Hvað vakir fyrir Sigurði Má Jónssyni?

Ritstjóri Kjarnans svarar grein Sigurðar Más Jónssonar, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar, um Kjarnann sem birtist í Þjóðmálum í gær.

Auglýsing

Í vor­hefti Þjóð­mála, sem kom út í gær, birt­ist löng grein eftir Sig­urð Má Jóns­son, sem er titl­aður blaða­maður en var síð­ast í föstu starfi sem upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar, um Kjarn­ann. Hún ber fyr­ir­sögn­ina: „Kjarn­inn – Að kaupa sig til áhrifa“.

­Greinin er lík­ast til eins­dæmi. Á mínum tíma í blaða­mennsku man ég ekki eftir að nokkur hafi tekið sig til og skrifað jafn umfangs­mikið níð og jafn rætin róg um fjöl­mið­il. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi með­vitað sett fram jafn mikið magn af rang­færslum um mið­il­inn Kjarn­ann og nafn­greinda ein­stak­linga sem að honum hafa komið með einum eða öðrum hætti á starfs­tíma hans. Og ég man ekki eftir að nokkur mið­ill sem tekur sig alvar­lega eða hefur snefil af sjálfs­virð­ingu birti slíkt, líkt og Þjóð­mál gerðu gagn­rýn­is­laust.

En við lifum á óvenju­legum tím­um. Hér að neðan ætla ég að rekja helstu rang­færslur greinar Sig­urðar Más, setja fram stað­reyndir sem hrekja lygar hans og bera hönd fyrir höfuð nafn­greinds fólks sem hann telur eðli­legt að gera upp skoð­anir og hvat­ir.

Rang­færslur um stofnun og fjár­fest­ingu í Kjarn­anum

Sig­urður Már segir í grein sinni að Kjarn­inn hafi verið stofn­aður af nokkrum vinstrisinn­uðum ein­stak­lingum úr fjöl­miðl­um, stjórn­málum og við­skipta­lífi „sem gæti veitt yfir­vof­andi hægri­st­jórn mót­stöð­u“.

Þetta er rangt og auð­velt er að sýna fram á það. Kjarn­inn var stofn­aður af sex manns, fjórum blaða­mönn­um, einum fyrr­ver­andi starfs­manni fjar­skipta­fyr­ir­tækis og einum mark­aðs­manni. Eng­inn í þessum hópi hefur nokkru sinni starfað í stjórn­mála­flokki. Eng­inn var fjár­festir eða gæti fallið undir skil­grein­ing­una að vera „úr við­skipta­líf­in­u“. Allt það fé sem lagt var til við stofn­un­ina, heilar fimm millj­ónir króna, kom af sparn­aði þeirra sem stofn­uðu mið­il­inn. Full­yrð­ing Sig­urðar Más, sem Þjóð­mál birtir sem stað­reynd, er því lygi.

Sig­urður Már gerir það næst að atriði að í upp­hafi hafi Kjarn­inn átt að vera í eigu þeirra sem stofn­uðu hann og án fjár­festa. Í kjöl­farið gerir hann það tor­tryggi­legt að hlutafé hafi verið aukið á öðru starfs­ári mið­ils­ins og selt fjár­fest­um.

Auglýsing
Þetta er eitt af því fáa sem sett er fram í grein Sig­urðar Más sem er að hluta til rétt. Upp­haf­lega var Kjarn­inn stofn­aður sem staf­rænt tíma­rit sem átti að reka á aug­lýs­inga­tekj­um. Það við­skipta­módel gekk ekki upp og við stofn­endur mið­ils­ins unnum launa­lítið eða -laust allan þann tíma til að halda honum við. Þegar ljóst var að ekki yrði mögu­legt að sækja tekjur til að standa undir rekstr­inum og hug­mynd­inni eins og hún var þá var tvennt í stöð­unni: að hætta eða að skipta um kúrs. Við ákváðum að taka það sem hafði virk­að, og þann með­byr sem við höfðum fundið gagn­vart miðl­in­um, og skipta um kúrs.

Í því fólst aðal­lega tvennt: að breyta um birt­ing­ar­form fyrir efnið okkar og birta það á vef­síðu. Sam­hliða breytt­ist tíðnin úr því að vera viku­leg í að vera dag­leg. Hitt var það að við sóttum okkur fjár­magn til að byggja upp fyr­ir­tækið þangað til að það væri með tekju­stofna til að standa undir sér.

Þá vinnu leiddi maður sem heitir Hjálmar Gísla­son, einn far­sæl­asti sprota­fröm­uður lands­ins. Nær allir sem að Kjarn­anum hafa komið sem hlut­hafar hafa gert það í gegnum Hjálm­ar, sem enn þann dag í dag er stjórn­ar­for­maður mið­ils­ins. Einn þeirra er Vil­hjálmur Þor­steins­son, umsvifa­mik­ill sprota­fjár­festir sem hefur starfað fyrir Sam­fylk­ing­una sem gjald­keri. Sam­hliða því að þessir aðilar komu inn í hlut­hafa­hóp­inn sett­ist Guð­rún Inga Ing­ólfs­dóttir í stjórn Kjarn­ans sem óháður stjórn­ar­mað­ur. Þar situr hún enn þann dag í dag og hefur reynst okkur feiki­lega öfl­ugur liðs­mað­ur. Hún er fyrr­ver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Annar sem fjár­festi í Kjarn­anum var Ágúst Ólafur Ágústs­son. Hann hafði setið á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una en starf­aði á þeim tíma sem ráð­gjafi hjá einka­fyr­ir­tæki og hafði, að eigin sögn, lokið stjórn­mála­þátt­töku. Þegar hann hóf hana að nýju, í aðdrag­anda kosn­inga 2017 þá sagði hann sig sam­stundis úr stjórn mið­ils­ins og hlutur hans keypt­ur, enda fer virk stjórn­mála­þát­taka kjör­ins full­trúa ekki saman við það að eiga hlut í fjöl­miðli. Um það voru allir hlut­að­eig­andi sam­mála.

Nú liggur ekki fyrir hvort að Sig­urður Már hafi nokkru sinni byggt upp fyr­ir­tæki, eða fórnað sér í slíkt með því að þiggja lítil eða engin laun árum sam­an. En það höfum við sem stöndum að Kjarn­anum gert. Slíkar áskor­anir kallar eng­inn viti bor­inn maður yfir sig til að ganga ein­hverra óljósra póli­tískra erinda. Og það er rangt hjá Sig­urði Má að slíkt hafi ver­ið, og sé, hvat­inn að Kjarn­an­um.

Rang­færslur rekstur og vinnu­lag

Í grein Sig­urðar Más er farið yfir rekstr­ar­tölur Kjarn­ans á árunum 2014 og út árið 2017. Þar greinir hann rétti­lega frá því að sam­an­lagt tap á þessum fjórum árum hafi verið 47 millj­ónir króna.

Í grein­inni seg­ir: „Tap hefur verið á rekstr­inum öll heilu rekstr­ar­ár­in, þannig að við blasir að aðstand­endur mið­ils­ins kjósa að leggja fram tölu­vert fé til að sú vinstri rödd sem fjöl­mið­ill­inn stendur fyrir heyr­ist. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Þórður Snær, rit­stjóri Kjarn­ans, geri gjarnan tap­rekstur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, að umtals­efn­i.“

Sig­urður Már heldur áfram og segir að lengst af hafi „fjöl­mið­ill­inn orðið að treysta á fórn­fýsi eig­enda sinna, sem hafa hlaupið undir bagga, ýmist með lánum eða auknu hluta­fé, en eins hafa starfs­menn í ein­hverjum til­vikum þegið hluta­bréf, sem við þessar aðstæður eru verð­laus. Í seinni tíð hefur mið­ill­inn orðið að skera niður starf­semi sína og flokk­ast hann nú undir það að vera eins konar blogg­síða sem birtir hug­leið­ingar Þórðar Snæs og treystir mikið á end­ur­birt­ingar frétta úr öðrum fjöl­miðl­u­m[...]Af­skriftir og end­ur­fjár­mögnun hefur nokkrum sinnum verið end­ur­tek­in, en nú má heita að starf­semi mið­ils­ins sé í lág­marki, tveir rit­stjórar og tveir blaða­menn. Af upp­haf­legu rit­stjórn­inni eru aðeins Þórður Snær Júl­í­us­son og Magnús Hall­dórs­son eft­ir, sá síð­ar­nefndi raunar mjög laustengd­ur, býr erlendis og sinnir fyrst og fremst viku­rit­inu Vís­bend­ing­u.“

Sig­urður Már starf­aði lengi sem við­skipta­blaða­mað­ur. Sem slíkur hlýtur hann að vita að það er ekki óeðli­legt að fjár­festa í fyr­ir­tækjum með það að leið­ar­ljósi að byggja upp rekstur sem stendur undir sér.

Frá haustinu 2017 hefur Kjarn­inn náð því mark­miði að vera með sjálf­bæran rekst­ur. Á árinu 2018 var fyr­ir­tækið rekið í jafn­væg­i*. Velta Kjarn­ans hefur aldrei verið meiri og aldrei hafa jafn margir starfs­menn og verk­takar fengið greidd laun frá starf­sem­inni.

Engin starfs­maður hefur þegið hlutafé að gjöf eða sem end­ur­gjald. Starf­semi Kjarn­ans hefur ekki verið skorin niður heldur þvert á móti eflst og velta hans auk­ist. Á þeim 17 vikum sem liðnar eru af árinu 2019 hafa birst tíu leið­arar eftir rit­stjóra Kjarn­ans. Á sama hafa birst yfir þús­und frumunnar fréttir og frétta­skýr­ingar eftir öfl­uga, dug­lega og mjög hæfa rit­stjórn Kjarn­ans. Þetta hefði Sig­urður Már getað stað­reynt með því að telja.

Það er ótrú­legt virð­ing­ar­leysi af manni, sem gegndi trún­að­ar­störfum fyrir fag- og stétt­ar­fé­lag blaða­manna árum sam­an, að halda fram jafn ömur­legri og ræt­inni lyga­súpu og Sig­urður Már gerir í þessum hluta greinar sinn­ar.

Auglýsing
Af því að byggja upp stöndugt fyr­ir­tæki sem veitir sex stöðu­gildum starf er eitt­hvað sem við stjórn­endur og eig­endur Kjarn­ans erum ákaf­lega stolt af. Og að hafa kom­ist þangað með fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi fyrir fjár­fest­ingu sem nemur undir 50 millj­ónum króna er afrek í mínum huga. 

Til sam­an­burð­ar, fyrst Sig­urður Már nefndi það, þá hafa hlut­hafar Árvak­urs lagt því fyr­ir­tæki til 1,6 millj­arð króna á tíu árum. Tap Árvak­urs á árinu 2017 einu saman var sex­föld sú upp­hæð sem lögð hefur verið inn í Kjarn­ann sem nýtt hluta­fé. Þá er við­búið að hlut­hafar Árvak­urs muni leggja því til nokkur hund­ruð millj­ónir króna til við­bótar fyrir ára­mót til að mæta tap­rekstri. 

Til að setja þá fjár­fest­ingu sem farið hefur í Kjarn­ann, og 15 mis­mun­andi ein­stak­lingar hafa lagt fram, í enn frekara sam­hengi við þann rekstur sem Sig­urður Már nefnir í grein sinni þá er heild­ar­fjár­fest­ingin í Kjarn­anum sama upp­hæð og Davíð Odds­son, annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fær í laun og eft­ir­laun á átta mán­uð­um.

Sig­urður Már gerir meira að segja skrif­stofu­hús­næði okkar tor­tryggi­legt í grein sinni. Til að draga úr áhyggjum hans get ég sagt Sig­urði Má að nýjar höf­uð­stöðvar Kjarn­ans eru sann­ar­lega ekki inni á skrif­stofu neins, þótt annað fyr­ir­tæki sé á sömu hæð. Fyrir hús­næðið greiðum við eðli­lega mark­aðs­leigu og í fyrsta sinn á starfs­tíma Kjarn­ans erum við með aðstöðu sem upp­fyllir allar okkar þarf­ir. Sig­urður Már er vel­kom­inn í heim­sókn ef hann vill. Sama gildir um ljós­mynd­ara Vilj­ans sem hætti sér ekki lengra inn en í and­dyrið þegar hann var að barna síð­ustu fram settu sam­sær­is­kenn­ingu þess mið­ils.

Í okkar rekstri höfum við gert mis­tök. Okkar gæfa hefur falist í því að gang­ast við þeim mis­tök­um, læra af þeim og hætta í kjöl­farið að gera þau. Þess vegna hefur við­skipta­módel okkar þró­ast mjög frá því að Kjarn­inn var stofn­að­ur, og margt breyst bæði hvað varðar fram­setn­ingu á efni og þau verk­efni sem við sinn­um.

Rang­færslur um tekju­stoðir og aug­lýs­ingar

Í dag er staðan þannig að Kjarna­sam­fé­lag­ið, styrkir frá les­endum Kjarn­ans, eru um helm­ingur tekna hans. Aug­lýs­ingar eru undir fimmt­ungi þeirra tekna. Og engin þörf hefur verið fyrir nýtt hlutafé inn í rekst­ur­inn eða nein lán frá hlut­höfum eins og Sig­urður Már full­yrðir rang­lega í grein sinni. Það er ekki úti­lokað að Kjarn­inn sæki sér frekara hlutafé í fram­tíð­inni. En það verður þá gert til þess að stækka rekst­ur­inn og auka aflið, ekki til þess að plástra núver­andi rekst­ur. Hann er sjálf­bær.

Sig­urður Már segir í grein sinni að „meg­in­vandi Kjarn­ans hefur alla tíð verið að lest­ur­inn hefur látið á sér standa[...] Sam­ræmdar vef­mæl­ingar bentu til þess að honum hefði aldrei auðn­ast að ná út fyrir til­tölu­lega lít­inn kjarna les­enda (svo segja má að mið­ill­inn hafi borið nafn með rent­u). Nú er svo komið að Kjarn­inn nær hvorki á blað í vef­mæl­ingum Gallups né Modern­us.“

Ástæða þess að Kjarn­inn kemst ekki á blað í vef­mæl­ingum er að hann tekur ekki þátt í þeim. Vef­mæl­ingar þjóna þeim eina til­gangi að selja aug­lýsendum að miðlar séu að ná ákveð­inni útbreiðslu og fjölda „klikk­a“. Aug­lýs­inga­sala Kjarn­ans, og fleiri minni miðla sem selja aug­lýs­ingar í gegnum vett­vang Skyn, er hins vegar þannig að í henni felst sjálf­stæð mæl­ing á þeim fjölda sem sér aug­lýs­ing­arn­ar, og greitt er eftir því. Þess vegna þjónar engum til­gangi fyrir Kjarn­ann að greiða fyrir að vera í mæl­ingum á umferð, og þess vegna hættum við því fyrir ansi löngu síð­an.

En ég get huggað Sig­urð Má við það að vef­um­ferð Kjarn­ans á árunum 2016, 2017 og 2018 hefur verið mjög stöðug. Ef Kjarn­inn væri í mæl­ingum þá væri hann í 6-8 sæti að jafn­aði yfir mest lesnu vefi lands­ins.

Það er líka ástæða til þess að benda á að vef­um­ferð, og „click­bait­ing“, hefur aldrei verið sjálf­stætt mark­mið hjá Kjarn­an­um, heldur að sinna vand­aðri og öfl­ugri frétta­mennsku. Þannig háttar ekki á öllum bæjum í íslensku fjöl­miðla­lands­lagi.

Rang­færslur um skatta­skjól og Hannes Hólm­stein

Sig­urður Már segir í grein sinni: „Leiða má að því líkur að Kjarn­inn hafi að ein­hverju leyti verið fjár­magn­aður með fjár­munum sem eiga upp­runa sinn í skatta­skjól­u­m.“

Ann­ars staðar í grein­inni segir hann, vegna starfa minna sem stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands þar sem ég kenni hluta af einum kúrs í blaða­mennsku árlega, að ég hafi notað „þann vett­vang til að efna til kæru til siða­nefndar gegn Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni pró­fess­or. Til­efnið var að Hannes hafði gefið þekktri sögu vængi, en hún sner­ist um tengsl Kjarn­ans við erlenda vog­un­ar­sjóði. Sagan var í raun aldrei til umræðu nema í formi ásak­ana Þórðar Snæs og Magn­úsar um að til­teknir menn, oft­ast tengdir Fram­sókn­ar­flokkn­um, væru að breiða út slíkar sög­ur.“

Báðar full­yrð­ingar Sig­urðar Más hér að ofan eru rang­ar. Kjarn­inn hefur aldrei verið fjár­magn­aður með fjár­munum sem eiga upp­runa sinn í skatta­skjól­um. Einn eig­andi Kjarn­ans var í Panama­skjöl­un­um. Kjarn­inn sagði fyrstu frétt um það mál og brást við með við­eig­andi hætti. Félag stjórn­ar­for­manns Kjarn­ans, sem hann á hlut sinn í Kjarn­anum í, er íslenskt félag og hefur engar teng­ingar við banda­rískt félag sem hann var skráður fyrir þegar hann stýrði íslensku hug­vits­fyr­ir­tæki sem síðan var selt erlend­is. Þetta á Sig­urður Már að vita, sem fyrr­ver­andi við­skipta­blaða­mað­ur, en setur mál sitt samt sem áður fram með áður­greindum hætti.

Auglýsing
Sigurður Már skautar alveg fram­hjá því að siða­nefnd Háskóla Íslands komst að þeirri nið­ur­stöðu að Hannes Hólm­steinn, einn eig­anda bóka­út­gáfu sem Sig­urður Már skrifar bækur fyr­ir, hefði brotið siða­reglur með því að breiða út til­hæfu­lausar stað­leysur um að Kjarn­inn væri fjár­magn­aður af erlendum kröfu­höfum og neita að leggja neitt fram til að bakka þessar stað­hæf­ingar upp né draga þær til baka þegar þær voru opin­ber­aðar sem aug­ljós lygi. Hægt er að lesa um þá nið­ur­stöðu hér.

Rang­færslur um fjöl­miðla

Sig­urður Már eyðir umtals­verðu púðri í að teikna upp þá mynd að Kjarn­inn hafi með ein­hverjum hætti verið stofn­aður til höf­uðs Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni per­sónu­lega. Vert er að benda á að í fyrstu útgáfu Kjarn­ans, sem kom út í ágúst 2013, var Sig­mundur Davíð í for­síðu­við­tali þar sem hinn þá nýi for­sæt­is­ráð­herra fór vítt og breitt um völl­inn. Það við­tal var ekki tekið upp með leyni­legum hler­un­ar­bún­aði heldur í stjórn­ar­ráð­inu með vit­und og vilja Sig­mundar Dav­íðs. Sjálfur hefur hann aldrei gert athuga­semd við við­talið og aðstoð­ar­maður hans á þeim tíma lýsti sér­stakri ánægju með að það væri inni­halds­ríkt og efn­is­mik­ið.

Þetta var nú allt sam­særið gegn Sig­mundi Dav­íð, manni sem Sig­urður Már tók svo til starfa fyrir sem upp­lýs­inga­full­trúi og hag­aði sér af slíkum óheil­indum að þegar fyrir lá að hann yrði áfram við störf eftir að ný rík­is­stjórn tók við í byrjun árs 2017 þá höfðu ýmsir fjöl­miðla­menn, af nokkrum mis­mun­andi miðl­um, sam­band við ráð­gjafa nýrra stjórn­ar­herra og gerðu þeim ljóst að þeir treystu sér ekki til að eiga í sam­skiptum við hann. Ein­fald­lega vegna þess að hegðun hans og atferli, og fram­ganga í vinnslu eðli­legra beiðna um upp­lýs­ingar sem til hans var beint, hafði verið þess eðlis að þeir treystu honum ekki.

Sig­urði Má er reyndar mjög umhugað um Sig­mund Dav­íð, fyrr­ver­andi yfir­mann sinn, í grein­inni. Hann segir meðal ann­ars að umfjöllun um Sig­mund Davíð í Panama­skjöl­unum hafi verið „langt umfram það sem gögnin sögðu til um“ og hann virð­ist telja að Panama­skjölin hafi verið ein­hvers­konar sam­særi Vil­hjálms Þor­steins­son­ar, Kjarn­ans og fjöl­miðla sem „telja má til vinstri í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Sá mið­ill sem Sig­urður Már telur mest til vinstri er RÚV.

Á þessum tíma­punkti fer grein Sig­urðar Más á sam­sær­is­kenn­ing­ar­stig sem oft­ast nær er kennt við álhatta. Sig­urður Már rekur tengsl ýmissa blaða­manna sem starfað hafa á Kjarn­anum við RÚV til að sýna fram á eitt­hvað sem hann telur óeðli­legt náin tengsl. Þau tengsl eru allt frá því að eiga for­eldra sem vinna á RÚV yfir í það að hafa sótt um störf þar fyrr eða síðar á starfsæv­inni og feng­ið. Sig­urður Már segir m.a.: „Virð­ist því sem stofn­unin hafi tekið að sér að vera griða­staður fyrir starfs­fólk Kjarn­ans.“

Vert er að benda Sig­urði Má að RÚV er langstærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki á Íslandi og ekk­ert óeðli­legt við að fólk sem leggur blaða­mennsku fyrir sig sæk­ist eftir því að starfa þar. Meira að segja þeir sem unnu ein­hvern tím­ann á Kjarn­an­um. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að starfs­manna­velta í íslenskum fjöl­miðla­heimi er mik­il. Það getur verið erfitt fyrir litla miðla að halda fólki ef betri kjör og skap­legri starfs­að­stæður bjóð­ast. Í því felst ekk­ert annað en eðli­legur gangur vinnu­mark­að­ar.

Sig­urður Már færir sig svo yfir í það að gera það tor­tryggi­legt að ég sé fastur gestur í Morg­un­út­varpi Rásar 1 einu sinni í viku til að ræða um efna­hags­mál og við­skipti. Þetta tengir Sig­urður Már við það að einn þátta­stjórn­and­inn hafi síðar ráðið sig til almanna­tengsla­fyr­ir­tækis „á vinstri vængn­um“ og að þar vinni maður sem vann einu sinni með mér á frí­blaði fyrir 12 árum. Þessu er síðan blandað saman í eina lang­líf­ustu sögu skíta­dreifara sem reyna að draga úr trú­verð­ug­leika mín­um, um rúm­lega átta ára gamla frétt um tvo aðstoð­ar­menn ráð­herra sem ætl­uðu að reyna að spinna fram­setn­ingu á skoðun rík­is­stjórn­ar­innar um það hvort að kaup Magma Energy á HS Orku, sem þá voru í deigl­unni, yrðu stað­fest eða ekki.

Þetta er sann­ar­lega ekki í fyrsta skipti sem þess­ari frétt er teflt fram af mönnum eins og Sig­urði Má í ein­hverri til­raun til að gera mig ótrú­verð­ugan eða að mála mynd um að ég gangi ein­hverra póli­tíska erinda. Allir eiga þeir það þó sam­eig­in­legt að líta fram­hjá því að fram­setn­ing þeirra er röng. En til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.

Ein­ungis nokkrir mán­uðir eru frá því að sitj­andi þing­maður rifj­aði upp sömu sögu og gerði að aðal­at­riði í bóka­dómi sem hann skrif­aði um bók eftir mig kom sem út fyrir síð­ustu jól. Ég end­ur­birti hér að neðan svar til hans, enda á það jafn vel við gagn­vart Sig­urði Má:

Auglýsing
Hlutverk blaða­manna er að segja frétt­ir. Það er eðli­legt og til merkis um að þeir séu að standa sig að þeir vilji upp­lýsa um áður óupp­lýsta hluti og að þeir vilji vera fyrstir með frétt­ir. Um það er ég sek­ur. Þannig hátt­aði í þessu til­viki, ég fékk veður um tíð­indi og vildi segja frétt­ina fyrst­ur. Í kjöl­farið hafði ég sam­band við ýmsa innan stjórn­mál­anna til að reyna að landa henni og aðstoð­ar­mað­ur­inn virt­ist sjá tæki­færi í því að reyna að spinna eitt­hvað í tengslum við það. Menn eru ansi barna­legir ef þeir halda að póli­tískir ráð­gjafar reyni ekki alltaf að setja fram fréttir með þeim hætti að þær líti sem best út fyrir atvinnu­veit­endur þeirra.

Ef Sig­urður Már hefði bara nennt að lesa frétt­ina sem ég skrif­aði um mál­ið, sem ég sann­ar­lega skúbb­aði, þá myndi hann sjá að hún er ekki með neinum hætti í sam­ræmi við þennan ætl­aða spuna sem aðstoð­ar­menn­irnir ræddu um. Þvert á móti er hún mun ítar­legri, enda byggð á öðrum upp­lýs­ingum en þeirra. Hægt er að lesa frétt­ina hér og sjá tölvu­pósta aðstoð­ar­manns­ins hér.

Sig­urður Már sér einnig sam­særi í því að ég stýri einu sjón­varps­við­tali í viku á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut og að Kjarn­inn sé í sam­starfi vegna útgáfu fríð­blaðs­ins Mann­lífs og birti þar frétta­skýr­ingu hvern föstu­dag. Og hann sér sam­særi í því að Kjarn­inn hafi keypt Vís­bend­ingu, áskrift­ar­rit um efna­hags­mál og við­skipti, úr fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem Bene­dikt Jóhann­es­son leysti upp þegar hann fór á þing.

Ofan­greint sam­starf Kjarn­ans við ýmsa fjöl­miðla hefur verið mjög gjöf­ult fyrir alla aðila. Ástæður þess er að leita í afleitu rekstr­ar­um­hverfi en sam­starf til að lifa af og upp­lýsa almenn­ing getur varla verið annað en til bóta. Ég skamm­ast mín ekki fyrir að vera dug­legur og útsjón­ar­samur þótt að Sig­urður Már líti slíkt horn­auga.

Rang­færslur um stjórn­mála­flokka og saga af hags­muna­gæslu

Í grein Sig­urðar Más seg­ir: „Af rit­stjórn­ar­efni og fréttum Kjarn­ans má vel ráða póli­tískt leið­ar­hnoð hans, en það er borg­ara­leg vinstri­stefna sem teygir sig allt frá Vinstri grænum um Sam­fylk­ingu og yfir á miðj­una til Við­reisn­ar, en oft má fremur greina hana af and­stæð­ing­unum en sam­herj­un­um. Hún er raunar svo fyr­ir­sjá­an­leg (og grein­arnar lang­orð­ar) að gár­ungar í fjöl­miðla­stétt hafa upp­nefnt mið­il­inn Kran­ann.“

Það er sem­sagt nið­ur­staða Sig­urðar Más, í grein um það hvernig ein­hver póli­tísk öfl hafi keypt sig til áhrifa í gegnum Kjarn­ann, að hann gangi póli­tískra erinda að minnsta kosti þriggja stjórn­mála­flokka. Vinstri­flokks­ins Vinstri grænna, jafn­að­ar­manna­flokks­ins Sam­fylk­ing­ar­innar og hins frjáls­lynda hægra-­meg­in­-við-miðju Við­reisn­ar, eða nafn­greindra ein­stak­linga sem tengj­ast beint eða óbeint þessum flokk­um. Þetta er ansi breitt svið og erfitt að fá þessa póli­tísku sam­sær­is­kenn­ingu til að ganga upp.

Nema að allir séu bara „vinstri“ utan þeirra sem deila algjör­lega heims­sýn Sig­urðar Más Jóns­son­ar. Manns sem telur sig vera í stöðu til að gagn­rýna fjöl­miðil þar sem eng­inn núver­andi starfs­maður hefur nokkru sinni starfað í stjórn­mála­flokki fyrir póli­tíska slag­síðu, þegar hann hefur sjálfur varla unnið í fjöl­miðlum frá því að hann var rek­inn af Við­skipta­blað­inu árið 2010 og síð­asta fasta starf hans var sér­hags­muna­gæsla fyrir stjórn­mála­mann.

Á síð­ustu metrum Sig­urðar Más í blaða­mennsku þá störf­uðum við saman stutt­lega, á árunum 2009 og 2010. Um var að ræða þann tíma sem upp­gjör á banka­hrun­inu var alls­ráð­andi og hlut­verk fjöl­miðla í því að upp­lýsa almenn­ing um hvað það væri sem hefði gerst og umturnað íslensku sam­fé­lagi var feiki­lega mik­il­vægt, sér­stak­lega áður en að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var birt í apríl 2010. Á þessum stutta tíma lagði Sig­urður Már lítið til annað en með­virkni gagn­vart mörgum umfjöll­un­ar­efnum blaðs­ins. Eft­ir­minni­legt er sam­band hans við lyk­il­menn í kringum Kaup­þing, sam­bandi sem mun frekar verður lýst sem þjón­ustu­sam­bandi en eðli­legu sam­bandi blaða­manns og við­fangs­efn­is. Á síð­ari árum hefur Sig­urður Már skrifað fyrir bóka­út­gáfu sem er stýrt af fyrr­ver­andi lyk­il­manni innan Kaup­þings­sam­stæð­unn­ar. Fyr­ir­tækis sem ég skrif­aði bók­ina Kaupt­hink­ing – Bank­inn sem átti sig sjálfur um, sem kom út fyrir síð­ustu jól og hlaut Blaða­manna­verð­laun Íslands fyrr á þessu ári.

Rang­færslur um þol­anda

Þótt öll grein Sig­urðar Más sé þess eðlis að um rætin níð­skrif sé að ræða sem hafi þann eina til­gangi að fóðra ein­hverja ótrú­lega óvild í garð Kjarn­ans og þeirra sem standa að hon­um, þá fer hann niður í svað á einum stað hennar sem tekur öllu öðru fram.

Þar fjallar hann um það þegar fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kjarn­anum og þing­mað­ur, Ágúst Ólafur Ágústs­son, braut gegn blaða­manni Kjarn­ans, Báru Huld Beck. Þar gagn­rýnir Sig­urður Már skort á umfjöllun Kjarn­ans um mál­ið, segir „litlar fréttir hafa verið fluttar af við­brögðum stjórn­enda Kjarn­ans af atvik­inu“ og að „aug­ljóst var þó að Bára Huld var ekki ánægð með hvernig tekið hafði verið á máli henn­ar“.

Við Sig­urð Má vegna þessa vil ég segja: Það er alltaf þolenda að ákveða í hvaða far­veg brot gegn þeim fara. Fyr­ir­tæki, eða stjórn­endur fyr­ir­tæk­is, geta aldrei tekið þá ákvörðun fyrir þolendur sem hjá þeim starfa. Það sem stjórn­endur fyr­ir­tækja þolenda sem verða fyrir áreitni eða ann­ars konar ofbeldi geta og eiga að gera er hins vegar að styðja þá þolendur að öllu leyti. Það hefur Kjarn­inn gert í einu og öllu. Hér er til að mynda yfir­lýs­ing stjórnar og stjórn­enda Kjarn­ans vegna máls­ins sem birt var eftir að þol­and­inn ákvað, sjálf með okkar stuðn­ingi, að svara yfir­lýs­ingu ger­and­ans í mál­inu opin­ber­lega. Þar segir m.a. „Hegðun hans var niðr­andi, óboð­­leg og hafði víð­tækar afleið­ingar fyrir þann sem varð fyrir henni. Afleið­ingar sem eru bæði per­­són­u­­legar og fag­­leg­­ar. Stjórn og stjórn­­endur Kjarn­ans gerðu þol­anda ljóst frá upp­­hafi að hann réði ferð­inni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi rétt­­ast að grípa.“

Auglýsing
Allir aðrir hags­munir eru auka­at­riði þegar svona mál koma upp. Einu hags­mun­irnir sem skiptu máli eru þol­and­ans. Auk þess blasir við að Kjarn­inn er van­hæfur til að fjalla efn­is­lega um málið í frétta­skrif­um. Það hafa fjöl­margir aðrir miðlar gert. En Sig­urður Már er þeirrar skoð­unar að stjórn­endur Kjarn­ans hefðu átt að taka atburða­rás­ina úr höndum þol­anda með valdi og búa til fréttir úr henni.

Hvernig Sig­urður Már fær það út að þol­and­inn í mál­inu sé ekki ánægð með hvernig tekið hafi verið á máli hennar innan Kjarn­ans er mér hulin ráð­gáta. Hann spurði hana að minnsta kosti ekki hvort svo væri áður en að hann fór að gera henni upp skoð­an­ir. Ég sit hins vegar við hlið þol­and­ans á hverjum degi. Og er þar af leið­andi dóm­bær­ari um að meta hverjar afleið­ingar þessa máls á hana hafa verið en Sig­urður Már Jóns­son.

Hvað vakir fyrir Sig­urði Má?

Við lestur greinar Sig­urðar Más velti ég fyrir mér hvað vakti fyrir hon­um. Hvaðan stafar þessi gríð­ar­lega óbil­girni og vilji til að meiða og eyði­leggja. Raun­veru­leik­inn er nefni­lega sá að svona fram­ganga, að ljúga upp á menn og fyr­ir­tæki ömur­legum hlut­um, hefur til­hneig­ingu til að virka svo lengi sem hún sé end­ur­tekin nógu oft.

Í nið­ur­lag­inu birt­ist kannski lík­leg­asta skýr­ingin á skrifum Sig­urðar Más. Á morg­un, föstu­dag, er stefnt að því að leggja fram frum­varp um fjöl­miðla í rík­is­stjórn, en sam­kvæmt því munu einka­reknir fjöl­miðlar geta fengið styrki frá hinu opin­bera að til­teknum skil­yrðum upp­fyllt­um. Aug­ljóst er að Sig­urði Má er mjög í mun um að reyna að koma í veg fyrir að Kjarn­inn fái slíka styrki. Undir lok grein­ar­innar seg­ir: „Engum blöðum er um það að fletta að við­var­andi tap­rekstur Kjarn­ans hvílir þungt á eig­end­um, eins og sést á því að rit­stjóri Kjarn­ans sækir fast eftir rík­is­styrkjum nú þegar allt lítur út fyrir að Alþingi sam­þykki að veita fjöl­miðlum slíka styrki. Mikið álita­mál er þó enn hvort mið­ill­inn upp­fyllir kröfur þær sem gerðar eru til styrk­hæfra fjöl­miðla, þar sem sára­lítið er þar um frum­fram­leiðslu frétta, en slíkt verður tím­inn að leiða í ljós.“

Allt sem Sig­urður Már segir í þess­ari setn­ing­arrunu er rangt. Kjarn­inn tapar ekki pen­ing­um, líkt og rakið hefur ver­ið, Kjarn­inn frum­vinnur nær allt efni sem á honum birtist, líkt og rakið hefur ver­ið, og Kjarn­inn upp­fyllir öll sett skil­yrði frum­varps­ins eins og það var sett fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

For­vitni­legt verður að sjá hvort að áróður Sig­urðar Más, og ýmissa ann­arra sem hafa haldið sam­bæri­legu fram, meðal ann­ars for­svars­manna Árvak­urs, hafi náð eyrum þeirra ráð­herra og þing­manna sem komið hafa að loka­gerð frum­varps­ins. Hvernig sem það frum­varp verður þá skal það sagt hér að Kjarn­inn verður áfram til hvort sem styrkir til fjöl­miðla verði að veru­leika eða ekki. Sig­urður Már og aðrir af hans teg­und verða að sætta sig við það.

Að lokum vil ég vitna í áður­nefnda nið­ur­stöðu siða­nefndar Háskóla Íslands vegna brota Hann­esar Hólm­steins á siða­reglum skól­ans með lygum um Kjarn­ann. Þar sagði m.a.: „Grund­­völlur tján­ing­­ar­frels­is­ins er frelsið til að tjá skoð­­anir sínar og hug­­mynd­ir, en ekki frelsi til að segja hvað sem er um hvern sem er eða hvar sem er.“

Þetta eru skila­boð sem Sig­urður Már Jóns­son, sem titlar sig blaða­mann, mætti taka til sín.

Við ykkur hin sem viljið styðja við frjálsa og aðgangs­harða blaða­mennsku, sem hefur það eina leið­ar­ljós að upp­lýsa almenn­ing, getið gert það með því að ganga til liðs við Kjarna­sam­fé­lagið hér. 

Þeir sem hafa þegar gert það geta hækkað fram­lag sitt ef þeir vilja með því að senda tölvu­póst á takk@kjarn­inn.­is.

Við erum ekki að fara neitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit