Auglýsing

Í nýlegu bréfi heim­spek­ings­ins Yngve Slyngstad, sem er æðsti stjórn­andi norska olíu­sjóðs­ins - stærsta fjár­fest­inga­sjóðs í heimi - lýsir hann sýn sinni og stefnu sjóðs­ins á stöðu efna­hags­mála í heim­inum og hvernig sjóð­ur­inn eigi að nálg­ast mark­að­ina. Bréfið var meðal ann­ars gert að umtals­efni í ítar­legu og sjald­gæfu við­tali við Slyngstad við Bloomberg á dög­un­um.

Bréfið var sent til fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins í Nor­egi og er hluti af form­legum sam­skiptum milli sjóðs­ins og yfir­valda. Sjóð­ur­inn er sjálf­stæð ein­ing, óháð dæg­ur­sveiflum stjórn­mála, en heyrir undir Seðla­banka Nor­egs og fjár­mála­ráðu­neyti lands­ins, enda er hann í eigu norsku þjóð­ar­inn­ar.

Stærð sjóðs­ins nemur í dag 123 þús­und millj­örðum króna, eða sem nemur um 23,6 millj­ónum á hvern Norð­mann. Sjóð­ur­inn á sem nemur um 1,3 pró­sentum af öllum skráðum hluta­bréfum í heim­in­um, en 96 pró­sent eigna liggja í verð­bréfum utan Nor­egs. 

Auglýsing

Tveir punktar í bréfi Slyngstad eru áhuga­verðir fyrir Ísland og íslenska hugs­mun­i. 

Einn punkt­ur­inn er sá að í bréf­inu er þeirri sýn lýst, að sjóð­ur­inn þurfi að minnka gjald­eyr­is­á­hættu með því að færa áhætt­una einkum yfir á eignir í evru og Banda­ríkja­dal. Þetta er talið tryggja betur stöð­ug­leika í eigna­safni sjóðs­ins og er í takt við þá sýn að heim­ur­inn sé að fær­ast meira yfir í færri heims­mynt­ir. 

Ísland er með minnsta mynt­kerfi heims­ins ásamt Seychelles-eyjum og það vaknar óneit­an­lega spurn­ing hvernig þessi sýn sam­ræm­ist íslenskum hags­munum til lengdar lit­ið. Norð­menn hafa stærsta fjár­fest­inga­sjóð heims­ins til að tryggja trú­verð­ug­leika síns mynt­kerf­is, og það er for­rétt­inda­staða sem þeir sköp­uðu sjálf­ir.

Í eigna­safni sjóðs­ins í dag eru eignir tengdar 23 gjald­miðlum og því er þetta verk­efni umfangs­mikið og eflaust verður það ekki gert á skömmum tíma heldur yfir lengra tíma­bil. 

Hitt atriðið - sem hefur vakið tölu­verða athygli - er að sjóð­ur­inn ætlar sér að færa áhætt­una í eigna­safn­inu úr olíu­iðn­aði yfir á hreinni orku. Norð­menn eru olíu­þjóð og olíu­sjóð­ur­inn fær sína fjárinn­spýt­ingu úr hagn­að­inum af olíu­auð­lindum Nor­egs, þannig að það hljómar sem skyn­sam­leg áhættu­dreif­ing að ein­blína á aðra geira til að ávaxta eign­irnar til lengri tíma. En í ljósi stærðar sjóðs­ins og áhrifa sem hann hefur á mörk­uð­um, þá er þetta veru­lega stór og mikil yfir­lýs­ing. 

Orku­pakk­inn

Norð­menn hafa raunar tekið stór skref í þá átt að verða orku­stór­veldi í heim­inum með því að ákveða að leggja sæstrengi - fleiri en nú þegar eru fyrir hendi - og útvega Evr­ópu hreina orku. Sú fram­tíð­ar­sýn hefur verið sam­þykkt, þvert á flokka, að Nor­egur verði í náinni fram­tíð með jafn mikið undir þegar kemur að raf­orku­sölu um sæstrengi og olíu­við­skipt­u­m. 

Margar hliðar eru á þessum málum og hefur umræðan um þriðja orku­pakk­ann á Íslandi - sem lík­leg er til að stig­magn­ast á næst­unni hér á landi - meðal ann­ars fjallað um þessa hlið - sæstreng­i. 

Án þess að fara ofan í þriðja orku­pakk­ann ítar­lega hér, þá er áhuga­vert að velta fyrir sér hvert er hið stóra mark­mið með reglu­verki fyrir orku­við­skipti á EES svæð­inu. Fjallað er um grunn­inn að orku­pakk­anum í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem nú liggur fyrir Alþingi að taka afstöðu til.

„Fyrsti orku­pakk­inn var inn­leiddur hér á landi í tíð rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks undir for­sæti Dav­íðs Odds­son­ar. Þessi fyrsti orku­pakki, sem varð hluti EES-­samn­ings­ins með ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, nr. 168/1999, frá 26. nóv­em­ber 1999, leiddi til setn­ingar raf­orku­laga, nr. 65/2003. Sam­kvæmt inn­leið­ingu fyrsta orku­pakk­ans í raf­orku­lög skyldi vinnsla og sala raf­orku rekin í mark­aðs­kerfi á sam­keppn­is­grund­velli. Sam­hliða því voru settar reglur um starf­semi fyr­ir­tækja sem önn­uð­ust flutn­ing og dreif­ingu raf­orku í því skyni að stuðla að sam­keppni og vernda hags­muni neyt­enda. Um leið og lögin tóku gildi tók upp­bygg­ing raf­orku­mark­aðar á Íslandi mið af reglum EES-­svæð­is­ins og um leið innri mark­aðs ES,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Meiri teng­ingar

Stóru áskor­an­irnar sem þjóðir heims­ins standa frammi fyrir orku­málum - ekki síst til að vinna gegn hlýnun jarð­ar, súrn­unar sjávar og vax­andi vanda­mála vegna meng­unar - snúa ekki síst að orku­inn­við­un­um. Þar er stærsta áskor­un­in, hvorki meira né minna, að nýta orku betur með því að tengja orku­kerfi heims­ins sam­an. Sæstrengir, jarð­gasleiðsl­ur, osvfrv. Inn­viða­fjár­fest­ingar á sviði orku­mála munu fyr­ir­sjá­an­lega marg­fald­ast sökum þessa. 

Lyk­ill­inn að því að takast á við þessi stærstu við­fangs­efni sam­tím­ans, snýr ekki síst að þessu - hvernig það tekst að tengja saman orku­kerf­in. Við Íslend­ingar erum ein­angruð að þessu leyti en erum hluti af EES-­svæð­inu og höfum til þessa tekið þátt í sam­eig­in­legri sýn á orku­mark­að­inn með sam­þykkt orku­pakka. 

Megnið af orkunni okkar er seld til þriggja álvera, en aug­ljóst er að til fram­tíðar litið munu spurn­ingar vegna þeirra við­skipta verða stærri, ekki síst þegar sjálf­virkni­væð­ing í versksmiðju­bú­skap álf­ram­leið­enda verður umfangs­meiri. Störfum mun fyr­ir­sjá­an­lega fækka hratt í álverum í fram­tíð­inni, og þá vaknar spurn­ingin hvort það sé skyn­sam­legt að ein­blína á álverin sem orku­kaup­anda frekar en aðra kost­i. 

En látum þetta liggja milli hluta, og veltum frekar fyrir okk­ur, hvort það sé rétt eða ekki, að taka þátt í því mik­il­væga verk­efni að tengja sama orku­kerfi heims­ins. Þar sem nýta má orku betur - þvert á landa­mæri. Þetta er eitt stærsta við­fangs­efnið til fram­tíðar lit­ið. 

Óháð sam­þykkt þriðja orku­pakk­ans, sem er fram­hald á því sem Davíð Odds­son og félagar lögðu grunn­inn að, þá verður það alltaf í höndum Alþingis að taka ákvörðun um hvort við ákveðum að taka þátt í að tengja okkar orku­kerfi við umheim­inn eða ekki. 

Und­ir­bún­ingur

Það er stórt mál og ekki einka­mál verk­fræð­inga, enda eru hlið­arnar á þessum málum marg­ar. Teng­ing orku­kerfa yfir landa­mæri er fram­tíð­ar­sýn sem er svo til óum­deild í heim­in­um, en þátt­taka í þeirri þróun þarfn­ast ítar­legrar und­ir­bún­ings­vinnu, eins og Norð­menn fóru í. 

Munum að verð­lagn­ing á orku innan Nor­egs, á heims­mark­aðs­verði, er eitt­hvað sem Norð­menn hafa gert ára­tugum saman með olíu, án þess að þeir þurfi þess sem fram­leið­end­ur. Þeir gætu verið að selja hana á kostn­að­ar­verði ef þeir vildu -eða svo gott sem gefið hana eins og Katar hefur gert - en það er ekki sýn sem talin er skyn­sam­leg eða yfir höfuð verj­andi, í alþjóða­væddum heimi. Strangt til tekið hafa þeir þó rétt til þess.

Það er óhjá­kvæmi­legt að stjórn­mála­flokkar tak­ist á við málin sem tengj­ast teng­ingum orku­kerfa yfir landa­mæri af ábyrgð og þær spurn­ingar sem þau kalla fram um lífið og til­ver­una á jörð­inni. Við erum eyland land­fræði­lega en ekki í þátt­töku okkar í alþjóða­sam­starfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari