launin fyr­ir.

Mild­ari tónn

Póli­tísk deilu­mál um hvernig eigi að byggja upp skatt­kerfið og með hvaða mark­mið, hafa oft verið hluti af kjara­við­ræðum og stundum hafa útspil stjórn­valda skipt miklu máli. Þetta er hluti af rök­ræðu um hvernig eigi að skipta þjóð­ar­kök­unn­i. 

En eflaust gæti það dýpkað deil­urnar mikið ef það verður að helsta atriði við samn­inga­borð­ið, að gera miklar breyt­ingar á skatt­kerf­inu, enda er það verk­efni Alþingis að taka ákvörðun um þær.  

Atvinnu­rek­endur og stétt­ar­fé­lögin verða að sýna skýran vilja til að ná samn­ing­um, og tæki­færin til að tryggja sterkar efna­hags­for­sendur í land­inu eru fyrir hendi. Ef stjórn­völd sýna með sann­fær­andi hætti, að þau séu ósátt við launa­skriðið hjá stjórn­endum rík­is­fyr­ir­tækj­anna, þá gæti tónn­inn mild­ast og betri sam­skipti átt sér stað, sem eru for­senda þess að samn­ingar geti orðið að veru­leika. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari