Hvernig samfélagið er að þróast og harna í leiðinni er áhugavert að leiða hugann að því af hverju við erum ekki að ná að fyrirbyggja og betrumbæta hag barna, unglinga og ungmenna og fullorðins fólks sem býr við skertar félagslegar aðstæður og hefur upplifað erfiðleika, áföll og mótlæti. Til að reyna svara þessari spurningu með einhverju móti, kemur fram í hugann skilningur yfirhöfuð eða gagnkvæmur skilningur frá fagaðilum innan þess starfsumhverfis.
Nú þegar maður horfir út í samfélagið eru aðstæður skertar hjá mörgum einstaklingum hvort sem það er út frá hinu félags eða fjárhagslega eða bæði. Einstaklingar sem búa við þessar kringumstæður hafa í mörgum tilfellum upplifað og lent í erfiðleikum, áföllum, og mótlæti sem getur oft verið þungur baggi á meðan leitin af úrlausnum á þessum tilvistar ágreiningi á sér stað. Þar af leiðandi getur viðfangsefnið verið flókið og víðtækt í sniðum. Kröfur og væntingar einstaklings er að fagaðili skilji hvernig það er að koma frá erfiðum og krefjandi aðstæðum þar sem lífið getur verið upp á líf og dauða. Á sama tíma að hafa reynslu af því hvernig er hægt að yfirstíga þessar hindranir.
Án þess að vera með töluleg gögn undir hendi hversu margir fagaðilar séu að koma úr þessu umhverfi og hafa þurft að berjast fyrir lífinu sínu með örvæntingarfullum hætti. Virðist eins og sá fjöldi fagaðila séu að bæla niður þá hugsun og tilfinningu varðandi þeirra erfiðu og krefjandi aðstæður? Þá kemur önnur spurning af hverju? Vegna þess að við þurfum á þessari upplifun og reynslu að halda til að geta tekið slaginn með fólkinu og betrumbæt líf þeirra. Vegna þess við stöndum á þeim tímamótum að áreitin aukast og lífið verður æ flóknari og flækjist um of ef við erum ekki að nota réttu hugsunina og þá nálgun sem við búum yfir til að leysa sálfræðilegar flækjur hjá fólki.
Það er kannski ekki sanngjarnt að túlka það sem bein vísbending um að fagfólk geti ekki fundið hugsjón og drifkraft til að mæta þeirra kröfum og þörfum til betrumbætingar á tilveru fólks, án þess að hafa upplifað eða lent í erfiðleikum, áföllum eða mótlæti í sínu lífi. En eins og Carl Jung og Viktor Frankl komu inn á sínum tíma „þá er mikilvægt að miðla sinni reynslu af sinni upplifun til að geta unnið út frá sterku innsæi með skilvirkum hætti“. Við lærum af hvor öðru en ef við erum ekki tilbúin að deila þeirri reynslu og lærdómi sem við búum yfir rennum við grunnt með manninn. Eins og maður upplifir samfélagið þá virðist vera lítið um fagfólk sem uppfyllir akkurat þau viðmið sem eftirtöldu fræðimenn lögðu fram á sínum tíma eða að fólk þorrir hreinlega ekki að stíga fram með þessar hugsanir vegna miðlægs hugsunarhátts. Það getur þýtt ýmsilegt að vera með sterka skoðun og sérstaklega þegar þín skoðun syndir á móti samfélagslegum viðhorfum og viðmiðun.
En núna kem ég aftur að upphaf vangaveltunnar hvernig samfélagið er að þróast og harna þar sem fátt er um svör við þeirri félagslegu óreiðu sem á sér stað í þessu þjóðfélagi. Talan er að aukast varðandi tíðni þunglyndis, kvíða, áfallastreituröskunar, og vanlíðan hjá fólki samkvæmt nýlegum rannsóknum sem getur verið bæði fjölskyldu eða samfélagleg orsakatengsl. Við þurfum að vera gagnrýnin og fólk þarf að koma frá sinni reynslu og upplifun því það helgar meðalið í þessum tilgangi eftir allt saman. Þegar bent hefur verið á þetta þá virðist eins og þetta sé eitthvað áreiti hjá mörgu fagfólki, að gagnrýna hvað sé mögulega að eiga sér stað og af hverju við náum ekki að halda utan um þau málefni sem snertir skertar félagslegar aðstæður og þá fylgifiska sem geta komið í kjölfarið. Ef við hugsum um fólkið sem er verið að vinna með á hverjum degi og hvaða áreiti þau upplifa og þurfa að lifa með þá er ekki annað hægt að segja að þetta ábendingar áreiti sé eingöngu lúxusáreiti og ætti heima undir áreitisþröskuldinum ef á að horfa á þetta með réttum samfélagslegum gleraugum.
Til að geta spornað við þessari þróun að við séum að missa börn, unglinga og fólk út úr samfélaginu. Þarf kannski að fara huga að viðbót inn í meðferðarkerfið og mennta fólk sem hefur í raun og veru reynslu á þessari upplifun að koma frá erfiðum aðstæðum og með því að meta lífsreynslu eins og menntun með einhverjum hætti sem ýtir undir þá tilhneigingu að fólk vill mennta sig til að geta aðstoðað fólk í þessu erfiða og flókna umhverfi? En augljóslega þarf fyrst að virkja umræðuna um að upplifun og reynsla af slíkum bakgrunni sé ekkert launungarmál og eigi heim upp á yfirborðinu ekki sem falið fyrirbæri í þjóðfélaginu. Stór spurning enda ósköp eðlilegt þar sem fjöldinn af núverandi fagfólki hefur tök á að leysa þennan núning en nær ekki að svara kallinu frá samfélaginu. Fólk er í neyð og vill hjálp en ef enginn skilur upplifun og reynslu fólks þá er erfitt að bregðast við með réttmætum hætti. Við eigum nóg af menntuðu fólki en menntun ein og sér virðist ekki geta ráðið við umfang viðfangsefna út frá þessu umhverfi þar sem fólk tekst á við erfiðar og krefjandi aðstæður sem geta ógnað þeirra lífsvilja sem lærist ekki eingöngu með því að lesa bók. Maður hefur á tilfinningunni að alltof margir fagaðilar séu að rökræða hvernig eigi að skipa um dekk á bílnum í staðinn fyrir að skipta um dekkið á bílnum.
Höfundur er ráðgjafi á skóla- og frístundarsviði hjá Reykjavíkurborg.