Stelpan hennar Angelu Merkel

Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og atvik sem átti sér stað fyrir tæpum fjórum árum sem gæti hafa leitt af sér að milljón manneskjur á flótta hafi fundið skjól í Þýskalandi.

Auglýsing

Getur verið að bækluð ung­lings­stelpa frá Palest­ín­u hafi haft svo kröftug áhrif á Ang­elu Merkel að milljón mann­eskjur á flótta hafi fund­ið, að minnsta kosti tíma­bund­ið, skjól í Þýska­land­i? Eng­inn veit það fyrir víst og kannski ekki einu sinni Ang­ela Merkel sjálf. Kansl­ar­inn og ung­lings­stúlkan eru auk þess þær einu sem vita hvað þeim fór á milli þegar Merkel bauð stúlkunni í heim­sókn í kansl­ara­höll­ina, hálfu ári eftir dramat­ískan fund þeirra.

Fyrir örfáum vikum síðan birt­ist í Die Zeit grein með fyr­ir­sögn­inni: Hún var stelpan hennar Merkel. Greinin var um stúlk­una, Reem Sahwil, sem blaða­maður hitti yfir ís með blönd­uðum ávöxtum og rjóma í ísbúð. Reem hafði valið stað­inn því hún fer oft þangað og fær sér ávallt sama rétt­inn. Að því leyti orðin erki­þýsk í hátt­um, alltaf það sama.

Reem varð á einni nóttu fræg í Þýska­landi og víðar eftir að hafa talað í sjón­varps­upp­töku þar sem Ang­ela Merkel ræddi við skóla­nem­endur í íþrótta­sal skól­ans í Rostock. Þá sagði Reem sögu sína og lýsti því hvernig það væri að vera barn án rík­is­fangs sem veit ekki hvort það og fjöl­skylda þess megi dvelja áfram í Þýska­landi eða verða send í flótta­manna­búðir fyrir Palest­ínu­menn í Líbanon.

Auglýsing

Okkur tekst það

„Ég veit ekki hver fram­tíð mín verð­ur,“ sagði hún og bætti við að hún ætti sér mark­mið, hún óskaði þess að fá að mennta sig. Hún velti því jafn­framt fyrir sér að á meðan sumir ung­lingar gætu gert fram­tíð­arplön og notið lífs­ins, þá gætu aðrir það ekki. Þá var Reem aðeins fjórtán ára.

Ang­ela sagði þá að sér fynd­ist Reem við­kunna­leg en útskýrði síðan hvernig þýsk lög virk­uðu; svo margir aðrir væru í sporum henn­ar, margir í enn verri aðstöðu, og ógjörn­ingur að taka á móti öllum sem væru ekki ofsóttir í merk­ingu lag­anna. Fyrst þyrfti að huga að fólki frá Sýr­landi áður en hægt yrði beina sjónum að öðrum löndum þar sem ekki væri borg­ara­stríð. Í löngu svari sínu sagði hún meðal ann­ars: Okkur tekst það ekki (að taka á móti öll­u­m).

Við þessi orð kanslar­ans brast stúlkan í grát. Merkel, sem var farin að ræða við þátta­stjórn­and­ann, varð áber­andi ann­ars hug­ar; síðan labb­aði hún skyndi­lega til Reem og strauk henni. Augna­blikið varð frægt. Ang­ela aug­sýni­lega snortin þegar hún reyndi að hugga Reem.Aðeins örfáum vikum síð­ar, þá stödd í heim­sókn í húsa­kynnum flótta­fólks í Dres­den, sagði Ang­ela hin frægu orð: Wir schaf­fen das! Á íslensku: Okkur tekst það!

Upp­gangur AFD

Óneit­an­lega voru orð hennar tákn­ræn í ljósi þess sem hún hafði sagt við Reem í hinni umdeildu sjón­varps­út­send­ingu því við­brögð almenn­ings við fundi þeirra höfðu verið mikil og sterk – og tendrað heitar umræð­ur.

Í kjöl­farið var meira en milljón flótta­fólks hleypt inn í Þýska­land, nokkuð sem átti eftir að gera Ang­elu mjög umdeilda, meðal ann­ars innan eigin flokks. Og sumir vilja meina að hafi átt sinn þátt í upp­gangi AFD, hægri sinn­aðs popúlista­flokks með harða stefnu gegn útlend­ing­um, þá sér­stak­lega þeim sem aðhyll­ast íslams­trú.

Tveimur árum síðar fékk Reem dval­ar­leyfi í Þýska­landi; hún hafði komið rík­is­fangs­laus til Þýska­lands en í þætt­inum var hún komin með vega­bréf frá Líbanon. Upp­haf­lega hafði hún fengið að koma til Þýska­lands til að fara í skurð­að­gerð vegna bækl­unar sinn­ar, hún þurfti að fá sprautur í kjöl­far aðgerð­ar­innar svo það mátti ekki reka hana strax aftur úr landi. Fjöl­skylda hennar hafði hins vegar engan rétt og lengi var óljóst um fram­tíð henn­ar. Reem hafði fengið dval­ar­leyfi vegna nýrrar reglu­gerðar sem kvað á um að ung­lingar sem hefðu aðlag­ast sam­fé­lag­inu vel fengju að dvelja áfram. En þessum tveimur árum eftir fund þeirra var Ang­ela Merkel umdeild­ari sem aldrei fyrr.

Reem vill ekki segja hvað þær töl­uðu um þegar hún heim­sótti Ang­elu, það sé leynd­ar­mál, en raunar kærir ung­lings­stúlkan sig ekki um að ræða póli­tík, enda varð hún óhemju póli­tískt fræg eftir þetta stutta sam­tal við kansl­ar­ann. Hún var orðin tákn. Og er tákn.

Ung­lings­stúlka með bland­aða ávexti í ísbikar og drauma um að verða sál­fræð­ingur eða þýsku­kenn­ari – sagði hún við blaða­mann Die Zeit.

Eng­inn veit hvað drífur Merkel áfram

Kristof Magnusson Mynd: Gunnar KlackKristof Magn­us­son er Berlín­ar­búi; rit­höf­undur sem hefur skrifað mikið í þýska og breska fjöl­miðla. Hann fylgist vel með stjórn­málum í heima­landi sínu og þegar ég spyr hann, yfir lasanja úr Krón­unni og sítrónu Krist­all, hvort verið geti að Reem hafi haft dramat­ísk áhrif á þýsk stjórn­mál segir hann: „Þegar Ang­ela byrj­aði sem kansl­ari var hún ekki fylgin hug­sjón­um, hún var frekar raunsæ og praktísk í ákvarð­ana­tökum sín­um. Hún gaf fólki ekki bein­línis ástæðu til að kjósa sig, yfir­leitt bundin af nið­ur­stöðum úr skoð­ana­könn­un­um. Frekar að hún eign­aði sér kjarna úr öðrum flokk­um; hún gætti þess að leggja áherslu á jafn­rétt­is­mál kra­ta­flokk­anna og eign­aði sér helstu bar­áttu­mál krata og grænna vinstri­s­inna eins og að banna kjarn­orku­ver.

En eng­inn vissi fyrir hverju hún brann. Nema jú, síðar í evru­mál­un­um, þá var hún mjög hörð gagn­vart Grikkjum og Spán­verj­um. Þá varð hún raunar umdeild, sér­stak­lega á alþjóða­vett­vangi. Stuttu eftir það ákvað hún að taka á móti öllum þessum flótta­mönnum og maður veit ekki alveg af hverju hún gerði það, enda veit maður aldrei almenni­lega hvað það er sem drífur hana áfram í ein­stökum ákvörð­un­um.

Maður veit hvorki af hverju hún var svona hörð í garð Grikkja né af hverju hún varð skyndi­lega mild gagn­vart flótta­mönn­um. Eins og alltaf var óljóst hvað tendraði hana. En í þetta skipti kom hún öllum á óvart. Að taka þessa stóru skyndi­á­kvörð­un, að hleypa öllu þessu fólki inn í land­ið, og leiða almenn­ings­á­litið hjá sér.“

Lúða­pía úr krumma­skuði

Hann segir að Ang­ela sé svartur kassi í þeim skiln­ingi að maður viti aldrei hvað hún hugsi, ólíkt Schröder og Kohl. Þegar talið berst að fundi Merkel og Reem segir Kristof að fyr­ir­sögnin að grein­inni í Die Zeit sé vísun í gam­alt upp­nefni á Ang­elu Merkel: Kohls Mädchen. Hún hafi á árum áður verið ráð­herra í rík­is­stjórn Helmut Kohl, á tíunda ára­tugn­um, og almannarómur hafi þá kallað hana Kohls Mädchen.

Ástæð­una útskýrir Kristof á þessa leið: „Hún þótti hvorki kúl né sjar­mer­andi. Frekar sveitó, frá gamla Aust­ur-Þýska­landi, nán­ast eins og lúða­pía úr krumma­skuði sem hefði óvart álp­ast upp í ráð­herra­bíl í Berlín. Kannski kald­hæðið að ennþá virð­ist það vera besta leiðin í Þýska­landi fyrir konur til að slá í gegn ef karl­menn van­meta þær og taka ekki eftir hæfni þeirra.“

Kristof segir að Ang­ela sé að ýmsu leyti sér­stakur stjórn­mála­mað­ur. Á sama tíma og hún sé þekkt fyrir að kæfa póli­tískar deilur með því að segja ítrekað að ekk­ert annað sé í boði en lausnin sín, þá noti hún nokkuð óhefð­bundnar leiðir til að leita eftir áliti fólks­ins. Hann hefur sjálfur reynslu af því en Ang­ela bauð honum ásamt níu öðrum þekktum rit­höf­undum í kvöld­verð í kansl­ara­höll­inni.

Almenn­ingur í kansl­ara­höll­inni

Þar snæddu þeir lamba­kjöt í þrjár klukku­stundir og ræddu allt milli him­ins og jarðar – en hún vissi áber­andi mikið um bók­mennt­ir, að hans sögn. Hún sagði m.a. ann­ars við þá að það yrði að gera meira fyrir fjöl­skyldur í þeim til­gangi að hvetja til barn­eigna, að öðrum kosti myndu Þjóð­verjar deyja út. Kristof mót­mælti þessu ásamt fleir­um. Þeir sögðu: Til hvers að plata fólk til að eign­ast börn – sem vill það kannski ekki? Er ekki bara betra að fá hingað ungt fólk frá öðrum löndum sem þráir tæki­færi?

„Hún var mjög opin fyrir nýjum rök­um,“ segir Kristof. „Þannig að maður fékk á til­finn­ing­una að hún byði reglu­lega fólk heim til að heyra nýjar skoð­an­ir. Henni fannst sér­stak­lega áhuga­vert að ræða við rit­höf­unda af því þeir ganga ekki ein­hvers konar póli­tískra erinda. Hún er svo vön að þurfa að hlusta alla daga á fólk með sér­staka hags­muni í huga. Við rit­höf­und­arnir vorum bara dæmi­gerðir fyrir fólk sem fylgist vel með því sem ger­ist í sam­fé­lag­in­u.“

Af þessu að dæma, meintum aðferðum kanslar­ans til að viða að sér ferskum sjón­ar­horn­um, má kannski leyfa sér að álykta að Ang­ela hafi orðið fyrir áhrifum þegar hún hlust­aði á Reem í sjón­varps­þætt­inum og síðar af umræð­unum sem kvikn­uðu í kjöl­far­ið, aðeins örfáum vikum áður en hún sagði: Við getum það!

Hver veit! Lífið er skrýt­ið. Og núver­andi kansl­ari óút­reikn­an­leg­ur.

Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit