Hvað höfum við gert og hvað þurfum við að gera?

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, skrifar um loftlagsmál.

Auglýsing

Nú eru löngu tíma­bærir þættir um lofts­lags­mál farnir að rúlla á RÚV. Sem betur fer hafa þeir vakið tals­verða athygli en munu samt skila litlu nema að lands­menn nýti sér þessa þekk­ingu til að gera eitt­hvað í mál­un­um. 

Loft­lags­mál eru flókin fyr­ir­bæri en vanda­málið er ein­falt og snýst í raun bara um tonn eða kg af CO2 sem við erum að þrusa í ósjálf­bæru magni upp í loft­hjúp­inn. Ef við gerum ekki neitt stefnir í óefni og þessi “við” erum ekki bara ein­hverj­ir, heldur ég og þú. 

Þegar fjallað er um lofts­lags­mál er oft rætt við und­ur­klára sér­fræð­inga sem virð­ast hafa allt á hreinu en það skilur okkur venju­lega fólkið oft eftir með minni­mátt­ar­kennd og verk­kvíða. Sem betur fer eru til umhverf­is­hetjur þarna úti sem virð­ist gera allt rétt þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Vand­inn er að við hin til­heyrum stærsta hópi lands­manna sem er ekki kom­inn á þann stað enn­þá. Það er samt sem áður mín ein­læga trú að meiri heild­ar­ár­angur náist þegar 100 þús­und manns taka eitt fram­fara­skref en þegar hund­rað manns taka tíu. Ég hef líka þá skoðun að þeir sem hafa tekið eitt skref fram á við séu örlítið lík­legri til að fara alla leið á end­anum en þeir sem standa alger­lega í stað.

Auglýsing

Hér verður aðeins farið yfir nokkur ein­föld atriði sem hægt er að vinna að til að draga úr lofts­lags­á­hrifum heim­ila án þess að draga nokkuð úr lífs­gæð­um. Þetta er alls ekki tæm­andi listi og auð­vitað þurfum við að huga að allri neyslu með lofts­lags­gler­augum en hér eru samt góð byrj­un­ar­skref sem allir geta til­einkað sér.

Sam­göngur heim­ila

Sam­göngur eru stærsti los­un­ar­geiri heim­ila og þar er mjög auð­velt að draga úr losun með orku­skipt­um. Skyn­sam­leg­asta orkan til að nýta í sam­göngum í stað jarð­efna­elds­neytis er lík­ams­fita en aukin hlut­deild göngu og hjól­reiða er allra skyn­sam­leg­asta lausn okk­ar, bæði í umhverf­is- og lýð­heilsu­m­ál­um. Einnig má nýta almenn­ings­sam­göngur mun bet­ur. Þegar heim­il­is­bíll­inn eða bíl­arnir er skoð­aðir þá er ljóst að allir sem vilja, geta skipt yfir í fólks­bíla sem ganga á umhverf­is­vænni orku, ann­að­hvort strax eða innan örfárra ára. Nú þegar eru yfir 10 þús­und lands­menn farnir að setja inn­lenda og hreina orku á fólks­bíl­ana sína. Af hverju gætir þú ekki gert það sama næst þegar þú kaupir bíl? Tækni­lausn­irnar eru komnar í formi raf­orku, met­ans og vetnis og ef menn eru ekki sáttir við teg­undir eða verð þá er bara að bíða í örfá ár. Er ein­hver í svo mik­illi neyð að hann verði hrein­lega að kaupa glæ­nýjan bens­ín- eða dísil­bíl án taf­ar? Vand­inn er nefni­lega að nýr bens­ín- eða dísill­bíll sem keyptur er núna til lands­ins verður að öllum lík­indum enn í kerf­inu 2030 þegar við þurfum að gera upp Íslands­hluta Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Úrgangs­mál heim­ila

Tveir úrgangs­flokkar hafa sér­lega skýran lofts­lags­á­vinn­ing þ.e. málmar og líf­rænn úrgang­ur.  Flokkun málma frá heim­il­inu minnkar losun veru­lega enda þarf marg­falt minni orku til að end­ur­vinna málma en að vinna þá frá grunni. Það er heldur ekki sama hvernig líf­rænn úrgangur er með­höndl­aður því ef hann er ein­fald­lega urð­aður gefur hvert kíló af slíkum úrgangi af sér 1,6 kg af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum við rotnun á urð­un­ar­stað. Ef líf­ræn úrgangur er hins­vegar jarð­gerður með stýrðu nið­ur­broti minnkar moltu­gerðin útblást­ur­inn niður í einn fimmta af því sem losnar við urð­un. Þetta er t.d. gert í Í Eyja­firði þar sem verk­smiðjan Molta tekur við líf­rænum úrgangi og fram­leiðir jarð­vegs­bæti með miklum umhverf­isá­vinn­ingi.

Margt smátt

Mörgum finnst þægi­leg­ast að hneyksl­ast dug­lega á stöð­unni en fela sig svo á bak við smæð sína og benda t.d. á stór­iðju og skemmti­ferða­skip sem afsökun fyrir eigin aðgerða­leysi. Það er ekki mesta áhyggju­efnið að of fáir geri allt, heldur að of margir geri ekki neitt. Nú þegar hefur hell­ingur af ósköp venju­legum heim­ilum farið í gegnum ofan­greindar breyt­ingar sem gróf­lega gætu skilað um 5.000 kg CO2/heim­ili á ári. Marg­földun það svo með 100 þús­und heim­ilum og þá erum við með alvöru töl­ur. Hvernig er staðan á þínu heim­ili?

Hvað ætlar þú að segja næsta sunnu­dag ef ein­hver á þínu heim­ili spyr eftir næsta loft­lags­þátt „Hvað höfum við gert?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar