Að finna tilganginn í lífinu?

Ástþór Ólafsson skrifar um vana í tengslum við hvernig fólk getum leyst þær sálfræðilegu flækjur í samfélaginu sem standa andspænis okkur.

Auglýsing

Að fjar­lægj­ast ómeð­vit­aðri sam­fé­lags­vit­und

Það er óhætt að segja að það hljómar hálf klisju­lega að tala um merk­ingu eða að finna til­gang í líf­inu, sér­stak­lega í ljósi þess að ómeð­vituð sam­fé­lags­vit­und af ­póst­modernískum og ní­hiliskum hugs­un­ar­hætti er ríkj­andi um þessar stund­ir. Þessir tveir hugs­anar­hættir tengj­ast einmitt því að lífið sé til­gangs­laust og sé röð handa­hófs­kenndra atburða sem við ráðum ekk­ert við. Ég er sam­mála röð handa­hófs­kenndra atburða sem við ráðum ekk­ert við en við hins veg­ar ­getum unnið úr þessum atburðum og fundið merk­ing­una í þeim þrátt fyrir allt.

Það er í raun og veru ekki hægt að sakast út í neinn eða að velja eitt­hvað eitt af hverju til­gang­ur­inn er ekki eins áber­andi í umræð­unni fyrir utan þessa tvo hugs­un­ar­hætti, sér í lagi þegar sam­fé­lagið er að þró­ast með hröðum hætti, eins og á sér stað í dag.  Það getur óneit­an­lega auð­veldað ein­stak­lingnum við að týna sér í til­gangs­leys­inu og fjarð­lag­ast merk­ingu lífs­ins. Við erum orðin háð­ari hlutum heldur því mann­lega sem gerir okkur vél­rænni en nokkurn sinnum fyrr. Með því getum við velt fyrir okkur áreit­inu sem er út í sam­fé­lag­inu sem verður að streitu í okkar umhverfi og nokkurn veg­inn óum­flýj­an­legt. En til að geta unnið úr þess­ari spennu sem stig­magn­ast þurfum við að finna til­gang í öllu þessu öng­þveiti, ekki satt?

Lág­marka til­gangs­leysið í þess­ari til­vist­ar­spennu?

Svarið við því er alls ekki fljót­fengið enda leiðin séð til­ lang­tíma ­með ótíma­bundni hugs­un. En sam­kvæmt fólki sem ég hef verið að tala við þarf ein­stak­lingur að kafa djúpt ofan í sál sína og horfa út frá sínu ytra umhverfi til að geta skilið sam­hengi hlut­ana. Vikt­or Frank­l ­geð­læknir og hug­mynda­smið­ur­ til­vist­ar­með­ferð­inn­ar eða logother­apy talar um að „sé ein­stak­lingur með­ engan til­gang í kapp­hlaupi við tím­ann getur tál­sýn verið afleið­ing sem auð­veldar aðgengið að ómerk­ing­ar­bæru ferða­lagi. Aftur á móti, ef við veljum að láta sam­fé­lagið ekki þýða og túlka hver séu við­horfin og við­mið­unin þá göngum við eftir vilj­anum fyrir merk­ing­unn­i“. Hver og einn þarf að skilja sína þróun í tengslum við ytri aðstæður og reyna að finna þau gildi sem sam­ein­ir“. Með rentu er Frank­l að segja að til­gang­ur­inn í líf­inu sé svarið við að vera mót­tæki­legur fyrir áreiti og láta ekki til­gangs­lausar ástæður verma sína merk­ingu í til­ver­unni. En svo ég segir frá því sjálfur getur ein­stak­lingur fundið til­gang í lín­u ­með því að kort­leggja umhverfið og finna leiðir til að horfa á sína ó­sigra og sigra sam­tím­is. Það er óhjá­kvæmi­legt að finna ekki sigra í líf­inu en þeir geta oft verið faldnir undir öllu því til­efn­is­lausa og þekja yfir það sem hefur sterkt til­efni til.

Auglýsing

Tvö dæmi

Til að reyna að skilja hvað Frank­l var að meina með sínum orðum þá er við hæfi að setja upp tvö­ raun­veru­leg dæmi. Fyrsta dæm­ið; for­eldra sem takast á við áfeng­is- og eit­ur­lyfja vand­kvæði. Þessar aðstæður geta oft verið auð­velt lausn fyrir börn þeirra að sæta sig við og horfa fram á svip­aða þróun hjá sjálfum sér. Þetta er góð birt­ing­ar­mynd af örlögum fjöl­skyld­unn­ar. En ef ein­stak­lingur er með­vit­aður um að umbreyta þess­ari þróun og koma með svo­kallað við­bót inn í fjöl­skyldu umhverfið með því að nýta sér þessi von­brigði til að efla sjálfan sig og taka með­vit­aða ákvörðun að drekka ekki sjálfur né nota eit­ur­lyf. Þarna nær hann að upp­fylla bæði mögu­lega ósk­hyggju for­eldra sinna og búa um betri líf fyrir sig og sína fram­tíð. Þarna hefur ein­stak­lingur fundið til­gang í erf­ið­leik­unum sem hefði geta skil­greint til­gangs­leys­ið. Þar með er eitt af hans lífs­gildum að láta ekki drykkju eða eit­ur­lyf stýra sínum vilja.

Annað upp­sett dæmi; ein­stak­lingur sem varð vitni af þeim við­skiln­aði að for­eldrar hans skildu þegar hann var sjö ára. Þessi skiln­aður hefur haft víð­tæka þýð­ingu fyrir hann og verið ákveð­inn til­vistar ágrein­ingur í hans lífi. Eftir mikla umhugsun um þennan atburð og end­ur­speglun í sínu lífi, gerir hann sér grein fyrir því að þegar son­ur/dóttir hans var sjö ára, gengu hann og kærastan í það heilaga. Með þessu er ein­stak­lingur búin að snúa þessum von­brigðum að for­eldrar hans skildu þegar hann var sjö ára í sigur í stað­inn fyr­ir. Fann til­gang í skiln­að­inum og eitt af hans lífs­gildum er að vera fjöl­skyldu­mað­ur.

Vikt­or Frank­l talar einmitt um í þessu sam­bandi að hver sárs­auki, áföll, erf­ið­leikar eða þján­ing hefur sína merk­ingu, það þurfi ein­göngu að grafa djúpt eftir henni sem getur oft verið órjúf­an­leg stað­reynd en samt svo verðug til heild­ina lit­ið.

Að finna til­gang­inn og inn­leiða seiglu

Með þessu vindum við ofan af öllu því hlut­bundna sem hefur oft enga merk­ingu í lífi okkar og sömu­leiðis gerum ein­stak­lingi kleift að vera í sterk mót­uðu ferða­lagi með til­gangi. Við byggjum líka upp seiglu­kennda ein­stak­linga sem eru mót­tæki­legri fyrir áreiti þar sem áreitið nær aldrei að verða að streitu því það er auð­veld­ari að búa með streit­unni eftir á. Merk­ing í líf­inu getur verið óskil­yrð­is­laus og sárs­auk­inn óhjá­kvæmi­legur sem getur verið erfitt að með­taka en ­styrk­leik­ar og nám fel­ast í því sömu­leið­is.

Finnum til­gang í líf­inu og inn­leiðum seiglu því það er lyk­ill­inn að vellíð­an!

Höf­undur er ráð­gjafi á skóla- og frí­stund­ar­sviði og seiglu­ráð­gjafi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar